Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR í vor í
Kópavogi snúast um þjónustu við fólk og hvernig
búið er að því fólki sem býr í Kópavogi.
„Í því sambandi leggjum við áherslu á að sveit-
arfélagið á ekki að reka eins og fyrirtæki heldur á
að reka það eins og samfélag. Þjónusta við bæj-
arbúa á að vera í forgangi og með því meðal ann-
ars að reka kröftuga menningarstefnu gerum við
þetta að öflugra og sterkara samfélagi. Bærinn á
að vera fyrir alla íbúana og við segjum þröskuld-
ana burt. Þegar við segjum það erum við ekki
bara að tala um þröskulda sem hindra aðgengi,
heldur erum við einnig að tala um þröskulda sem
hafa áhrif á það hvernig fólk getur tekið þátt í
samfélaginu,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson,
fyrsti maður á lista VG í Kópavogi meðal annars
á fundi í gær þar sem stefna VG í Kópavogi var
kynnt.
Vígi félagshyggjunnar
Fram kom að flokkurinn vill að bærinn verði
aftur vígi félagshyggjunnar eins og áður var og
að virk þátttaka bæjarbúa í stefnumörkun í mál-
efnum hans verði efld. „VGK leggur í starfi sínu
megináherslu á fjölskyldu-, velferðar- og um-
hverfismál. Flokkurinn vill byggja upp þróttmik-
ið samfélag á grunni jafnaðar og velferðar í sátt
við umhverfið.VGK leggur einnig áherslu á að
sveitarstjórnarstigið verði eflt, og sveitarfélög-
unum verði gert kleift, með viðunandi gjaldstofn-
um, að takast á við ný verkefni,“ segir m.a. í
stefnuskrá flokksins.
Meðal stefnumála má nefna að flokkurinn vill
taka upp ókeypis leikskóla í bæjarfélaginu strax
og hætta gjaldtöku í grunnskólum, auk þess sem
skólamáltíðir í leik- og grunnskólum verði ókeyp-
is. Hámark á að setja á stærðir bekkjardeilda í
grunn- og leikskólum og allt nám yngstu
barnanna, eins og hvað varðar listir og íþróttir á
að vera innan heildstæðs grunnskóla. Einnig á að
veita 40 þúsund kr. á ári vegna íþrótta-, lista- og
tómstundanáms.
Þá vill flokkurinn marka bæjarfélaginu heild-
stæða stefnu í öldrunarmálum og að bærinn leggi
Sunnuhlíð til 500 milljónir króna til viðbyggingar
við hjúkrunarheimili samtakanna. Heimaþjón-
ustu á að efla og aldraðir að fá niðurfellingu á
hluta fasteignagjalda og fella á niður gjöld aldr-
aðra vegna líkamsræktar, akstursþjónustu og
strætisvagna.
Framboðið vill einnig að Kópavogur segi skilið
við Launanefnd sveitarfélaga og taki frumkvæði
að því að bæta launakjör þeirra sem vinna við
uppeldis- og umönnunarstörf. Einnig að launa-
kjör bæjarstjóra, bæjarfulltrúa og pólitískt ráð-
inna embættismanna verði gagnsæ.
Framboðið vill einnig vernda græn svæði í
bænum fyrir ágangi verktaka. Skipulagsmál séu
umhverfismál og að marka þurfi ákveðna heild-
ræna stefnu í verndun óspilltrar náttúru í landi
bæjarins.
VG í Kópavogi leggur fram stefnuskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna
Sveitarfélagið á að reka eins og
samfélag en ekki eins og fyrirtæki
Morgunblaðið/Eyþór
Ólafur Þór Gunnarsson og Guðbjörg Sveinsdóttir eru í tveimur efstu sætum á lista VG í Kópavogi.
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
EIGENDUR jarðanna Hofs og
Kvískerja í Öræfum munu líklega
leita réttar síns
fyrir Mannrétt-
indadómstóli
Evrópu vegna
dóma Hæstarétt-
ar Íslands varð-
andi þjóðlendur í
Öræfum síðast-
liðinn fimmtu-
dag. Þar dæmdi
Hæstiréttur að
lönd eyði-
jarðanna Fjalls og Breiðármerkur
væru þjóðlendur. Eigendur Hofs I,
II og IV og Litla-Hofs eiga þó rétt
til hefðbundinna nota af beitarlandi
og fjöru Fjalls og eigendur Kví-
skerja rétt til hefðbundinna nota af
beitarlandi Breiðamerkur og yfir
helmingi Breiðamerkurfjöru fyrir
þjóðlendunni. Í máli Kvískerja ehf.
gegn ríkinu staðfesti Hæstiréttur
dóm héraðsdóms um að Ærfjall,
milli Hrútárjökuls og Fjallsjökuls,
væri þjóðlenda en viðurkenndi að
Ærfjallið væri afréttur jarðarinnar
Kvískerja.
Ólafur Björnsson hrl., sem var
lögmaður landeigendanna í báðum
málunum, taldi líklegt að reynt
yrði að fara með málin fyrir Mann-
réttindadómstólinn en sagði það
enn í skoðun, enda skammur tími
liðinn frá niðurstöðu Hæstaréttar.
Hann taldi að ákvörðun yrði tekin
fljótlega um að kæra til Mannrétt-
indadómstólsins.
„Það verður gert á þeim for-
sendum að niðurstaðan leiði í raun
til ólögmætrar eignaupptöku,“
sagði Ólafur. „Við teljum að þarna
sé gengið lengra í kröfum um
sönnunarreglur en almennt gildir
og að það að leggja svo þunga
sönnunarbyrði á landeigendur sé
brot á bæði meðalhófsreglu og
jafnræðisreglu.“
Ólafur sagði að eigendur Hofs
hefðu samkvæmt öllum heimildum
átt eyðijörðina Fjall í rúm 600 ár.
Eyðijörðin Breiðamörk hefði ann-
ars vegar verið eign eigenda Kvís-
kerja, samkvæmt afsali frá 1937,
og hins vegar eigenda Fells í Suð-
ursveit samkvæmt samningi við
Hofsmenn frá 1854 og viðurkenn-
ingu allra þar um, m.a. landaskrá
sem gerð var 1985. Þá voru gerð
landamerkjabréf fyrir jarðirnar
1922.
Strangar
sönnunarkröfur
Ólafur sagði að engin dæmi
væru um að gerðar hefðu verið at-
hugasemdir við eignarhald þessara
bænda á jörðunum svo vitað væri
hingað til. „Niðurstaðan bendir til
þess að Hæstiréttur geri afar
strangar sönnunarkröfur í þessum
málum. Kannski vegna þess að um
eyðijarðir er að ræða. Þær hafa þó
verið nytjaðar með öllum mögu-
legum hætti til beitar, veiði og fjör-
unytja.“
Ólögmæt eignaupp-
taka forsenda kæru
! !"
#
$
!
%
!""#$#
% #$&''#"# #
Ólafur Björnsson
Nýlegir Hæstaréttardómar um þjóðlendur í Öræfum líklega kærðir til Mannréttindadómstóls Evrópu
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
HÁLFDÁN
Björnsson, bóndi
og fræðimaður á
Kvískerjum í
Öræfum, sagðist
síður en svo vera
ánægður með
dóm Hæsta-
réttar. „Við höf-
um alltaf litið á
Ærfjall og hluta af Breiðamerkur-
sandi, sem pabbi keypti, sem okkar
eign. Ærfjall telst til fjallanna okk-
ar hér á Kvískerjum og hefur verið
nýtt alla tíð sem maður veit um. Það
var nú heldur,“ sagði Hálfdán.
Hann sagði að faðir sinn, Björn
Pálsson frá Svínafelli, hefði keypt
helming Breiðamerkurfjöru af
Björgvini Vigfússyni, sýslumanni
Skaftfellinga, eftir að hafa haft
hana á leigu nokkuð lengi og nýtt
reka.
Hálfdán sagði bændur á Kvískerj-
um vera því hlynnta að landeigend-
urnir leituðu réttar síns hjá Mann-
réttindadómstólnum, því þeim þætti
þetta óréttlæti. „Maður er ekki
ánægður með þegar tekið er af
manni sem maður á,“ sagði Hálfdán.
Hálfdán Björnsson á Kvískerjum
Finnst þetta óréttlæti
DÓMUR Hæsta-
réttar olli Erni
Bergssyni,
bónda á Hofi I í
Öræfum, miklum
vonbrigðum, að
hans sögn. Hon-
um þótti eft-
irtektarvert að
sönnunarbyrð-
inni virðist snúið við í þessu máli
miðað við það sem gerðist í þjóð-
lendumáli Biskupstungnamanna.
„Í dómsorði varðandi Árnessýslu
stendur að það verði ekki lagt á
landeigendur að sanna að það hafi
verið órofa framsal á eignarrétti
frá landnámi til dagsins í dag,“
sagði Örn. „Varðandi jörðina Fjall
er sýnt fram á að hún er komin í
eigu Hofskirkju 1343, sem þá var
bændakirkja. Hæstiréttur við-
urkennir að kirkjan hafi átt þetta,
en telur að á miðöldum hafi bænd-
ur glatað hinum beina eignarrétti
því við höfum ekki nógu sterkar
heimildir. Við eigum beitarrétt en
við höfum glatað hinum fullkomna
eignarrétti.“
Örn kvaðst fylgja því eindregið
að kæra málið til Mannréttinda-
dómstólsins. „Búnaðarþing 2005
ályktaði, varðandi þjóðlendumálin,
að Bændasamtökin myndu styðja
við bakið á þeim sem færi með
prófmál fyrir Mannréttinda-
dómstólinn,“ sagði Örn. Hann rifj-
aði upp að haldinn var stór fundur
í Austur-Skaftafellssýslu 15. febr-
úar 2001 um kröfur óbyggða-
nefndar. Fundinn sóttu m.a. 14
ráðherrar og þingmenn. „Þar lýstu
þingmenn og ráðherrar því yfir að
ef þinglýstar eigur yrðu teknar af
mönnum myndu þeir breyta þjóð-
lendulögunum. Nú er það þeirra
að standa við stóru orðin,“ sagði
Örn.
Örn Bergsson, bóndi á Hofi I
Sönnunarbyrði snúið við
Frelsis-
svipting
þyngdi
dóminn
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt 17
ára pilt til tveggja og hálfs árs
fangelsisvistar fyrir frelsissviptingu
og rán í september á sl. ári. Áður
hafði pilturinn verið dæmdur í
tveggja ára fangelsi í héraði.
Ákærði, í félagi við tvo aðra
menn, fór inn á vinnustað pilts og
þvingaði með ræsibyssu til að yf-
irgefa staðinn. Var pilturinn settur í
farangursrými bifreiðar og ekið var
með piltinn á afvikinn stað. Þar var
pilturinn krafinn um peninga og
skaut ákærði úr ræsibyssunni
skammt frá honum. Fram kemur í
dómi héraðsdóms að það var til
þess fallið að vekja mikinn ótta hjá
piltinum sem hélt að um raunveru-
legt skotvopn var að ræða. Í kjöl-
farið var pilturinn þvingaður í far-
angursrýmið á nýjan leik og
neyddur til að taka út fé af banka-
reikningi sínum úr hraðbanka. Var
piltinum haldið föngnum í um hálfa
klukkustund.
Ákærði framdi brotin aðeins örfá-
um klukkustundum eftir að honum
var birtur skilorðsdómur sem er
talið bera vott um styrkan og ein-
beittan brotavilja.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Árni Kolbeinsson, Hjördís
Björk Hákonardóttir og Ingibjörg
Benediktsdóttir.
Sigríður Elsa Kjartansdóttir sak-
sóknari flutti málið af hálfu ákæru-
valdsins en Kristján Stefánsson
hrl.varði piltinn.
Hæstiréttur dæmir 17
ára pilt í 2½ árs fangelsi