Morgunblaðið - 19.05.2006, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FÁIR láta sér eflaust detta í hug
að reyna að troða fótbolta í ull-
arsokk. Þeir sem hinsvegar reyna
það komast fljótt að
raun um að slíkt er
ekki hægt. Væri
þeim hinsvegar sagt
að þetta væri nú
ekki erfitt og þeir
yrðu að reyna,
hvernig mundu þeir
bregðast við. Mundu
þeir neita að reyna og fara í upp-
reisn gegn ríkjandi fyrirkomulagi?
Yrði þá ekki sagt að þeir væru með
hegðunarröskun eða jafnvel ,,mót-
þróaþrjóskuröskun“ og þeir settir í
sérmeðferð.
Einhverjir mundu þó kjósa að
láta undan og reyna þar til þeir
uppskera vonleysi, tilgangsleysi og
geðrænan tilfinningavanda. Þá
yrðu kallaðir til sérfræðingar til að
koma þeim í andlegt jafnvægi,
tjasla upp á brotna sjálfsmynd
þeirra og hjálpa þeim síðan við að
koma boltanum í sokkinn.
Á endanum verður úr þessu ann-
að hvort, útfærsla á fótbolta í ein-
hverju sem einu sinni var ull-
arsokkur en hefur tekið á sig
illnothæfa mynd eða loftlaus fót-
bolti sem hægt er að vöðla ofan í
sokkinn með ágætu móti en boltinn
væri gjörsamlega ónothæfur. Bolt-
inn er þó kominn í sokkinn og var
ekki lagt á stað með það í upphafi?
Við hljótum hinsvegar að leiða hug-
ann að því hvort var vandamálið,
boltinn eða sokkurinn.
Mörgum er að verða ljóst að
stærsta verkefnið sem framundan
er um land allt í skólamálum er
endurskoðun grunnskólans. Skóla-
samfélagið þarf að fara að gera sér
betur grein fyrir nauðsyn þess að
mætt sé þörfum einstaklingsins á
annan hátt en gert hefur verið.
Beina þarf í auknum mæli athygl-
inni að forsendum hvers ein-
staklings til þroska. Öll erum við
gædd greind á einhverju sviði og
trúin á eigin getu er nauðsynleg öll-
um til árangurs. Það er því brýnt að
strax verði jafnaðar áherslur á
námsgreinar svo ólíkum hæfi-
leikum verði sýnd sama virðing og
gert jafn hátt undir höfði. Mæta
þarf hverjum einstaklingi þar sem
hann er staddur og honum gefið
tækifæri til að auka við náms- og
þroskaferil sinn á eigin forsendum.
Með því móti styðjum við betur við
bráðger og seinfær börn.
Almennt verk-, tækni- og listnám
verður að stórauka í grunnskólum
landsins svo ólíkir hæfileikar fái
notið sín. Ekki er nóg að tala um að
auka þurfi áhuga á verknámi hér á
landi og bæta síðan bara endalaust
við aðbúnað og aðgang í verklegar
námsgreinar í framhaldskólum
landsins. Ef efla á áhuga á verklegu
námi í samfélaginu þarf að gera
þeirri þekkingu jafnhátt undir
höfði og bóklegri strax í grunn-
skóla. Okkur ber að rækta bókvit,
siðvit og verksvit jöfnum höndum í
grunnskólum landsins og koma
þannig til móts við hæfileika allra
barna okkar. Með því móti gæti
skapast mun jákvæðara viðmót
margra barna til skólans og upp-
reisnum gegn ríkjandi fyr-
irkomulegi innan veggja hans
myndi fækka. Við hljótum nefni-
lega að spyrja okkur hvort það sé í
raun nemandinn með hegð-
unarröskun sem sé vandamálið eða
skólasamfélag sem ekki skaffar
honum viðfangsefni við hans hæfi.
Góður skóli er skóli sem lærir.
Vilja þarf til að breyta því sem
breyta þarf til betri vegar og kjark
til þess að fylgja því eftir. – Við
megum aldrei hætta að læra.
Uppreisn gegn ríkjandi fyrirkomulagi
Eftir Þráin Lárusson
Skólameistari Hússtjórnar-
skólans á Hallormsstað og
2. maður á lista sjálfstæð-
ismanna á Fljótsdalshéraði.
NÚ LÍÐUR að sveitarstjórnarkosningum. Eins og svo
oft áður eru atvinnumálin ofarlega á baugi og þá ekki
síst á landsbyggðinni enda eru þau mál með þeim mik-
ilvægustu í hverju sveitarfélagi. Oft er haft á orði að öfl-
ugt atvinnulíf sé forsenda þess að fólk setjist til fram-
búðar að á ákveðnum stað. En getur
verið að í þessari umræðu sé horft of
þröngt á atvinnumálin? Getur verið að
það eigi jafnvel ekki síður að snúa þessu
við og segja að góð lífsskilyrði séu for-
senda fyrir öflugu atvinnulífi? Vænt-
anlega liggur rétta svarið þarna á milli
og vissulega þurfi öflugt atvinnulíf en
það er til lítils ef sveitarfélagið býður íbúum sínum ekki
það umhverfi sem þeir vilja búa í. Það ætti einnig að
vera meginmarkmið sveitarstjórna að skapa góð lífs-
skilyrði fyrir íbúana og þannig stendur sveitarfélagið
einna best við atvinnuuppbyggingu á svæðinu.
Umhverfismál á Akureyri
Umhverfismál hafa alltaf verið ofarlega í huga Ak-
ureyringa. Bærinn hefur langa sögu í garðrækt og trjá-
rækt, Lystigarðurinn hefur verið eitt af táknmyndum
bæjarins og útivistarsvæðið í Kjarna er landsþekkt
perla í útjaðri bæjarins. Akureyri tók forystu í um-
hverfismálum á níunda áratugnum þegar aukin áhersla
var lögð á fegrun bæjarins og skipulag grænna svæða.
Allar götur síðan hefur Akureyri verið fyrirmynd ann-
arra sveitarfélaga í fegrun umhverfisins. Enn má þó
gera betur. Sorpmálin eru ekki í nógu góðu ástandi og
urðunarsvæðið í Glerárdal er til skammar. Þá má gera
meira í því að efla umhverfisvitund bæjarbúa, til dæmis
með því að taka þátt í umhverfisverkefnum Land-
verndar svo sem „Vistvernd í verki“ og „Grænfán-
anum“. Síðuskóli náði þeim merka áfanga að flagga
grænfánanum nú í vor og áður hafði Grunnskólinn í
Hrísey náð sama takmarki og er það sérstaklega
ánægjulegt og vonandi fylgja fleiri skólar í kjölfarið.
Stóriðja við Eyjafjörð
Það vakti athygli nú á útmánuðum hversu mikil and-
staða er meðal Eyfirðinga gegn stóriðjuframkvæmdum.
Stóriðja við Eyjafjörð hugnast ekki íbúum og samræm-
ist ekki þeirri ímynd sem Eyfirðingar vilja byggja upp
og halda í. Þetta er ekki síst athyglisvert í ljósi þess að
meirihluti bæjarstjórnarinnar á Akureyri hafði lagt
mikla áherslu á þetta mál með dyggum stuðningi Sam-
fylkingarinnar þegar sá flokkur átti enn bæjarfulltrúa
hér í bænum. Einungis Vinstri græn lögðust gegn þess-
um framkvæmdum og fylgdi þannig eftir skoðunum
meirihluta bæjarbúa. Þessi afstaða endurspeglar vel
þær hugmyndir að vilja efla atvinnulíf án þess að skerða
ímynd Eyjafjarðar sem fallegs og umhverfisvæns hér-
aðs. Þessi hugmyndafræði fellur vel að þeirri kenningu
að ekki megi horfa á atvinnumálin í of þröngu samhengi
því fyrst og fremst þarf að leggja áherslu á að fólki líði
vel og vilji setjast hér að. Þannig stuðlum við með best-
um hætti að vexti og viðgangi bæjarins og uppbyggingu
atvinnulífsins.
Umhverfismál og ímynd Eyjafjarðar
Eftir Jón Kr. Arnarson
Höfundur er garðyrkjufræðingur og skipar
10. sæti á V-lista Vinstri grænna á Akureyri.
MIKIL uppbygging hefur átt sér
stað í Kópavogi sl. 10–15 ár en hún
hefur haft það að markmiði að
tryggja fjárhagslega
stöðu bæjarfélagsins.
Ef litið er til annarra
nágrannabæjarfélaga
er óhætt að segja að
festan í rekstrinum sé
mismikil en góður
rekstur er grundvöll-
ur þess að hægt sé að búa vel að fjöl-
skyldufólki, öldruðum og fötluðum.
Fjölgun íbúa hefur treyst tekjustofna
bæjarfélagsins og traust fjár-
málastjórn hefur lagt grunninn að
lækkun skulda sem aftur hefur skap-
að grundvöll fyrir lækkun skatta og
þjónustugjalda.
Kópavogur er vel stætt bæjarfélag
en auðlindir Kópavogs felast hins
vegar í fólkinu í bænum og framtíð-
arauðlindirnar í ungviðinu. Það er
ekki rétt þegar andstæðingar okkar í
bæjarstjórn halda fram að fólkið í
bænum ráði engu og hafi engin áhrif
á uppbyggingu bæjarins og framtíð-
aráform. Síðastliðin ár hefur átt sér
stað mikil uppbygging í bænum þar
sem íbúarnir, ásamt leiðandi bæj-
arstjórn, hafa lagt hönd á plóg við að
skapa þau tækifæri sem blasa við öll-
um Kópavogsbúum í dag. Bæjarbúar
hafa tekið virkan þátt í að byggja
upp öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf
og skólana sem eru með þeim bestu á
landinu. Félagslíf aldraða er öflugt,
tómstunda- og menningarstarf bæj-
arins blómstrar og atvinnuuppbygg-
ing er mikil. Bæjarbúar standa allir
að þessari uppbyggingu bæjarfélags-
ins. Krafturinn í bæjarbúum er mikill
og mannlífið fjölbreytt. Það er vel
hlúð að auðlindum bæjarins, bæði
ungum og öldnum. Ég vil halda
áfram að taka þátt í uppbyggingu
Kópavogs í samvinnu við forystuaflið
í bæjarlífinu, Sjálfstæðisflokkinn.
Kópavogur hlúir
að auðlind sinni
Eftir Lovísu Ólafsdóttur
Höfundur skipar 9. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
FRÆÐSLUMÁL eru viðamesti
málaflokkur í rekstri hvers sveitar-
félags. Undir forystu Sjálfstæð-
isflokksins á Ak-
ureyri síðastliðin
átta ár hefur mikil
gróska átt sér stað í
skólastarfi bæj-
arfélagsins. Leik-
skólum hefur fjölg-
að, biðlistum eytt og
leikskólagjöld eru
einhver þau lægstu á landinu. Öll
húsnæðis- og vinnuaðstaða í grunn-
skólunum hefur stórbatnað og þá
var Tónlistarskólanum fundið nýtt
húsnæði. Áhersla hefur verið lögð á
faglegt þróunarstarf og skólaráð-
gjöf svo að þörfum allra nemenda sé
mætt. Unnið hefur verið að áhuga-
verðum þróunarverkefnum í leik-
og grunnskólunum sem vakið hafa
athygli víða um land. Mótuð hefur
verið ný og metnaðarfull skóla-
stefna fyrir bæjarfélagið en horn-
steinar hennar eru þekking, leikni,
virðing og vellíðan. Skólastefnu Ak-
ureyrarbæjar er ætlað að efla sjálf-
stæði skóla og draga fram eft-
irsóknarverða þætti í skólastarfi.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka
áherslu á að halda áfram þessari já-
kvæðu þróun og vera áfram í
fremstu röð í skólamálum. Sameig-
inleg ábyrgð heimila og skóla á upp-
eldi og menntun kallar á náin tengsl
þar á milli. Um leið og sjálfstæði
skóla er aukið þarf að leita nýrra
leiða til að skapa foreldrum tæki-
færi til að gerast aðilar að því starfi
sem fram fer í skólunum og tryggja
aukna þátttöku þeirra, ábyrgð og
skyldur gagnvart námi barna
þeirra. Meðal þeirra verkefna sem
við hyggjumst hrinda í framkvæmd
í þessu augnamiði, fáum við til þess
umboð kjósenda, er að skólum verði
falin forganga um kjör skólastjórna
með þátttöku kennara, foreldra og
nemenda við hvern grunnskóla.
Hlutverk þeirra verði að annast
gerð kostnaðaráætlana og bera
ábyrgð ásamt skólastjóra á rekstri
skólans og starfi.
Af hverju skólastjórnir?
Ýmis rök styðja þau áform að koma
á skólastjórnum með aðkomu for-
eldra og nemenda. Skólastjórn-
endur sveitarfélagsins telja að brýn
þörf sé á því að auka formlegt sam-
starf og bein áhrif foreldra á skóla-
starf. Í sama streng taka lands-
samtök foreldra Heimili og skóli. Í
viðtali, í Morgunblaðinu 7. maí sl.
við Elínu Thorarensen, fram-
kvæmdastjóra samtakanna, kemur
fram að aðkoma foreldra að skóla-
starfi er mun minni hér á landi en í
nágrannalöndum okkar. Einnig
kemur þar fram það álit að lykillinn
að farsælu skólastarfi er að skólar
og foreldrar hafi sameiginlega
stefnu og sýn á starfið. Síðast en
ekki síst má geta þess að í könnun,
sem lögð var fyrir alla nemendur
10. bekkja í grunnskólum Akureyr-
arbæjar, kemur fram að meirihluti
þeirra telur að kennsluaðferðir
skólanna mættu vera fjölbreyttari.
Í nýsamþykktri skólastefnu Ak-
ureyrarbæjar er fjallað um sameig-
inlega ábyrgð foreldra og skóla á
menntun barna og unglinga. Við
sjálfstæðismenn teljum að með því
að koma á skólastjórnum við grunn-
skólana séum við að koma til móts
við óskir skólasamfélagsins, for-
eldra og nemenda. Að skólastjórnir
stuðli að auknum skilningi og
trausti milli heimila og skóla, auk-
inni ábyrgð í skólasamfélagi hvers
skóla sem hafi ekki síst góð áhrif á
námsárangur og líðan barna í skól-
anum, öllu bæjarfélaginu til heilla.
Nýjar áherslur í skólastarfi
Eftir Elínu Margréti Hallgrímsdóttur
Höfundur skipar 3. sæti á D-lista
Sjálfstæðisflokks á Akureyri.
HVERS eigum við að gjalda? Er það markviss stefna íslenskra ráða-
manna að flæma Íslendinga burt af landsbyggðinni og koma okkur öllum
fyrir á suðvesturhorninu?
Ég var spurður að þessu af eldri konu sem þurfti í end-
urhæfingu á Reykjalund eftir aðgerð sem tókst afar vel á
sjúkrahúsinu hér á Akureyri.
Þessi ágæta kona var búin að fara tvisvar suður í skoðun
áður en hún fékk inni á Reykjalundi. Hún átti engan að fyr-
ir sunnan og kveið fyrir að vera þar ein. Var hún þó búin að
bíða mánuðum saman eftir endurhæfingu á Kristnesi en
komst fyrr að á Reykjalundi.
Ég spyr eins og þessi ágæta frú, af hverju er endurhæf-
ingarstöðin á Kristnesi ekki stækkuð og fengnir til þess peningar úr síma-
sölusjóðnum? Þetta eru peningar sem öll þjóðin á, einnig fólk á lands-
byggðinni, peningar sem urðu til með langlínusamtölum okkar.
Hversvegna að eyða 18 milljörðum í nýtt „hátæknisjúkrahús“ sem eng-
inn vill nema Davíð í seðlabankanum og nokkrir bitlingar sem eiga að fá að
hafa umsjón með byggingunni?
Hefur ekki verið gert nóg af minnismerkjum um Davíð Oddsson uppi í
Öskjuhlíð og víðar?
Einnig er altalað að þessi framkvæmd verði mun dýrari en til stendur.
Heilbrigðiskerfið er fjársvelt og fólki ekki greidd mannsæmandi laun.
Þannig er vegið að velferðarkerfinu og komugjöld hækkuð og fyrr en varir
verður farið að forgangsraða sjúklingum eftir efnum.
Ágæta sveitarstjórnarfólk á Norðurlandi, stöndum saman og krefjumst
þess að á okkur verði hlustað, eyðum 2000 manna biðlistum eftir end-
urhæfingu og krefjumst þess að á Kristnesi í Eyjafirði verði hafnar fram-
kvæmdir við stækkun og endurbætur strax í ár.
Byggjum upp
endurhæfingu á Kristnesi
Eftir Baldvin H. Sigurðsson
Höfundur er matreiðslumaður og skipar 1. sæti hjá Vinstri grænum á Akureyri.
FÁUM dylst mikilvægi góðra útivistarsvæða. Þegar svæði eru skipulögð,
lóðum úthlutað eða fasteignir seldar er sérstaklega tekið fram ef um er að
ræða nálægð við góð útivistarsvæði. Nýjustu hverfi Kópavogs hafa m.a. verið
dásömuð vegna nálægðar við helstu náttúruperlur höfuðborgarsvæðisins, El-
liðavatn og Heiðmörkina. Mikilvægt er að sveitarfélagið hafi umráðarétt yfir
útivistarsvæðum bæjarfélagsins og marki sér framtíðarsýn um uppbyggingu
þeirra. Aftur á móti er þannig háttað með þau útivistarsvæði í efri byggðum
Kópavogs, sem hafa mest aðdráttarafl, að þau eru ekki í eigu bæjarins. Bakk-
ar Elliðavatns og Heiðmörkin (þeir hlutar sem á annað borð
eru í lögsögu Kópavogs) ásamt skógræktarsvæðinu í Guð-
mundarlundi eru í eigu ábúanda á Vatnsenda. Það er auðvit-
að ljóst að einkaaðili hefur engar skyldur gagnvart bæj-
arbúum við að leggja þeim til land eða aðstöðu til útivistar,
slíkar skyldur eru alfarið á ábyrgð sveitarfélagsins. Aðgengi
íbúa að þessum svæðum verður því takmörkum háð og óvissa
getur skapast um uppbyggingu þeirra til útivistar. Hvernig
getur bærinn t.d tryggt að almennir Kópavogsbúar geti með góðum hætti
komist að bökkum Elliðavatns Kópavogsmegin til þess að veiða? Hver er svo
framtíð Guðmundarlundar, með myndarlegri skógrækt og skipulögðu úti-
vistarsvæði þegar ábúandi á Vatnsenda hefur nú sagt Skógræktarfélagi
Kópavogs upp samningi um leigu landsins með eins árs fyrirvara?
Til að tryggja aðgengi bæjarbúa að útivistarsvæðum þarf að huga að
skipulagsmálum til framtíðar. Þegar bærinn kaupir land undir íbúðabyggð
skal jafnframt gera ráð fyrir svæðum til útivistar, stórum sem smáum. Við
skipulagningu nýrra hverfa eða endurskipulagningu eldri hverfa skal gera
ráð fyrir grænum svæðum inni í hverfunum. Það er ekki ásættanlegt að vísa
íbúum á útivistarsvæði í landi í einkaeigu eða nærliggjandi sveitarfélögum.
Þess vegna vildi Samfylkingin í Kópavogi að ekki yrði ráðist í byggingu tæp-
lega 30 einbýlishúsa í Smalaholti, þess í stað yrði svæðið byggt upp sem skóg-
ræktarsvæði og almenningsgarður sem væri tryggt útivistarsvæði Kópa-
vogsbúa um ókomin ár. Því miður var núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks á annarri skoðun en það er ótvíræð stefna Samfylking-
arinnar að huga að uppbyggingu útivistarsvæða alls staðar í Kópavogi. Góð
útivistarsvæði eru gulls ígildi og sómi hvers bæjarfélags.
Útivistarsvæði í Kópavogi
Eftir Rut Kristinsdóttur
Höfundur er umhverfisfræðingur og skipar
17. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi.