Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 81
ÖLL laugardagskvöld á Listahátíð
verða miðnæturtónleikar sem fara
fram í Iðnó kl. 23.30. Í kvöld ríða á
vaðið tónlistarmennirnir Sólrún
Bragadóttir sópransöngkona og Sig-
urður Flosason saxófónleikari. Þau
hafa sett saman dagskrá sem þau
kalla Lögin okkar. „Við ætlum að
spila okkar útgáfur af mjög þekktum
klassískum íslenskum sönglögum og
nokkrum þjóðlögum í þessari óvenju-
legu samsetningu sem er sópran óp-
erusöngkonurödd og djasssaxófónn,“
segir Sigurður sem blaðamaður hitti
ásamt Sólrúnu þar sem þau voru að
ljúka æfingu. „Þetta er þvert á móti
hefðbundum útsetningum,“ bætir
Sólrún við. „Það er ofsalega gaman að
syngja þessi lög í svona útsetningum,
þetta snertir sköpunarkraftinn.“
Þau segja það vera leyndarmál
hvaða lög eru á efnisskránni en gefa
þó upp að það séu sönglög eftir tón-
skáld eins og Kaldalóns, Pál Ísólfsson
og Sigfús Einarsson. „Teygjanleiki
þessara þekktu laga og þanþol er
ótrúlega mikið, miklu meira en flestir
halda. Við förum djúpt inn á tilfinn-
ingarnar á bak við text-
ann, það eru þær sem við
erum að tjá. Þetta verður
ljúf stemning og skemmti-
leg, við leikum á allan til-
finninga- og styrk-
leikaskalann,“ segir
Sólrún.
Sólrún og Sigurður
voru búin að þekkjast
lengi áður en þau fóru út í
þetta samstarf. „Það er
gaman eftir svona langan
tíma að við skyldum finna
þennan flöt til að vinna
saman,“ segir Sólrún. „Þegar við
byrjuðum að æfa fannst okkur þetta
svo gaman. Við höfum verið með
nokkrar styttri uppákomur með þess-
um útsetningum og það hefur mælst
mjög vel fyrir.“
Þeim líst vel á að spila á miðnæt-
urtónleikum. „Þetta verða um
klukkutíma tónleikar sem ganga
hratt fyrir sig og það gerist mjög
margt. Sumt kemur á óvart og eng-
um ætti að leiðast,“ segir Sigurður og
bætir við að það megi búast við því að
þau fari víðar með þessa tónleika að
lokinni Listahátíð.
Sólrún býr nú í Danmörku og fyrir
utan almennan söng og tónleika þá er
hún að hleypa af stokkunum söng-
skóla. „Ég er nýflutt á búgarð í Dan-
mörku og ætla að halda þar námskeið
í söng fyrir langt komið söngfólk og
atvinnusöngvara. Maðurinn minn er
að útbúa fyrir mig sal í húsinu þar
sem ég verð með alls konar tónleika-
iðkanir,“ segir hún.
Eins og áður segir hefjast tónleik-
arnir kl. 23.30 í Iðnó í kvöld og má bú-
ast við mikilli skemmtun því óp-
erusöngkona og djasssaxafónleikari
eru líklega með ólíklegustu pörum á
listasviðinu, fulltrúar tveggja heima
sem sjaldan skarast.
Tónleikar| Miðnæturmúsík í Iðnó í kvöld
Sönglög í óvenjulegum búningi
Morgunblaðið/RAX
Sigurður Flosason og Sólrún Bragadóttir flytja
þekkt íslensk sönglög og þjóðlög.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
mbl.is
ókeypis
smáauglýsingar
SILVÍA Nótt vakti mikla athygli í Aþenu í gær,
en þá hélt hún óvenjulegan blaðamannafund í
kjölfar sinnar fyrstu æfingar, sem var í meira
lagi skrautleg. Mikil eftirvænting ríkti þegar ís-
lenski hópurinn steig á svið vegna þeirrar um-
ræðu sem verið hefur um blótsyrðið „fucking“ í
texta lagsins „Congratulations“. Silvía lét sér
hins vegar fátt um finnast og notaði orðið án þess
að hika, og bætti svo um betur með því að sýna
áhorfendum fingurinn. Fjölmargir áhorfendur
púuðu þá á Silvíu, en flestir áhorfendur í salnum
voru blaðamenn frá austantjaldslöndunum. Silvía
brást ókvæða við þessum viðbrögðum áhorfenda
og kallaði þá meðal annars „fjandans hálfvita“.
Þegar hún söng svo lagið aftur datt hljóðneminn
á gólfið, en hún sendi þá tæknimönnum kveðjur á
kjarnyrtri ensku og sagði meðal annars að hún
ynni ekki með áhugamönnum. Hún gekk loks á
braut og lét nokkur vel valin orð fylgja. „Þau
elska mig. Ég var frábær. Ég var fullkomin!“
Ársfrí á Íslandi
Í kjölfar æfingarinnar hélt Silvía ásamt fríðu
föruneyti á blaðamannafund. Áður en hún kom á
fundinn skipaði hins vegar kærastinn hennar,
Romario, blaðamönnum að horfa ekki í augu ís-
lensku stjörnunnar, annars yrði þeim vísað á dyr.
„Ég býð ykkur öll velkomin til þess að njóta
veru minnar í Aþenu,“ sagði Silvía þegar hún
kom á fundinn. „Ég er alþjóðleg stórstjarna og
þið eruð öll börnin mín,“ bætti hún við.
Silvía bað síðan tæknimennina afsökunar á að
hafa skammað þá og sagðist hafa verið undir
miklu álagi og því gengið of langt. Hún sýndi hins
vegar sitt rétta andlit þegar hún lýsti yfir meint-
um áætlunum íslensku ríkisstjórnarinnar: „Ís-
lenska ríkisstjórnin er búin að skipuleggja eins
árs frí á Íslandi eftir að ég vinn,“ sagði hún, við
mikla furðu viðstaddra.
Þá var hún spurð talsvert um karlamál sín,
meðal annars hvort það væri rétt að þau Páll
Óskar væru gamalt kærustupar. Hún staðfesti
það, en neitaði að svara fleiri spurningum um
ástamál sín þar sem núverandi kærasti væri með
henni í för.
Einn blaðamaður var næstum lentur í klónum
á lífvörðunum þegar hann spurði hvort Silvía
væri með demantshringinn stóra, sem sést í
myndbandinu með laginu, og hvort hann mætti
nota hringinn til að biðja hennar. Silvía sagði að
slíkar spurningar væru afar óviðeigandi.
Einn blaðamannanna á fundinum spurði Silvíu
út í meintar ósæmilegar athugasemdir hennar
um hollensku fulltrúana í Treble, í beinni útsend-
ingu í sjónvarpi í Litháen. „Ég sé að þú ert að
horfa á mig, þú verður að líta undan,“ sagði Silvía
við blaðamanninn. „Ég læt henda þér út. Þú ert
ennþá að horfa á mig. Fjarlægið hann!“ Í kjölfar-
ið greip lífvörður Silvíu til sinna ráða og bar
blaðamanninn út úr fundarsalnum, viðstöddum
til mikillar undrunar. Stuttu síðar ákvað Silvía að
nóg væri komið, og sleit fundinum.
Fólk | Silvía Nótt vekur mikla athygli í Aþenu
Púað á Silvíu á sviðinu
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
Lífvörður Silvíu Nóttar henti einum blaðamanni út fyrir að horfa beint í
augu hennar. Vakti atburðurinn mikla athygli fjölmiðla.Pepe, Silvía Nótt og Romario svara spurningum.
Fatnaður Silvíu Nóttar var að vanda glæsilegur.
Morgunblaðið/Eggert
Áhorfendur bæði púuðu og klöppuðu þegar Silvía Nótt steig á svið í gær.
Silvía Nótt vakti gríðarlegan áhuga ljósmyndara á blaða-
mannafundinum í Aþenu í gær.
Silvía Nótt lét bæði áhorfendur og tæknimenn heyra það á
sinni fyrstu æfingu í gær, en æfingin tókst annars vel.