Morgunblaðið - 06.05.2006, Síða 54
54 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Í dag, 6. maí, hefði
hann Jói okkar í sund-
lauginni orðið 66 ára.
Mig langar því fyrir
hönd Skokkklúbbs Icelandair að
minnast hans með nokkrum orðum.
Jóhann Ingi Einarsson var ein-
stakt ljúfmenni. Það má segja að
hann hafi verið persónulega kunn-
ugur meiri hluta sundlaugargesta í
lauginni á Hótel Loftleiðum, og kom
hann fram við þá alla af sinni með-
fæddu hlýju og persónutöfrum. Síð-
astliðin tíu ár eða svo hafði Skokk-
JÓHANN INGI
EINARSSON
✝ Jóhann Ingi Ein-arsson fæddist í
Reykjavík 6. maí
1940. Hann lést á
Landspítala við
Hringbraut sunnu-
daginn 18. desem-
ber 2005 og fór út-
för hans fram frá
Fossvogskirkju 29.
desember.
klúbbur Icelandair
aðstöðu hjá honum.
Við vorum alltaf svo
innilega velkomin og
sýndi hann tóm-
stundaiðju okkar mik-
inn skilning og áhuga.
Sjálfur hafði hann
verið í skokkklúbbi
sem gerði út frá laug-
inni, áður en við kom-
um til sögunnar, svo
hann þekkti vel til
þessarar hlaupafíkn-
ar. Ef einhver
gleymdi úlpu, húfum
eða vettlingum lánaði hann okkur af
birgðum sínum og ef hann þurfti að
loka lauginni skildi hann okkur bara
eftir á svæðinu og við komum okkur
innanhúss aftur í skrifstofubygg-
inguna.
Okkur þótti innilega vænt um Jóa
eins og öllum sem kynntust honum
og því var það okkur mikið áfall síð-
astliðið sumar er hann tjáði okkur
að hann hefði greinst með krabba-
mein. Á tímabili leit út fyrir að tek-
ist hefði að koma í veg fyrir meinið,
en því miður reyndist svo ekki vera
og lést hann 18. desember sl. Hann
sýndi þó alltaf mikið baráttuþrek og
var staðráðinn í að vinna bug á veik-
indunum og lét sig ekki fyrr en í
fulla hnefana. Til marks um vin-
sældir hans var alltaf yfirfullt hjá
honum í öllum heimsóknartímum á
Landspítalanum, þar sem fjölmargir
sundlaugargestir auk annarra heim-
sóttu hann til að endurgjalda honum
vináttuna, og þurfti á stundum að
takmarka gestaganginn.
Árið 2004 missti hann konuna
sína, Emilíu Björnsdóttur, af sama
sjúkdómi og sýndi hann okkur þann
heiður að fela okkur að vera kistu-
berar við jarðarför hennar. Við vor-
um djúpt snortin við þá bón. Jóa var
verulega brugðið við fráfall hennar,
enda voru þau einstaklega samrýnd
hjón. Það er því huggun harmi gegn
að vita að þau eru sameinuð á ný.
Við minnumst Jóa vinar okkar
með hlýhug og biðjum Guð að blessa
minningu hans.
Fyrir hönd Skokkklúbbs Ice-
landair
Bryndís Magnúsdóttir.
Vertu yfir og allt um
kring
með eilífri blessun þinni
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Prestshólum.)
Þessi bæn er ein af mörgum kvöld-
bænum sem þú kenndir mér þegar
ég var í sveitinni hjá þér. Ég hef
sennilega verið 8–9 ára þegar ég
byrjaði í sveit á sumrin í Lindartúni.
Fyrstu árin svaf ég í stóra rúminu
þínu. Við krupum alltaf á hverju
kvöldi við rúmið og fórum með bænir
áður en við fórum að sofa. Þetta
fannst mér ekkert rosalega spenn-
ELÍN
GUÐJÓNSDÓTTIR
✝ Elín Guðjóns-dóttir fæddist í
Syðri-Kvíhólma í
Vestur-Eyjafjöllum
19. nóvember 1907.
Hún lést á Kirkju-
hvoli á Hvolsvelli að
kvöldi miðvikudags-
ins 5. apríl síðastlið-
ins og var útför
hennar gerð frá Ak-
ureyjarkirkju í
Vestur-Landeyjum
15. apríl.
andi þá, en þetta hefur
komið sér vel í lífinu
seinna meir. Takk fyr-
ir það, amma mín.
Ég hlakkaði alltaf til
að koma til þín í Lind-
artún á sumrin, þú
varst alltaf svo góð og
kát amma, söngst mik-
ið, sérstaklega þegar
þú varst í þvottahús-
inu. Uppáhaldslagið
þitt var: „Þegar Stebbi
fór á sjóinn, þá var sól
um alla jörð og hún sat
á bryggjupollanum
hún Lína…“ En það
varst þú einmitt kölluð.
Eftir að hafa verið í Lindartúni um
sjö sumur, var kominn tími fyrir mig
að prófa eitthvað annað. En ég kom í
heimsókn eins oft og ég gat því að ég
saknaði þín mikið. Nokkrum árum
seinna kom ég með Ósk með mér í
heimsókn, þú varst mjög ánægð með
hana og sagðir að þarna hefði ég
fundið góða konu. Þið áttuð strax
mjög vel saman og gátuð talað mikið
um allt á milli himins og jarðar og
það gladdi mig.
Seinna eignumst við okkar fyrsta
barn, Snorra Borgar. Hann fæddist
með hjartagalla og við fórum með
hann í aðgerð til London aðeins sex
mánaða gamlan. Við heimsóttum þig
áður en við lögðum af stað og þú
sagðir við okkur að þú ætlaðir að tala
við lækni að handan sem þú þekktir,
þannig að við ættum ekki að hafa
neinar áhyggjur. Þetta skildum við
ekki alveg strax, ekki fyrr en lækn-
irinn í London kom til okkar eftir að-
gerðina, hann sagði að það hefðu
komið upp erfiðar aðstæður í að-
gerðinni og á tímabili hélt hann að
öllu væri lokið, en skyndilega fann
hann hjálp koma, sem hann gat ekki
útskýrt og hafði aldrei upplifað áður.
Þar vissum við hver hefði átt hlut á
máli.
Nokkrum árum seinna eignuð-
umst við dóttur sem heitir að sjálf-
sögðu Elín. Þetta gladdi þig mikið en
við urðum að lofa þér því að hún yrði
ekki kölluð Lína.
Okkur fjórum þótti alltaf gaman
að koma í Lindartún og heimsækja
þig. En eftir að þú fórst á Dvalar-
heimilið á Hvolsvelli fannst okkur
skrítið að þú værir ekki lengur í
sveitinni, það vantaði eitthvað. En þú
varst alltaf glöð og það var fyrir
mestu.
Eftir að við fluttum til Danmerkur
söknuðum við þess hvað við hittum
þig sjaldan, en aldurinn var orðinn
hár og minnið orðið lélegt. Síðast
þegar við hittum þig mundirðu bara
eftir mér frá því úr sveitinni í gamla
daga, en ekki eftir Ósk og börnun-
um. Þetta þótti okkur mjög leitt og
var þetta í síðasta skiptið sem við
hittum þig, elsku amma okkar.
Elsku amma, nú ertu farin og þú
ferð á þann stað sem góða fólkið fer,
því að þú varst góð í alla staði, stór-
kostleg amma. Takk fyrir allt sem þú
hefur kennt mér og gefið mér, takk
fyrir öll þessi frábæru ár sem að við
áttum saman og Guð geymi þig.
Bæn er máttur af Guði þér gefin
Hann mun grátinn þinn þerra af brá
Burtu hrakinn sé óttinn og efinn
Treystu orðan hans. Svar muntu fá.
(Þýð. Benedikt Jasonarson.)
Óskar Snorrason.
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
STEINUNNAR GEIRSDÓTTUR.
Innilegar þakkir til starfsfólks B2 Landspítala
Fossvogi og líknardeildar Landspítalans í Kópa-
vogi.
Særún Lísa Birgisdóttir,
Jóhanna Soffía Birgisdóttir, Pétur Smári Sigurgeirsson,
Guðrún María Brynjólfsdóttir, Leifur Guðjónsson,
Einar Geir Brynjólfsson,
Bryndís Hrund Brynjólfsdóttir, Guðmundur Ingi Guðjónsson
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGUNN HELGADÓTTIR,
til heimilis á hjúkrunarheimilinu Eir,
(áður Kambsvegi 4),
sem lést föstudaginn 28. apríl, verður jarðsungin
frá Grafarvogskirkju mánudaginn 8. maí kl. 13.00.
Helga A. Einarsdóttir, Marteinn Jakobsson,
Halldór Einarsson, Brigitte Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýju við andlát og útför elskulegs föður okkar,
bróður, tengdaföður, afa og langafa,
KRISTJÁNS JÓNSSONAR
bifreiðastjóra,
dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks í Víðihlíð fyrir góða
umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Ragna Kristjánsdóttir,
Halldóra Kristjánsdóttir, Sigurður E. Gíslason,
Eyþór Kristjánsson, Ingibjörg Thorp,
Valgerður Kristjánsdóttir, Kristján Birgisson,
Þórný Kristjánsdóttir, Benedikt Benediktsson,
barnabörn, langafabörn
og systkini hins látna.
Alúðarþakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför móður minnar og systur,
AÐALHEIÐAR JÓHANNESDÓTTUR
frá Hraunsási,
síðast til heimilis
á Dvalarheimili aldraðra,
Borgarnesi.
Sigurður Jónsson,
Erlingur Jóhannesson.
Innilegar þakkir til allra sem veittu okkur ómetan-
legan stuðning og hlýhug við fráfall okkar elskulegu
móður, tengdamóður, dóttur, ömmu og systur,
RUTAR GUNNARSDÓTTUR,
sem lést miðvikudaginn 5. apríl síðastliðinn.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Land-
spítalans í Kópavogi.
Helgi Valur Einarsson, Þórunn Gunnarsdóttir,
Gunnar Svanur Einarsson, Áslaug Björnsdóttir,
Rúna Einarsdóttir, Þorsteinn Ingi Ómarsson,
Guðbjörg S. Jónsdóttir,
barnabörn og systkini.