Morgunblaðið - 19.05.2006, Page 19

Morgunblaðið - 19.05.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 19 ERLENT Ankara. AFP. | Tugþúsundir manna komu í gær saman við grafhýsi Mustafa Kemal Atatürks, stofnanda tyrkneska ríkisins, til að mótmæla morði á dómara og tilraunum til að gera Tyrkland að íslömsku ríki. „Tyrkland er veraldlegt ríki og verður svo áfram,“ hrópaði fólkið en upphaflega ætluðu aðeins nokkrir fulltrúar dómarastéttarinnar að koma saman við grafhýsið til að mótmæla morðinu. Fyrr en varði dreif hins vegar að tugþúsundir manna, sem vildu lýsa óánægju sinni með ríkisstjórnina, sem er sökuð um að draga taum íslamista. Sagðist sendiboði Allah Alpaslan Aslan, tæplega þrítugur íslamisti, myrti á miðvikudag dóm- ara og særði fjóra aðra í réttarsal í Ankara. „Við erum sendiboðarnir, hermenn Allah,“ hrópaði hann þeg- ar hann ruddist inn í salinn, en við yfirheyrslur eftir að hann hafði ver- ið handtekinn, kvaðst hann hafa verið að hefna þess, að ítrekað hefði verið fyrir dómi í febrúar, að konur mættu ekki vera með íslamska höf- uðblæju í opinberum byggingum. Morðið á dómaranum hefur aukið á spennu milli þeirra, sem vilja, að Tyrkland verði áfram veraldlegt ríki, og þeirra, sem vilja, að landið verði íslamskt ríki, og er Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra og stjórn hans sökuð um að styðja íslamista. Stjórnin dregur heldur enga dul á, að hún er á móti bann- inu við höfuðblæjunni og hún vill auka hlut íslams í daglegu lífi. Erdogan var áður ákafur íslam- isti og kona hans og dóttir eru alltaf með höfuðblæju. Hann segist þó vera annar en áður og sé nú bara „íhaldssamur“. Dómarinn, sem var myrtur, Mustafa Yucel Ozbilgin, var borinn til grafar í gær en það vakti athygli, að Erdogan lét ekki sjá sig. Veraldlegu öflin í Tyrklandi, þar á meðal herinn, líta á íslömsku höf- uðblæjuna sem pólitíska yfirlýsingu og beint tilræði við það veraldlega lýðveldi, sem Atatürk stofnaði 1923 á rústum Ottómanaríkisins. Þúsundir mótmæla morði á dómara Reuters Mannfjöldinn við grafhýsi Mustafa Kemal Atatürks í Ankara. Fólkið hrópaði að Tyrkland yrði áfram veraldlegt ríki, þvert á stefnu íslamista. Peking, Shanghai. AFP. AP. | Yfir ein milljón manna hefur á undanförnum dögum verið flutt frá heimilum sín- um í Guangdong- og Fujian-héraði í Suður-Kína vegna fellibylsins Chanchu, en á sjötta tug manna hef- ur þegar látið lífið af hans völdum. Þegar fellibylurinn skall á suður- strönd Kína hafði hann þegar leitt til dauða 41 manns er hann gekk fyrst yfir Filippseyjar í síðustu viku. Þá er 27 víetnamskra sjómanna enn saknað eftir að þremur bátum hvolfdi í kínverskri landhelgi. Fellibylurinn Chanchu [sem þýðir perla] er öflugasti stormurinn sem nokkru sinni hefur mælst á Suður- Kínahafi í maímánuði. Mikið eigna- tjón hefur þegar orðið af hans völd- um í Kína og er áætlað að tjónið í Fujian-héraði nemi um 34 milljörð- um íslenskra króna. Til að koma í veg fyrir frekara manntjón skipuðu yfirvöld 327.000 manns í Guangdong-héraði og 709.000 manns í Fujian-héraði að yf- irgefa heimili sín áður en Chanchu skall á Fujian-hérað í fyrradag. Yfirvöld gátu hins vegar ekki komið í veg fyrir dauða átta manna, þar af tveggja barna, þegar hús hrundi í aurskriðu eftir mikið úrfelli af völdum Chanchu í Shantou-borg í Guangdong-héraði. Þá létust a.m.k. átta í Fujian-héraði en óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka mjög. Yfir milljón manns flýr „Perluna“ Kínversk yfirvöld óttast að tala látinna eigi eftir að hækka verulega

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.