Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 19 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF UM það bil 20 þúsund manns stunduðu frumkvöðlastarfsemi hér á landi á árinu 2005. Það eru um 10,7% þjóðarinnar á aldrinum 18– 64 ára. Umfang frumkvöðlastarf- semi á Íslandi var meira en í flest- um öðrum löndum í heiminum. Það var nokkuð meira en í hátekju- löndunum í heild, talsvert meira en annars staðar Norðurlöndum að Noregi undanskildum, en sam- bærilegt við Bandaríkin. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri alþjóðlegri saman- burðarrannsókn á vegum alþjóð- lega rannsóknarsamstarfsins Global Entrepreneurship Monitor (GEM). Samkvæmt því hefur frumkvöðlastarfsemi allt að 40 ólíkra landa verið könnuð árlega á sambærilegan hátt. Í hverju þátttökulandi er að auki unnin skýrsla þar sem kafað er dýpra í niðurstöður í því landi. Íslenska skýrslan kemur nú út í fjórða sinn, en þetta er hins vegar í sjöunda sinn sem frumkvöðlastarfsemi víða um heim er könnuð. Háskólinn í Reykjavík hefur haft veg og vanda af GEM-rannsókninni hér á landi frá árinu 2002. Helstu niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á morg- unverðarfundi í Háskólanum í Reykjavík í gær, þar sem Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra flutti ávarp. Höfund- ar íslensku skýrslunnar eru Rögnvaldur J. Sæmundsson og Silja Björk Baldursdóttir. Nýta betur tækifærin Markmið GEM-skýrslunnar eru þrjú: Í fyrsta lagi að gefa yfirlit yfir frumkvöðlastarfsemi á Íslandi árið 2005, umfang hennar, ein- kenni og umhverfi. Í annan stað er markmiðið að bera frumkvöðla- starfsemi á Íslandi árið 2005 sam- an við frumkvöðlastarfsemi und- anfarinna ára og við frumkvöðla- starfsemi í völdum saman- burðarlöndum. Þriðja markmiðið er að koma með ábendingar um hvernig bæta megi umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi og auka ávinning þjóðarinnar af henni. Ábendingar skýrsluhöfunda um hvernig megi bæta umhverfi frum- kvöðlastarfsemi á Íslandi og auka ávinning þjóðarinnar af henni eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi segja skýrsluhöf- undar að það þurfi að minnka þenslu í þjóðfélaginu. Þá þurfi að styrkja starf framtaksfjárfestingar sem sjálfstæða atvinnugrein. Í þriðja lagi segja þeir að fjárfesta þurfi í tækifærum til framtíðar. Fjórða ábendingin er að nýta þurfi betur þau tækifæri sem búa í frumkvæði Íslendinga og það aukna athafnafrelsi sem þjóðin hefur fengið á síðustu misserum. Karlar líklegri en konur Í skýrslunni segir að frum- kvöðlastarfsemi á Íslandi tilheyri í fæstum tilfellum þekkingariðnaði. Einungis um 17% frumkvöðlastarf- semi hér á landi byggi á tækni- þekkingu stofnenda og hafi þetta hlutfall minnkað marktækt á milli áranna 2004 og 2005. „Íslendingar á aldrinum 35–44 ára eru líklegri en aðrir lands- menn til að stunda frumkvöðla- starfsemi og er þriðjungur þeirra sem stundar hana á því aldursbili,“ segir í skýrslunni. „Karlar eru meira en tvöfalt líklegri en konur til að stunda frumkvöðlastarfsemi og eru nálægt því að vera tveir þriðju þeirra sem stunda frum- kvöðlastarfsemi. Enginn marktæk- ur munur er á líkum eftir tekjum en stærsti hópurinn (42%) telst til þess þriðjungs sem hefur lægstu tekjurnar. Einstaklingar sem hafa lokið framhaldsskólaprófi eru lík- legri til að stunda frumkvöðla- starfsemi en bæði þeir sem eiga því ólokið og þeir sem hafa lokið háskólaprófi en fjöldi þeirra sem stunda hana dreifist nokkuð jafnt milli þessara þriggja hópa.“ Í skýrslunni kemur fram að það sé sláandi hversu lágt hlutfall þeirra sem stunda frumkvöðla- starfsemi á Íslandi hefur lokið há- skólaprófi í samanburði við önnur hátekjulönd. Hlutfallið sé ríflega tvöfalt hærra hjá hátekjulöndun- um í heild. Þá segir í skýrslunni að meira en helmingur íslensku þjóðarinnar telji sig að einhverju leyti búa yfir þeirri færni sem þurfi til þess að stunda frumkvöðlastarfsemi. Íslendingar meiri frum- kvöðlar en flestir aðrir Morgunblaðið/Ómar Frumkvöðlar Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, setti fundinn í gær þar sem niðurstöður GEM-rannsóknarinnar voru kynntar, en skólinn hefur haft veg og vanda af rannsókninni frá árinu 2002. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.