Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LEIÐTOGAR Evrópusambandsins og ríkja í Róm-
önsku Ameríku hafa verið á fundi í Vín í Austurríki
þar sem viðskipti og verslun og önnur samskipti
þeirra hafa verið til umræðu. Þegar þeir að gömlum
og góðum sið höfðu stillt sér upp fyrir ljósmyndara,
brá sér upp á sviðið heldur fáklæddur Grænfriðungur
til að mótmæla þeirri mengun, sem stafar frá trjá-
kvoðuverksmiðjum. Eins og sjá má höfðu sumir gam-
an af, til dæmis Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, en nú er það bara spurningin hvort hafi vakið
meiri athygli, mótmælin gegn menguninni eða mót-
mælandinn sjálfur.
Reuters
Menguninni mótmælt
Ósló. AFP. | Múslímar eru
hvattir til að efna til árása í
Noregi, Danmörku og Frakk-
landi í myndbandi sem birtist á
netinu í gær en maðurinn sem
sendir út þessi tilmæli er Líb-
ýumaðurinn Mohammed Hass-
an, sem tengist al-Qaeda-
hryðjuverkanetinu og strauk
úr bandarísku fangelsi í Afgan-
istan á síðasta ári.
Í myndbandinu hvetur Hass-
an til árása á fyrrgreind lönd
og er birting skopmynda af
Múhameð spámanni nefnd sem
réttlæting slíkra árása. „Músl-
ímar, hefnið spámannsins …
Við óskum þess heitt að litla
ríkið Danmörk, Noregur og
Frakkland … verði fyrir hörð-
um árásum og þannig eyði-
lögð,“ segir Hassan í mynd-
bandinu.
Jonas Gahr Störe, utanrík-
isráðherra Noregs, brást við
þessum skilaboðum í gær en
hann sagði þá að hryðjuverka-
ógnin hefði ekkert aukist í
Noregi við birtingu þessa
myndbands. „Okkur berast
reglulega hótanir um ofbeldi
frá þessum samtökum og ég
legg ekkert meira upp úr þess-
ari hótun en fyrri hótunum,“
sagði hann. Talsmaður danska
utanríkisráðuneytisins sagði
hins vegar að verið væri að
kanna hversu alvarlega bæri
að taka hótunina.
Hvatt til
árása á
Noreg og
Danmörku
Washington. AP, AFP. | Kröfur banda-
rískra þingmanna um að stjórnvöld
geri hreint fyrir sínum dyrum varð-
andi upplýsingar um, að þau stefni
að því að skrá öll símtöl í landinu,
verða æ háværari. Hugsanlegt er
einnig, að málið ráði einhverju um
hvort öldungadeildin staðfesti út-
nefningu Michael Haydens sem
næsta yfirmanns CIA, bandarísku
leyniþjónustunnar, en hann hafði
yfirumsjón með símtalaskráning-
unni er hann var yfirmaður Þjóð-
aröryggisstofnunarinnar, NSA.
George W. Bush, forseti Banda-
ríkjanna, svaraði gagnrýninni í gær
og sagði þá, að staðinn væri „góður
vörður“ um borgaraleg réttindi
landsmanna. Sagði hann, að aldrei
væri hlustað á símtöl án réttar-
heimildar en nefndi þó aldrei sím-
talaskráninguna á nafn.
Upplýsingarnar um þetta eftirlit,
sem dagblaðið USA Today skýrði
frá í fyrradag, kunna að valda Bush
og stjórn hans nokkrum erfiðleik-
um en vinsældir hans meðal kjós-
enda hafa aldrei verið minni en nú.
Samkvæmt könnun, sem dagblaðið
The Wall Street Journal birti á vef-
síðu sinni í gær, telja aðeins 29%,
að Bush standi sig vel í embætti.
Er meginástæðan óánægja með
Íraksstríðið og hátt bensínverð auk
ýmissa annarra mála eins og við-
bragða ríkisstjórnarinnar við afleið-
ingum fellibylsins Katrínu í ágúst í
fyrra. Í þessu máli, símtalaskrán-
ingunni, vegur það hins vegar á
móti, að ný skoðanakönnunum sýn-
ir, að 63% Bandaríkjamanna eru
sammála skráningu af þessu tagi,
komi hún að gagni í hryðjuverka-
baráttunni, en 35% eru henni and-
víg.
Þingmenn demókrata í fulltrúa-
deildinni hafa krafist þess, að sér-
stök rannsóknanefnd kanni starf-
semi Þjóðaröryggisstofnunarinnar
en Jay Rockefeller, sem á sæti í
leyniþjónustunefnd öldungadeildar-
innar, segir, að hún hafi ekki fengið
nægar upplýsingar þótt lög kveði á
um annað.
Ýmsir repúblikanar eru líka
óhressir með símtalaskráningu
NSA, til dæmis John Boehner, leið-
togi meirihluta repúblikana í full-
trúadeildinni. Kvaðst hann efast um
tilganginn með henni en þeir, sem
verja hans, segja, að hún geti komið
að gagni í baráttunni gegn hryðju-
verkamönnum.
Efast um lögmæti
skráningarinnar
Margir efast um, að símtala-
skráningin eigi sér nokkra stoð í
lögum og nú er fyrir dómstólum
mál gegn einu símafyrirtækjanna,
AT&T, sem er sakað um að hafa
brotið á einkalífi fólks með því að
afhenda NSA skrár um 300 milljón
símtöl og um mikið af tölvupósts-
amskiptum. Bandaríska dómsmála-
ráðuneytið ætlar hins vegar að fara
fram á, að málinu verði vísað frá
með tilliti til laga um ríkisleynd-
armál. Það leggur þó áherslu á, að
með því sé ekki verið að staðfesta,
að umrætt eftirlit eigi sér stað.
Hvíta húsið ítrekaði í gær stuðn-
ing sinn við Michael Hayden hers-
höfðingja sem næsta yfirmann CIA
en hann er fyrrverandi yfirmaður
NSA. Ætlaði hann að eiga sinn
fimmta fund með þingmönnum í
gær en þingmenn demókrata segja,
að upplýsingar um símtalaskrán-
inguna muni gera yfirheyrslur yfir
honum harðari og hugsanlega hafa
einhver áhrif á staðfestingu öld-
ungadeildarinnar.
Krefjast rannsóknar
á símtalaskráningu
-
D%L <#=A $! N*1 /8#! A %#I 5O/ ,68'8 *;
58'"L 8' ?!6 :! /
*
%
"+
,
-
*
)!+
.&/$
TALSMENN uppreisnarsveita úr
röðum tamílsku tígranna á Sri
Lanka vöruðu í gær stjórnina við því
að þeir myndu gera árásir á herskip
sem kæmu inn á svæði þeirra, eftir
að a.m.k. 67 fórust í sjóorrustu hers-
ins og uppreisnarmanna í fyrradag.
„Ef herskip stjórnarinnar trufla
starfsemi okkar munum við ekki
hika við að gera árásir,“ sagði í yf-
irlýsingu uppreisnarmanna í gær.
Þá sökuðu uppreisnarmenn nor-
rænu eftirlitssveitirnar (SLMM) um
að gæta hagsmuna sjóhers stjórn-
arinnar, með því að vera einskonar
„lifandi skildir“ fyrir þá.
„Norrænu eftirlitssveitirnar hafa
sett fólk sitt í hættu til að veita her-
skipum stjórnarinnar vernd. Á sama
tíma hafa sveitirnar ekki verndað
okkar hermenn og herskip okkar.“
Mikil ólga er í landinu eftir árás tí-
granna á herskip stjórnarinnar í
norðurhluta landsins á fimmtudag,
en stjórnvöld gerðu sama dag loft-
árásir á flugvöll tígranna á norður-
hluta eyjarinnar í hefndarskyni.
Í apríl féllu um 200 í átökum fylk-
inganna og er óttast að allsherj-
arátök kunni að brjótast út í landinu.
Segjast í fullum rétti
Stjórnmálaleiðtogi tígranna, SP
Thamilselvan, gaf í gær lítið fyrir
þau rök að umferð sveita hans á sjó
gengi gegn ákvæðum vopna-
hléssamninganna og sagði það
tryggja valdajafnvægi í landinu að
sveitir sínar hefðu fullan rétt til að
ferðast á sjó nærri yfirráðasvæðum
sínum.
Þá vísaði Thamilselvan einnig á
bug þeim ásökunum Ulf Henricsson,
yfirmanns norrænu eftirlitssveit-
anna, að árásin á fimmtudag væri
brot á vopnahléinu. „Enginn hefur
rétt til að leggja dóm á okkar rétt til
að ferðast um í lofti og á legi nærri
svæðum okkar,“ var haft eftir
Thamilselvan á vefsíðu tígranna í
gær.
Stjórnvöld hafna alfarið þessari
túlkun. „Þetta var alvarleg árás og
gróft brot á skilmálum vopna-
hlésins,“ sagði Keheliya Rambuk-
wella, talsmaður stjórnarinnar, í
gær.
Harðorður í garð tígranna
Robert Nilsson, talsmaður
SLMM, tók í sama streng í samtali
við Morgunblaðið í gær og sagði
ljóst að alþjóðalög heimiluðu ekki að
tígrarnir sigldu utan yfirráðasvæða
sinna. Þá sagði Nilsson að sam-
kvæmt vopnahléinu hefðu eftirlits-
sveitirnar fullan rétt til að fylgjast
með herskipum stjórnarinnar.
Nilsson var harðorður í garð tígr-
anna vegna árásarinnar á fimmtu-
dag og sagði að árásarmennirnir
hefðu án efa séð fána eftirlitssveit-
anna um borð í þeim skipum sem
þeir gerðu skothríð á. Þrír eftirlits-
menn voru þá í fylgd sjóhersins, frá
Svíþjóð, Noregi og Finnlandi.
Segir árásina brot
á vopnahléinu
Tígrarnir saka norrænar eftirlitssveit-
ir á Sri Lanka um að styðja stjórnina
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Reuters
Thamilselvan, stjórnmálaleiðtogi
tígranna, á fréttamannafundi.
London. AFP. | Harðar deilur brutust
út í lávarðadeild breska þingsins í
gær um frumvarp þess efnis að leyfa
eigi dauðvona fólki að binda enda á
þjáningar sínar með því leyfa lækn-
um að veita þeim lyf sem aðstoða þá
við að stytta sér aldur.
Flutningsmaður frumvarpsins,
Joel Joffe, telur að læknar eigi að
hafa rétt til þess að gefa sjúklingum
sínum slík lyf. „Þar sem við erum
hluti af umhyggjusömu samfélagi
getum við ekki látið það viðgangast
að dauðvona sjúklingar sem þjást
óbærilega skuli halda áfram að þjást
samfélagsins vegna,“ sagði Joffe í
gær, en hann byggir tillöguna á sam-
bærilegu fyrirkomulagi í Oregon-
ríki í Bandaríkjunum.
Trúarhópar, góðgerðasamtök og
ýmsir hópar hafna hins vegar tillög-
unni og segja rangt að aðstoða
manneskju við að enda líf sitt. Þá
telja andstæðingar frumvarpsins að
það kunni að leiða til þess að fárveik-
ir sjúklingar fari að telja það skyldu
sína að spara spítölum dýra meðferð,
með því að fremja sjálfsmorð.
Umdeilt mál
Joffe, sem áður stundaði lög-
mennsku á sviði mannréttinda, hefur
nokkrum sinnum lagt fram svipuð
frumvörp en hefur ekki haft erindi
sem erfiði. Búist er við að deilur um
það muni harðna, þegar það verður
tekið fyrir í neðri deild þingsins.
Tillagan er mjög umdeild og ný-
legar kannanir sýna það. Þannig
segjast þrír af hverjum fjórum kjós-
endum styðja frumvarpið en 73%
lækna voru því andvíg.
Deilt um
líknardráp
í Bretlandi