Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 79
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hannes Lárusson í Kling og bang galleríi. Verk eftir Helga Þórsson.
HANNES Lárusson myndlist-
armaður opnar sýninguna Ubu Roi
meets Humpty Dumpty (in Iceland)
á jarðhæð Kling og bang gallerís á
laugardaginn. Verkið er í táknræn-
um og formrænum tengslum við
fyrri sýningar listamannsins, þó
sérstaklega við verkið Hub/Ás sem
sýnt var á síðasta ári í sýning-
arrýminu FUGL. „Þetta er gjörn-
ingatengd innsetning svipuð og ég
hef unnið að undanfarin ár,“ segir
Hannes sem er einn þekktasti sam-
tímalistamaðurinn á Íslandi og mik-
ill áhrifavaldur hjá myndlist-
armönnum síðari kynslóða.
„Það má kalla þetta verk sjón-
rænt leikhús, ég er með leiksvið,
búninga og leikmuni. Atburðarásin
verður svo til af sjálfri sér á sýning-
unni.“
Í gjörningnum vísar Hannes til
þeirra tveggja persóna sem hann
nefnir sýninguna eftir; Bubba
kóngs (Ubu Roi) og Humpty
Dumpty. „Þetta eru tvær hetjur úr
heimsbókmenntunum sem hafa
sterka stöðu í vitund fólks en eru
hálfgerðir skrípakarlar sem falla
hvorki inn í atburðarás né sam-
félag. Persónugervingurinn sem ég
sviðset á sýningunni er eins konar
samruni þeirra að viðbættu íslensku
kryddi og menningarlegri um-
gjörð.“
Helgi í kjallaranum
Hannes segir að það verði að
undirstrika að það eru formin og
táknin sem verði að skynja og lesa í
þessu verki. „Það er lykillinn að
sýningunni og þá rennur þetta von-
andi allt saman og kallast á fram og
til baka. Þetta er græskulaust leik-
hús á yfirborðinu en undir niðri fer
fram glíma við form og tákn sem
eru hluti af okkar raunveruleika og
merkingarheimi hvert sem litið er.“
Í kjallara Kling og bang gallerís
verður líka opnuð sýning eftir
Helga Þórsson á laugardaginn.
Helgi þykir einn skemmtilegasti
myndlistarmaður yngri kynslóð-
arinnar og hafa verk hans vakið
hrifningu og kátínu á meðal listunn-
enda alls staðar í heiminum. „Þetta
eru eitt málverk og tveir skúlptúr-
ar, verkin eru mjög litrík með hálf-
gerðu frumbyggjaþema og það er
smá trúarleg stemning í þessu,“
segir Helgi. „Ég nota mikið af
mynstrum og því fór þetta út í hálf-
gerða frumbyggjastemningu og
skúlptúrarnir urðu eins og einhvers
konar trúarleg líkneski.“
Aðspurður segir hann þetta svip-
að og hann hefur verið að gera en
annað þema sé í gangi en vanalega
hjá sér á þessari sýningu.
Kling og bang gallerí er á Lauga-
vegi 23 og er opið fimmtudaga til
sunnudaga frá kl. 14 til 18. Þessar
tvær sýningar standa til 11. júní.
Myndlist | Hannes og Helgi sýna í Kling og bang
Gjörninga-
tengd inn-
setning og
frumbyggja-
þema
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 79
MENNING
Lagadeild
Laganám í Háskóla Íslands:
Metnaður, gæði og árangur.
Allar upplýsingar í síma 525 4386 og á www.hi.is.
Skoðaðu bæklinginn okkar á netinu.
Umsóknarfrestur er til 6. júní