Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 82
82 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Maður á einhvern veginnekki von á því lengur aðmaður kolfalli fyrir ein- hverjum hljómsveitum. Það er eins og þeim hafi verið raðað upp þegar maður var á aldursbilinu fjórtán til sautján og það sé hreinlega ekki færi á neinum breytingum í þeim hópi. Plássið búið. Það hefur því verið einkar ánægjulegt þegar gengið er í berhögg við þetta, eins og gerðist þegar The Fall komu til Íslands að spila í nóvembermánuði árið 2004. Ég vissi að The Fall væri merk sveit, ætti sér eitilharða aðdá- endur en sjálfur hafði ég þó aldrei lagt mig neitt sérstaklega eftir henni. Ég átti plötuna Extricate (1990), sem mér fannst allt í lagi, ekkert merkileg þó. Einnig hafði ég keypt mér Grotesque (After The Gramme) (1980) þegar Dr. Gunni og Jói úr Tólf Tónum voru að selja úr safni sínu í Kolaportinu, ein- hvern tíma um miðbik tíunda ára- tugarins. Mér fannst hún sínu betri en Extricate, eiginlega mjög góð, en var samt ekkert í skýjunum. En ég fann ekki fyrir neinni þörf að rannsaka þetta mál eitthvað frekar. Svo þegar ég frétti af hingaðkomu sveitarinnar ákvað ég að taka mig til og leggjast í hlustun. Ég fór markmiðsbundið í gegnum allar hljóðversplöturnar (sem eru 30 talsins) og sjá, það varð ljós! Að- dáun mín á sveitinni færðist svo upp á annað stig eftir tónleikanna, sem fóru fram í Austurbæ og svo á Grand Rokki. Hreint magnaðir tón- leikar, og þá sérstaklega giggið á Grand Rokki. Síðan hef ég fylgst reglulega með gangi mála á helsta vefsvæðinu sem tileinkað er sveit- inni, en það er að finna á www.visi.com/thefall. Gríðarlega nákvæm og yfirgripsmikil síða.    Góðvinur minn og fyrrum kollegihér á blaðinu, Ívar Páll Jóns- son, sendi mér svo tölvupóst í lið- inni viku. Hann frelsaðist og til Fallfræða á umræddum tónleikum og innihélt pósturinn krækju á frétt sem er að finna á tónlistarvefnum Pitchfork. Sú lesning var ótrúleg. The Fall er leidd af Mark E. Smith, lifandi goðsögn sem mætti lýsa sem snarvitlausum snillingi. The Fall lýtur tiktúrum hans í einu og öllu og um hundrað manns hafa runnið í gegnum sveitina. Í fréttinni sagði frá því að The Fall, sem er nú á Am- eríkutúr, væri nú í lausu lofti. Allir meðlimir, utan Smith og konu hans, Elenor Smith, hafa nú snúið heim til Bretlands og einnig hætti banda- ríski tónleikaskipuleggjarinn þeirra. Meðlimur úr einni upphit- unarsveitinni, The Talk, hafði þá gengið upp að Mark E. Smith á tón- leikum í Phoenix og kastað ban- anahýði í andlit hans, eins fast og hann gat. Téður The Talk með- limur sagði svo frá á MySpace síðu sinni að hann hefði einfaldlega ver- ið búinn að fá nóg af Smith sem er víst búinn að vera stjórnlaus á túrn- um. Hellti víst bjór yfir meðlimi á sviði og rauk svo út af því til að sturta í sig viskíflösku. Allt sauð sem sagt upp úr á þess- um túr og eru það þannig séð engar fréttir. Smith lenti t.d. í fangelsi einu sinni eftir að hafa slegist við hljómsveitina sína á sviði í New York. Og Smith deyr ekki ráðalaus, meðlimir úr sveitum sem hafa verið að túra með Fall undanfarna daga hafa fyllt upp í skörðin. Eru þeir úr hljómsveitunum Cairo Gang, Dark- er My Love og On the Hill. Ekkert hefur þó verið tilkynnt um það hvort þeir gangi endanlega í sveit- ina eður ei. Þá hafði Smith verið búinn að bóka hljóðverstíma í Los Angeles um miðjan þennan mánuð en ekki er vitað hvort þeir tímar verði nýttir í ljósi núverandi ástands. Þessi nýja liðsskipan spilaði sína fyrstu tónleika í San Diego, nú á þriðjudaginn. Eru þessi nýjustu „starfsmenn“ meistarans víst að standa sig vel og því spennandi að heyra útkomuna ef Smith ákveður að taka upp með þessari nýjustu út- gáfu af sveitinni. Sumir aðdáendur hafa þá bent á að síðasta útgáfa af sveitinni hafi verið orðin nokkuð þreytt, og er nema von, enda ekki hægt að standa í því til lengdar að starfa með Smith. Síðustu tvær breiðskífur The Fall, The Real New Fall LP (Formerly Country on the Click) og The Fall Heads Roll eru frábærar og það er því vonandi að Smith haldi haus eitthvað áfram.    Ég verð að viðurkenna að éghafði fyrirsögnina viljandi svona dramatíska, gerð til að peppa lesandann upp og draga hann að greininni. Því að ég sjálfur hef enga trú á því að þessir viðburðir beri með sé endalok The Fall. Ekki nema að heilsan hjá Smith bresti endanlega næstu daga, sem er reyndar líklegra en ekki. Smith hefur hins vegar sagt: „Ef það er ég uppi á sviði ásamt ömmu þinni, leik- andi á bongótrommur, þá er það The Fall.“ Það er kannski að hinn önuglyndi og óútreiknanlegi harð- stjóri stilli upp slíkri mannaskipan og að næsta plata verði ævintýra- legasta Fall platan frá upphafi. A.m.k. er ekki hægt að útiloka neitt í þessu stórskrítna sólkerfi sem Mark E. Smith hefur skapað sér. Endalok The Fall? ’The Fall er leidd afMark E. Smith, lifandi goðsögn sem mætti lýsa sem snarvitlausum snillingi.‘ Morgunblaðið/Sverrir Mark E. Smith á sviði á Grand Rokki: „Hreint magnaðir tónleikar.“ arnart@mbl.is AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen SUMARSINS ER KOMIN FYRSTA STÓRMYND Sími - 564 0000Sími - 462 3500 MI : 3 kl. 3.20, 6, 9 og 11.40 B.i. 14 ára MI : 3 LÚXUS kl. 3.20, 6, 9 og 11.40 Cry Wolf kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 2, 4 og 6 Prime kl. 8 The Hills have Eyes kl. 10:10 B.i. 16 ára Ice Age 2 m. ensku tali kl. 6 Ísöld 2 m. ísl. tali kl. 2 og 4 Cry Wolf kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Skrolla & Skelfir Á Saltkráku kl. 4 og 6 (KR 500) Inside Man kl. 8 B.i. 16 ára Rauðhetta m/íslensku tali kl. 2 (KR 400) og 4 Lucky Number Slevin kl.10:20 B.i. 16 ára Ísöld 2 m/ísl. tali kl. 2 og 6 (KR 400) eee V.J.V Topp5.is eee H.J. Mbl eee J.Þ.B. Blaðið HROTTALEGASTA MYND ÁRSINSBYGGT Á METSÖLUBÓK ASTRID LINDGREN Skrolla og Skelfir Á SALTKRÁKU FRÁBÆRT ÆVINTÝRI FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Úlfur…úlfur… engin trúir lygara þótt hann segi satt! Magnaður spennutyllir sem fær hárin til að rísa! Þau bjuggu til morðingja sem snerist gegn þeim…! EFTIRSÓTTUSTU BANKARÆNINGJAR VILLTA VESTURSINS ERU MÆTTIR FRÁBÆR GRÍNSPENNUMYND FRÁ SNILLINGNUM LUC BESSON eeee VJV, Topp5.is eee H.J. mbl eee JÞP blaðið FRÁ J.J.ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS 500krVERÐ pénelope cruz Salma hayek FORSALA AÐGÖFRUMSÝND 19. MAÍNÁNAR Á BÍÓ.IS ÍSLENSKT TAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.