Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 1
Reuters Björgunarmenn að störfum eftir að eldur kviknaði í olíuleiðslu í Nígeríu í gær. Ilado. AP, AFP. | Allt að 200 manns brunnu til bana í eldi sem blossaði upp í olíuleiðslu ná- lægt þorpi í Nígeríu í gær eftir að þorpsbú- ar höfðu borað göt á leiðsluna til að verða sér úti um eldsneyti. Björgunarmenn sögðu að aðkoman hefði verið skelfileg og líkin svo illa brunnin að ógjörningur væri að bera kennsl á þau. Svo virðist sem nokkur fórnarlambanna, sem fundust fjærst olíuleiðslunni, hafi reynt að hlaupa í burtu en fuðrað upp þegar olían, sem lak úr leiðslunni, varð að eldhafi á svip- stundu. Söfnuðu bensíni í brúsa Lögreglu- og björgunarmenn sögðu að þorpsbúarnir hefðu verið að safna bensíni í brúsa við leiðslu nálægt fiskimannaþorpinu Ilado, um 45 km austan við Lagos, stærstu borg Nígeríu. „Við fundum um 500 brúsa sem við teljum að hafi verið notaðir til að stela eldsneyti úr leiðslunni,“ sagði björg- unarmaður á vegum Rauða krossins. „Milli 150 og 200 manns fórust,“ sagði Emmanuel Adebayo, lögreglustjóri Lagos- borgar. „Fólkið sem dó er grunað um að hafa skemmt olíuleiðsluna. Talið er að eld- urinn hafi kviknað vegna sprengingar í leiðslunni.“ Algengt er að fátækt fólk í Nígeríu bori göt á olíuleiðslur til að safna olíu til eldunar eða til að selja hana á svörtum markaði. Um það bil 2.000 manns hafa farist í sprengingum í olíuleiðslum í Nígeríu á síð- ustu átta árum. Allt að 200 urðu eldi að bráð Höfðu borað göt á olíu- leiðslu til að stela eldsneyti STOFNAÐ 1913 129. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Doppótt og röndótt Fatatískan í sumar er kvenleg og í anda tísku sjöunda áratugarins | 38 Lesbók | Allt er yfirstíganlegt  Alliance í Ánanaustum Börn | Út að ganga með kanínuna  Hérinn og skjaldbakan Íþróttir | Fagnar Liverpool í sjöunda sinn?  Ógnvænleg þróun LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík var sett í Borgarleikhúsinu í gær að við- stöddu fjölmenni. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og for- maður fulltrúaráðs Listahátíðar setti hátíðina en fram komu meðal annarra Motion-tríóið frá Kraká, dansarar úr brasilíska dans- hópnum Grupo Corpo og íslenska mezzósópransöngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. Frumflutti Guðrún Jóhanna við þetta tækifæri tónverk eftir Þor- kel Sigurbjörnsson við ljóð eftir Jón úr Vör við undirleik spænska gítarleikarans F.J. Jáuregui. Hér má sjá dansara úr Grupo Corpo sýna listir sínar við setningarathöfnina, en hópurinn er einn virtasti danshópur í Suður-Ameríku og byggir dansa sína á gamalli dans- hefð þar í landi. Sjá nánar dagskrá Listahátíðar á bls. 78. Morgunblaðið/ÞÖK Listahátíð í Reykjavík tekur flugið Drekka meira af bjór en mjólk Tallinn. AFP. | Eistar drukku 74 lítra af bjór að meðaltali á hvern landsmann í fyrra en aðeins 64 lítra af mjólk, samkvæmt tölum sem Hagrannsóknastofnun Eistlands birti í gær. „Áfengisneyslan er að aukast þar sem verðið á áfengi hækkar ekki á sama tíma og tekjur fólksins aukast,“ sagði Marje Jos- ing, framkvæmdastjóri stofnunarinnar. Í Eistlandi kostar hálfur lítri af vodka sem samsvarar 320 íslenskum krónum og hálfur lítri af bjór um 60 krónur. Lítri af mjólk kostar um 45 krónur. Stjórn Eistlands ákvað í vikunni að fresta því að hækka áfengisskatta til sam- ræmis við lágmarksskattana innan Evrópu- sambandsins. Rök stjórnarinnar voru þau að frestunin auðveldaði Eistum að ná verð- bólgunni niður og uppfylla skilyrði sem sambandið hefur sett löndum sem vilja taka upp evruna. ALDREI hafa fleiri sjúklingar dvalið á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi og beðið vistunar- úrræða en nú, gangalagnir eru viðvarandi og ógerlegt er að veita bráðveikum sjúklingum mannsæmandi þjónustu, segir í ályktun fundar á þriðja hundrað stjórnenda LSH á fimmtudag- inn sem beint er til yfirvalda fjár- og heilbrigð- ismála. Í ályktuninni kemur einnig fram að ekki takist að manna bráðnauðsynlegar þjónustuein- ingar vegna skorts á starfsfólki og að daglega reyni á siðferðiskennd starfsfólks þar sem ekki sé hægt að mæta þörfum sjúklinga eins og áskil- ið sé. Fulltrúar starfsfólks LSH sem Morgunblaðið ræddi við í gær voru sammála um að ástandið væri óþolandi. Vinnuálag væri sligandi og sjúkrahúsið mætti ekki við því að missa fleira starfsfólk. Mikið um gangainnlagnir „Fólk er farið að kvíða því að mæta í vinnuna enda veit maður aldrei hvað maður þarf að vinna lengi til að það sé lágmarksmönnun. Fólk er oft beðið að vinna áfram og tekur kannski tvöfaldar vaktir dag eftir dag,“ segir Þórunn Margrét Ólafsdóttir, einn trúnaðarmanna sjúkraliða á LSH. Hún segir ástandið farið að hafa áhrif á heilsufar starfsmanna og óttast hún að margir hætti og snúi sér að öðru verði ekki gripið fljótt í taumana. Friðbjörn Sigurðsson, formaður læknaráðs LSH, segir skort á hjúkrunarfólki einnig koma illa niður á lækningum. Hann segir að mikið hafi verið um gangainnlagnir en að hans mati geta þær ekki samrýmst lögum um réttindi sjúk- linga. „Ég hef oft séð það slæmt en ég held ég hafi aldrei séð það svartara í mönnunarmálum,“ seg- ir Gyða Baldursdóttir, formaður hjúkrunarráðs LSH og deildarstjóri bráðamóttöku við Hring- braut, en hún hefur unnið á spítalanum í 24 ár. „Yfirleitt eru hæðir og lægðir í starfinu en nú er álagið stöðugt og það er eitthvað alveg nýtt.“ Ófremdarástand á LSH Eftir Hrund Þórsdóttur og Hjálmar Jónsson VANDI Landspít- ala – háskóla- sjúkrahúss er margþættur að mati Sivjar Frið- leifsdóttur heil- brigðis- og trygg- ingamálaráðherra og segir hún að brugðist verði við honum eftir fremsta megni. Vandann segir hún meðal annars felast í manneklu og fráflæð- isvanda spítalans og segir hún þörf á endurskoðun á vist- unarmati og auknum forgangi LSH að rýmum sem losni á hjúkr- unarheimilum. Til greina komi að nýta rými á sjúkrahúsum ná- grannasveitarfélaga og leita starfsfólks í nágrannalöndum. Margþættur vandi ♦♦♦ „EINN sjúklingur sem hér er inni í hálft eða heilt ár, sem dæmi eru um, gerir það að verkum að ekki er hægt að veita tugum þjón- ustu sem aðeins þurfa að liggja inni í fáeina daga vegna aðgerðar,“ segir Magnús Pétursson, forstjóri LSH. „Þetta eru aðstæðurnar sem við búum við núna og þær eru verri en við höfum áður þekkt. Þess vegna fannst okk- ur nauðsynlegt að láta í okkur heyra.“ Að hans mati þarf að ná sátt um hjúkrunarheimilin og efla heimaþjónustu. Aðstæður aldrei verri  Ógerlegt að veita | 4 Lesbók, Börn og Íþróttir í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.