Morgunblaðið - 13.05.2006, Page 29

Morgunblaðið - 13.05.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 29 MINNSTAÐUR Bræðsluofnar | Fyrsta sending bræðsluofna fyrir steypuskálann er komin á byggingarsvæði álvers Al- coa-Fjarðaáls á Reyðarfirði. Ofn- arnir, sem voru framleiddir í Barein, verða settir í sérstakar gryfjur í grunni steypuskálans. Áætlanir gerðu ráð fyrir að ofn- arnir kæmu á svæðið snemma í byggingu steypuskálans. Þeim þarf að koma fyrir áður en dyrnar verða smíðaðar því þeir komast ekki í gegnum innganga skálans þegar byggingu er lokið. Ofnarnir munu innihalda bráðið ál sem tekið er á móti úr kerskálunum. Fljótandi málmur kemur úr kerskálum í 8–10 tonna ílátum og er þá um 800°C heitt. Álinu er haldið heitu í ofn- unum og það er síðan steypt í sölu- hæft form. Uppsetning ofnanna mun byrja í lok júní. LANDIÐ Fyrir luktum dyrum | Heimspeki- og menningarfélag Menntaskólans á Akureyri stendur fyrir uppsetningu á leikritinu Fyrir luktum dyrum. Verkið er sett upp eftir þýðingu Ás- geirs Berg Matthíassonar, nema á fjórða ári við Menntaskólann. Skúli Gautason, leikari og leik- stjóri með meiru, leikstýrir. Leik- endur eru fjórir, þau Ævar Þór Benediktsson, Lilja Guðmunds- dóttir, Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Hafliði Arnar Hafliðason. Þau eru öll fyrrverandi MA-ingar, nema Hafliði sem lýkur stúdentsprófi frá MA nú í vor. Verkið var frumsýnt á Litla- Hrauni í gær og verður sýnt í Deigl- unni í Listagilinu á Akureyri næstu daga. Leikið verður í kvöld klukkan 21 og síðan sunnudag, þriðjudag, miðvikudag, sunnudaginn 20. maí og mánudaginn 21. maí, öll kvöldin kl. 20.30. Ungt harmonikufólk | Landsmót ungmenna í harmonikuleik verður haldið um helgina í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Uppbygging móts- ins miðast við að allir geti tekið þátt og haft gaman af, bæði foreldrar og ungmenni. Mótið hófst í gærkvöldi og lýkur um hádegi á morgun. Dagskrá móts- ins er fjölbreytt, hún gerir m.a. ráð fyrir tónleikum og dansleik þar sem ungmennin spila. Á mótinu verður margt sér til gamans gert, auk tón- leika verða leikir og uppákomur. Samhliða mótinu verður haldið kennaranámskeið þar sem Tatu Kantomaa mun verða leiðbeinandi. Annað tungumál | Málþing um nýjar leiðir í kennslu annars tungu- máls á grunnskólastigi verður haldið næstkomandi mánudag, kl. 15.30 til 19, í Háskólanum á Akureyri, stofu 24 við Þingvallastræti. Málþingið er haldið í tengslum við Íslands- heimsókn dr. Hetty Roessingh og dr. Anne Vermeer, sem eru frum- kvöðlar í kennslu innflytjendabarna. Vestmannaeyjar | Bæjar- stjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að leggja niður starf framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs til þess að mæta kostnaði við byggingu knattspyrnuhúss og sömuleiðis að hætta við lagfæringar á malarvelli. Ákveðið var að taka til- boði Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. um byggingu hússins og að bærinn taki það á leigu fyrir 560 þúsund krónur á mánuði. Kemur þetta fram á sudurland.is. Tillagan var samþykkt með atkvæðum fulltrúa V-lista og B-lista gegn atkvæðum D-lista sem hefur í þrjú ár myndað meirihluta með V-lista. Knattspyrnu- hús í stað fram- kvæmdastjóra Grímsey | Grímseyjarferjan Sæfari lagði full af farþegum að landi um helgina. Innanborðs var Karlakór Eyjafjarðar ásamt mökum og vinum, nærri hundrað manns. Öll gistirými, bæði á Básum og í Gullsól, fylltust í einum grænum hvelli. Þá bjuggu kvenfélagskonur í Baugi um fólk á heimilinum sínum, í þetta 12-14 húsum, til að allir hefðu náttstað. Grímseyingar fjölmenntu á tónleika kórsins og oft var fögnuður hjá tónleikagestum það mikill, að lög- in voru tvítekin. Petra Björk Pálsdóttir stýrði af léttleika. Daníel Þorsteinsson, píanó- leikari, Birgir Karlsson, gítarleikari, Eiríkur Bóasson á bassa og Jónas Þór Jónasson trommuleikari léku vel. Einsöngvaranir sungu eins og englar og fengu lófaklapp í samræmi við það. Ekki má gleyma veðurblíðunni hér við nyrsta haf þessa helgi, margir líktu Grímsey hreinlega við suður- hafseyju. Kórfélagar virtust sammála um það þetta væru einir best heppn- uðu tónleikar sem þeir hafa haldið, slíkar voru móttökurnar. Morgunblaðið/Helga Mattína Fjölmenni Karlakór Eyjafjarðar og Petra Björk stjórnandi. Kórinn meira en tvöfaldaði íbúafjölda Grímseyjar         

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.