Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 28
Sandgerði | Fallegt suður- evrópsk fiðrildi klaktist út úr púpu sinni í fyrrinótt, undir áhrifum hækkandi sólar, tilbúið að sjúga blómasafa og maka sig. Ljóst er þó að mökun er nokkr- um erfiðleikum háð þar sem yfir opið haf og langan veg er að fara. Hinn 17. ágúst síðastliðinn kom Ari Gylfason með fiðrilda- lirfu til Náttúrustofu Reykjaness í Sandgerði. Lirfan hafði fundist í farangursrými flugvélar sem var að koma frá Frakklandi. Lirfan var hin sprækasta og tók hraust- lega til matar síns sem að mestu samanstóð af sigurskúfi og tún- fíflablöðum. Sveinn Kári Valdimarsson, forstöðumaður, greindi lirfuna sem Ranasvarma (Deilephila elpenor). Tegundin er staðbund- in í Evrópu, suður til Sikileyjar og norður til Vestur-Síberíu. Hún finnst hins vegar ekki í norðanverðri Skandinavíu og hefur aldrei sést hérlendis. Lirf- an þótti áður fyrr skaðvaldur á vínökrum í Suður-Evrópu en varla lengur og sækir hún mun frekar í aðrar plöntur svo sem dúnurtir, sigurskúf og eyrarós. Í september púpaði lirfan sig og var hún þá flutt á kaldan stað, þar sem hún var geymd þar til hún klaktist út. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Einmana evrópskt fiðrildi Landkönnun Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Það er auðvitað til að æra óstöðugan að skrifa um veðurfar, en staðreyndin er sú að hér standa menn fastir milli stafs og hurðar í vorinu; í síðustu viku voru slegin hitamet og hver einasta sál skreið fagn- andi úr vetrarhíðinu, en núna erum við í snjógöllum og jurtir láta á sjá. Snjóa leysti og upp úr kafinu komu ónýtar götur um allan bæ. Oft hafa þær nú verið illa farnar en aldrei sem nú. Fagn- aðarefni er að bæjarstjórn vill leggja 22 milljóna króna aukafjárveitingu í gatna- viðgerðir.    Á Egilsstöðum fara menn ekki lengur á ball. Við áttum í eina tíð félagsheimilið Valaskjálf, en svo var það selt og nýjustu fregnir þær að þar sem ekki náðist sam- komulag milli sveitarfélagsins og eigenda um rekstur eftir langt þóf sé það út úr myndinni. Það er annars alveg stór- merkilegt að nú á dögum, þegar umsvif hafa aldrei verið meiri og hvarvetna mannskapur sem þarf afþreyingu, sé ekki einu sinni starfrækt skikkanleg skemmt- unaraðstaða í bænum. Fjarðamenn hafa áttað sig á þörfinni og koma upp bíóhúsi og skemmtistöðum í sínum bæjarkjörnum, en Egilsstaðabúar og gestir þurfa að hugsa sig vandlega um til að finna slíka staði. Margur Egilsstaðabúinn andvarpar og þykir vont að bæjarstjórn skyldi ekki á sínum tíma kaupa Valaskjálf og nýta sem ráðhús, ráðstefnu- og menningaraðstöðu.    Stórhuga hugmyndir eru uppi um kraft- mikinn miðbæ og sérstök nefnd starfar við að kynna hana fjárfestum og fyrirtækjum. Bæjarstjórnin er einhörð um að miðbæj- arskipulagið verði að veruleika og nú er í auglýsingu um deiliskipulag fyrsti kaflinn af mörgum í hugmyndinni; bygging húss þar sem eiga að vera íbúðir fyrir eldra fólk, þjónustu- og félagsaðstaða fyrir eldra fólk rekin af sveitarfélaginu og von- andi fjölbreyttar verslanir og þjónusta á neðstu hæð. Húsið á að standa við torg, gegnt því Hótel Hérað og fyrir endanum nýtt ráðhús og menningarmiðstöð. Hér með eru þeir sem eiga vandaðar bóka- verslanir, metnaðarfulla veitingastaði, ilmrík bakarí, andríkar sérvöruverslanir og nötrandi bíóhús hvattir til að mæta á svæðið og þjónusta okkur. Sem allra fyrst. Úr bæjarlífinu EGILSSTAÐIR EFTIR STEINUNNI ÁSMUNDSDÓTTUR BLAÐAMANN Sýning á handverkiverður opnuð í fé-lagsmiðstöð eldri borgara að Hraunbæ 105 í Reykjavík verður opnuð á morgun, sunnudag, klukkan 13. Á sýningunni eru margir og fjölbreyttir munir sem unnir hafa verið í tómstundastarfinu í vetur. Meðal listaverk- anna eru munir skornir út í tré, málaðir munur úr postulíni og hann- yrðir. Handverkssýn- ingin verður opin sunnu- daginn 14. maí og mánudaginn 15. maí. Kaffiveitingar eru á staðnum. Það myndast góð stemning í hópnum þeg- ar handverksfólkið situr saman og vinnur að verkefnum sínum. Sig- mar Jónsson er hrókur alls fagnaðar við út- skurðarborðin. Útskorni fuglinn er hans verk. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sýna afrakstur vetrarstarfsins Rúnari Kristjáns-syni á Skaga-strönd datt í hug út af „umræðum dags- ins“: Finna má að Framsókn sér flest í tálsins móðu. Leiðin út í Löngusker lofar ekki góðu! Séra Hjálmar Jónsson var á leið til útlanda. Hon- um kom í hug: Servíettan sýnir krass seytla úr huga mínum, samt er ég á Saga Class og sýp á góðum vínum. Og þegar vélin tókst á loft skrifaði hann á ælu- pokann í sætishólfinu og rétti sessunauti sínum: Líður upp í loftin blá lítil og falleg þota svo ælupokann eflaust má til annarra hluta nota. Af ælupoka á Saga Class pebl@mbl.is Strandir | Fyrirtæki á Ströndum eru byrj- uð að huga að undirbúningi vegna mark- aðssetningar og ferðaþjónustu í tengslum við opnun nýs vegar milli Stranda og Reyk- hólasveitar, svokallaðs Arnkötludalsvegar sem áætluð er eftir tvö ár. Á vefnum strandir.is kemur fram að hugmyndin hafi kviknað þegar forráðamenn nokkurra ferðaþjónustufyrirtækja og einstaklingar á Ströndum tóku þátt í námskeiði á vegum Útflutningsráðs í vetur. Að sögn Sigurðar Atlasonar, eins for- svarsmanna hópsins, ætlar hópurinn að nýta sameiginlega alla ráðgjafartíma sem voru innifaldir í námskeiðinu og blása til fundahrinu sem hefst um miðjan septem- ber nk. HH-Strandir hópurinn eins og hann kýs að nefna sig mun bjóða öllum fyr- irtækjum og sveitarfélögum á Ströndum að taka þátt í vinnunni ásamt fyrirtækjum í Reykhólahreppi og jafnvel víðar. Undirbúa ferðaþjónustu við Arnkötludal Sauðárkrókur | Sveitarstjórn Skagafjarð- ar hefur að tillögu Gísla Gunnarssonar, for- seta sveitarstjórnar, og Ársæls Guðmunds- sonar sveitarstjóra ákveðið að hefja undirbúning að ritun og útgáfu sögu Sauð- árkróks 1948 til 1998. Sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs sveitarfélagsins var falið að fylgja málinu eftir. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að Saga Sauðárkróks er til í þremur bindum og nær til ársins 1948, eða þar til Sauðárkrókur var orðinn kaupstaður. Með ritun fjórða bindis verður sagan rakin frá lokum þriðja bindis, allt til sameiningar sveitarfélaga í Skagafirði, saga sem spann- ar hálfa öld. Skiptar skoðanir voru um tillöguna í sveitarstjórn en hún var að lokum sam- þykkt með atkvæðum átta fulltrúa. Fulltrúi Skagafjarðarlistans lét bóka að mikilvægt væri að fram færi skipulögð vinna við að safna heimildum um þetta tímabil. Þar sem fjárhagsáætlun gerði ekki ráð fyrir þessari vinnu og tillagan tæki ekki á kostnað lýsti hún yfir hjásetu í málinu. Fulltrúar Framsóknarflokks lýstu svip- uðum sjónarmiðum. Létu þess sérstaklega getið að vegna mikils kostnað við ritun Byggðasögu Skagafjarðar væri erfitt að vinna að ritun sögu Sauðárkróks á sama tíma. Tillagan væri því lítið annað en kosn- ingabrella. Hefja undir- búning loka- bindis sögu Sauðárkróks ♦♦♦ Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.