Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðný Friðriks-dóttir fæddist á Sunnuhvoli í Blönduhlíð 15. júní 1934. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Friðrik Kristján Hallgrímsson bóndi á Sunnuhvoli, f. 14. janúar1895, d. 30. maí 1990, og kona hans Una H. Sigurð- ardóttir, f. 25. októ- ber 1898, d. 10. janúar 1979. Systk- ini Guðnýjar eru Elín, f. 1923, Sigurður, f. 1924, d. 1997, Hall- grímur, f. 1926, d. 1929, Helga, f. 1927, d. 1961, Friðrik, f. 1928, Þór- unn, f. 1929, Hallgrímur, f. 1931, Halldóra Sigríður, f. 1936, Hall- dóra Ingibjörg, f. 1937, Árni Hún- fjörð, f. 1939, Bjarni Leifs, f. 1940, og Guðrún, f. 1943. Guðný giftist 10. júlí 1954 Sveini Jónssyni frá Hóli í Sæmundarhlíð. Foreldrar hans voru Jón Sveinsson bóndi á Hóli, f. 14. maí 1887, d. 19. mars 1971, og seinni kona hans Petrea Óskarsdóttir, f. 30. júní 1904, d. 27.12. 1998. Börn þeirra Guðnýjar og Sveins eru: 1) Jón Pétur, f. 19.12. 1953, kvæntur Sigurveigu Friðgeirsdótt- ur, f. 23.12. 1953. Börn Jóns eru Guðný, f. 16.4. 1982, Smári Jökull, f. 17.10. 1983, og Einar Elías 1.3. eph Passburg, f. 4.8. 1963. Börn þeirra eru Joseph Richard, f. 2.10. 1989, Kristin Hildur, f. 30.7. 1994, og Karen Lind, f. 17.8. 1996. 7) Sig- urður, f. 20.1. 1967. Guðný ólst upp á Sunnuhvoli í stórum systkinahópi við almenn sveitastörf, bæði utan húss og inn- an. Sem ung stúlka byrjaði hún að vinna í kaupavinnu á sumrin, fyrst í Blönduhlíðinni og síðar í Sæ- mundarhlíðinni, en þar lágu leiðir þeirra Sveins saman. Hún starfaði einn vetur á saumastofu í Reykja- vík. Guðný stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugum í Reykjadal veturinn 1950–1951 og í Hús- mæðraskólanum á Löngumýri vet- urinn 1952–1953. Haustið 1953 flutti hún til Sveins á Hóli í Sæ- mundarhlíð. Þar bjuggu þau til 1957 er þau fluttu á Hjallaland. Þau höfðu þá lokið við byggingu íbúðarhúss þar og stofnað nýbýli úr þriðjungi af landi Hóls. Á Hjalla- landi voru þau hjónin með bland- aðan búskap í byrjun en síðar ein- göngu með kúabú. Þau hættu formlegum búskap árið 2000, en hafa búið áfram á jörðinni. Guðný var mjög virk í félagsmálum alla sína tíð. Sem ung kona gekk hún í Kvenfélag Staðarhrepps og starf- aði innan þess allt til dauðadags, meðal annars sem formaður. Hún var meðlimur í Skógræktarfélagi Íslands og vann síðustu árin við að koma upp skógrækt heima á Hjallalandi. Hún gekk í Félag eldri borgara í Skagafirði og starfaði þar af kappi í stjórn félagsins. Útför Guðnýjar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarðsett verð- ur á Reynistað. 1984. Börn Sigur- veigar eru Árni Geir, Ævar Örn og Elín Ása, Magnúsarbörn. 2) Sigríður Halldóra, f. 20.1. 1956, gift Ey- mundi Þórarinssyni, f. 26.8. 1951. Börn þeirra eru: a) Þórar- inn, f. 19.1. 1977, sambýliskona Sigríð- ur Gunnarsdóttir, börn þeirra eru Ey- mundur Ás, f. 24.9. 2002, og Þórgunnur, f. 29.10. 2005, b) Hall- grímur, f. 19.5. 1978, og c) Heiðrún Ósk, f. 30.9. 1985. Dóttir Eymund- ar er Ástríður Margrét. 3) Una, f. 1.4. 1957. Var gift Gunnari Sigur- finnssyni, f. 23.8. 1956. Börn þeirra eru: a) Sveinn Guðni, f. 3.8. 1975, kvæntur Sigríði Björk Einarsdótt- ur, synir þeirra eru Sólon Birkir, f. 16.9. 1997 og Sölvi Freyr, f. 20.2. 2006, b) Ólafur Ingi, f. 27.5. 1985, c) Ómar Logi, f. 29.8. 1987, og d) Est- er Petra, f. 21.6. 1991. 4) Gígja, f. 10.3. 1961. Börn hennar eru Krist- ófer Kristófersson, f. 24.4. 1990, og Sara Björk Másdóttir, f. 13.10. 1993. 5) Hallfríður, f. 21.7. 1962, sambýlismaður Guðmundur Helgi Helgason, f. 29.6. 1961. Dóttir þeirra er Katrín Helga, f. 20.3. 1997. Dóttir Hallfríðar er Kolbrún Dögg Sigurðardóttir, f. 27.9. 1983, unnusti Magnús Freyr Gíslason. 6) Anna, f. 27.1. 1965, gift Steven Jos- Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kem- ur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara him- ins og jarðar. Hann mun eigi láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki. Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður Ísraels. Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar. Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein, né heldur tunglið um nætur. Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu. (121. Davíðssálmur.) Kallið kom snöggt, Drottinn hefur tekið þig til sín. Við eigum margar spurningar sem ekki verður svarað. Hafðu hjartans þökk fyrir alla þína ástúð, umhyggju og kærleika. Þakka þér fyrir það veganesti sem þú hefur gefið okkur og megi það verða okkur dýrmætur fjársjóður til eftirbreytni. Þakka þér fyrir bænirnar sem þú kenndir mér. Allar hannyrðir léku í höndum þér eins og allt annað sem þú tókst þér fyrir hendur. Sannkölluð listakona, fljót að sjá út handbragðið, vandvirk, samviskusöm og trúföst. Þú varst ákaflega félagslynd og at- hafnasöm og hrintir ótrúlegustu hlut- um í framkvæmd og oft var vinnu- dagur þinn mjög langur. Þú saumaðir og prjónaðir allt á okkur fram að fermingu og varst gjarnan að sauma á nóttunni og prjónaðir yfir pottun- um. Það má segja að þér hafi aldrei fall- ið verk úr hendi. Ég var aðeins átján ára þegar elsti sonur minn fæddist á Sauðárkróki. Hann er ykkar fyrsta barnabarn og heitir eftir ykkur báð- um. Þú tókst honum sem þínu eigin barni og var hann öll sumur hjá ykk- ur pabba til sautján ára aldurs, þ.e. bættist við í þinn stóra hóp, en allaf var pláss hjá ykkur. Lýsir það hversu stórt hjarta þú áttir fyrir alla ástvini þína sem dvöldu lengur og skemur á heimili ykkar. Barnabörnin mín eru orðin tvö og þú náðir að sjá yngri drenginn núna í mars og vera við- stödd brúðkaup Sveins Guðna og Sig- ríðar í október. Yngsti sonur minn, Ómar, hefur verið í skóla á Sauðár- króki í vetur og var hann umvafinn kærleika þínum og umhyggju og dvaldi oft um helgar frammi á Hjalla- landi. Ég get aldrei þakkað þér nógu mikið fyrir allt sem þú hefur verið mér, en minning þín mun lifa með okkur og ég veit í hjarta mér að þér er ætlað nýtt hlutverk á himnum hjá algóðum Guði sem hefur kallað þig til sín. Megi englar Drottins vaka yfir öllum ástvinum þínum og varðveita þá og blessa. Ég votta þeim öllum mína dýpstu samúð. Drottinn styrktu pabba og hughreystu hann. Mamma, mjúka milda höndin þín, mörgum blessun færði. Mikla þökk vér höfum þér að færa og margt við máttum af þér læra. Þín dóttir Una Sveinsdóttir. Á meðan nóttin líður, vaki ég hjá þér mamma mín, vaki hjá þér og bíð eftir kallinu til þín. Hugsa um morgun í maí, þú varst hjá mér og nýfæddum syni. Þá var sól, þá vor eins og nú þegar þú kveður þennan morgun í maí. Elsku mamma mín hafðu þökk fyr- ir allt. Guð geymi þig. Þín dóttir Gígja. Það var fallegur sumardagurinn er þú kvaddir þennan heim elsku mamma mín. Svo bjartur og góður eins og allar minningarnar um þig. Svo hlýr eins og ástríkur faðmurinn þinn. En samt svo óvænt og sárt. Drottinn blessi þig og fallega minningu þína. Þinn sonur Sigurður. Elsku besta Guðný mín, tengda- móðir mín, nú er komið að kveðju- stund. Þú kvaddir okkur eftir stutta en erfiða sjúkralegu, það var eins og þú værir að gefa okkur tíma til að átta okkur og að koma öll saman, því sum- ir komu um langan veg. Hann er stór hópurinn ykkar Sveins, Guðný mín, börn, barnabörn og barnabarnabörn, sem öll eiga góð- ar minningar um þig, hvert og eitt. Ég minnist þess þegar ég kom í fyrsta skipti að Hjallalandi hvað allt var fínt og snyrtilegt og þið hjónin tókuð vel á móti mér. Það vantaði nú ekki veisluborðin hjá þér og alltaf passaðir þú upp á að allir fengju nóg að borða. Það fyrsta sem við gerðum þegar við heimsóttum ykkur var að fara með þér út í garð og skoða gróðurinn, þú undir þér svo vel í garðinum og okkur fannst gott að vera þar. Þú hafðir sannarlega yndi af blómum og trjám. Fyrir nokkrum árum rættist draumur þinn, þegar þið Sveinn hóf- uð skógrækt handan við bæjarlæk- inn, og dáist ég að dugnaði ykkar. Áttum við saman margar góðar stundir, röltum um og skoðuðum trén, hvað þau höfðu vaxið mikið síð- an síðast. Þú varst dugnaðarforkur, mín kæra, alltaf eitthvað að sýsla, hann- yrðir, bakstur og starfaðir í kven- félaginu. Okkar bestu stundir voru heima í eldhúsinu á Hjallalandi þegar við vor- um að ganga frá og spjalla saman og settumst svo niður með kaffibolla, því nærvera þín var góð og yndisleg. Elsku Guðný mín. Sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir þinni. Þín tengdadóttir, Sigurveig Friðgeirsdóttir. Amma, þú ert minn himneski eng- ill. Allt sem þú varst er það sem ég þrái að vera. Heimili þitt, væntum- þykja og allt það sem er gott. Faðmur þinn var ætíð opinn til að vernda mig frá öllum meinum, hjarta þitt ætíð fullt af ást, orð þín full af vonum. Hafðu hjartans þökk fyrir þinn mikla kærleika og umhyggju, þín verður sárt saknað. Þín barnabörn og barnabarnabörn, Sveinn Guðni, Ólafur Ingi, Ómar Logi og Ester Petra. Sólon Birkir og Sölvi Freyr. GUÐNÝ FRIÐRIKSDÓTTIR Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Elskuleg móðir mín, amma og langamma, SIGRÚN EIRÍKSDÓTTIR, Eiríksgötu 2, Reykjavík, lést sunnudaginn 7. maí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 16. maí kl. 11.00. Óskar Pálsson, Páll Rósinkranz Óskarsson, Sigríður Margrét Ólafsdóttir, Jóhannes Óskarsson, Valgerður Guðsteinsdóttir, Sigrún Óskarsdóttir, Hannes S. Sigurðsson, Erna Elísabet Óskarsdóttir og barnabörn. Hjartkær eiginkona, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, ÁGÚSTA S. JÓNSDÓTTIR ROSARIO, (Dúva), andaðist á heimili sínu, 8100 Mona Avenue, Nor- folk WA 23518, miðvikudaginn 10. maí. Útförin fer fram í Norfolk, Virginiu, Bandaríkjun- um. Minningarathöfn verður auglýst síðar. Romio D. Rosario, Ágústína G. Ágústsdóttir, Romio A. Rosario, Kimberly Rosario, Ágústína Sara Epps Rosario, Sverrir F. Rosario, Tamy Rosario, Gísli B. Jónsson, Kristrún B. Jónsdóttir, Magnús Sigurðsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA SIGRÍÐUR HANNESDÓTTIR, síðast til heimilis í Jöklaseli 23 í Reykjavík, sem lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi Foss- vogi aðfaranótt 6. maí sl., verður jarðsungin í dag, laugardag 13. maí, frá Sauðárkrókskirkju og hefst athöfnin kl. 14.00. Sigurður Hauksson, Björk Helgadóttir, Þorsteinn Hauksson, Birgitta Bjargmundsdóttir, Þráinn Jensson, Hrafnhildur Hauksdóttir, Bolli Valgarðsson, Vala Hauksdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför ástkærs sambýlismanns míns, föður, sonar, bróður og mágs, GUÐJÓNS SVEINSSONAR verktaka, Suðurtúni 7, Álftanesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins, deildar 13G á LSH við Hringbraut og líknardeildar LSH í Kópavogi. Hrönn Árnadóttir, Sveinn Guðjónsson, Freyja Leópoldsdóttir, Jónas Sveinsson, Ágústa Sveinsdóttir, Örn Bragason, Leópold Sveinsson, Þorbjörg Albertsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GISSUR ELÍASSON hljóðfærameistari, Laufásvegi 18, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi að morgni sunnudags- ins 7. maí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 16. maí kl. 13.00. Elías Ragnar Gissurarson, Vera Snæhólm, Þórdís Gissurardóttir, Sverrir Þórólfsson, Hákon Örn Gissurarson, Valdís Kristinsdóttir, Hjördís Gissurardóttir, Geir Gunnar Geirsson, Magnús Þórarinn Gissurarson, Anna Ágústa Hauksdóttir, Ásdís Gissurardóttir, Ragnar Th. Sigurðsson, afabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.