Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 76
76 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Óvenjulegar aðferðir (eins og feng
shui, reiki eða listmeðferð) gæti hjálp-
að í aðstæðum þar sem hrúturinn
glímir við vandamál. Í kvöld færð þú
hugsanlega æðislegasta koss sem þú
hefur upplifað í rómantíkinni.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Því afslappaðri sem maður er, því
meiru kemur maður í verk. Umönnun
foreldra og barna fellur í þinn hlut
núna. Forðastu að koma of seint, fólk
tekur það persónulega. Virðing fyrir
hefðum eykur vinsældir þínar.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Allir vilja reyna sig í hlutverki hetj-
unnar sem bjargar fórnarlambinu, en
ekki viðrar vel til slíks núna í him-
ingeimnum, nema viðkomandi sé í
bráðri hættu. Þannig björgun verður
til blessunar, ef ekki ávísun á vand-
ræði.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Allt annað víkur fyrir þörf krabbans
fyrir þægindi. Þess vegna áorkar hann
meiru þegar hann er heima hjá sér að
vinna. Taktu eftir: vinsældir þínar hjá
gagnstæðu kyni eru einstaklega mikl-
ar núna.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Heilinn á þér þarfnast þjálfunar, rétt
eins og líkaminn. Kannski þarftu að
skipta um umhverfi til þess að fá
meira súrefnisflæði um heilann. Smá-
fólkið er næmt á það sem þú gerir.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það er alltaf auðveldara að sjá hvað
fór úrskeiðis eftir á. Ef þú sund-
urgreinir fyrra samband (kannski í
fyrsta skipti) er auðveldara að hafa
núverandi aðstæður í lagi.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Maður er eins sætur og manni finnst,
sem eru góðar fréttir því þér finnst þú
bókstaflega heillandi í dag. Notaðu
krafta þína til þess að laða nýjan vin
inn í vinahópinn. Nýtt sjónarhorn
kemur öllum til góða.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Nýtt samband hjálpar þér kannski í
peningamálum, en bara af því að
sjálfstraustið vex – þér finnst þú
meira virði og biður þá um meira. Vog
kemur við sögu í samningi sem færir
þér heppni.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Ekki hafa áhyggjur af því þótt dag-
urinn byrji ekki með látum. Þetta
ferðalag er meira eins og flutningur
með rúllustiga. Þú verður borinn á
toppinn. Stilltu þér upp af öryggi og
slakaðu á.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Hugsanir þínar stýra mótinu af ver-
öldinni sem þú býrð í. Þess vegna hef-
ur þú hugsanirnar jákvæðar og upp-
skerð eftir því. Hvert sem leiðin liggur
í kvöld, lítur þú vel út þegar þú kemur
á áfangastað.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Það er rétt, að maður þarf sjálfsaga til
þess að láta hlutina gerast, en hann er
samt gróflega ofmetinn. Þú þarft að
búa til áætlun sem passar við frjáls-
legt viðhorf þitt. Annars áttu ekki eftir
að fylgja henni.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fiskinum finnst hann einstaklega seg-
ulmagnaður og algerlega við stjórnvöl-
inn. Hugsanlega á það vel við í ástum
að setja úrslitakosti. Þú átt góðan
möguleika á því að fá hikandi elskhuga
til þess að segja já.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Afhjúpanir á fullu tungli í
gær hafa kannski komið
einhverjum úr jafnvægi. Í
dag finnurðu orðin sem tjá meiningu
þína, enda er sól á leið í samstöðu með
tjáskiptaplánetunni Merkúr. Tungl er á
leið í bogmann og allt mælir með því að
skreppa eitthvað út – lifum lífinu.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Tónlist
Digraneskirkja | Vortónleikar Kvennakórs
Garðabæjar verða 15. maí kl. 20. Stjórnandi:
Ingibjörg Guðjónsdóttir. Undirleikur: Krist-
inn Örn Kristinsson píanó, ásamt 2 fiðlum
og selló. Miðaverð 1.800 kr. en 1.500 kr. í
forsölu og fyrir lífeyrisþega. Frítt fyrir 15 ára
og yngri. Sjá www.kvennakor.is
Digraneskirkja | Vortónleikar Kvennakórs
Kópavogs sun. 14. maí kl. 16. Fjölbreytt
söngskrá svo sem þjóðlög, bítlalög og
negrasálmar. Einsöngur Sigríður Sif Sæv-
arsdóttir. Stjórnandi er Natalía Chow Hew-
lett, undirleikari Julian M. Hewlett. Að-
göngumiðar seldir við innganginn, 1.500 kr.,
1.000 kr. fyrir eldri borgara, frítt fyrir börn
að 12 ára.
Eskifjarðarkirkja | Karlakór Reykjavíkur
heldur tónleika í Kirkju- og menningar-
miðstöðinni á Eskifirði, laug. 13. maí kl. 16.
Með kórnum koma fram þær Sigrún Hjálm-
týsdóttir sópran og Anna Guðný Guð-
mundsdóttir píanóleikar. Stjórnandi er Frið-
rik S. Kristinsson.
Hjallakirkja | Vortónleikar Tónskóla þjóð-
kirkjunnar kl. 17 í Hjallakirkju í Kópavogi.
Flutt verða orgelverk eftir J.S. Bach og Felix
Mendelssohn ásamt sönglögum af ýmsum
toga. Allir velkomnir.
Kvennakórinn Kyrjurnar | Vortónleikar
sunnudaginn 14. maí kl. 17 í Seltjarnar-
neskirkju. Á dagskrá eru: þjóðlög, sönglög
og dægurlög. Stjórnandi er Sigurbjörg Hv.
Magnúsdóttir og píanóleikari Halldóra Ara-
dóttir. Miðaverð er 1.500 kr., frítt fyrir 12 ára
og yngri.
Laugarborg í Eyjafirði | Vetrardagskrá Tón-
listarhússins Laugarborgar lýkur með tón-
leikum systranna Signýjar og Þóru Fríðu
Sæmundsdætra. Flutt verða íslensk söng-
lög og annað léttmeti. Kvenfélagið Iðunn
sér um kaffiveitingar.
Reykholtskirkja | Freyjukórinn í Borgarfirði
og Gospelsystur Reykjavíkur halda tónleika
undir yfirskriftinni Dona Nobis (gef oss frið)
í Reykholtskirkju kl. 17. Á efnisskránni eru
kirkjuleg og trúarleg verk með léttu gospel
ívafi. Kórstjórar eru Zsuzsanna Budai og
Margrétar J. Pálmadóttur. Miðasala við inn-
ganginn, 1.500 kr.
Ægisbraut 9 | Hljómsveitin Bones Brigade
(USA) spilar aðra tónleika sína hér á landi á
Ægisbraut 9, Akranesi og hefjast kl. 18. Auk
Bones Brigade koma fram hljómsveitirnar
Gavin Portland, Raw Material, Deathmetal
Supersquad og Oak Society. Miðaverð 500
kr.
Myndlist
101 gallery | Steingrímur Eyfjörð – Bein í
skriðu. Til 3. júní.
Anima gallerí | Björg Örvar barnasaga/
fiskisaga – málverk. Til 21. maí.
Aurum | Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, sýnir
grafíkverk til 15. maí.
Bókasafn Garðabæjar | 13 myndlist-
arnemar úr Garðabæ með málverkasýningu
í húsnæði Bókasafns Garðabæjar.
Café Karólína | Gunnar Kristinsson sýnir
málverk, teikningar og prjónaskap þar sem
sigurlið heimsmeistarakeppninnar í knatt-
spyrnu 2006 er kynnt. Til 2. júní.
Energia | Kristín Tryggvadóttir – Rauður
þráður. Til 19. maí.
Gallerí Dvergur | „MUCUS“ Magnús Árna-
son myndlistarmaður flytur gjörning 13. og
17. maí kl. 20–20.30.
Gallerí Fold | Tryggvi Ólafsson sýnir mál-
verk. Til 14. maí.
Gallerí Galileó | Myndlistarsýning Ernu
Guðmarsdóttur í Galleríi Galileo, Hafn-
arstræti 1–3. Til 24. maí.
Gallerí Humar eða frægð! | Sýning með
hljóðtengdum myndverkum í tilefni Fjölljóð-
ahátíðar. Finnbogi Pétursson, Haraldur
Jónsson, Steingrímur Eyfjörð, Kira Kira,
Ólafur J. Engilbertsson og listnemar við LHÍ
sem sýna bókverk.
Gallerí Lind | Listamaður maímánaðar er
Guðrún Benedikta Elíasdóttir, hún sýnir ak-
rílmálverk til 20. maí.
Gallerí Úlfur | Gallerí Boreas frá New York
sýnir verk eftir Adam Bates. Sýningin „Sög-
ur“ stendur til 31. maí.
Gerðuberg | Guðjón Stefán Kristinsson –
Sagnir og seiðmenn. Á sýningunni er að
finna verk úr rekaviði og vegghleðslu úr
grjóti og gleri. Ketill Larsen – Andblær frá
öðrum heimi. Ketill sýnir ævintýraleg lands-
lagsmálverk. Jón Ólafsson – Hvunndags-
fólk. Portrettmyndir. Til 30. júní.
Grafíksafn Íslands | Marlies Wechner, … og
ekkert dylst fyrir geislaglóðinni … , innsetn-
ing. Til 21. maí.
Hafnarborg | Rósa Sigrún Jónsdóttir er
myndhöggvari mánaðarins í Hafnarborg.
Verkin sem Rósa sýnir nú í kaffistofu Hafn-
arborgar ganga undir heitinu „Svarthvítir
dagar“. Til 29. maí.
Hafnarborg | Örn Þorsteinsson mynd-
höggvari sýnir í öllum sölum Hafnarborgar,
menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar.
Til 29. maí.
Hallgrímskirkja | Sýning á olíumálverkum
Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí.
Hönnunarsafn Íslands | Sýningin 3x3 er
þriðja samsýning leirlistakvennanna Guð-
nýjar Magnúsdóttur, Koggu og Kristínar
Garðarsdóttur. Öll verk á sýningunni eru ný
og unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu. Til
18. júní.
Kaffi Sólon | Þórunn Maggý Mýrdal Guð-
mundsdóttir sýnir kröftug málverk. Maggý
nam myndlist í Bandaríkjunum hjá The Art
Institute of Philadelphia. Til 9. júní.
Karólína Restaurant | Joris Rademaker
sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Til
6. okt.
Kirkjuhvoll Akranesi | Tolli sýnir olíu-
málverk til 28. maí. Opið alla daga nema
mánud. kl. 15–18.
Listasafn ASÍ | Kees Visser sýnir málverk í
Listasafni ASI. Opið 13–17. Aðgangur ókeyp-
is. Til 28. maí.
Listasafn Íslands | Sýning á verkum Birgis
Andréssonar og Steingríms Eyfjörð til 25.
júní. Ókeypis aðgangur.
Listasafn Reykjanesbæjar | Í EYGSJÓN?
Sex færeyskir málarar. Myndefnið er fær-
eysk náttúra.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Ásmundur Sveinsson – Maður og efni. Sýn-
ing á úrvali verka úr safneign Ásmund-
arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista-
maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir,
stein, brons, og aðra málma – og hvernig
sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sam-
starfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og
Listaháskóla Íslands þar sem um 75 nem-
endur í útskriftarárgangi myndlistar- og
hönnunarsviðs sýna verk sín. Til 25. maí.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er
upp í tengslum við útgáfu nýrrar bókar
Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar sem
kynnt eru verk úr safneign Listasafns
Reykjavíkur. Til 3. des..
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Innsetningar eftir Joseph Kosuth og Ilja &
Emiliu Kabakov sem eru fremstu kons-
eptlistamenn heimsins í dag. Á sýningunni
vinna þau með ólík þemu úr ævintýrum
sagnaskáldsins mikla, H.C. Andersen. Hluti
sýningarinnar fer einnig fram í porti Hafn-
arhússins. Til 5. júní.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Út á
skýjateppið. Stefnumót þriggja listgreina.
Ljóð Berglindar Gunnarsdóttur og text-
ílverk Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur ásamt
höggmyndum Sigurjóns Ólafssonar. Opið
laug. og sun. kl. 14–17. Helga Pálína veitir
leiðsögn um sýninguna kl. 14.30 og 16 á
sunnudag.
Listasalur Mosfellsbæjar | Sundrun – sýn-
ing á verkum Marissu Navarro Arason
stendur nú yfir til 24. maí
Mokka-Kaffi | Nikulás Sigfússon sýnir
vatnslitamyndir af íslenskum villijurtum til
15. maí.
Myndlistaskólinn á Akureyri | Opnun á
sýningu nemenda Myndlistaskólans á Ak-
ureyri 13. maí kl. 14.
Norræna húsið | Sýning á dúkristum eftir
börn frá Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Dan-
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 klippa til, 4
hættu, 7 lækna, 8 kýli, 9
meðal, 11 sefar, 13 mjög,
14 ræktar, 15 sívalning,
17 jarðvegur, 20 frost-
skemmd, 22 böggull, 23
þoli, 24 hinn, 25 nabbinn.
Lóðrétt | 1 vinningur, 2
goggur, 3 einkenni, 4
vörn, 5 skammt, 6 tómar,
10 kveða, 12 kusk, 13
handlegg, 15 stökkva, 16
lélegan, 18 angist, 19
skepnurnar, 20 vangi, 21
hanga.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1hrakyrðir, 8 kopti, 9 tylla, 10 kát, 11 plata, 13
aumum, 15 storm, 18 sarga, 21 inn, 22 lamið, 23 úlfur, 24
griðungur.
Lóðrétt: 2 rupla, 3 keika, 4 rotta, 5 illum, 6 skap, 7 gaum,
12 Týr, 14 una, 15 sálm, 16 ormur, 17 miðið, 18 snúin, 19
riftu, 20 aurs.