Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 37
HAROLD Pinter hefur lengi verið eitt merkasta leikskáld Breta en hann hlaut Nóbelsverðlaun í bók- menntum síðastliðið haust. Á morgun mun Þjóðleikhúsið frum- sýna nýjasta leikverk hans, Fagn- aður, í leikstjórn Stefáns Jóns- sonar. Stefán nýtur fulltingis þeirra Rannveigar Gylfadóttur búningahönnuðar og Barkar Jóns- sonar leikmyndahönnuðar en þau unnu einnig með Stefáni í Túskild- ingsóperunni. Blaðamaður hitti þríeykið á kaffihúsi í miðbænum og ræddi við þau um nýju uppfærsl- una, samstarfið og nóbelskáldið. Hvernig er samstarfi ykkar hátt- að? „Við leggjum mikið uppúr góðum undirbúningi og hittumst reglulega til að vinna hugmyndina þannig að þegar leikararnir bætast við þá sé sýnin orðin skýr,“ segir Stefán. „Við reynum að grafa undir yf- irborð textans og gera okkur góða grein fyrir grundvallar ástandi verksins sem í þessu tilviki er fullt af fínu nýríku fólki úti að borða á fínum stað. Það er síðan þessi stóra pæling með hvað sé satt og hvað sé logið, það liggur alltaf dá- lítið opið í þessu verki. Þá er verk- efnið svolítið að ákveða í samein- ingu hvert sé verið að fara án þess að hafa það of skýrt. Áhorfandinn á að vera jafnringlaður og upplifa margræðni textans eins og við þeg- ar við lásum hann fyrst.“ „Umfjöllunarefni hans er eig- inlega alltaf það sama og hefur mikið að gera með fortíðina og minningarnar,“ segir Rannveig og leiðir talið að þessari undirliggj- andi og nafnlausu ógn sem ein- kennir mörg verka Pinters. „For- tíðin kemur fram sem einhver þyngsli sem eru að kremja persón- urnar,“ segir Stefán. „Og það gref- ur svolítið undan núinu hjá þeim,“ læðir Börkur inn. „Það er einhver forsaga á bak við samskipti ein- hverra persóna sem veldur því að núið verður hlaðið rafmagni.“ „Það mætti einnig segja að um- fjöllunarefnið sé alltaf í grunninn þessi tilvistarkreppa manneskj- unnar,“ heldur Stefán áfram. „Per- sónurnar eru alltaf að reyna að átta sig á því hvað er ekta og hvað er falskt og á hverju þær eiga að byggja líf sitt.“ Rannveig nefnir einnig samskiptavandamál sem einn grunnþátt í verkum Pinters. „Þessar pælingar eru á mjög fín- legu plani og eru alls ekki aug- ljósar í fljótu bragði,“ segir Börk- ur. „Persónurnar eru ekki að tala beint út um þessi vandamál heldur eru vandamálin eins konar undir- alda í verkinu.“ „Þau virðast kannski ekki vera að tala um það en þau eru að því samt sem áður,“ bætir Rannveig við og Stefán líkir þessu við nú- tímahernað eins og hann gerist bestur; lyktarlaus, áferðargóður og tilvalinn til að horfa á í sjónvarp- inu. Er þetta samtímalegt verk? „Þetta er nýtt verk og skrifað fyrir áhorfendur samtímans en að sama skapi má segja, þar sem hann fjallar um svipaða hluti í sínu höfundarverki, að það sé ákveðið tímaleysi í því líka og verkið kall- ast auk þess sterklega á við eldri verk,“ segir Stefán. „Pinter hefur alltaf verið rammpólitískur eins hans stórkostlega ræða ber svo fagurt vitni um sem hann hélt þeg- ar hann tók á móti Nóbelnum. Þar er hann að velta fyrir sér hvað sé satt og hvað sé logið í lífi og listum og segir að það sé leyfilegt að halda margræðninni sannleikans í listinni en þegar kemur að lífinu þá verður maður að vita hvað sé satt og hvað sé rétt. Í þessari ræðu er Pinter sannarlega með fingurinn á lofti og lætur ákveðna stjórn- málamenn heyra það. Í þessu verki eru ákveðnar vísanir í þessa kalla sem hann er að andskotast út í.“ Er mikil pólitík í verkinu? „Það er náttúrulega heilmikil pólitík í þessu en það fer eiginlega bara eftir því hvernig maður upp- lifir verkið. Á sama tíma er þetta líka æðislega fyndið verk og oft talið með fyndnari verkum Pinters,“ Hverju vilduð þið ná fram í útliti verksins? „Það sem einkennir þessa dýr- ustu klassastaði sem maður hefur komið inn á hér heima og erlendis eru oft einhverjar tengingar við hið andlega. Eitthvað sem byggist á gömlum merg og upphafningu and- ans svo að viðskiptavininum líði eins og að hann sé andans maður þarna inni. Þú kaupir þér far með þessum arkitektúr til að komast á hærra andlegt plan og þú borgar fyrir það dýru verði,“ segir Stefán. „Eins er þjónustufólkið á staðn- um hluti af þessu líka en það er mjög háttvíst og standur fyrir fág- un, hefðir, traust, fegurð og allt það sem kúnninn vill verða hluti af og vill geta keypt sér,“ segir Börk- ur. „Eftir því sem staðirnir eru fínni og betur hannaðir þeim mun erf- iðara er að passa þar inn,“ heldur Rannveig áfram. „Umhverfið er svo framandi og á svo allt öðru plani en fólkið sem kemur þangað inn.“ „Yfirhannað umhverfi,“ undir- strikar Börkur. „Gesturinn gengur þannig inn í veitingahúsið í hróp- andi andstöðu við rýmið. Það er þetta sem við erum að reyna að ná fram í leikmyndinni og reynum að stilla henni upp á móti persónum verksins.“ Á sama hátt er útlit búninganna hugsað, sem Rannveig sér um að útfæra. „Fyrst og fremst snýst þetta um að vera trú persónunum og vita hverjar þær eru.“ „Þetta getur bæði verið himna- ríki sem þau kaupa sér aðgang inn í og einnig þeirra eigið helvíti,“ segir Stefán. Eiga áhorfendur eftir að geta samsamað sig þessum persónum á einhvern hátt? „Örugglega,“ segja þau og Stef- án bætir við að ef að fólk geri það ekki þá hafi það alla vega einhvern tíma setið við hliðina á slíkum per- sónum. „Það hefur kannski lesið um þessar persónur í Séð og heyrt.“ Leikhús | Þjóðleikhúsið frumsýnir Fagnað eftir Nóbelskáldið Harold Pinter Himnaríki og helvíti Fagnaður á hverju borði. Morgunblaðið/Eyþór Rannveig Gylfadóttir, Stefán Jónsson og Börkur Jónsson. Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 37 MENNING Málþing um Pinter Í tengslum við frumsýninguna á Fagn- aði mun Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið standa fyrir málþingi um nóbelsskáldið Harold Pinter á frum- sýningardaginn klukkan 14. Ævi- sagnaritari skáldsins og jafnframt einn þekktasti leiklistargangrýnandi Breta, Michael Billington, mun flytja erindi sem hann nefnir „Hvaðan fær Pinter innblástur? Úr hverju spretta leikrit hans?“ Rætt verður auk þess við bresku leikkonuna Penelope Wilt- on sem hefur leikið í nokkrum leik- verkum eftir Pinter. Hávar Sig- urjónsson mun síðan stjórna pallborðsumræðu um skáldið með þátttöku sérfróðra aðila um Pinter og hans verk. Fagnaður Leikstjóri: Stefán Jónsson Þýðing: Elísabet Snorradóttir Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Rannveig Gylfadótt- ir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guð- mundsson Aðstoðarmaður leikstjóra: Ólafur Steinn Ingunnarson Sýningarstjóri: Kristín Hauks- dóttir Leikendur: Edda Arnljótsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Jón Páll Eyjólfs- son, Kristján Franklín Magnús, Margrét Kaaber, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egill Egilsson FYRSTA sýningin á Litlu hryllingsbúðinni, sem var frumsýnd hjá Leikfélagi Akureyrar í vor, er í Íslensku óperunni í kvöld. Það er Andrea Gylfadóttir sem syngur hlutverk plöntunnar blóðþyrstu, en aðrir leikarar í sýn- ingunni eru Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Þráinn Karls- son, Álfrún Helga Örnólfsdótir, Esther Talía Casey, Ar- dís Ólöf Víkingsdóttir og Guðjón Þorsteinn Pálmarsson. Litla hryllingsbúðin í Íslensku óperunni Nordisk Film- & Tv Fond har sitt huvudkontor i Oslo och finansieras genom ett avtal mellan Nordiska Ministerrådet, 9 nordiska TV-kanaler och 5 nordiska filminstitut. Fondens syfte är att främja produktion och distribution av audiovisuella verk i Norden genom deltagande i finansiering av produktioner av spelfilmer, TV-serier, kortfilm och kreativ dokumentärfilm av hög kvalitet. Vidare förvaltar Fonden anslag från Nordiska Ministerrådet för distribution och filmkulturella åtgärder. www.nftf.net DIREKTÖR sökes till Fondens kontor i Oslo för ny 4-årsperiod f om 1 november 2006 med möjlighet till förlängning i ytterligare 4 år . Film- och TV-branschen befinner sig i en dynamisk utvecklingsfas med nya och större aktörer både inom produk- tion, försäljning och distribution. Detta kräver en direktör med förmåga till visionärt nytänkande som kan for- mulera en framtidsinriktad strategi för att vidareutveckla Norden som en konstnärlig och kulturell marknad. Sökande måste kunna dokumentera bred erfarenhet inom projektutveckling, produktion och marknadsföring/distribution av film och TV. Det är vidare en förutsättning att sökande har insikt och kunskap om den nordiska audiovisuella mediabilden och har ett brett nordiskt kontaktnät. Sökande måste behärska muntlig och skriftlig kommunikation på antingen norska, svenska eller danska samt ha goda kunskaper i engelska. Närmare upplysningar om tjänsten lämnas av Fondens nationella styrelseledamöter: Danmark: Ulla Østbjerg, tel +45 65 91 91 91 - e-mail: uloe@tv2.dk Finland: Erkki Astala, tel +358 9 1480 5392 - e-mail: erkki.astala@yle.fi Island: Laufey Gudjonsdottir, tel +354 562 3580 - e-mail: laufey@icelandicfilmcentre.is Norge: Elin Erichsen, tel +47 2247 8045 - e-mail: elin@filmfondet.no Sverige: Gunnar Carlsson, tel +46 70 26 46 929 - e-mail: gunnar.carlsson@svt.se Lön enligt överenskommelse. Ansökan sändes till Nordisk Film- & TV Fond via e-mail till turil@nftf.net eller med post till Postboks 275, NO-1319 Bekkestua senast 5 juni 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.