Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 11 FRÉTTIR FIMMTI stærsti lífeyrissjóður landsins verður til í haust þegar Lífeyrissjóður Lífiðnar og Sam- vinnulífeyrissjóðurinn sameinast formlega. Sameiningin var borin undir atkvæði og samþykkt á árs- fundi Lífiðnar síðastliðinn mánu- dag og á ársfundi Samvinnulífeyr- issjóðsins á miðvikudag. Greiðandi sjóðfélagar eru tæp- lega átta þúsund talsins og ið- gjaldatekjur vegna þeirra voru alls um þrír milljarðar króna á árinu 2005. Eignir sjóðsins nema um 63 milljörðum króna. Kosnar voru stjórnir beggja sjóða til að vinna að samrunanum til hausts og mun svo verða boðað til stofnfundar sameinaðs lífeyris- sjóðs í september. Sjóðirnir munu starfa aðskildir fram að þeim tíma. Sameiningin mun miðast við 1. jan- úar 2006. Viðræður stjórna og stjórnenda Lífiðnar og Samvinnulífeyrissjóðs- ins hófust seint á árinu 2004 þegar fyrir lá gagnkvæmur vilji til að kanna möguleika á sameiningu. Mun bráðabirgðastjórn taka til starfa á stofnfundi sameinaðs sjóðs, skipuð átta mönnum og starfar sú stjórn fram á vor 2007. Þá mun stjórnarmönnum verða fækkað um tvo og verður sú til- högun til frambúðar í sameinuðum sjóði. Haraldur Jónsson hefur nú tekið við stjórnarformennsku Lífiðnar af Tryggva Guðmundssyni til hausts. Lífeyrissjóðurinn Lífiðn og Sam- vinnulífeyrissjóðurinn eru báðir með aldurstengd réttindakerfi sem eru svipuð að uppbyggingu. Samvinnulífeyrissjóðurinn og Lífiðn hafa sameinast Fimmti stærsti lífeyrissjóðurinn með 63 milljarða króna eignir SAMTÖK iðnaðarins sækjast fyrst og fremst eftir stöðugleika og í fram- haldi af sveiflum í gengi krónunnar er ekki að undra að raddir heyrist um að krónan sé veikt myntkerfi sem ekki dugi til framtíðar, sagði Helgi Magnússon, formaður Sam- taka iðnaðarins, á fundi samtakanna um Evrópumálin í Versölum í Reykjavík á fimmtudag. Helgi varp- aði fram þeirri spurningu hvort mögulegt væri að taka upp evru án þess að ganga alla leið og sækja um aðild að Evrópusambandinu eða hvort ætlunin væri aðeins að bíða af sér hretið og halda áfram á sömu braut? Framsögumenn lögðu áherslu á að ákvörðun um framtíð krónunnar væri ekki aðeins efnahagslegs eðlis heldur ekki síður pólitísks. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, sagði Íslendinga tengjast Evr- ópu sterkum böndum. „Hvort sem okkur líkar betur eða verr er Evr- ópusambandið sá vettvangur sem flestar Evrópuþjóðir hafa valið til að vinna saman á og að því leyti á Ísland heima í sambandinu,“ sagði hann og benti á að meta þyrfti meðal annars pólitískan, efnahagslegan og örygg- islegan ávinning af inngöngu og spyrja sig hvað aðild kostaði. Hann taldi hámark þess sem greiða þyrfti fyrir aðild vera um hálft prósent af þjóðarframleiðslunni. „Í mínum huga snýst málið núna fyrst og fremst um íslensku krónuna og til- veru hennar. Mér sýnist við stefna inn í nýtt verðbólguskeið og íslenska hagkerfið er ekki búið undir það,“ sagði hann. „Ef staðan er sú að menn sjá aðild að Evrópusambandinu sem einu leiðina til þess að tryggja verð- stöðugleika á Íslandi er kominn áþreifanlegur kostur við aðild.“ Vilhjálmur sagði að almennt mætti segja að kosturinn við að halda krónunni sem sjálfstæðum gjaldmiðli væri að með henni hefði hagkerfið meiri möguleika til að að- laga sig breyttum aðstæðum. Ókost- urinn væri hins vegar sá að geng- issveiflur gætu verið miklar, en að ávinningur hvíldi á þeirri forsendu að verðlag héldist stöðugt. „Mér sýnist að nú sé framundan mikilvægt próf fyrir krónuna. Nið- ursveifla er fyrirsjáanleg árið 2007 og ég hygg að hún geti orðið meiri en menn eru að tala um núna,“ sagði hann. „Seðlabankinn verður að ná markmiði sínu um 2½% verðbólgu og sveiflurnar verða að vera innan vikmarka. Ef við náum því ekki vil ég segja það að sjálfstæð króna stenst ekki þær kröfur sem þarf að gera til hennar og við getum ekki búið við slíkan gjaldmiðil.“ Vilhjálmur sagði Íslendinga hafa búið við þokkalegan verðstöðugleika frá árinu 1990 og að þjóðin hefði náð mjög góðum efnahagslegum árangri utan sambandsins. Því hefðu ekki verið til staðar þeir sölupunktar sem þyrfti til að telja þjóðinni trú um nauðsyn þess að ganga í Evrópusam- bandið. Næðist verðbólgan ekki nið- ur á komandi mánuðum og næsta ári væri komin upp ný staða og aðild og upptaka evrunnar orðið raunveru- legt framlag til styrkingar efnahags- lífs á Íslandi. Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, fjallaði um stöðuna í öryggis- og varnarmálum og Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við HÍ, ræddi um hvers vegna efna- hagsleg rök hefðu ekki meira vægi en raun bæri vitni. Loks fjallaði Þór- arinn G. Pétursson, hagfræðingur í Seðlabanka Íslands, um kosti og galla evruupptöku og áhrif aðildar að EMU á utanríkisviðskipti Íslend- inga. Upptaka evru komi til greina náist verðbólgan ekki niður Morgunblaðið/ÞÖK Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Stærsta töskuverslun landsins Skólavörðustíg 7, Rvík, sími 551 5814 NÝJAR VÖRUR FRÁ NÝR Volvo C70 verður frumsýndur hjá Brimborg við Bíldshöfða 6, í dag, laugardaginn 13. maí og er opið kl. 12–16. Boðið er upp á kaffiveitingar. Bíllinn er búinn harðtoppi sem tekur stjórnbúnað bílsins aðeins 29 sek- úndur að fella niður að aftan og breyta úr coupé í opinn sportbíl. Volvo C70 er nánast sömu stærðar og forverinn. Hönnun nýja bílsins er árangur af samstarfi við ítalska hönnuðinn Pininfarina. Volvo C70 var hannaður út frá nýjum öryggisstöðlum fyrir opna bíla. Hann er byggður á sterkri grind og búinn nokkrum áður óþekktum lausnum við hönnun op- inna bíla. Til dæmis var aftengingu þaksins við yfirbyggingu bílsins mætt með sérstyrkingu og þróaðri tækni. Annað dæmi eru IC- loftpúðatjöldin (Inflatable Curtains), sem nú hafa verið staðsett í hurðum bílsins, en ekki í toppnum eins og í öðrum Volvo-bílum. Þá hafa loftpúð- arnir verið útbúnir sérstaklega stífir svo þeir haldast lengur uppi og verja höfuð farþega betur, auk þess renn- ur loftið hægar úr þeim. Hönnun yf- irbyggingar leiðir af sér aukið ör- yggi í akstri því hún felur í sér mun stífari samsetningu undirvagns og yfirbyggingar en áður. Vélalínan samanstendur af fimm strokka línu- vélum, í flokki 220 hestafla T5 for- þjöppuvélin, en einnig eru tvær 2,4 lítra vélar í boði, annars vegar 170 hestafla og hins vegar 140 hestafla vél og síðar á árinu mun svo verða boðið upp á 2,4 lítra fimm strokka og 180 hestafla dísilvél, segir í fréttatilkynningu. Frumsýna nýjan Volvo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.