Morgunblaðið - 06.05.2006, Page 65
Skrúðganga frá Kompunni kl. 13. Allir vel-
komnir.
Mokka-Kaffi | Nikulás Sigfússon sýnir
vatnslitamyndir af íslenskum villijurtum til
15. maí.
Norræna húsið | Sýning á dúkristum eftir
börn frá Grænlandi, Færeyjum, Noregi,
Danmörku og Íslandi. Viðfangsefnið er
píslarsagan – frá páskum til hvítasunnu.
Börnin eru nemendur í 6. og 7. bekk í sex
skólum á Norðurlöndum. Íslensku þátttak-
endurnir er frá Lágafellsskóla og Varmár-
skóla í Mosfellsbæ.
Næsti Bar | Undanfarin ár hefur Snorri Ás-
mundsson þróað með sér andlega tækni í
málaralist. Orkuflámamyndir hans sem eru
taldar hafa lækningarmátt hafa vakið sterk
áhrif hjá áhorfendum. Til 26. maí.
Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir
sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina.
Til 28. ágúst.
Salfisksetur Íslands | Anna Sigríður Sigur-
jónsdóttir – Dýrið. Til 21. maí.
Seltjarnarneskirkja | Málverkasýning
Kjartans Guðjónssonar stendur til 7. maí.
Suðsuðvestur | Indíana Auðunsdóttir vinn-
ur sýningu útfrá samtíma menningu og að
þessu sinni tekur hún fyrir metnað og
myndugleik smáþjóðarinnar í norðri.
Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndir Rob
Hornstra eru afrakstur af ferðum hans um
Ísland og veita sýn á Ísland nútímans og
vitna um samfélagsbreytingar síðustu ára.
Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu-
konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og
verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar
á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra for-
réttinda að nema myndlist erlendis á síð-
ustu áratugum 19. aldar og upp úr alda-
mótum. En engin þeirra gerði myndlist að
ævistarfi.
Söfn
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Sigríður
Bachmann í Skotinu, nýjum sýningarkosti
hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, til 7. júní.
Veiðisafnið – Stokkseyri | Uppstoppuð
veiðidýr ásamt skotvopnum og veiðitengd-
um munum. Opið alla daga kl. 11–18. Sjá
nánar á www.hunting.is
Þjóðmenningarhúsið | Ný sýning í bókasal:
Það gisti óður – Snorri Hjartarson 1906–
2006. Skáldsins minnst með munum,
myndum og höfundarverkum hans. Aðrar
sýningar: Handritin – m.a. Snorra Edda,
Eddukvæðin og Íslendingasögur. Þjóð-
minjasafnið svona var það – þegar sýning
þess var í risinu. Fyrirheitna landið – vest-
urfarar.
Þjóðminjasafn Íslands | Boðið er upp á
fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar
eru sýningar auk safnbúðar og kaffihúss.
Opið alla daga kl. 10–17.
Leiklist
Bæjarleikhúsið Mosfellsbæ | Leikfélag
Hólmavíkur sýnir gamanleikinn Fiskar á
þurru landi eftir Árna Ibsen í leikstjórn Kol-
brúnar Ernu Pétursdóttur, sunnudaginn 7.
maí kl. 19 í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ.
Uppl. og miðapantanir í síma 865 3838
sunnudaginn 7. maí frá kl. 16.
Norræna húsið | Samíski leikhópurinn
Beaivvás sýnir ævintýrið Skuolfi sem er
byggt á samnefndri joikóperu. Einstök upp-
lifun í samísku leikhústjaldi, með lifandi
ljósi, joik, upplestri og söng inni í sal Nor-
ræna hússins. Aðgangseyrir kr. 2000,
stúdentar og eldri borgarar kr. 1000.
Skemmtanir
Hlégarður | Vorfagnaður SÁÁ verður hald-
inn í Hlégarði í Mosfellsbæ 12. maí. Fjöl-
breytt skemmtiatriði, Geirmundur Valtýs-
son leikur fyrir dansi. Miðasala á skrifstofu
SÁÁ í Síðumúla 3–5, verð miða með mat er
kr. 2.900.
Kringlukráin | Hljómsveit Geira Sæm og
Tryggvi Hubner með dansleik um helgina.
Vélsmiðjan Akureyri | Danshljómsveit
Friðjóns leikur fyrir dansi föstudags- og
laugardagskvöld. Húsið opnað kl. 22, frítt
til miðnættis.
Uppákomur
Leikskólarnir í Seljahverfi | Börn og
starfsfólk leikskóla í Seljahverfi verða með
opið hús kl. 11–13. Þá bjóða börnin vanda-
mönnum, vinum og öllum þeim sem vilja
kynna sér starfsemi og menningu leikskól-
anna í heimsókn.
Oddi – Félagsvísindahús Háskóla Íslands |
Þýski sjónvarpsgrínistinn Manuel Andrack
les úr bók sinni sem fjallar í léttum dúr um
reynslu hans sem áhangandi þýsks úrvals-
deildarliðs. Að auki sýnir hann skyggnur
sem varpa gamansömu ljósi á hina þýsku
„fótboltasál“. Fer fram í dag kl. 16.15, í
Odda, stofu 101.
Mannfagnaður
Húnvetningafélagið í Reykjavík | Kaffi-
samsæti verður í Húnabúð Skeifunni 11, 3.
hæð, 7. maí. M.a. syngur Húnakórinn,
stjórnandi Eiríkur Grímsson. Húsið opnað
kl. 13.30 allir velkomnir. 9. maí kl. 19.30 er
aðalfundur félagsins.
Skaftfellingabúð | Eldri félögum í Skaftfell-
ingafélaginu og gestum þeirra er boðið til
kaffisamsætis 7. maí kl. 14, í Skaftfellinga-
búð, Laugavegi 178. Söngfélag Skaftfell-
inga flytur, Þorsteinn Helgason sagnfr. les
úr dagbókum Þorláks Vigfússonar frá
Múlakoti á Síðu og að lokum verður stiginn
dans undir harmonikkuspili.
Fyrirlestrar og fundir
Kaffi Hljómalind, lífrænt kaffihús | Vígdís
Steinþórsdóttir hjúkrunarfræðingur flytur
erindi um mátt hugans kl 14.30.
Norræna húsið | Aðalfundur Heilsuhrings-
ins verður haldinn 9. maí kl. 20. Að fundi
loknum, kl. 8.30 flytur Sigmundur
Guðbjarnason, próf. emeritus, erindið:
Hvernig virka náttúruefni úr lækninga-
jurtum? Aðgangur er ókeypis. Allir vel-
komnir.
Reykjavíkurborg | Steinar Björgvinsson
garðyrkjufræðingur og fuglaáhugamaður
fræðir fólk hvernig hægt er að laða fugla
að görðum með réttu plöntuvali í Grasa-
garði Reykjavíkur 7. maí kl. 11. Í garðinum
eru nokkrir varpkassar og fuglaböð. Mæt-
ing er í lystihúsinu. Ókeypis fræðsla og allir
velkomnir.
Fréttir og tilkynningar
Ferðaklúbbur eldri borgara | Vegna for-
falla eru 4 sæti laus í Færeyjaferð Ferða-
klúbbs eldri borgara dagana 30. maí til 9.
júní. Einnig er hafin skráning í aðrar ferðir
sumarsins.
Dagsferð um Reykjanes 24. maí. Ekið um
Reykjanes. Verð 3.800 kr., innifalið kaffi og
veitingar. Upplýsingar gefur Hannes í síma
892 3011
GA-fundir | Ef spilafíkn að hrjá þig eða
þína aðstandendur? Er hægt að hringja í
síma: 698 3888.
List án landamæra | Handverkssýning og
sala í kjallara Hins hússins, Pósthússtræti,
á löngum laugardegi kl. 12–17. Handverk til
sýnis og sölu. Geðveikt kaffihús í kjallara í
umsjá Hugarafls. Kökur og uppákomur í
samstarfi við Vesturport. Karnival
stemmning.
Frístundir og námskeið
Magadanshúsið | Magadanshúsið, Ármúla
18, verður með áframhaldandi starfsemi í
allt sumar og eru ný námskeið að hefjast.
Ný byrjendanámskeið í magadansi verða í
hverjum mánuði. Kennarar eru Josy Za-
reen, Jóhanna Jónas, Kristína Berman,
Rosanna Ragimova og Heiða Jónsdóttir.
Danssýning verður 27 maí. Nánari uppl.
www.magadans.is
Útivist og íþróttir
Heiðmörk | Fræðsluganga fyrir alla fjöl-
skylduna við Elliðavatn í Heiðmörk. Jón
Kristjánsson fiskifræðingur leiðir gönguna.
Mæting kl. 11 við Elliðavatnsbæinn. Að-
gangur ókeypis og allir velkomnir.
Blikastaðakró/Leiruvog | F-listinn býður
borgarbúum í gönguferð um Blikastaðakró
undir leiðsögn Ástu Þorleifsdóttur jarð-
fræðings um síðustu óspilltu ströndina í
borginni, með fuglum, fiskum og mögulega
sel, undir kjörorðinu „Verndum náttúruna í
borginni“. Farið verður frá Geldinganeseiði
kl. 11, 7. maí.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 65
DAGBÓK
Félagsstarf
Árskógar 4 | Handverkssýning opin
kl. 13.30–16.30. Fallegir munir. Kaffi
og gott meðlæti. Allir velkomnir.
Breiðfirðingabúð | Fundur verður
haldin í Breiðfirðingabúð 8. maí kl.
20. Rætt verður um vorferð.
Félagsheimilið Gjábakki | Hin árlega
sýning á handunnum munum sem
unnir eru af eldra fólki verður í Gjá-
bakka í dag, laug. 6. maí, og á morg-
un, sun. 7. maí. Sýningin verður opin
frá kl. 14–18, báða dagana. Vöfflukaffi.
Allir velkomnir.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Vor-
sýning. Sýning verður á handverki
eldra fólks í Gullsmára laugardaginn
6. og sunnudaginn 7. maí og er opið
frá kl. 14–18, báða dagana. Einnig
verður myndlistarsýning barna á leik-
skólanum Arnarsmára. Vöfflukaffi.
Myndlistaklúbbur Gullsmára verður
með sölusýningu.
Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka
daga kl. 9–16.30 er fjölbreytt dagskrá
fyrir fólk á öllum aldri, m.a. opnar
vinnustofur og spilasalur, sund og
leikfimiæfingar í Breiðholtslaug, kór-
starf, dans, „Kynslóðir saman í Breið-
holti“ o.m.fl. Veitingar í hádegi og
kaffitíma í Kaffi Berg. Strætisvagnar
S4, 12 og 17.
Hæðargarður 31 | Hæðargarður 31 er
hlýleg og falleg félagsmiðstöð sem
þú getur heimsótt alla virka daga
milli kl. 9–16. Kíktu við, fáðu þér kaffi-
sopa, líttu í dagblöðin og skoðaðu
dagskrána. Eða komdu með einhverja
góða tillögu! Allt tekið til jákvæðrar
skoðunar! Fastir liðir eins og venju-
lega! Sími 568 3132. Átta konur 12.
maí.
Kringlukráin | Félagsfundur París, fé-
lag þeirra sem eru einar/einir, verður
kl. 11.30. Stjórnin.
Lífeyrisþegadeild Landssambands
lögreglumanna | Síðasti fundur vetr-
arins verður haldinn 10. maí kl. 10 að
Brautarholti 30. Félagar fjölmennið.
Þvottalaugarnar í Laugardal |
Sunnudaginn 7. maí verður hinn ár-
legi hláturdagur haldinn hátíðlegur
um allan heim. Hláturkætiklúbburinn
býður til hláturgöngu í Laugardalnum
klukkan 13. Lagt verður af stað frá
þvottalaugunum og gengið upp í
Grasagarð. Ásta og Kristján leiða
gönguna. Allir velkomnir. Takið með
nesti og góða skapið!
Kirkjustarf
Bústaðakirkja | Kvenfélag Bústaða-
sóknar heldur félags- og skemmti-
fund í safnaðarheimilinu mánudaginn
8. maí kl. 20. Félagskonur eru hvattar
til að taka með sér gesti. Kaffiveit-
ingar. Stjórnin.
Ellimálaráð Reykjavíkurprófasts-
dæma | og ellimálanefnd þjóðkirkj-
unnar efna til sumardvalar fyrir eldri
borgara á Löngumýri í sumar. 5 daga
dvöl frá mánudegi til föstudags. Um
er að ræða tvo hópa í júní og einn í
júlí. Þar er mjög góð aðstaða og gott
að njóta sumars í sveitasælunni.
Uppl. eru gefnar á skrifstofu Ellimála-
ráðs f.h. virka daga í síma 557 1666.
Grensáskirkja | Fundur verður hald-
inn í Safnaðarheimilinu 15. maí kl. 20.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Það
verður allsherjar vinnu- og tiltektar-
dagur í kirkjunni. Nú á að gera allt fínt
fyrir afmælishátíðina. Adda sér um
að útbúa góðan mat eins og vana-
lega, fyrir fúsar hendur. Við viljum
hvetja safnaðarmeðlimi til að mæta.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
HVUNNDAGSLEIKINN tekur á
sig ýmsar myndir. Bestur er hann
með brosi á vör. Einhvern veginn
þannig áhrif hafa smásögur Páls
Kristins Pálssonar á mig. Sannast
sagna kom hið litla yfirlætislausa
smásagnakver hans sem hann nefnir
Það sem þú vilt mér þægilega á óvart.
Þótt sögurnar 6 í bókinni láti ekki
mikið yfir sér við fyrstu sýn með sín-
um hversdagslegu viðfangsefnum
býr þó margt í textanum.
Það sem einkennir þessar sögur er
hversu hnitmiðaðar þær eru. Þær eru
sagðar í 1. persónu eintölu. Þetta eru
sögur af mannlífi í borginni. Aðstæð-
ur eru einfaldar, flugferð, setið í sól-
baði, beðið á biðstofu hjá lækni
o.s.frv. Ein sagan sker sig þó nokkuð
úr. Hún er lengri en aðrar sögur bók-
arinnar, einhvers konar glæpasaga
þar sem glæpurinn bítur í rófuna á
sjálfum sér og saga innan í sögunni
verður að veruleika. Fyrir bragðið
verður sagan
margræð. Þetta
er skemmtileg til-
raun með klass-
ískt söguform og
vel útfærð.
Í sögum sínum
fjallar Páll ekki
um hin stóru mál
þjóðfélagsins.
Nær væri að kalla
sögur hans dag-
stofusögur. Athyglinni er beint að
einföldum tilfinningum, afbrýðisem,
flughræðslu, ótta við dauða, svo að
nokkuð sé nefnt en einnig koma
glæpir við sögu. Söguþræðir sagn-
anna eru jafnan einfaldir og skýrir og
höfundur hefur næmi til að kveikja
grun um óvænt endalok. Það er ein-
kenni margra þessara sagna að les-
andi er togaður inn í sögufléttuna í
lokin. Það er hans að vinna sögulokin
með höfundinum.
Sem fyrr segir er form sagnanna
mjög hnitmiðað. Páll hefur augljós-
lega legið lengi yfir þeim flestum.
Þetta eru fágaðar sögur. Hér eru
engir lausir endar. Þegar best lætur
byggja þær á hugvitsamlegri mynd-
sköpun sem gæðir þær myndrænum
og jafnvel ljóðrænum blæ. Á þetta
ekki síst við sögurnar Andlit á borði
og Vegur inn í skóginn en þær tvær
höfða raunar mest til mín.
Einn besti styrkur Páls er gott
auga hans fyrir samþættingu hins
hversdagslega og hins sérstaka í fari
persóna sinna. Þær verða fyrir
bragðið eftirminnilegar þó að þær
séu einungis dregnar fáum skýrum
dráttum. Mikilvægur er einnig sá
hæfileiki hans að láta lesandann
skilja ýmislegt án þess að segja það
beinum orðum. Hann treystir á les-
endur sína. Í sögum Páls er einatt
einhver óleyst gáta með svörum sem
vakna til lífsins þegar lesandi lætur
höfundinn leiða sig í dansi söguflétt-
unnar. Danssporin verða einhvern
veginn svo augljós þó að í reynd séu
þau flókin. Á bak við allt vakir svo
kímið auga rithöfundarins.
Það verður því ekki annað sagt en
hér sé á ferðinni vandað bókmennta-
verk. Það sem þú vilt er yfirlætislaust
smásagnakver fullt með kímni og
hvunndagslegum viðfangsefnum sem
höfundur gæðir lífi með fáguðum og
hnitmiðuðum texta og hugvitssemi.
Hvunndagsleiki
með brosi á vör
BÆKUR
Smásögur
eftir Pál Kristin Pálsson, Jpv-útgáfa.
2006 - 127 bls.
Það sem þú vilt
Skafti Þ. Hallórsson
Páll Kristinn
Pálsson
Innihaldið skiptir máli
Til sölu
nokkrar glæsilegar fullbúnar íbúðir
í grónu hverfi, 2ja, 4ra og 5 herbergja
• Tveggja herbergja 80 m²
• Fjögurra herbergja 135 m²
• Fimm herbergja 143 m²
Baðherbergi eru rúmgóð, 90 cm sturta, baðkar, eikarinnréttingar og
fínar flísar. Svefnherbergi er 12 til 16 m² með fallegum eikarskápum.
Eldhús eru rúmgóð með góðum borðkrók og eikarinnréttingum.
Stofurnar eru 30-40 m²
Á gólfum eru flísar og gott eikarparket.
Stórar svalir á móti suðri og sérstaklega fallegt útsýni.
Stutt í golfvöll.
Hrauntún ehf. byggir
Uppl. gefur Örn Ísebarn byggingameistari
í símum 896 1606 og 557 7060.
Dæmi um 5 herbergja íbúð
Guðrún Arnalds
Kundalini jóga á meðgöngu
Námskeið í maí og júní
Kennari: Guðrún Arnalds
Jóga hjálpar okkur að losa um spennu og mýkja þreytta vöðva.
Kennir okkur aukna einbeitingu og líkamsvitund.
Eykur orku, styrk og lífskraft.
Eiginleikar sem koma sér vel á meðgöngu, í fæðingu
og í móðurhlutverkinu.
Hugleiðsla - jógaæfingar - meðvituð öndun - dans - slökun
Tímar: Andartak, Ármúla 20. Mán. og fim. kl. 19.30
Guðrún s. 896 2396. www.andartak.is, gudrun@andartak.is