Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
Guðsþjónusta hesta-
fólks í Seljakirkju
SUNNUDAGINN 14. maí er
kirkjureið til Seljakirkju. Fyrir því
hefur skapast góð hefð að riðið er
til guðsþjónustu frá hesthúshverf-
unum á vori hverju til guðsþjón-
ustu í Seljakirkju.
Nú í ár verður lagt af stað úr
Víðidalnum, við skiltið og Gusts-
hverfinu 14. maí kl. 13. Andvara-
menn bætast í hóp við Heimsenda
og þaðan er riðið til kirkjunnar.
Þar verður traust rétt og gæsla
verður við hana á meðan á guðs-
þjónustu stendur.
Í guðsþjónustunni prédikar Þor-
valdur Sigurðsson, formaður And-
vara, Guðmundur Þór Gíslason
syngur einsöng og Jón Stefánsson
sér um orgelleik. Sr. Valgeir Ást-
ráðsson annast þjónustu.
Að lokinni athöfninni verður
sest við kirkjukaffi og spjall í safn-
aðarsölunum. Allir eru að sjálf-
sögðu velkomnir til þátttöku.
Þetta er gott tilefni til reiðtúrs
með allri fjölskyldunni.
Messa í Mosfelli –
kirkjureið endurvakin
SUMARIÐ er komið og náttúran
að vakna um byggðir og ból, lömb
munu brátt bregða á leik í túni og
mófuglar syngja um haga og á hól.
Allt vaknar af dvala vetrar í um-
hverfinu og kallar okkur mann-
fólkið út úr híbýlum okkar, til þess
að njóta fegurðar og mikilfeng-
leika sköpunarinnar og finna þann
vaxandi þrótt sem fylgir sum-
arkomu.
Hinn kristni söfnuður í Lága-
fellssókn lofar Guð fyrir sköpun
sína og kraft og sunnudaginn 14.
maí, kl. 14, ætlum við að koma
saman í Mosfellskirkju og gleðjast
og þakka fyrir veturinn sem liðinn
er. Við athöfnina verður barn bor-
ið til heilagrar skírnarlaugar og
stúlka, Saga Guðmundsdóttir,
verður fermd.
Hestamenn úr hestamannafélag-
inu Herði í Mosfellsbæ ætla þenn-
an dag að endurvekja kirkjureið
sína sem legið hefur niðri um
nokkurra ára skeið og koma ríð-
andi á fákum sínum til kirkju.
Lagt verður af stað frá hesthúsa-
hverfinu í Mosfellsbæ og haldið
þaðan inn fagran Mosfellsdalinn
að hinum forna og sögufræga
kirkjustað Mosfelli.
Prestarnir.
Hátíðarmessa
í Njarðvíkurkirkju
HÁTÍÐARMESSA verður í Njarð-
víkurkirkju (Innri-Njarðvík)
14.maí kl.14. í tilefni 120 ára
vígsluafmælis kirkjunnar. Sr. Þor-
valdur Karl Helgason biskupsrit-
ari sem áður þjónaði Njarðvík-
urprestakalli predikar.
Sóknarprestur Baldur Rafn Sig-
urðsson þjónar fyrir altari og með-
hjálpari er Kristjana Gísladóttir.
Dagmar Kunákova organisti
stjórnar kór kirkjunnar og leikur
undir hjá börnum úr Tónlistar-
skóla Reykjanesbæjar og Guð-
mundi Sigurðssyni. Börn úr
Barnakór Akurskóla syngja undir
stjórn Elínar Halldórsdóttur.
Að messu lokinni býður sókn-
arnefnd gestum að þiggja veit-
ingar í safnaðarheimili kirkjunnar
og þar munu formaður sóknar-
nefndar Sigmundur Eyþórsson og
Kristján Pálsson flytja ávörp.
Einnig mun Berþór Pálsson syngja
nokkur lög.
Allir velkomnir.
Sóknarnefnd og sóknarprestur.
Kvennakirkjan í Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði
KVENNAKIRKJAN heldur guðs-
þjónustu í Fríkirkjunni í Hafn-
arfirði sunnudaginn 14. maí kl.
20.30 í samvinnu við söfnuðina í
Ástjörn og Fríkirkjunni. Yfirskrift
messunnar er: Kirkjan sem fjöl-
skylda okkar. Séra Carlos Ferrer
og séra Sigríður K. Helgadóttir
prédika og séra Einar Eyjólfsson
og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
taka þátt í messunni. Kórar
Kvennakirkjunnar, Ástjarnarsafn-
aðar og Fríkirkjunnar leiða söng-
inn undir stjórn Aðalheiðar Þor-
steinsdóttur og Arnar Arnarsonar.
Á eftir verður kaffi í safn-
aðarheimilinu.
Mæðradagurinn í
Seltjarnarneskirkju
MÆÐRADAGURINN verður hald-
inn hátíðlegur sunnudaginn 14.
maí í messu í Seltjarnarneskirkju
kl. 11. Af því tilefni mun Jenna
Jensdóttir, rithöfundur, predika
og konur úr sóknarnefnd kirkj-
unnar lesa ritningartexta. Konur
úr Kammerkór kirkjunnar leiða
almennan safnaðarsöng undir
stjórn Vieru Manasek organista.
Eftir messuna er gestum boðið
inn í safnaðarheimili kirkjunnar í
kaffi og léttar veitingar. Allir vel-
komnir.
Guðsþjónusta í
Áskirkju – Átthaga-
félag Sléttuhrepps
ÁRLEGA koma félagar úr Átt-
hagafélagi Sléttuhrepps saman til
guðsþjónustu í Áskirkju og taka
þá virkan þátt í helgihaldinu. Að
þessu sinni verður guðsþjónusta
14. maí nk. kl. 14. Ræðumaður
verður Finnbjörn Hermannsson.
Einnig munu félagsmenn lesa ritn-
ingarlestra dagsins.
Að guðsþjónustunni lokinni býð-
ur Átthagafélagið viðstöddum til
kaffisamsætis í safnaðarheimili
kirkjunnar. Prestur þessarar guðs-
þjónustu verður sr. Karl V.
Matthíasson og organisti Kári Þor-
mar. Félagar úr kór Áskirkju
syngja og leiða safnaðarsöng.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Karl V. Matthíasson.
Vorhátíð barnastarfs-
ins í Glerárkirkju
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr.
Pálmi Matthíasson og sr. Arnaldur
Bárðarson þjóna. Barnakór Gler-
árkirkju ásamt Barna- og ung-
lingakór Bústaðakirkju syngja.
Stjórnandi er Jóhanna V. Þórhalls-
dóttir. Organisti er Hjörtur Stein-
bergsson. Öll börn velkomin ásamt
foreldrum, hoppukastali og ýmis
leiktæki verða á torginu við kirkj-
una og grillveisla í boði sókn-
arinnar. Mikið fjör og gaman.
Glerárkirkja.
Æðruleysismessa í
Hafnarfjarðarkirkju
SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 14. maí
kl. 20 fer fram æðruleysismessa í
Hafnarfjarðarkirkju. Prestar eru
sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr.
Ólafur Jens Sigurðsson. Reynslu-
sögu flytur Þorsteinn (Ég heiti
Steini). Tónlistarflutningur verður
á léttum og björtum nótum hljóm-
sveitarinnar Gleðigjafa.
Æðruleysismessur eru sniðnar
að þörfum þeirra sem stunda 12
sporakerfi AA samtakanna þótt
þær séu auðvitað öllum opnar og
öllum hollar. Þrír AA hópar sækja
nú vikulega fundi í Vonarhöfn
safnaðarheimilisins Strandbergs
og eru mjög ánægðir og þakklátir
fyrir þá aðstöðu og allan stuðning
kirkjunnar við þýðingarmikið
mannræktarstarf samtakanna.
AA-menn, fjölskyldur þeirra og
velunnarar og allir þeir sem telja
sig eiga samleið með 12 spora
kerfinu eru hvattir til að sækja
æðruleysismessuna á sunnudags-
kvöldið í Hafnarfjarðarkirkju. Eft-
ir messuna er boðið upp á kvöld-
hressingu í safnaðarheimilinu
Strandbergi.
Vortónleikar –
uppskeruhátíð í
Grafarvogskirkju
KRAKKAKÓR, Barna- og ung-
lingakór Grafarvogskirkju heldur
sína árlegu vortónleika – upp-
skeruhátíð. Flutt verða lög úr
ýmsum áttum. Barnakórinn flytur
söngleikinn ,,Litla Ljót“ eftir Hauk
Ágústsson. Kórarnir munu syngja
hver í sínu lagi og svo allir saman.
Að tónleikum loknum verður
haldið Pálínuboð þar sem öllum
viðstöddum er boðið til veislu.
Stjórnandi Barna- og unglinga-
kórs: Oddný Jóna Þorsteinsdóttir.
Stjórnandi Krakkakórs: Guðlaugur
Viktorsson. Undirleikari: Gróa
Hreinsdóttir. Allir velkomnir. Að-
gangur er ókeypis.
Kvöldmessa í
Laugarneskirkju
KVÖLDMESSA verður haldin í
Laugarneskirkju sunnudagskvöld
kl. 20:30. Við messuna mun settur
prófastur sr. Tómas Sveinsson
setja sr. Hildi Eir Bolladóttur inn í
embætti prests við söfnuðinn. Sig-
urrós Lilja Ragnarsdóttir félagi í
kór kirkjunnar mun flytja ræðu
kvöldsins þar sem hún greinir frá
reynslu sinni af því hvernig hún
hefur sigrast á alvarlegri fé-
lagsfælni og þunglyndi með Guðs
hjálp og góðra manna. Auk þess
mun Sigurrós Lilja flytja einsöng.
Tónlist verður í höndum Gunnars
Gunnarssonar sem leikur á píanó,
Tómasar R. Einarssonar á bassa,
Matthíasar M.D. Hemstock á
trommur og Árna Scheving sem
leikur á víbrafón og harmonikku,
en kór Laugarneskirkju leiðir
safnaðarsönginn.
Það verður hinn nýi prestur sem
þjónar við altarið ásamt prófasti
og meðhjálpara safnaðarins, en að
messu lokinni verður boðið til
kaffisamsætis í safnaðarheimilinu í
tilefni af innsetningu nýs prests.
Þess má geta að á morgun er
síðasta almenna messan og sunnu-
dagaskólinn kl. 11 því nú verður
skipt yfir í sumargírinn í Laug-
arneskirkju og öll næstu sunnu-
dagskvöld út júnímánuð verða
kvöldmessur kl. 20 um leið og boð-
ið verður upp á barnasamveru.
Kristniboðsguðsþjón-
usta í Grensáskirkju
MESSA morgundagsins í Grens-
áskirkju verður helguð kristniboð-
inu og mun Kurt Johansen prédika
en séra Ólafur Jóhannsson sókn-
arprestur þjónar fyrir altari.
Kurt er erindreki SAT 7 á Norð-
urlöndum, en það er kristileg sjón-
varpsstöð sem sjónvarpar til Mið-
Austurlanda, Norður-Afríku og
inn í Íran kristilegri dagskrá sem
sniðin er að menningu og hugs-
unarhætti svæðisins og framleidd
þar að mestu. Samband íslenskra
kristniboðsfélaga hefur stutt fram-
leiðslu dagskrár og útsendingar á
svæðinu. Laufey Geirlaugsdóttir
syngur einsöng. Guðsþjónustan er
óbeint framhald af aðalfundi SÍK
sem haldinn er í dag.
Sameiginleg guðsþjón-
usta Ástjarnarsóknar,
Kvennakirkjunnar
og Fríkirkjunnar
í Hafnarfirði
SAMEIGINLEG guðsþjónusta
Ástjarnarsóknar, Kvennakirkj-
unnar og Fríkirkjunnar í Hafn-
arfirði verður í Fríkirkjunni
sunnudaginn 14. maí kl. 20:30.
Kórar kirknanna leiða söng
undir stjórn Arnar Arnarsonar
tónlistarstjóra Fríkirkjunnar og
Aðalheiðar Þorsteinsdóttur kór-
stjóra Ástjarnarsóknar og Kvenna-
kirkjunnar. Prestar þessara
kirkna leiða stundina en prest-
arnir eru: Auður Eir Vilhjálms-
dóttir, Sigríður Kristín Helgadótt-
ir, Carlos Ferrer og Einar
Eyjólfsson.
Að lokinni guðsþjónustu verður
kaffi í safnaðarheimili kirkjunnar.
Gott samstarf hefur verið milli
þessara þriggja kirkna og var
mikið fjölmenni við sameiginlega
guðsþjónustu sem haldin var í
samkomusal Hauka fyrir ári.
Safnaðarferð Fríkirkj-
unnar í Reykjavík
ANNAN sunnudag, 21. maí, verð-
ur árleg safnaðarferð Fríkirkj-
unnar farin. Að þessu sinni förum
við í Strandakirkju, þar sem við
fáum fræðslu og höldum messu.
Svo fáum við messukaffi í T-bæ og
förum í útileiki ef verður leyfir.
Lagt verður af stað frá Fríkirkj-
unni kl. 12. Skráning fer fram í
síma safnaðarins 552 7270 mán–
fim kl. 13–16. Gert er ráð fyrir að
koma til baka eigi síðar en kl 18.
Alþjóðlegir bæna-
og lofgjörðarsálmar
í Neskirkju
SUNNUDAGINN 14. maí kl. 20
verður guðsþjónusta í Neskirkju
með tónlist í léttum takti. Sindre
Eide er trompetleikari frá Noregi
sem hefur sérhæft sig í alþjóð-
legum bæna- og lofgjörðar-
söngvum. Hann tók saman söngva-
bókina „Syng haap“ og mun hann
leiða tónlistina í guðsþjónustunni.
Sr. Kristján Valur Ingólfsson hef-
ur íslenskað nokkra af þessum
sálmum. Söngvar og sálmar guðs-
þjónustunnar eru frá öllum heims-
hornum með hinum ýmsu blæ-
brigðum og því verður svo
sannarlega um mikla tónlist-
arveislu að ræða.
Guðsþjónustan er samstarfs-
verkefni Skálholtsskóla, söng-
málastjóra þjóðkirkjunnar og
Fræðslusviðs Biskupsstofu. Allir
velkomnir.
Mæðradagurinn
í Garðasókn
MÆÐRADAGURINN 14. maí verð-
ur haldinn hátíðlegur í Garðasókn.
Það verður messa í Vídalínskirkju
kl.11. Þar munu mæðgurnar Guð-
rún Þórarinsdóttir og Katrín Rún
Jóhannsdóttir leika forspil á víólu
og fiðlu. Sr. Auður Eir Vilhjálms-
dóttir mun predika, en mæðg-
urnar sr. Jóna Hrönn Bolladóttir
og Matthildur Bjarnadóttir, Kol-
brún Sigmundsdóttir og Bryndís
Ósk Jónsdóttir þjóna fyrir altari
ásamt Nönnu Guðrúnu Zoega
djákna. Jóhann Baldvinsson org-
anisti leiðir lofgjörðina ásamt kór
kirkjunnar, en flestir sálmanna
eru samdir af íslenskum kven-
sálmaskáldum.
Kl. 12 verður síðan boðið upp á
hressingu í safnaðarheimilinu, en
kl.12:30 verður fólki síðan aftur
boðið yfir í Vídalínskirkju á örmál-
þing um „þriðja starfið“. Þar ætla
Ólafur Stephensen aðstoðarrit-
stjóri Morgunblaðsins og sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir að fjalla um
„þriðja starfið“ í íslensku sam-
félagi. En málþinginu lýkur kl.13.
Sama dag kl.14 verður messa í
Garðakirkju. Þar munu systkinin
og prestarnir Jóna Hrönn Bolla-
dóttir, Bolli Pétur Bollason og
Hildur Eir Bolladóttir þjóna. En
Bolli Pétur og Jóna Hrönn þjóna
fyrir altari en Hildur Eir mun pre-
dika. Þórdís Sesselja Ólafsdóttir
verður fermd í messunni. Þá ætlar
Gerður Bolladóttir og Jóhanna
Vigdís Arnardóttir að syngja ein-
söng, en Jóhanna Vigdís er frænka
fermingarbarnsins. Jóhann Bald-
vinsson organisti mun leiða lof-
gjörðina ásamt kór Vídalínskirkju.
Boðið verður upp á veitingar að
athöfn lokinni. Ath. það verður
boðið upp á akstur frá Hleinum.
Sjá www.gardasokn.is. Allir vel-
komnir.
Þjóðlagastef í Landa-
kirkju á mæðradegi
ÞAÐ verður þjóðlagastef í guðs-
þjónustunni í Landakirkju á
mæðradegi klukkan ellefu. Þjóð-
lagasöngvarinn Rosh frá Colorado
í Bandaríkjunum mun leika tvö
þrjú þjóðlög í guðsþjónustunni og
Kór Landakirkju syngur sálma
með fallegum þjóðlögum frá Ír-
landi og víðar að. Mæður allra
þjóða eru í brennidepli dagsins og
þar kemur það saman að halda á
lofti þjóðlögunum á þessum degi.
Það er ekki ólíklegt að nokkur
fjöldi manna vilji njóta mæðra-
dagsins með góðri kirkjusókn, því
synir eða dætur allra þjóða eiga
mæðrum sínum mikið að þakka.
Eftir guðsþjónustu verður hægt að
kynnast trúbadornum betur yfir
kaffibolla í góðu spjalli.
Sr. Kristján Björnsson.
Ljósmynd/Valgeir Ástráðsson