Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. RÚMLEGA þrjú hundruð manns komu saman á Austurvelli í gær til að mótmæla lagningu hornsteins að stöðvarhúsi virkjunarinnar í Valþjófsstaðarfjalli í Fljótsdal. Mikill hugur var í viðstöddum og báru fjölmargir viðstaddir skilti þar sem beðist var undan frekari uppbyggingu stóriðju. Meðal slag- orða á skiltum viðstaddra voru „Dam Nation“ og „Íslands Ósómi, skömm – smán“. Við upphaf mótmælanna fluttu ungir blásarar ættjarðarlög, en að því loknu voru flutt ljóð um nátt- úru landsins, en þau lásu m.a. Mar- grét Vilhjálmsdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir leikkonur. Þá las Kolbrún Halldórsdóttir upp yf- irlýsingu náttúruunnenda, sem lögð var í hornstein Kára- hnjúkavirkjunar, þar sem m.a. kemur fram að landið sem sökkt var hafi verið bæði fjölbreytt og fágætt á landsvísu og heimsvísu, en þar væri að finna einstæðar jarðmyndanir, fossa og flúðir og heimkynni hreindýra, gæsa, fálka og fleiri fuglategunda. Yfirvöld á Íslandi hafi kerfisbundið komið í veg fyrir að náttúruspjöllin fyrir ofan Kárahnjúka yrðu lýðum ljós og þannig komið í veg fyrir upp- lýsta ákvörðun þjóðarinnar. Kára- hnjúkavirkjun sé aðeins hluti af gömlu markmiði sem beinist að því að gera Ísland að stærstu ál- bræðslu í heimi. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason flutti einnig hugvekju við mótmælin og sagði m.a. und- arlegt að hlutdeild útgerðanna í auðlindum þjóðarinnar væri tak- mörkuð en að álfyrirtækin hefðu óheftan aðgang að þeim. Þannig yrðu álfyrirtækin brátt stærsta valdið á landinu, ef ekkert yrði að gert. Á mótmælafundinum var látins félaga einnig minnst en dr. Stefán Karlsson var jarðsunginn í Nes- kirkju á sama tíma og voru andstæðingar Kárahnjúka unarinnar viðstaddir útför Undir lok mótmælanna Andri Snær Magnason rith Náttúruunnendur harma Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Forseti Íslands, hr. ÓlafurRagnar Grímsson, lagði ígærdag ásamt sex skóla-börnum hornstein að stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar í Valþjófsstaðarfjalli í Fljótsdal, sem gefið hefur verið nafnið Fljótsdals- stöð. Um fjögur hundruð gestir voru viðstaddir athöfnina, þ.á m. ráð- herrar, þingmenn, yfirmenn Lands- virkjunar og verktaka hennar og sveitarstjórnarmenn af Austurlandi. 180 manns komu með Flugleiða- þotu til Egilsstaða í gærmorgun og hófu daginn eystra á skoðunarferð um Kárahnjúkasvæðið í köldu élja- veðri og snæddu hádegisverð í vinnubúðunum þar. Er komið var á láglendi um miðjan dag var gestum ekið í rútum inn í Valþjófsstaðarfjall, þar sem Landsvirkjunarkórinn og Kammerkór Austurlands sungu í ljósum skrýddri stöðvarhússhvelf- ingunni. Fékk nafnið Fljótsdalsstöð Ávörp fluttu Jóhannes Geir Sig- urgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, Valgerður Sverris- dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, og forstjóri Landsvirkjunar, Friðrik Sophusson, sem lýsti fram- kvæmdinni frá upphafi. Þá tilkynnti Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps, nafn stöðvarinn- ar; Fljótsdalsstöð. „Fáar framkvæmdir síðari ára hafa verið meira í umræðunni en þessi virkjun,“ sagði Jóhannes Geir í ræðu sinni. „Vissulega er fram- kvæmdin umdeild, en það verður hins vegar sagan ein sem fellir hinn endanlega dóm.“ Jóhannes Geir sagðist fullyrða að miðað við aur- burð og lónfyllingu í Hálslóni væri virkjunin byggð til 200 ára. „Virkj- unin getur framleitt rafmagn á arð- bæran hátt hið minnsta í þann tíma“ sagði hann. Ólafur Ragnar Grímsson lagði hornstein að stöðvarhúsinu, með að- stoð sex skólabarna og hafði horn- steinninn að geyma lýsingu virkjun- arinnar, mótmælaskjal virkjunar- andstæðinga og verðlaunaverkefni barnanna í samkeppni Landsvirkj- unar um orkuverkefni grunnskóla- barna. Nokkra athygli vakti að for- setinn ávarpaði ekki samkomuna. Sr. Lára G. Oddsdóttir, sóknar- prestur á Valþjófsstað, blessaði þessu næst staðinn og bað sérstak- lega fyrir þeim sem vinna og hafa unnið við byggingu Kárahnjúka- virkjunar og aðstandendum þeirra þriggja manna sem látist hafa við framkvæmdina. Að athöfninni í hvelfingunni lok- inni héldu gestir niður í Egilsstaði þar sem boðið var til móttöku í Íþróttamiðstöðinni. Eiríkur Bj. Björgvinsson flutti þar ávarp f.h. heimamanna og Karlakór Reykja- víkur ásamt austfirskum tónlistar- nemum skemmtu viðstöddum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímss Virkjun til Yfir fjögur hundruð gestir Rannveig Rist, forstjóri Alcan, og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls,spjölluðu saman í móttöku að athöfn lokinni. Kárahnjúkavirkjun er vissulega umdeild fram- kvæmd en sagan ein mun fella hinn endanlega dóm, sagði stjórnarformaður Landsvirkjunar við lagn- ingu hornsteins aflstöðvar virkjunarinnar í gær. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Margt b HORNSTEINNINN se aflstöð Kárahnjúkavirkj en teikningar að virkjun mótmælaskjali virkjuna er einnig að finna verke tóku þátt í raforkuverke unar. Jafnframt var han iskaslíður undir geisladi efnum annarra þriggja n hafði steypt fyrir var ko sem fram kemur að han börnum, hafi lagt horns „Landsvirkjun hefur viðleitni skólamanna til orkumál í skólum landsi arsson, upplýsingafulltr haust fór fyrirtækið af s skólanema við úrlausn á fengum rithöfundinn Yr jafnframt er verkfræðin METNAÐARFULLT MARKMIÐ Það er metnaðarfulltmarkmið hjá HáskólaÍslands að komast í hóp 100 beztu háskóla í heimi á 10– 15 árum. En er það raunhæft? Tíminn einn leiðir það í ljós. Í okkar samtíma hafa banda- rískir háskólar skarað fram úr öðrum háskólum með nokkrum undantekningum þó. Einn og einn háskóli utan Bandaríkj- anna hefur getað keppt við þá bandarísku. Þetta er smátt og smátt að breytast en staða bandarísku háskólanna er enn mjög sterk. Fyrir nokkrum árum voru töluverðar umræður í Bret- landi um stöðu háskólanna þar í samanburði við bandarísku háskólana. Í þeim umræðum kom fram, að jafnvel hinir virðulegu brezku háskólar á borð við Oxford og Cambridge ættu í erfiðleikum í samkeppni við bandarísku háskólana. Hvers vegna? Vegna þess, að þeir gátu ekki keppt við þá um beztu kennarana. Brezku skól- arnir gátu ekki haldið beztu kennurunum vegna þess að bandarísku háskólarnir buðu betri laun. Til þess að verða einn af 100 beztu háskólum í heimi þarf Háskóli Íslands að laða að sér kennara, sem verða að vera í hópi hinna beztu í heimi. Það verður ekki auðvelt. Ekki bara vegna peninganna heldur líka vegna fjarlægðar á milli Ís- lands og annarra landa. Eitt af því, sem vekur athygli við bandaríska háskóla er sá ótrú- legi ferskleiki hugmynda, sem þar ræður ríkjum. Þegar til verða samfélög á borð við há- skólasamfélögin í Bandaríkj- unum, þar sem hæfileikafólk á mörgum sviðum kemur saman verður jafnframt til ótrúlega frjósöm uppspretta hugmynda. Það sem skapar bandarískum háskólum algera sérstöðu er þessi hugmyndaauðgi. Þótt flugsamgöngur séu góð- ar á milli Íslands og annarra landa og netið sé komið til sögunnar, sem mikið safn fróð- leiks og upplýsinga og sam- skipti milli fólks hafi aldrei verið auðveldari, kemur ekk- ert í staðinn fyrir bein sam- skipti. Hugmyndir geta stund- um verið óskaplega lengi á leiðinni frá öðrum löndum til Íslands. Á því hefur orðið breyting en þrátt fyrir allar framfarir í samskiptum hefur engin grundvallarbreyting orðið á þessum veruleika. Þetta verður erfiðasti hjall- inn í baráttu Háskóla Íslands fyrir því að verða einn af 100 beztu háskólum í heimi á næstu 10–15 árum. Það verður erfitt að fá kennara, sem telj- ast meðal hinna beztu í heimi. En jafnvel þótt kostur yrði á að bjóða þeim hærri laun en flestir aðrir háskólar í heimi mundi hættan á hugmynda- legri einangrun fæla þá frá. Það væri fróðlegt að heyra frá forsvarsmönnum Háskóla Íslands hvernig þeir ætla að fást við þetta vandamál. En markmið þeirra er lofsvert og hugmyndin ein og framsetning hennar af hálfu Kristínar Ing- ólfsdóttur, rektors Háskóla Ís- lands, hefur þegar skapað skólanum ákveðna sérstöðu í heimi háskólanna hér. HORNSTEINN KÁRAHNJÚKAVIRKJUNAR Í gær var lagður hornsteinnað Kárahnjúkavirkjun. Í hornsteininn var lagt skjal, sem lýsti undirbúningi og ákvarðanatöku um fram- kvæmdina frá sjónarhorni Landsvirkjunar. En þar var einnig lagt skjal að beiðni nokkurra náttúruverndarsam- taka, sem lýsir sjónarmiðum andstæðinga virkjunarinnar. Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun um þetta mál er eftirfarandi m.a. haft eftir Friðriki Sophussyni, forstjóra Landsvirkjunar: „Forseti Íslands tjáði stjórn- arformanni Landsvirkjunar og mér að þessi samtök hefðu haft samband við hann og ósk- að eftir því að forsetinn beitti sér fyrir því, að texti frá þeim yrði lagður í hornsteininn. Forsetinn sagði okkur að hann teldi rétt að láta vita af þessu en að hann mundi ekki fyrir sitt leyti hafa neinar óskir í frammi við Landsvirkjun um þetta mál. Þar sem Kára- hnjúkavirkjun hefur verið um- deild meðal þjóðarinnar fannst okkur eðlilegt að ólík sjónar- mið yrðu varðveitt í hornstein- inum.“ Þetta er auðvitað alveg rétt afstaða hjá Landsvirkjun. Að sjálfsögðu er eðlilegt að sjón- armið þeirra, sem urðu í minnihluta í þessu máli, komi þarna við sögu ekkert síður en afstaða meirihlutans. Sjónarmiðum minnihlutans ber að sýna fulla virðingu. Og ánægjulegt að um það hefur enginn ágreiningur orðið í þessu tiltekna máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.