Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 29 MINNSTAÐUR Bræðsluofnar | Fyrsta sending bræðsluofna fyrir steypuskálann er komin á byggingarsvæði álvers Al- coa-Fjarðaáls á Reyðarfirði. Ofn- arnir, sem voru framleiddir í Barein, verða settir í sérstakar gryfjur í grunni steypuskálans. Áætlanir gerðu ráð fyrir að ofn- arnir kæmu á svæðið snemma í byggingu steypuskálans. Þeim þarf að koma fyrir áður en dyrnar verða smíðaðar því þeir komast ekki í gegnum innganga skálans þegar byggingu er lokið. Ofnarnir munu innihalda bráðið ál sem tekið er á móti úr kerskálunum. Fljótandi málmur kemur úr kerskálum í 8–10 tonna ílátum og er þá um 800°C heitt. Álinu er haldið heitu í ofn- unum og það er síðan steypt í sölu- hæft form. Uppsetning ofnanna mun byrja í lok júní. LANDIÐ Fyrir luktum dyrum | Heimspeki- og menningarfélag Menntaskólans á Akureyri stendur fyrir uppsetningu á leikritinu Fyrir luktum dyrum. Verkið er sett upp eftir þýðingu Ás- geirs Berg Matthíassonar, nema á fjórða ári við Menntaskólann. Skúli Gautason, leikari og leik- stjóri með meiru, leikstýrir. Leik- endur eru fjórir, þau Ævar Þór Benediktsson, Lilja Guðmunds- dóttir, Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Hafliði Arnar Hafliðason. Þau eru öll fyrrverandi MA-ingar, nema Hafliði sem lýkur stúdentsprófi frá MA nú í vor. Verkið var frumsýnt á Litla- Hrauni í gær og verður sýnt í Deigl- unni í Listagilinu á Akureyri næstu daga. Leikið verður í kvöld klukkan 21 og síðan sunnudag, þriðjudag, miðvikudag, sunnudaginn 20. maí og mánudaginn 21. maí, öll kvöldin kl. 20.30. Ungt harmonikufólk | Landsmót ungmenna í harmonikuleik verður haldið um helgina í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Uppbygging móts- ins miðast við að allir geti tekið þátt og haft gaman af, bæði foreldrar og ungmenni. Mótið hófst í gærkvöldi og lýkur um hádegi á morgun. Dagskrá móts- ins er fjölbreytt, hún gerir m.a. ráð fyrir tónleikum og dansleik þar sem ungmennin spila. Á mótinu verður margt sér til gamans gert, auk tón- leika verða leikir og uppákomur. Samhliða mótinu verður haldið kennaranámskeið þar sem Tatu Kantomaa mun verða leiðbeinandi. Annað tungumál | Málþing um nýjar leiðir í kennslu annars tungu- máls á grunnskólastigi verður haldið næstkomandi mánudag, kl. 15.30 til 19, í Háskólanum á Akureyri, stofu 24 við Þingvallastræti. Málþingið er haldið í tengslum við Íslands- heimsókn dr. Hetty Roessingh og dr. Anne Vermeer, sem eru frum- kvöðlar í kennslu innflytjendabarna. Vestmannaeyjar | Bæjar- stjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að leggja niður starf framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs til þess að mæta kostnaði við byggingu knattspyrnuhúss og sömuleiðis að hætta við lagfæringar á malarvelli. Ákveðið var að taka til- boði Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. um byggingu hússins og að bærinn taki það á leigu fyrir 560 þúsund krónur á mánuði. Kemur þetta fram á sudurland.is. Tillagan var samþykkt með atkvæðum fulltrúa V-lista og B-lista gegn atkvæðum D-lista sem hefur í þrjú ár myndað meirihluta með V-lista. Knattspyrnu- hús í stað fram- kvæmdastjóra Grímsey | Grímseyjarferjan Sæfari lagði full af farþegum að landi um helgina. Innanborðs var Karlakór Eyjafjarðar ásamt mökum og vinum, nærri hundrað manns. Öll gistirými, bæði á Básum og í Gullsól, fylltust í einum grænum hvelli. Þá bjuggu kvenfélagskonur í Baugi um fólk á heimilinum sínum, í þetta 12-14 húsum, til að allir hefðu náttstað. Grímseyingar fjölmenntu á tónleika kórsins og oft var fögnuður hjá tónleikagestum það mikill, að lög- in voru tvítekin. Petra Björk Pálsdóttir stýrði af léttleika. Daníel Þorsteinsson, píanó- leikari, Birgir Karlsson, gítarleikari, Eiríkur Bóasson á bassa og Jónas Þór Jónasson trommuleikari léku vel. Einsöngvaranir sungu eins og englar og fengu lófaklapp í samræmi við það. Ekki má gleyma veðurblíðunni hér við nyrsta haf þessa helgi, margir líktu Grímsey hreinlega við suður- hafseyju. Kórfélagar virtust sammála um það þetta væru einir best heppn- uðu tónleikar sem þeir hafa haldið, slíkar voru móttökurnar. Morgunblaðið/Helga Mattína Fjölmenni Karlakór Eyjafjarðar og Petra Björk stjórnandi. Kórinn meira en tvöfaldaði íbúafjölda Grímseyjar         
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.