Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Guðsþjónusta hesta- fólks í Seljakirkju SUNNUDAGINN 14. maí er kirkjureið til Seljakirkju. Fyrir því hefur skapast góð hefð að riðið er til guðsþjónustu frá hesthúshverf- unum á vori hverju til guðsþjón- ustu í Seljakirkju. Nú í ár verður lagt af stað úr Víðidalnum, við skiltið og Gusts- hverfinu 14. maí kl. 13. Andvara- menn bætast í hóp við Heimsenda og þaðan er riðið til kirkjunnar. Þar verður traust rétt og gæsla verður við hana á meðan á guðs- þjónustu stendur. Í guðsþjónustunni prédikar Þor- valdur Sigurðsson, formaður And- vara, Guðmundur Þór Gíslason syngur einsöng og Jón Stefánsson sér um orgelleik. Sr. Valgeir Ást- ráðsson annast þjónustu. Að lokinni athöfninni verður sest við kirkjukaffi og spjall í safn- aðarsölunum. Allir eru að sjálf- sögðu velkomnir til þátttöku. Þetta er gott tilefni til reiðtúrs með allri fjölskyldunni. Messa í Mosfelli – kirkjureið endurvakin SUMARIÐ er komið og náttúran að vakna um byggðir og ból, lömb munu brátt bregða á leik í túni og mófuglar syngja um haga og á hól. Allt vaknar af dvala vetrar í um- hverfinu og kallar okkur mann- fólkið út úr híbýlum okkar, til þess að njóta fegurðar og mikilfeng- leika sköpunarinnar og finna þann vaxandi þrótt sem fylgir sum- arkomu. Hinn kristni söfnuður í Lága- fellssókn lofar Guð fyrir sköpun sína og kraft og sunnudaginn 14. maí, kl. 14, ætlum við að koma saman í Mosfellskirkju og gleðjast og þakka fyrir veturinn sem liðinn er. Við athöfnina verður barn bor- ið til heilagrar skírnarlaugar og stúlka, Saga Guðmundsdóttir, verður fermd. Hestamenn úr hestamannafélag- inu Herði í Mosfellsbæ ætla þenn- an dag að endurvekja kirkjureið sína sem legið hefur niðri um nokkurra ára skeið og koma ríð- andi á fákum sínum til kirkju. Lagt verður af stað frá hesthúsa- hverfinu í Mosfellsbæ og haldið þaðan inn fagran Mosfellsdalinn að hinum forna og sögufræga kirkjustað Mosfelli. Prestarnir. Hátíðarmessa í Njarðvíkurkirkju HÁTÍÐARMESSA verður í Njarð- víkurkirkju (Innri-Njarðvík) 14.maí kl.14. í tilefni 120 ára vígsluafmælis kirkjunnar. Sr. Þor- valdur Karl Helgason biskupsrit- ari sem áður þjónaði Njarðvík- urprestakalli predikar. Sóknarprestur Baldur Rafn Sig- urðsson þjónar fyrir altari og með- hjálpari er Kristjana Gísladóttir. Dagmar Kunákova organisti stjórnar kór kirkjunnar og leikur undir hjá börnum úr Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar og Guð- mundi Sigurðssyni. Börn úr Barnakór Akurskóla syngja undir stjórn Elínar Halldórsdóttur. Að messu lokinni býður sókn- arnefnd gestum að þiggja veit- ingar í safnaðarheimili kirkjunnar og þar munu formaður sóknar- nefndar Sigmundur Eyþórsson og Kristján Pálsson flytja ávörp. Einnig mun Berþór Pálsson syngja nokkur lög. Allir velkomnir. Sóknarnefnd og sóknarprestur. Kvennakirkjan í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði KVENNAKIRKJAN heldur guðs- þjónustu í Fríkirkjunni í Hafn- arfirði sunnudaginn 14. maí kl. 20.30 í samvinnu við söfnuðina í Ástjörn og Fríkirkjunni. Yfirskrift messunnar er: Kirkjan sem fjöl- skylda okkar. Séra Carlos Ferrer og séra Sigríður K. Helgadóttir prédika og séra Einar Eyjólfsson og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir taka þátt í messunni. Kórar Kvennakirkjunnar, Ástjarnarsafn- aðar og Fríkirkjunnar leiða söng- inn undir stjórn Aðalheiðar Þor- steinsdóttur og Arnar Arnarsonar. Á eftir verður kaffi í safn- aðarheimilinu. Mæðradagurinn í Seltjarnarneskirkju MÆÐRADAGURINN verður hald- inn hátíðlegur sunnudaginn 14. maí í messu í Seltjarnarneskirkju kl. 11. Af því tilefni mun Jenna Jensdóttir, rithöfundur, predika og konur úr sóknarnefnd kirkj- unnar lesa ritningartexta. Konur úr Kammerkór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng undir stjórn Vieru Manasek organista. Eftir messuna er gestum boðið inn í safnaðarheimili kirkjunnar í kaffi og léttar veitingar. Allir vel- komnir. Guðsþjónusta í Áskirkju – Átthaga- félag Sléttuhrepps ÁRLEGA koma félagar úr Átt- hagafélagi Sléttuhrepps saman til guðsþjónustu í Áskirkju og taka þá virkan þátt í helgihaldinu. Að þessu sinni verður guðsþjónusta 14. maí nk. kl. 14. Ræðumaður verður Finnbjörn Hermannsson. Einnig munu félagsmenn lesa ritn- ingarlestra dagsins. Að guðsþjónustunni lokinni býð- ur Átthagafélagið viðstöddum til kaffisamsætis í safnaðarheimili kirkjunnar. Prestur þessarar guðs- þjónustu verður sr. Karl V. Matthíasson og organisti Kári Þor- mar. Félagar úr kór Áskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Allir eru hjartanlega velkomnir. Karl V. Matthíasson. Vorhátíð barnastarfs- ins í Glerárkirkju Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Pálmi Matthíasson og sr. Arnaldur Bárðarson þjóna. Barnakór Gler- árkirkju ásamt Barna- og ung- lingakór Bústaðakirkju syngja. Stjórnandi er Jóhanna V. Þórhalls- dóttir. Organisti er Hjörtur Stein- bergsson. Öll börn velkomin ásamt foreldrum, hoppukastali og ýmis leiktæki verða á torginu við kirkj- una og grillveisla í boði sókn- arinnar. Mikið fjör og gaman. Glerárkirkja. Æðruleysismessa í Hafnarfjarðarkirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 14. maí kl. 20 fer fram æðruleysismessa í Hafnarfjarðarkirkju. Prestar eru sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Ólafur Jens Sigurðsson. Reynslu- sögu flytur Þorsteinn (Ég heiti Steini). Tónlistarflutningur verður á léttum og björtum nótum hljóm- sveitarinnar Gleðigjafa. Æðruleysismessur eru sniðnar að þörfum þeirra sem stunda 12 sporakerfi AA samtakanna þótt þær séu auðvitað öllum opnar og öllum hollar. Þrír AA hópar sækja nú vikulega fundi í Vonarhöfn safnaðarheimilisins Strandbergs og eru mjög ánægðir og þakklátir fyrir þá aðstöðu og allan stuðning kirkjunnar við þýðingarmikið mannræktarstarf samtakanna. AA-menn, fjölskyldur þeirra og velunnarar og allir þeir sem telja sig eiga samleið með 12 spora kerfinu eru hvattir til að sækja æðruleysismessuna á sunnudags- kvöldið í Hafnarfjarðarkirkju. Eft- ir messuna er boðið upp á kvöld- hressingu í safnaðarheimilinu Strandbergi. Vortónleikar – uppskeruhátíð í Grafarvogskirkju KRAKKAKÓR, Barna- og ung- lingakór Grafarvogskirkju heldur sína árlegu vortónleika – upp- skeruhátíð. Flutt verða lög úr ýmsum áttum. Barnakórinn flytur söngleikinn ,,Litla Ljót“ eftir Hauk Ágústsson. Kórarnir munu syngja hver í sínu lagi og svo allir saman. Að tónleikum loknum verður haldið Pálínuboð þar sem öllum viðstöddum er boðið til veislu. Stjórnandi Barna- og unglinga- kórs: Oddný Jóna Þorsteinsdóttir. Stjórnandi Krakkakórs: Guðlaugur Viktorsson. Undirleikari: Gróa Hreinsdóttir. Allir velkomnir. Að- gangur er ókeypis. Kvöldmessa í Laugarneskirkju KVÖLDMESSA verður haldin í Laugarneskirkju sunnudagskvöld kl. 20:30. Við messuna mun settur prófastur sr. Tómas Sveinsson setja sr. Hildi Eir Bolladóttur inn í embætti prests við söfnuðinn. Sig- urrós Lilja Ragnarsdóttir félagi í kór kirkjunnar mun flytja ræðu kvöldsins þar sem hún greinir frá reynslu sinni af því hvernig hún hefur sigrast á alvarlegri fé- lagsfælni og þunglyndi með Guðs hjálp og góðra manna. Auk þess mun Sigurrós Lilja flytja einsöng. Tónlist verður í höndum Gunnars Gunnarssonar sem leikur á píanó, Tómasar R. Einarssonar á bassa, Matthíasar M.D. Hemstock á trommur og Árna Scheving sem leikur á víbrafón og harmonikku, en kór Laugarneskirkju leiðir safnaðarsönginn. Það verður hinn nýi prestur sem þjónar við altarið ásamt prófasti og meðhjálpara safnaðarins, en að messu lokinni verður boðið til kaffisamsætis í safnaðarheimilinu í tilefni af innsetningu nýs prests. Þess má geta að á morgun er síðasta almenna messan og sunnu- dagaskólinn kl. 11 því nú verður skipt yfir í sumargírinn í Laug- arneskirkju og öll næstu sunnu- dagskvöld út júnímánuð verða kvöldmessur kl. 20 um leið og boð- ið verður upp á barnasamveru. Kristniboðsguðsþjón- usta í Grensáskirkju MESSA morgundagsins í Grens- áskirkju verður helguð kristniboð- inu og mun Kurt Johansen prédika en séra Ólafur Jóhannsson sókn- arprestur þjónar fyrir altari. Kurt er erindreki SAT 7 á Norð- urlöndum, en það er kristileg sjón- varpsstöð sem sjónvarpar til Mið- Austurlanda, Norður-Afríku og inn í Íran kristilegri dagskrá sem sniðin er að menningu og hugs- unarhætti svæðisins og framleidd þar að mestu. Samband íslenskra kristniboðsfélaga hefur stutt fram- leiðslu dagskrár og útsendingar á svæðinu. Laufey Geirlaugsdóttir syngur einsöng. Guðsþjónustan er óbeint framhald af aðalfundi SÍK sem haldinn er í dag. Sameiginleg guðsþjón- usta Ástjarnarsóknar, Kvennakirkjunnar og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði SAMEIGINLEG guðsþjónusta Ástjarnarsóknar, Kvennakirkj- unnar og Fríkirkjunnar í Hafn- arfirði verður í Fríkirkjunni sunnudaginn 14. maí kl. 20:30. Kórar kirknanna leiða söng undir stjórn Arnar Arnarsonar tónlistarstjóra Fríkirkjunnar og Aðalheiðar Þorsteinsdóttur kór- stjóra Ástjarnarsóknar og Kvenna- kirkjunnar. Prestar þessara kirkna leiða stundina en prest- arnir eru: Auður Eir Vilhjálms- dóttir, Sigríður Kristín Helgadótt- ir, Carlos Ferrer og Einar Eyjólfsson. Að lokinni guðsþjónustu verður kaffi í safnaðarheimili kirkjunnar. Gott samstarf hefur verið milli þessara þriggja kirkna og var mikið fjölmenni við sameiginlega guðsþjónustu sem haldin var í samkomusal Hauka fyrir ári. Safnaðarferð Fríkirkj- unnar í Reykjavík ANNAN sunnudag, 21. maí, verð- ur árleg safnaðarferð Fríkirkj- unnar farin. Að þessu sinni förum við í Strandakirkju, þar sem við fáum fræðslu og höldum messu. Svo fáum við messukaffi í T-bæ og förum í útileiki ef verður leyfir. Lagt verður af stað frá Fríkirkj- unni kl. 12. Skráning fer fram í síma safnaðarins 552 7270 mán– fim kl. 13–16. Gert er ráð fyrir að koma til baka eigi síðar en kl 18. Alþjóðlegir bæna- og lofgjörðarsálmar í Neskirkju SUNNUDAGINN 14. maí kl. 20 verður guðsþjónusta í Neskirkju með tónlist í léttum takti. Sindre Eide er trompetleikari frá Noregi sem hefur sérhæft sig í alþjóð- legum bæna- og lofgjörðar- söngvum. Hann tók saman söngva- bókina „Syng haap“ og mun hann leiða tónlistina í guðsþjónustunni. Sr. Kristján Valur Ingólfsson hef- ur íslenskað nokkra af þessum sálmum. Söngvar og sálmar guðs- þjónustunnar eru frá öllum heims- hornum með hinum ýmsu blæ- brigðum og því verður svo sannarlega um mikla tónlist- arveislu að ræða. Guðsþjónustan er samstarfs- verkefni Skálholtsskóla, söng- málastjóra þjóðkirkjunnar og Fræðslusviðs Biskupsstofu. Allir velkomnir. Mæðradagurinn í Garðasókn MÆÐRADAGURINN 14. maí verð- ur haldinn hátíðlegur í Garðasókn. Það verður messa í Vídalínskirkju kl.11. Þar munu mæðgurnar Guð- rún Þórarinsdóttir og Katrín Rún Jóhannsdóttir leika forspil á víólu og fiðlu. Sr. Auður Eir Vilhjálms- dóttir mun predika, en mæðg- urnar sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og Matthildur Bjarnadóttir, Kol- brún Sigmundsdóttir og Bryndís Ósk Jónsdóttir þjóna fyrir altari ásamt Nönnu Guðrúnu Zoega djákna. Jóhann Baldvinsson org- anisti leiðir lofgjörðina ásamt kór kirkjunnar, en flestir sálmanna eru samdir af íslenskum kven- sálmaskáldum. Kl. 12 verður síðan boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu, en kl.12:30 verður fólki síðan aftur boðið yfir í Vídalínskirkju á örmál- þing um „þriðja starfið“. Þar ætla Ólafur Stephensen aðstoðarrit- stjóri Morgunblaðsins og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir að fjalla um „þriðja starfið“ í íslensku sam- félagi. En málþinginu lýkur kl.13. Sama dag kl.14 verður messa í Garðakirkju. Þar munu systkinin og prestarnir Jóna Hrönn Bolla- dóttir, Bolli Pétur Bollason og Hildur Eir Bolladóttir þjóna. En Bolli Pétur og Jóna Hrönn þjóna fyrir altari en Hildur Eir mun pre- dika. Þórdís Sesselja Ólafsdóttir verður fermd í messunni. Þá ætlar Gerður Bolladóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir að syngja ein- söng, en Jóhanna Vigdís er frænka fermingarbarnsins. Jóhann Bald- vinsson organisti mun leiða lof- gjörðina ásamt kór Vídalínskirkju. Boðið verður upp á veitingar að athöfn lokinni. Ath. það verður boðið upp á akstur frá Hleinum. Sjá www.gardasokn.is. Allir vel- komnir. Þjóðlagastef í Landa- kirkju á mæðradegi ÞAÐ verður þjóðlagastef í guðs- þjónustunni í Landakirkju á mæðradegi klukkan ellefu. Þjóð- lagasöngvarinn Rosh frá Colorado í Bandaríkjunum mun leika tvö þrjú þjóðlög í guðsþjónustunni og Kór Landakirkju syngur sálma með fallegum þjóðlögum frá Ír- landi og víðar að. Mæður allra þjóða eru í brennidepli dagsins og þar kemur það saman að halda á lofti þjóðlögunum á þessum degi. Það er ekki ólíklegt að nokkur fjöldi manna vilji njóta mæðra- dagsins með góðri kirkjusókn, því synir eða dætur allra þjóða eiga mæðrum sínum mikið að þakka. Eftir guðsþjónustu verður hægt að kynnast trúbadornum betur yfir kaffibolla í góðu spjalli. Sr. Kristján Björnsson. Ljósmynd/Valgeir Ástráðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.