Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 55 KIRKJUSTARF OG FERMINGAR 7. MAÍ Fjölskylduhátíð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði í Kaldárseli Á MORGUN, sunnudaginn 7. maí, verður fjölskylduhátíð Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði haldin í sumar- búðum KFUM í Kaldárseli. Tónlistarfólk Fríkirkjunnar mætir á staðinn og heldur uppi miklu fjöri. Farið verður í leiki en fullorðna fólkinu boðið í gönguferð um nágrenni sumarbúðanna. Þá verður að sjálfsögðu grillveisla en kaffi og veisluborð fyrir fullorðna fólkið. Dagskráin hefst kl.11 og þeim sem ekki koma á eigin bílum uppeftir er bent á rútuferð frá kirkjunni kl.10:30. Þetta er sextánda vorið sem slík fjölskylduhátíð er haldin í Kaldár- seli og jafnan hafa mætt á fjórða hundrað manns enda mikil náttúrufegurð í Kaldárseli og gott að koma þar saman við sumarbúð- irnar sem KFUM hefur starfrækt um áratugaskeið. Vorferð Safnaðarfélags Grafarvogskirkju NÆSTKOMANDI þriðjudag 9. maí verður farið í hina árlegu vorferð Safnaðarfélags Grafarvogskirkju. Lagt verður af stað kl. 19:30 frá kirkjunni og haldið í Hvalfjörðinn. Þar verður boðið upp á leiðsögn um næsta nágrenni við Hótel Glym. Þar verður kvöldkaffi og listsýn- ingar á hótelinu skoðaðar, en þær tengjast meða annars vefnaði, skúlptúrum og ljósmyndum. Komið verður til baka kl. 23. Þátttökugjaldið er kr. 1.000,- kvöldkaffið innifalið. Allir vel- komnir. Barnamessuferð Grafarvogssafnaðar EINS og undanfarin ár mun barna- starfi Grafarvogskirkju ljúka með hinni árlegu barnamessuferð laugardaginn 6. maí. Í þetta sinn verður lagt af stað kl.10.00 frá Grafarvogskirkju. Farið verður til Eyrarbakka. Þar verður barnastund um kl.11:15 í kirkjunni. Krakka- og barnakór Grafar- vogskirkju syngur og barnastarfs- fólkið mun taka þátt í guðsþjónust- unni ásamt staðarpresti og prestum Grafarvogssafnaðar. Grillað verður fyrir börn og full- orðna. Komið verður heim um kl. 15. Aðalsafnaðarfundur Grafarvogskirkju AÐALSAFNAÐARFUNDUR Graf- arvogskirkju verður haldinn eftir messu sunnudaginn 7. maí. Auk hefðbundinna aðalsafnaðarfundar- starfa, verða skýrslur um safnaðar- starfið lagðar fram. Að lokinni guðsþjónustu er boðið upp á léttan hádegisverð. Fjölskyldu- guðsþjónusta í Útskálaprestakalli SAMEIGINLEG fjölskylduguðs- þjónusta prestakallsins og loka- samvera barnastarfsins verður sunnudaginn 7. maí kl. 11 í safn- aðarheimilinu í Sandgerði. Sóknarbörn Breiðholtskirkju koma í heimsókn og taka þátt í guðsþjónustunni, ásamt prestum og starfsfólki. Barnakór kirkj- unnar, kórstjóri og organisti og margt góðra gesta sækir okkur heim og margt verður til gamans gert. Kirkjugestum verður boðið að þiggja grillaðar pylsur að lokinn afhöfn og halda að því loknu út í Hvalsneskirkju, og eiga þar stund, hvort heldur í leikjum fyrir utan kirkjuna eða í kirkjunni við fræðslu og söng. Fjölmennum til guðsþjónustunn- ar, og tökum vel á móti Breiðholts- söfnuði er við fögnum komandi sumri og kveðjum veturinn. Helgistund á Garðvangi sunnu- dag kl. 15.30. Sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir. 50, 60 og 70 ára fermingarbörn í Hafnarfjarðarkirkju SUNNUDAGINN 7. maí nk. sem er 3. sd. eftir páska munu 50, 60 og 70 ára fermingarbörn Hafnarfjarðar- kirkju sækja messu í kirkjunni kl. 11 en þau voru fermd 1936 á krepputíð, 1946 ári eftir að heims- styrjöld lauk og 1956 á endursköp- unarskeiði eftirstríðsára. Þau hafa lifað margvísleg umskipti og breyt- ingar í samfélagi og veraldarsögu og hafa margs að minnast frá fyrri tíð sem rifjast upp við endurfundi. Sr. Gunnþór Þ. Ingason, sóknar- prestur, mun þjóna við messuna. Eftir messu munu þessir afmælis- árgangar fermingarbarna hittast í hádegisverði og samsæti í Hásölum Strandbergs. Hjörtur Howser mun þar leika á flygil. Lofgjörð og aðalfundur í Hjallakirkju NÆSTKOMANDI sunnudag, 7. maí, verður haldinn aðalsafnaðar- fundur Hjallasóknar í Kópavogi, strax að lokinni lofgjörðarguðs- þjónustu kl. 11. Í guðsþjónustunni mun Þorvald- ur Halldórsson, tónlistarmaður, leiða safnaðarsönginn á sinn ein- staka hátt. Að henni lokinni hefst aðalsafnaðarfundurinn og munu venjuleg aðalfundarstörf fara þar fram. Léttur hádegisverður er fram borinn á meðan fundurinn stendur yfir. Allir velkomnir. Kirkjudagur Kálfatjarnarkirkju KIRKJUDAGUR Kálfatjarnar- kirkju verður sunnudaginn 7. maí. Dagskráin hefst með guðsþjónustu í Kálfatjarnarkirkju kl. 14. Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona prédikar og Carlos Ferrer, sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kór Kálfatjarn- arkirkju leiðir söng undir stjórn Frank Herlufsen. Kaffisala kvenfélagsins Fjólu í Tjarnasal Stóru-Vogaskóla að guðsþjónustu lokinni. Allur ágóði af kaffisölunni rennur í styrktar- sjóð félagsins. Leikmannamessa í Vídalínskirkju SUNNUDAGINN 7. maí verður leikmannamessa í Vídalínskirkju kl.11:00. Nanna Guðrún Zoega djákni leiðir guðsþjónustana en Helgi K. Hjálmsson flytur hugleið- ingarorð og segir m.a. frá leik- mannastarfi þjóðkirkjunnar. Kór Vídalínskirkju og Jóhann Baldvins- son leiða lofgjörðina. Ragnheiður Helga Sæmundsdóttir og Jóhann Sigurðsson lesa ritningarlestra, en bænagjörðin er leidd af Jóhönnu Ólafsdóttur og Hjalta Karlssyni. Þegar kemur að predikun er þeim börnum sem koma til guðsþjónust- unnar boðið yfir í safnaðarheimili en þar munu systkinin Hafrún Lilja Haraldsdóttir og Haraldur Axel Haraldsson vera með kirkjulegt tómstundahorn. Sjá www.garda- sokn.is. Allir velkomnir. Samvera og sumarferð eldri borgara í Laugarneskirkju SÍÐASTA samvera eldri borgara í Laugarneskirkju á þessum vetri verður fimmtudaginn 11. maí. Þá mun Þorvaldur Halldórsson syngja dægurperlur og Sigurbjörn Þor- kelsson framkvæmdastjóri safn- aðarins leiða stundina. En þótt síðasta samveran af þessu tagi sé runnin upp að sinni erum við hvergi nærri hætt, því á döfinni er ferð eldri borgara í Skál- holt þar sem sr. Bernharður Guð- mundsson og hans góða starfsfólk mun taka á móti okkur af sinni rausn í glæsilegum húsakynnum Skálholtsskóla. Lagt verður í hann þriðjudaginn 23. maí kl. 14 og komið heim að nýju á uppstigningardegi 25. maí þegar haldin verður hin árlega guðsþjónusta eldri borgara með tertukaffi í safnaðarheimilinu. Innsetning í Keflavíkurkirkju SUNNUDAGINN 7. maí kl. 20 setur sr. Gunnar Kristjánsson prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi sr. Skúla S. Ólafsson inn í embætti sóknarprests við Keflavíkur- prestakall. Athöfnin fer fram í Keflavíkurkirkju og að henni lok- inni verður kirkjugestum boðið til samsætis í safnaðarheimili kirkj- unnar. Sr. Skúli þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigfúsi Baldvin Ingva- syni. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Hákons Leifssonar organista kirkjunnar. Vorhátíð barna- og æskulýðsstarfs Bústaðakirkju LOKASAMVERA í barnastarfi Bú- staðakirkju verður sunnudaginn 7. maí og hefst hún kl. 11. Að lokinni helgistund í safnaðarsalnum okkar á neðri hæð verður samvera úti á kirkjuplaninu, þar sem farið verð- ur í leiki og grillað. Allir sem hafa tekið í þátt í barnaguðsþjónustum, TTT-starfinu ásamt öðru starfi kirkjunnar í vetur eru hjartanlega velkomnir og mega taka með sér gesti. Vorhátíð í Árbæjarkirkju VIÐ fögnum vorinu með fjölskyldu- guðsþjónustu um morguninn og léttmessu um kvöldið í Árbæjar- kirkju. Fjölskylduguðsþjónustan er samvinnuverkefni Fylkis og kirkj- unnar. Leikhópurinn Perlan kemur í sína árlegu heimsókn með leik- ritið sitt og er sá góði hópur orðin sannur vorboði hjá okkur í Árbæn- um. Fimleikadeild og Karatedeild Fylkis koma og sýna listir sínar. Barn verður borið til skírnar. Eftir stundina í kirkjunni verða grillaðar pylsur og þær seldar gegn vægu gjaldi. Meðan pylsurnar grillast er boðið uppá „stífluhlaup“ og þau sem eru í formi skokka þriggja km hring og verðlaunin eru vellíðan fyrst og fremst, en líka pylsa og svaladrykkur. Um kvöldið heldur vorhátíðin áfram. Söngvarinn Bjarni Ara mætir með hljómsveit og ætlar að syngja með Gospelkór Árbæjar- kirkju undir stjórn Krisztínu Kalló Szklenár. Margrét Ólöf Magnús- dóttir djákni leiðir stundina. Þráinn Haraldsson guðfræðinemi flytur prédikun. Fjölmennum í Árbæjarkirkju á sunnudaginn, allir velkomnir. Aðalsafnaðarfundur í Háteigskirkju AÐ venju verður messa og barna- guðsþjónusta klukkan 11 í Háteigs- kirkju. Eftir messu verður boðið upp á léttan hádegisverð. Að því loknu verður haldinn aðalsafnaðar- fundur í safnaðarheimili kirkjunn- ar. Þar fara fram venjuleg aðal- fundarstörf, skýrslur og reikning- ar lagðir fram og kosning til sóknarnefndar. Sóknarfólk er hvatt til að koma og taka þátt í messu og fundi. Sumarhátíð barna- og æskulýðsstarfs Lágafellskirkju SUMARHÁTÍÐ barna- og æsku- lýðsstarfs Lágafellskirkju verður sunnudaginn 7. maí kl. 13.30. Þang- að eru allir velkomnir sem tekið hafa þátt í safnaðarstarfi kirkjunn- ar þetta starfsár. Sumárhátíð þessi er samvera sunnudagaskóla, for- eldramorgna, kirkjukrakka, TTT- starfsins og æskulýðsfélagsins. Farið verður í leiki og pylsur grill- aðar handa öllum þátttakendum. Í lok samverunnar verður stutt söng- og bænastund í kirkjunni. Sumarhátíðin verður eins og áður segir í og við Lágafellskirkju. Allir velkomnir. Vöfflukaffi og barna- starf í Fríkirkjunni í Reykjavík SÍÐASTA barnaguðsþjónusta vors- ins kl. 14. Þema guðsþjónustunnar er upprisa Jesú Krists og það að vera kristin manneskja. Fastir liðir eru helgisagan, söngur og biblíu- myndir. Pétur Markan spilar á gítarinn og Ása Björk Ólafsdóttir Fríkirkjuprestur leiðir stundina. Andabrauð er í lok stundarinnar, en síðan göngum við saman upp í Safnaðarheimilið við Laufásveg, þar sem Lovísa bíður okkar með kaffi, safa og vöfflur. Samfélagið heldur áfram. Safnaðarferð Breiðholtssóknar SUNNUDAGINN 7. maí munum við í Breiðholtssókn fara í safn- aðarferð til Sandgerðis. Lagt verð- ur af stað frá Breiðholtskirkju kl. 9:45 að morgni og komið til baka u.þ.b. kl. 16. Í Sandgerði munum við eiga helgistund í safnaðarheimilinu, þar sem sr. Lilja Kristín Þorsteins- dóttir, sem þjónaði við Breiðholts- kirkju í nokkur ár, mun taka á móti hópnum. Hún mun síðan sýna okk- ur merka staði í nágrenninu eins og t.d. Hvalsneskirkju, þar sem Hallgrímur Pétursson byrjaði sinn prestskap. Að sjálfsögðu er miðað við að þetta verði ferð fyrir alla fjölskylduna og er dagskráin skipulögð í samræmi við það. Ferðin kostar 1000 kr. fyrir full- orðna, en ókeypis er fyrir börn. Innifalið er rútuferð, ásamt mat og kaffi. Vonandi sjáumst við sem flest. Vorhátíð barna- og æskulýðsstarfs Seltjarnarneskirkju VORHÁTÍÐIN hefst með fjöl- skylduguðsþjónustu kl.11. Barna- kór kirkjunnar syngur falleg lög og trúðurinn Gunnsó fræðir börnin á sinn einstaka hátt. Biblíusaga, söngur og bæn. Eftir guðsþjón- ustuna verður boðið upp á pylsu og svala í safnaðarheimili kirkjunnar. Lúðrasveit tónlistarskóla Seltjarn- arness spilar af miklum krafti. Uppblásin rennibraut verður fyrir utan kirkjuna og allir fá blöðrur. Andlitsmálning og leikir. Allir vel- komnir. Starfsfólk Seltjarnarneskirkju. Morgunblaðið/ÓmarFríkirkjan í Hafnarfirði Ferming í Seljakirkju 7. maí kl. 14. Prestur: Sr. Bolli Pétur Bollason. Fermdar verða: Hólmfríður Sara Geirsdóttir, Engjaseli 67. Glódís Baldursdóttir, Brekkuseli 32. Tinna Rut Hauksdóttir, Engjaseli 65. Rakel Ýr Jóhannsdóttir, Vallengi 11. Ferming í Selfosskirkju 7. maí kl. 11. Prestur: Sr. Gunnar Björnsson. Fermd verða: Axel Arnþór Þrastarson, Sunnuvegi 12. Einar Daði Gunnarsson, Engjavegi 4. Jóhanna Kristín Elfarsdóttir, Tjaldhólum 13. Sarah Þrastardóttir, Sunnuvegi 12. Þórhildur Helga Guðjónsdóttir, Álftarima 36. Ferming í Selfosskirkju 7. maí kl. 14. Prestur: Sr. Gunnar Björnsson. Fermdur verður: Daníel Geir Einarsson, Hrísholti 19. Ferming í Eyrarbakkakirkju 7. maí kl. 13.30. Prestur sr. Úlfar Guðmundsson. Fermd verða: Erling Ævarr Gunnarsson, Háeyrarvöllum 6. Guðmundur Einar Vilbergsson, Túngötu 24. Guðrún Telma Þorkelsdóttir, Túngötu 26. Kamil Daníel Sigurðarson, Mundakoti 2. Lilja Viktoría Guðbjörnsdóttir, Eyrargötu 42. María Ósk Guðmundsdóttir, Túngötu 47. Rakel Ýr Gunnlaugsdóttir, Háeyrarvöllum 30. Sandra Sif Sigvardsdóttir, Foldahrauni 42, Vestmannaeyjum. Ferming í Hveragerðiskirkju 7. maí kl. 10.30. Prestur sr. Jón Ragnarsson. Fermdir verða: Andri Már Agnarsson, Kambahrauni 52. Elíeser Þór Jónsson, Heiðmörk 6b. Helgi Þór Jóhannsson, Dynskógum 7. Hjalti Valur Þorsteinsson, Laugarskarði. Ívar Örn Guðjónsson, Heiðarbrún 5. Ferming í Stykkishólmskirkju 7. maí kl. 14. Prestur: Séra Gunnar Eiríkur Hauksson. Fermd verða: Aron Freyr Svansson, Garðaflöt 10. Helgi Jóhann Ellertsson, Sundabakka 13. Ívar Sindri Karvelsson, Ásklifi 1. Kristjana Þrastardóttir, Laufásvegi 11. Rúnar Kúld Heimisson, Vallarflöt 8. Fermingar 7. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.