Morgunblaðið - 13.05.2006, Síða 79

Morgunblaðið - 13.05.2006, Síða 79
Morgunblaðið/Árni Sæberg Hannes Lárusson í Kling og bang galleríi. Verk eftir Helga Þórsson. HANNES Lárusson myndlist- armaður opnar sýninguna Ubu Roi meets Humpty Dumpty (in Iceland) á jarðhæð Kling og bang gallerís á laugardaginn. Verkið er í táknræn- um og formrænum tengslum við fyrri sýningar listamannsins, þó sérstaklega við verkið Hub/Ás sem sýnt var á síðasta ári í sýning- arrýminu FUGL. „Þetta er gjörn- ingatengd innsetning svipuð og ég hef unnið að undanfarin ár,“ segir Hannes sem er einn þekktasti sam- tímalistamaðurinn á Íslandi og mik- ill áhrifavaldur hjá myndlist- armönnum síðari kynslóða. „Það má kalla þetta verk sjón- rænt leikhús, ég er með leiksvið, búninga og leikmuni. Atburðarásin verður svo til af sjálfri sér á sýning- unni.“ Í gjörningnum vísar Hannes til þeirra tveggja persóna sem hann nefnir sýninguna eftir; Bubba kóngs (Ubu Roi) og Humpty Dumpty. „Þetta eru tvær hetjur úr heimsbókmenntunum sem hafa sterka stöðu í vitund fólks en eru hálfgerðir skrípakarlar sem falla hvorki inn í atburðarás né sam- félag. Persónugervingurinn sem ég sviðset á sýningunni er eins konar samruni þeirra að viðbættu íslensku kryddi og menningarlegri um- gjörð.“ Helgi í kjallaranum Hannes segir að það verði að undirstrika að það eru formin og táknin sem verði að skynja og lesa í þessu verki. „Það er lykillinn að sýningunni og þá rennur þetta von- andi allt saman og kallast á fram og til baka. Þetta er græskulaust leik- hús á yfirborðinu en undir niðri fer fram glíma við form og tákn sem eru hluti af okkar raunveruleika og merkingarheimi hvert sem litið er.“ Í kjallara Kling og bang gallerís verður líka opnuð sýning eftir Helga Þórsson á laugardaginn. Helgi þykir einn skemmtilegasti myndlistarmaður yngri kynslóð- arinnar og hafa verk hans vakið hrifningu og kátínu á meðal listunn- enda alls staðar í heiminum. „Þetta eru eitt málverk og tveir skúlptúr- ar, verkin eru mjög litrík með hálf- gerðu frumbyggjaþema og það er smá trúarleg stemning í þessu,“ segir Helgi. „Ég nota mikið af mynstrum og því fór þetta út í hálf- gerða frumbyggjastemningu og skúlptúrarnir urðu eins og einhvers konar trúarleg líkneski.“ Aðspurður segir hann þetta svip- að og hann hefur verið að gera en annað þema sé í gangi en vanalega hjá sér á þessari sýningu. Kling og bang gallerí er á Lauga- vegi 23 og er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14 til 18. Þessar tvær sýningar standa til 11. júní. Myndlist | Hannes og Helgi sýna í Kling og bang Gjörninga- tengd inn- setning og frumbyggja- þema Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 79 MENNING Lagadeild Laganám í Háskóla Íslands: Metnaður, gæði og árangur. Allar upplýsingar í síma 525 4386 og á www.hi.is. Skoðaðu bæklinginn okkar á netinu. Umsóknarfrestur er til 6. júní
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.