Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 75
TANNRÉTTINGAR - Nýr valkostur Þórir Schiöth tannréttingatannlæknir hefur hafið störf á tannlæknastofunni Garðatorgi 7, 210 Garðabæ. Fyrsti skoðunartími kostar aðeins kr. 5.100 og má panta í síma 565 9020. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 75 DAGBÓK Núna um helgina verður 80 ára afmælisLjósmyndarafélags Íslands minnstmeð tveggja daga fagstefnu undir yf-irskriftinni: „Augablik til framtíðar.“ „Sú fagstefna hefst með aðalfundi félagsins á Grand Hóteli í dag kl. 11. Á laugardag verður dagskráin miðuð við atvinnuljósmyndara, innan sem utan félagsins, á sunnudag verður opinn dagur fyrir alla þá sem áhuga hafa á ljós- myndun, þá hefst afmælisdagskrá kl. 13,“ segir Gunnar Leifur Jónasson, formaður Ljósmynd- arafélags Íslands. „Á afmælishátíðinni mun forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, flytja ávarp og veita fyrstu bók Ljósmyndarafélags Íslands við- töku, félagið gefur út bók á þessum tímamótum sem heitir Augnablik til framtíðar. Í þessari bók gefur að líta myndir eftir um 50 félagsmenn, teknar við ýmis tækifæri. Samstarfsverkefni Eimskips og Ljósmyndarafélags Íslands vegna dagatals Eimskipafélagsins verður kynnt og í lok afmælishátíðar á sunnudag verður kynning frá Iðnskólanum í Reykjavík á námi í ljós- myndun. Í tilefni af 80 ára afmælinu fáum við einnig í heimsókn ljósmyndara á heimsmælikvarða, þau Kristófer Morris fréttaljósmyndara frá Van- couver í Kanada, Michele Clement auglýsinga- og iðnaðarljósmyndara frá San Francisco og Piu Sönströd portrettljósmyndara frá Noregi. Þau munu halda fyrirlestra og sýna myndir sínar. Þá verður glæsileg myndavélasýning frá Beco, myndir 20 íslenskra ljósmyndara sýndar á breiðtjaldi og Phase One myndavélaframleiðandi verður einnig með sýningu. Sem og verður Can- on með kynningu, Brian Worly kynnir nýjustu tæki og tól frá því fyrirtæki og Nick Wilcox- Brown ljósmyndari sýnir myndatökur í stúdíói.“ Hefur ljósmyndun breyst mikið? „Ljósmyndun hefur færst út í nýjar víddir með tilkomu stafrænnar tækni og tækni- framfarir síðustu ár hafa verið bylting- arkenndar. Ég myndi segja að það væri meiri þörf á ljósmyndastofum nú en áður, fólk tekur mikið af skemmtilegum myndum heima hjá sér en fæstir prenta þær út heldur hafa þær bara í tölvunni. Þá skapast hætta ef harði diskurinn hrynur. Það er því gott að eiga myndir af sínum nánustu hjá þriðja aðila. Við hér hjá Barna- og fjölskylduljósmyndum erum með allar filmur á vísum stað, frá árinu 1966, og hægt er að ganga að þeim hvenær sem er ef fólk vill. Myndir eru okkur mikils virði, ef hús t.d. brennur og mann- björg verður er næst spurt um myndirnar á heimilinu – svo mikils virði eru þær. Þess vegna er þýðingarmikið að skipta við viðurkennda ljós- myndara þegar þessi þjónusta er keypt. Almenningi gefst tækifæri til að sjá og heyra hvað fram fer á sunnudag hjá Ljósmynd- arafélagi Íslands, milli kl. 13 og 17 á Grand Hót- eli í Reykjavík.“ Ljósmyndun | 80 ára afmælishátíð Ljósmyndarafélags Íslands Augnablik til framtíðar  Gunnar Leifur Jón- asson fæddist á Sel- fossi 1971. Hann lauk prófi sem ljósmyndari frá Ljósmyndastofunni Mynd í Hafnarfirði 1996 og fékk meistararétt- indi í ljósmyndun 1998. Hann hefur starfað sem ljósmyndari undanfarin ár og er með Barna- og fjölskylduljósmyndir, sem er ein elsta starfandi ljósmyndastofan á landinu, verður 40 ára á þessu ári og á að baki um 50 þúsund myndatökur. Gunnar er kvænt- ur og á fjögur börn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Frelsi í því að geta gengið UNDANFARIÐ hef ég heyrt tuðað um byggingu Sundabrautar, mislæg gatnamót út og suður og hve mikil mistök Hringbrautin er. Mér finnst alveg fáránlegt að eyða milljónum undir einhverjar blikk- dollur, ég tala nú ekki um landið sem fer undir þetta. Það eru um 50% alls lands í Reykjavík malbikuð. Hvernig væri nú að eyða í eitthvað skynsamlegra? Mér finnst tími til kominn að stjórnvöld takmarki bíla- eign landsmanna áður en allt fer í meiri vitleysu. Þá spyrja líklegast einhverjir: „Hvað um mitt frelsi til að eiga bíl?“ En ég lít ekki á það sem frelsissviptingu að hvetja fólk til að hreyfa sig og til þess að nýta sér strætisvagnana sem oftar en ekki aka um hálftómir. Þvert á móti er gíf- urlegt frelsi sem felst í því að geta gengið. Guðrún Jóna Jónsdóttir. Örfirisey undir íbúðarbyggð HVERS vegna er Örfirisey, Granda- garður, vesturhluti Reykjavík- urhafnar og svæðið vestur að Selsvör ekki lagt undir nýja íbúðarbyggð og Reykjavíkurflugvöllur látinn í friði til hagsbóta fyrir alla landsmenn? Með uppfyllingum á þessu svæði, sem skemmir ekki ásýnd landsins, er unnt að fá meira rými undir íbúða- byggð en í Vatnsmýrinni, sem eftir nýja Hringbraut getur aldrei tengst miðborginni. Þetta vestursvæði er – og hefur ávallt verið – hluti af mið- borg Reykjavíkur. Hólmsheiði hentar ekki undir flugvöll og uppfylling við Löngusker væri kölluð stórkostleg náttúruspjöll, ef slíkt hefði verið nefnt fyrir norðan eða austan. Tryggvi Gíslason, fyrrv. formaður skipulagsnefndar Akureyrar. Týndir lyklar í svartri buddu LYKLAR í svartri buddu týndust annaðhvort í eða við Glæsibæ eða í Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut. Í buddunni eru strætómiðar fyrir eldri borgara. Lyklanna er sárt saknað af aldraðri konu. Ef einhver hefur séð eða fundið lyklana er sá/sú beðinn um að hafa samband í síma: 659 1632 eða á netfangið stefanhelg@hotmail.com. Simbi er týndur SIMBI, gulbröndóttur fressköttur, týndist frá Vættaborgum 38 í Graf- arvogi laug. 6. maí. Hann var ekki með ól en er eyrnamerktur nr. R – 1109. Ef einhver hefur séð hann á flakki vinsamlegast látið vita í síma 586 2157 eða 823 8231. Hann gæti hafa lokast inni í bílskúr eða geymslu – endilega gáið að því. Tígri er týndur í Grafarvogi TÍGRI er týndur síðan 6. maí í Graf- arvoginum. Hann er Golden Persi ca 4 ára, eyrnamerkt- ur R2H083. Ef einhver hefur fundið hann vinn- samlega hafið samband við Söndru í síma 616 2485, 586 1263 eða 861 9144. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Sambandsslit. Norður ♠ÁG8 ♥G1084 N/AV ♦G9 ♣DG95 Vestur Austur ♠65 ♠74 ♥– ♥ÁK9653 ♦D87532 ♦K106 ♣K10762 ♣84 Suður ♠KD10932 ♥D72 ♦Á4 ♣Á3 Suður spilar fjóra spaða, fær út lít- inn tígul. Hvor hefur betur – sagnhafi eða vörnin? Vestur Norður Austur Suður – Pass 1 hjarta 1 spaði 2 tíglar 2 hjörtu * 3 tíglar 4 spaðar Pass Pass Pass * góð spaðahækkun Spilið kom upp í sveitakeppni á vor- leikunum í Dallas og fjórir spaðar var samningurinn á báðum borðum. Báðir sagnhafar stungu upp tígulgosa og drápu kóng austurs með ás. Tóku svo tvisvar tromp. Annar sagnhafinn spilaði nú hjarta. Austur átti slaginn og skipti yfir í lauf, sem sagnhafi hleypti og vestur fékk á kónginn. Vestur sá fyrir sér að sagn- hafi gæti hent hjörtum í frílaufin og spilaði því upp á eina möguleikann – litlum tígli undan drottningunni í þeirri von að makker ætti tíuna. Svo reyndist vera og austur gat tekið úrslitaslaginn á hjartaás. Virkilega falleg vörn, en ekki að sama skapi vel spilað hjá suðri. Hinn sagnhafinn gerði betur þegar hann spilaði sjálfur tígli eftir að hafa tekið trompin. Þannig sleit hann sambandið í tíglinum og setti vörnina í óleys- anlegan vanda: Ef austur tekur báða hjartaslagina sér hjartagosinn fyrir laufinu heima og svíningin verður óþörf. Og ef austur skiptir strax yfir í lauf fær vörnin ekki síðari hjartaslag- inn. Sem sagt – sagnhafi ætti að hafa bet- ur. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 e6 2. d4 d5 3. exd5 exd5 4. Rf3 Bg4 5. h3 Bh5 6. De2+ De7 7. Be3 Rc6 8. Rc3 O-O-O 9. O-O-O Db4 10. g4 Bg6 11. Rh4 Rf6 12. Bg2 Da5 13. Rxg6 hxg6 14. g5 Re8 15. Df3 f5 16. Kb1 Re7 17. Hhe1 Rd6 18. Rxd5 Re4 19. Rf4 Rc6 20. Rxg6 Bb4 21. c3 Staðan kom upp í AM-flokki Fyrsta laugardagsmótsins sem lauk fyrir skömmu í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurvegari mótsins, hinn 18 ára Dagur Arngrímsson (2267) sýndi andstæð- ingum sínum fá grið og tapaði eingöngu einni skák gegn Ungverjanum Sebest- yen Balazs (2317). Dagur hafði al- gjörlega yfirspilað andstæðinginn í byrjun taflsins en í stað síðasta leiks, 21. c3?, hefði hvítur verið tveim sælum peð- um yfir eftir 21. Hg1 þar eð 21...Rc3+ hefði ekki gengið upp vegna 22. bxc3 Bxc3 23. Hd3!. Svartur lék því í stöðunni 21... Bxc3! 22. De2?! Hhe8? 23. Hc1?? Hvítur hefði staðið til vinnings eftir 23. Bxe4. 22... Bxd4 24. Hc2? Bxe3 25. fxe3 Rb4 26. a3 Rxc2 og hvítur gafst upp. Aðalfundur Skáksambands Íslands fer fram í dag en nánari upplýsingar um hann er að finna á www.skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Brúðkaup | Gefin voru saman í Las Vegas á páskadag, 16. apríl sl., þau Þórður Daníel Ólafsson og Pálína Mjöll Pálsdóttir. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Hlutavelta | Þær Jóna Elísabet Þórarinsdóttir, Kolfinna Hjálmarsdóttir og Sunna Rún Þórarinsdóttir héldu tombólu og söfnuðu kr. 3.466 og rennur allur ágóði til til Rauða kross Íslands. 60 ÁRA afmæli. Í dag, 13. maí, ersextug Hrefna Hektorsdóttir, Hátúni 10b, Reykjavík. Hún verður að Hátúni 10, 9. hæð, í dag frá kl. 14.30. 60 ÁRA afmæli. Í dag, 13. maí, ersextugur Jan Agnar Ingimund- arson, deildarstjóri og formaður Sam- fylkingarinnar í Mosfellsbæ, Bæjarási 5, Mosfellsbæ. Af því tilefni ætla hann og fjölskylda hans að taka á móti ætt- ingjum og vinum í Hlégarði í Mos- fellsbæ milli kl. 17 og 19 í dag. Afmælisþakkir Innilegar þakkir til ykkra allra sem sýnduð mér vinsemd og heiðruðu mig á 100 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Margrét Oddsdóttir frá Jörva.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.