Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 57
fjölbreytts félagsstarfs meðal aldraðra. 6. Bæta starfsaðstæður þeirra hópa sem sinna umönnun aldraðra. Eldri borgarar eru fólkið sem lagði grunninn að samfélagi dagsins í dag, samfélagi þar sem flestir lifa í vel- lystingum. Þeir eiga betra skilið en það viðmót sem endurspeglast í skeytingarleysi núverandi rík- isstjórnar sem leggur meiri áherslu á að lækka skatta þeirra sem hafa úr mestu að moða en að tryggja öldr- uðum mannsæmandi ellilífeyri og tækifæri til að lifa betra lífi. Verk þessara flokka segja allt sem segja þarf um forgangsröð þeirra sem fylkja sér undir merkjum þeirra. Þess vegna þarf að gefa þeim frí, bæði í komandi sveitarstjórnarkosn- ingum og í alþingiskosningum að ári. Þess vegna þarf nýjan meiri- hluta í bæjarstjórn Akureyrar í vor. Þess vegna þarf nýja ríkisstjórn að ári. Höfundur skipar 2. sæti framboðs- lista Samfylkingarinnar á Akureyri. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 57 UMRÆÐAN opið: mán.–föstud. 11–18 laugard. 11–16 MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 afmælisveisla 2 ára Full búð af spennandi afmælistilboðum 10–40% afsláttur LOKADAGUR 15% afsláttur af öllum sérpöntuðum húsgögnum Nýtt kortatímabil B-LISTINN í Reykjavík leggur mikla áherslu á forvarnir í sinni stefnuskrá. Forvarnir sem stuðla að því að öll börn í Reykjavík alist upp við aðstæður og um- hverfi sem eflir sjálfstraust þeirra og sjálfsmynd, einkenn- ist af samkennd og býr yfir viðeigandi stuðningsúrræðum þegar þörf er á. Þau verkefni sem B-listinn vill setja í forgang í forvarnarmálum hjá borginni eru:  Uppeldisnámskeið fyrir alla nýja foreldra og aðgengileg uppeld- isráðgjöf fyrir alla foreldra.  Einstaklingsmiðað nám þannig að kennsluaðferðir og kennsluefni komi enn frekar til móts við mis- munandi getu, áhuga og hæfileika barna og með því að leggja meiri áherslu á kennslu í lífsleikni, verk- legum greinum og listum.  Í grunnskólum verði áhersla lögð á samþættingu bóknáms, íþrótta, listnáms og tómstunda í sam- felldum skóladegi.  Kannaðir verði kostir þess að taka upp skólafatnað í skólum til að fyr- irbyggja einelti, auka samkennd og tryggja jafnrétti.  Stoðþjónusta grunnskólanna verði efld.  Forvarnarfulltrúar verði á meðal nemenda í öllum grunnskólum borgarinnar sem starfa svo þétt með félags- og þjónustumiðstöðv- unum í hverfunum.  Öll börn í borginni, 5 til 18 ára, fái frístundakort að upphæð 40 þús- und kr. á ári til íþrótta- og tóm- stundaiðkunar.  Félagsmiðstöðvar verði opnar um helgar.  Efla barnavernd Reykjavíkur til að tryggja að öll mál fái jafnskjóta afgreiðslu og að nauðsynleg úrræði séu í boði.  Opna útideildina á ný á hverf- isgrunni, tengda þjónustu- miðstöðvum, félagsmiðstöðvum, skólum og lögreglu.  Sýnilega löggæslu og aukna hverfalöggæslu, Reykjavík á að vera örugg borg og við eigum ekki að þurfa að óttast um börnin okkar. Við berum öll samfélagslega ábyrgð á að börnin okkar alist upp í öruggu og jákvæðu umhverfi sem heldur utan um þau og er uppbyggj- andi. Ertu með? Forvarnir á stefnuskrá B-listans Eftir Marsibil J. Sæmundardóttur Höfundur skipar 3. sæti B-listans í Reykjavík. ÍÞRÓTTIR fyrir alla. Þessi setning hefur hljómað í eyrum landsmanna síðan ungmennafélögin voru stofn- uð hvert á fætur öðru á sínum tíma. Þessi hugsun byggðist á því að allir hefðu rétt til að stunda íþróttir eftir því sem áhugi og tími leyfði. Öll vinna hjá þessum fé- lögum var byggð á sjálfboðavinnu bæði við uppbyggingu íþróttamannvirkja eða þjálfun hjá viðkomandi félagi. Nú hafa tímar breyst og kröfur aukist eftir því sem þéttbýliskjarnarnir stækka og minni tími hjá einstaklingum til að leggja fram sjálfboðavinnu. Ungmennafélögin hafa breyst í íþróttafélög sem velta milljónum á hverju ári. Allir þjálfarar eru launaðir, reka þarf dýr íþrótta- hús og til að taka þátt í íþróttum þarf að greiða æf- ingagjöld og ferðakostnað við þátttöku í mótum. Með aukinni tekjuskiptingu í þjóðfélaginu er að myndast gat milli „vel stæðra“ foreldra og þeirra sem minna hafa milli handanna. Þetta leiðir af sér þá sorg- legu staðreynd að sumir foreldrar geta ekki eða eiga erfitt með að greiða æfingagjöld fyrir börnin sín og einnig er það til í sumum tilfellum sem foreldrar hafa mismunandi forgangsröð í útgjaldaliðum heimilanna, þannig að þessi útgjaldaliður lendir fyrir aftan eitthvað annað. Það er staðreynd hjá öðrum sveitafélögum sem hafa tekið upp niðurgreiðslu eða greiða alveg æf- ingagjöld fyrir börn upp að ákveðnum aldri hefur iðk- endum fjölgað um allt að 40% og félagsleg vandamál barna og unglinga hafa stórminnkað. Í ljósi af reynslu annarra sveitarfélaga er það alveg ljóst að ég mun beita mér fyrir því af alefli að Akureyr- arbær komi miklu meira að þessum málum til að jafna aðstöðu foreldra, jafnframt því að auka fjármagn inn í rekstur íþróttafélaganna eins og gert er víða annars staðar. Íþróttir fyrir alla Eftir Önnu Höllu Emilsdóttur Höfundur er leikskólakennari og skipar 2. sæti L-lista á Akureyri. nærri að verðgildi þess lands sem bærinn lætur af hendi sé um mörg hundruð milljónir króna Við bæjarbúar gerum auðvitað ráð fyrir því að sjálfstæðismenn í bæj- arstjórn reyni að hámarka sölutekjur bæjarins af þessu landi. Annað væri óábyrg fjármálastjórn, ekki satt? Hvað myndir þú gera kæri Garðbæingur ef þetta landsvæði væri þín eign? Bæjarlistinn vill rifta þessum samningi við Klasa. Bæjarlistinn vill koma framkvæmdum á aðgerðarstig þannig að þróun miðbæjarkjarna Garðabæjar geti hafist fyrir alvöru og mannlíf og atvinnulíf þar þróast með eðlilegum hætti. Við Garðbæ- ingar eigum þá sjálfsögðu kröfu að geta sest inn á kaffihús í miðbæ Garðabæjar með fjölskyldu eða vin- um og notið þess að vera til. Þessa sjálfsögðu kröfu hafa sjálfstæð- ismenn hins vegar hundsað. X-A Bæjarlistinn! Höfundur er í 4. sæti Bæjarlistans í Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.