Morgunblaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 138. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Í roki á rauða
dreglinum
Fjölbreytt mannlíf á kvikmynda-
hátíðinni í Cannes Menning
Fasteignir og Íþróttir
Íþróttir | FH tekur forustu með sigri á Val Glæstir sigrar
kvennalandsliðsins í blaki Detroit Pistons áfram
Fasteignir | Nýtt fjölbýlishús við Lindargötu Lagnafréttir
FJÁRSAFNANIR hjálparsamtaka og frjálsra
félagasamtaka hafa gengið vonum framar hér á
landi undanfarið og virðast bæði fyrirtæki og
einstaklingar fúsari en áður til að láta fé af hendi
rakna til góðs málefnis. Þetta kemur fram í sam-
tölum Morgunblaðsins við forsvarsmenn nokk-
urra samtaka sem hafa verið áberandi hér á
landi undanfarið.
„Maður finnur að það gengur vel hjá fyrir-
tækjunum og við njótum góðs af því,“ segir Rósa
Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri Styrktar-
félags krabbameinssjúkra barna. Hún segir fjár-
söfnun félagsins fara fram með tvennum hætti.
Annars vegar séu fastar fjáraflanir á borð við
styrktarlínur í félagsblaðinu og sölu jólakorta,
sem hafi vaxtið jafnt og þétt og gangi mjög vel.
Hins vegar færi sífellt fleiri fyrirtæki félaginu
fjárhæðir, háar sem lágar.
„Við finnum fyrir góðum meðbyr sem hefur
aukist undanfarin ár,“ segir Rósa. „Fyrirtækin
eru tilbúin til að láta fé af hendi rakna og leyfa
samtökum eins og okkar að njóta þess þegar vel
gengur hjá þeim.“ Auk þess virðast einstakling-
ar einnig gjafmildari, þó það sé meira áberandi
hjá fyrirtækjunum.
Kvíðir ekki niðursveiflu
„Það hefur gengið frábærlega, og ég held það
sé óhætt að segja að það hafi gengið frábærlega
hjá öllum,“ segir Stefán Ingi Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Unicef á Íslandi. Hann hafi þó
ekki hafa samanburð við fyrri ár, þar sem fyrsta
heila starfsár Unicef hér hafi verið í fyrra.
Gott efnahagsástand skiptir góðgerðarsamtök
miklu og segir Stefán Ingi að Unicef hafi vart
getað byrjað á betri tíma, í miðri uppsveiflu.
Hann kvíðir þó ekki niðursveiflu, samtökin búist
við sveiflum og geti lagað sig að þeim. Safnist
minna fé verði einfaldlega færri verkefni styrkt.
Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri
Barnaheilla, segist greina aukningu í framlögum
milli ára. „Almenningur og fyrirtæki eru sjálf-
sagt almennt farin að styðja betur við svona
samtök og verkefni þeirra með hverju árinu.“
Hún rekur það til betri efnahags auk þess sem
almenningur sé að meðvitaðri um þörfina.
Aukning hefur líka verið hjá ABC barnahjálp
og segir Guðrún Margrét Pálsdóttir, formaður
samtakana, að 2005 hafi þau sent frá sér um 116
milljónir króna, en tæpa 91 milljón árið áður.
Hún rekur aukninguna einkum til einstaklinga,
með stuðningi við einstök börn og í gegnum
söfnunina Börn hjálpa börnum. Fólk viti meira
af starfinu, sem skili sér í auknum framlögum.
Einstaklingar og fyrirtæki fúsari til að gefa til góðgerðarmála en áður
Finnum fyrir góðum meðbyr
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
STÓRHRÍÐ setti sinn svip á leik Þórs og Stjörnunnar í fyrstu deild karla í knattspyrnu á aðalleikvanginum
á Akureyri í gærkvöld. Leikurinn fór 1:1 og var leikinn við vægast sagt kuldalegar aðstæður eins og glöggt
má sjá. En það eru ekki eingöngu knattspyrnumenn sem fá að kenna á óblíðum náttúruöflunum því öku-
menn hafa ýmist keyrt út af í hálku eða þurft að sætta sig við ófærð á þjóðvegi 1 þótt í þriðju viku sumars sé,
að ekki sé talað um bændur á Norðurlandi sem geta ekki hleypt fé sínu út vegna veðurs. | 4
Morgunblaðið/Þórir Ó.Tryggvason
Skildu jöfn í stórhríð
Áttu ekki
von á sigri
SIGUR þunga-
rokksveitarinnar
Lordi í Söngva-
keppni evrópskra
sjónvarpsstöðva
kom Finnum al-
mennt á óvart, en
ekki fögnuðu all-
ir hinum óvænta sigri því að nú
kemur í hlut Finna að halda
keppnina næst og fer hún annað
hvort fram í Helsinki eða Åbo.
Í finnska dagblaðinu Huvud-
stadsbladet segir að nú muni reyna
á Mikael Jungner, stjórnanda
finnska sjónvarpsins, að útvega
peninga til útsendingarinnar.
Jungner segir að útsendingin hafi
undanfarið kostað um 10 milljónir
evra (tæplega 920 milljónir króna),
en hún gæti kostað 15 milljónir
evra ætli Finnar sér að gera betur.
Matti Vanhanen forsætisráð-
herra hefur þegar gefið vilyrði
fyrir stuðningi. Það ætti að vera
óhætt ef marka má spá Kimmos
Niemis, sérfræðings í markaðs-
setningu, sem sagði við Huvud-
stadsbladet að keppnin myndi
„örugglega vera mjög jákvæð fyr-
ir finnskan efnahag og álit Evr-
ópubúa á Finnlandi“. | 45
PÉTUR Þorvarðarson, 17 ára piltur frá
Egilsstöðum, fannst látinn í gærkvöld
eftir vikulanga leit björgunarsveitar-
manna á Norðausturlandi. Hinn látni
fannst suðvestur af Vopnafirði, við svo-
nefnt Langafell á Hauksstaðaheiði. Til-
kynning barst lögreglunni á Húsavík kl.
20:52 í gærkvöldi um að björgunarsveit-
armenn hefðu fundið lík piltsins og vísaði
sérþjálfaður víðavangsleitarhundur á
staðinn.
Leitin að Pétri hefur staðið yfir sleitu-
lítið frá því sunnudaginn 14. maí, en hans
var saknað frá Grímsstöðum á Fjöllum
aðfaranótt sunnudagsins. Í fyrstu beind-
ist leit björgunarsveitamanna að ná-
grenni Grímsstaða og vegum út frá
Grímsstöðum. Þegar leitin bar ekki ár-
angur var leitarsvæðið stækkað og laug-
ardaginn 22. maí fundust fótspor, ekki
langt fá upptökum Selár í Vopnafirði,
sem líklegt þótti að væru eftir Pétur en
staður þessi er mjög langt úr alfaraleið.
Mikill fjöldi björgunarsveitarmanna
víðs vegar að af landinu hefur tekið þátt í
leitinni og voru allt að 400 manns við leit
í fyrstu. Þyrlur og leitarhundar hafa
einnig verið notaðir við leitina.
Ljóst var að Pétur hafði farið fótgang-
andi frá Grímstungu og komist að Langa-
felli sem er í um 35 km fjarlægð frá
Grímstungu.
Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á
Húsavík er komið á framfæri þökkum til
þess mikla fjölda fólks sem á einn eða
annan hátt aðstoðaði við hina umfangs-
miklu leit.
Fannst lát-
inn á Hauks-
staðaheiði
Belgrad. AP. AFP. | Stjórnvöld í Svart-
fjallalandi sögðust í gærkvöldi sann-
færð um að hafa farið með sigur af
hólmi í kosningunum í gær, þar sem
Svartfellingar greiddu atkvæði um
hvort þeir ættu að slíta sambandinu
við Serbíu og gerast sjálfstæð þjóð.
Enn er þó eftir að staðfesta úrslitin,
sem flest bendir til að séu söguleg.
„Leyfið mér að tilkynna ykkur að
með ákvörðun kjósenda er Svart-
fjallaland sjálfstætt ríki á ný,“ sagði
Milo Djukanovic forsætisráðherra
landsins í nótt, skömmu áður en
Morgunblaðið fór í prentun.
Ef marka má áætlun kosningaeft-
irlitsmanna, sem byggðist á dreif-
ingu atkvæða á 299 kjörstöðum af
1.120, hlutu sjálfstæðissinnar 55,3%
atkvæða. Er það rétt yfir lágmarki
Evrópusambandsins (ESB), sem
gerði kröfu um 55% atkvæða þyrfti
til að úrslitin yrðu bindandi. Um 85%
485.000 kjósenda á kjörskrá mættu á
kjörstað og stóðust kosningarnar því
lágmark ESB um 50% kjörsókn.
Andstæðingar þess að slíta sam-
bandinu við Serbíu sögðu of snemmt
fyrir sjálfstæðissinna að fagna sigri.
Þá var Boris Tadic, forseti Serbíu,
varfærinn í gær, en talsmenn hans
sögðu að yfirlýsingar væri að vænta í
dag þegar úrslitin lægju fyrir. Verði
þetta hins vegar úrslitin heyra leifar
gömlu Júgóslavíu sögunni til.
Sjálfstæðissinnar í
Svartfjallalandi fögnuðu
Reuters
Sjálfstæðissinnar í Svartfjallalandi fögnuðu fyrstu tölum í gærkvöldi.
Telja sig hafa náð
lágmarki ESB
♦♦♦
Caracas. AFP. | Hugo Chavez, forseti Venes-
úela, fullyrti í gær að stjórnin í Caracas
myndi kaupa rússneskar orrustuþotur í fyr-
irhugaðri heimsókn hans til Moskvu. Þá var-
aði forsetinn við því að stjórnin gæti hæglega
selt Írönum F-16 orrustuþotur sínar.
„Við verðum fljótlega í Moskvu til að
kaupa rússneskar orrustuþotur til að verja
lofthelgi okkar og land,“ sagði Chavez í gær,
en hann telur rússnesku Sukhoi-þoturnar
„hundrað sinnum betri en F-16 þoturnar“.
Má segja að þetta sé ögrun við stjórn
George W. Bush Bandaríkjaforseta, sem ný-
lega setti vopnasölubann á Venesúela.
Kaupir rússn-
eskar þotur