Morgunblaðið - 22.05.2006, Side 29

Morgunblaðið - 22.05.2006, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 29 MINNINGAR ✝ Hrefna MargrétGuðmundsdóttir fæddist á Landspít- alanum 13. júlí 1962. Hún lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi aðfaranótt 14. maí síðastliðins. Foreldrar hennar eru Guðmundur Karlsson kerfis- fræðingur, f. 2.10. 1927, d. 15.6. 1999, og Hrefna Árna- dóttir fulltrúi, f. 21.10. 1933. Systkini Hrefnu eru: a) Karl stýrimaður, f. 24.12. 1954, d. 17.4. 1988. Kvænt- ur Hólmfríði B. Sigurðardóttur sjúkraliða, fóstursonur þeirra er Sigurður Karl. b) Ásdís Elín sjúkraliði, f. 14.1. 1961, gift Claus Hermanni Magnússyni vélstjóra, börn þeirra eru Árni, f. 1989, og Dóra, f. 1993. c) Anna bókari, f. 25.1. 1968, gift Árna Sæmundi Unnsteinssyni sölustjóra, sonur þeirra er Karl, f. 1993. Hrefna hóf búskap árið 1986 með Friðgeiri Guðjónssyni, f. 11.10. 1961, í Kópa- vogi, bjuggu síðan í Reykjavík, Stöðvar- firði, Neskaupstað og Hafnarfirði. Þau slitu samvistum 1996. Dætur þeirra eru Hrefna Freyja, f. 19.6. 1988, Ást- hildur, f. 1.5. 1990, og Oddrún Lára, f. 30.11. 1991. Hrefna ólst upp í Garðabæ frá tveggja ára aldri. Gekk í Barnaskóla Garðahrepps (Flataskóla), síðan í Garðaskóla. Hún lauk námi í tækniteiknun frá Iðnskólanum í Reykjavík 1987 og húsgagnasmíði frá Iðnskólanum í Hafnarfirði 1998 og lauk sveinsprófi þaðan ár- ið 2000. Hrefna vann ýmis störf en hún starfaði hjá Axis um nokkurra ára skeið eða þar til hún þurfti að hætta vegna veikinda. Hrefna verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Ástin mín. Það er svo erfitt að sætta sig við að þú sért farin frá mér, erfitt að horfa fram á við án þín. Í rúm 30 ár höfum við verið bestu vinkonur, við fylgd- umst að í gegnum lífið, við hlógum saman, grétum saman, deildum sorg- um okkar, vorum stundum kallaðar gömlu hjónin af vinum. Í kringum tví- tugsaldurinn fylltumst við af ævin- týraþrá, þú hélst til Lúxemborgar í ár og ég til Danmerkur, þegar heim var komið fórum við að leigja saman, sem við gerðum í sex ár. Við vorum ungar, sjálfstæðar óhræddar konur sem fannst allir vegir færir. Við ferðuð- umst um heiminn jafnt sem landið. Þeyst var á Trabbanum í Kerlingar- fjöll og víðar. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt svona góða vinkonu og hafa getað notið svona margs með þér. Þú varst svo rík elsku vinkona. Eignaðist þrjá gullmola, dætur þínar eru yndislegar stúlkur. Við töluðum alltaf um að við ættum fjögur börn. Þú elskaðir börn og betri móður var ekki hægt að eiga. Þú varst trúnaðarvinur sonar míns og voru hans síðustu orð við þig að þú værir besta Hrefna sem fæðst hefði í þennan heim. Þú varst sterk, ákveðin og fylgin sjálfri þér. Við gátum þras- að mikið en rifumst aldrei. Fyrir nokkrum árum veiktist þú ástin mín og höfðu veikindin betur. Við þroskuðumst svo mikið þessi ár, sátum heilu næturnar og töluðum en gátum alltaf hlegið líka. Þetta barstu af æðruleysi eins og allt annað. Við vissum án þess að segja nokkuð að við ættum kannski ekki langan tíma eftir saman, þannig að við reyndum að nýta hann sem best. Við vorum búnar að plana útilegur og annað með börn- unum okkar sem við verðum því mið- ur að gera án þín. Foreldrar mínir voru þínir og þínir foreldrar mínir. Þú áttir yndislega foreldra og þegar við vorum ungar var pabbi þinn líka vin- ur okkar, ekki bara pabbi. Ástin mín, ég reyndi alltaf að trúa að þér myndi batna, ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig, ég elska þig ekki aðeins vegna þess hvernig þú varst heldur einnig vegna þess hvernig ég var með þér. Elsku Hrefna mín, nú verður til- gangur okkar allra að hlúa að þessum yndislegu stúlkum sem við eigum eft- ir. Þú lifir í þeim. Elsku stelpur mín- ar, þið vitið að þig eigið mig alltaf að eins og svo marga aðra sem elska ykkur. Elsku Adda mamma, Ásdís, Anna og fjölskyldur, ykkur votta ég mína dýpstu samúð og við höldum heiðri þessarar yndislegu baráttu- stúlku okkar á lofti. Ástin mín sofðu rótt. Þín vinkona að eilífu, Margrét Sverris. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja Hrefnu Margréti, gamla vinkonu mína, samstarfskonu og fyrrverandi mágkonu. Mér verður eins og öðrum orða vant þegar svo ung manneskja hverf- ur skyndilega af lífsins braut. Ég kynntist Hrefnu fyrir ríflega tuttugu árum þegar ég hóf störf á Kópavogs- hæli þar sem hún var starfsmaður til margra ára. Með okkur tókust góð kynni og hún var mín, og margra ann- arra, helsta fyrirmynd á þessum fjöl- menna vinnustað. Hrefna var mikill vinnuþjarkur og hugsjónamanneskja sem kom vel í ljós í framúrstefnuleg- um viðhorfum hennar til skjólstæð- inga sinna. Hún sinnti þeim af alúð og barðist fyrir auknum lífsgæðum þeim til handa. Hrefna var skemmtileg og sá skoplegar hliðar á flestu og flest- um sem aðrir komu ekki auga á. Hún fékk margar hugdettur sem fáir nema hún hefði framkvæmt eins og t.d. að fara á Trabant inn í Land- mannalaugar. Nokkru síðar tengdumst við fjöl- skylduböndum þegar Hrefna og bróðir minn Friðgeir kynntust og hófu sambúð. Þau eignuðust saman þrjár yndislegar dætur, þær Hrefnu Freyju, Ásthildi og Oddrúnu Láru. Þau slitu samvistum og hafa þær mæðgur búið saman síðan. Frænkur mínar bera það með sér hve góð og umhyggjusöm móðir Hrefna var. Þær stóðu ávallt þétt saman og studdu hver aðra í orðum og gjörð- um. Ég veit að svo mun verða áfram hjá þeim systrum sem með hjálp fjöl- skyldu og vina þurfa að takast á við söknuðinn og sorgina við fráfall móð- ur sinnar. Tíminn mun milda þessar sáru tilfinningar og góðu minning- arnar lifa með ykkur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Elsku Hrefna Freyja, Ásthildur, Oddrún Lára, Hrefna, Ásdís, Anna og fjölskyldur megi góður Guð styrkja ykkur og leiða á þessum erf- iðu tímum. Katrín Guðjónsdóttir. Það var bara fyrir örfáum dögum síðan að við hittumst síðast. Hæglát, brosmild og elskuleg stóðstu fyrir innan borðið á básnum sem foreldrar vinkonu þinnar reka í Kolaportinu; við ræddumst við um leið og þú sinnt- ir viðskiptavinum; líflegt spjall um ýmsar krossgötur lífsins og hvernig gengi, um dæturnar þrjár, já um lífið og tilveruna almennt. Allt á hlýlegan, einlægan og jákvæðan hátt. Í augum þínum var einhver innri kyrrð og ró. Félaginn sem var með mér sagði þeg- ar við gengum frá básnum; ósköp er þetta falleg og viðkunnanleg mann- eskja, jákvæð og þægileg. Já sam- sinnti ég um leið og við röltum áfram lífsins veg. Það er einmitt þannig sem ég og eflaust allir sem til þín þekktu munu minnast þín; sem einlægrar, þægilegrar og ljúfrar manneskju. Hrefna bar ekki veikindi sín utan á sér. Sjúkdómurinn ósýnilegi og ill- vígi, sem í eina tíð var mikið feimn- ismál og þjóðin er smám saman að átta sig á sem alvarlegri meinsemd meðal okkar, hefur enn einu sinni reitt til höggs. Í þetta sinn kveðjum við yndislega manneskju; móður, dóttur, systur og vinkonu sem í blóma lífsins er burtu kvödd inn á braut ei- lífðarinnar. Við sem eftir sitjum drúpum höfði í þakklætis- og virðing- arskyni og kveðjum með söknuði. Svartir eyðisandar svo langt sem augað eygir ég get ekki varist þeim grun stúlka að gengnir séu á enda allir vegir en það er einfaldast bara áfram að halda þegar svo sem engu er að tjalda en hvað svo sem gerist það gleymist ekki neitt og það var gott á meðan það var og áfram til eilífðar nei það er ekkert til sem fær því nokkurntíma breytt (Magnús Þór Jónsson (Megas).) Ég sendi ykkur systrum mínar innilegustu samúðarkveðjur; Hrefnu Freyju, Ásthildi og Oddrúnu Láru, öðrum ættingjum og vinum um leið og ég bið algóðan guð að veita ykkur styrk í sorginni. Guð blessi minningu Hrefnu. Rúnar Sig. Birgisson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Hrefna Freyja, Ásthildur, Oddrún Lára og aðrir aðstandendur, megi góður Guð veita ykkur styrk og kraft á sorgarstundu. Blessuð sé minning Hrefnu Mar- grétar Guðmundsdóttur. Ásdís Magnúsdóttir, Elsa, Magnús, Guðdís og fjölskyldur. Elsku besta vinkona mín. Mér finnst svo leiðinlegt að þú sért farin til guðs. Þú varst svo góð og varst alltaf til staðar fyrir mig. Þú varst eins og hin mamma mín. Alltaf til staðar fyrir mig. Nú ætla ég að setja allt sem þú hefur gefið mér inn í gler. Nú verður þú alltaf engillinn minn og ég ætla að skíra fallegustu stjörnuna á himnin- um Hrefnu og horfa alltaf á hana. Elsku stelpur, ég er svo sorg- mæddur að Hrefna sé dáin. Mig lang- ar að kaupa stórt hús og við búum öll saman. Hrefna mín ég elska þig, þinn vinur Fannar. Það var rösk, myndarleg og ákveð- in ung kona sem kom og sótti um að komast á samning í húsgagnasmíði hjá Axis húsgögnum árið 1999. Geng- ið var frá samningi og hóf hún störf hjá fyrirtækinu. Fljótlega kom í ljós að hún var mjög dugleg til vinnu, hnyttin í orðum og svörum og gaf strákunum ekkert eftir í afköstum. Þetta var Hrefna og svona er henni réttilega lýst. Hún útskrifaðist sem húsgagnasmiður hjá fyrirtækinu og vann eftir það þar sem smiður eða þangað til hún fór í veikindafrí. Elsku Hrefna, við erum öll harmi slegin yfir því að þú skulir hafa yf- irgefið okkur svona allt of fljótt. Það eina sem við getum gert á þessari stundu er að halda í minninguna um þig og vona að þú hafir fundið friðinn. Það er ekki spurning um að vel verð- ur tekið á móti þér því að þú hefur svo mikið gott að gefa og ert skemmtileg í viðkynningu. Við viljum fá að kveðja þig með eftirfarandi orðum og þakka þér fyrir góða viðkynningu: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Dætrum Hrefnu og öðrum að- standendum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á þessari erfiðu stundu. F.h. starfsmanna Axis húsgagna, Eyjólfur Axelsson. Fuglarnir sungu og voru í óða önn að boða vorið þegar sú sorgarfregn barst að hún Hrefna Margrét væri dáin. Sjúkdómurinn sem búið hafði um sig, varð lífskraftinum yfirsterk- ari. Það krefst mikils hugrekkis að takast á við storm lífsins sem skellur stundum á með miklum þunga og sú manneskja er alltaf ein eins og trén í skóginum og þarf þá að treysta á eig- in kraft. Hrefna Margrét ólst upp við ást- ríki í foreldrahúsum ásamt systkin- um sínum. Þar var lagður hornsteinn að þeirri virðingu og varfærni sem hún sýndi öðrum. Þegar ég kynntist Hrefnu Margréti kom fljótlega í ljós að hún með þetta glaðbeitta viðhorft var engum lík. Hún horfði á lífið með öðrum augum en flestir aðrir og sam- úð hennar og virðing fyrir öllu lifandi var aðdáunarverð eins og kom vel fram í störfum hennar með fötluðum. Hún var skarpgreind og gat geislað af lífsorku og allur hátíðleiki í dag- legri umgengni var henni fjarri skapi. Hrefna Margrét valdi að vera hún sjálf en ekki brot af sjálfri sér. Náttúran var hennar staður og þar naut hún sín vel. Í útilegum á árum áður með fjölskyldunni kunni hún að gleðjast með öðrum og var dugleg að töfra fram góða stemmningu í hópn- um. Hún hljóp maraþon og þar fann hún fyrir frelsinu og því að geta stjórnað sér sjálf. Það mikilvægasta sem Hrefna skil- ur eftir sig eru dæturnar þrjár, Hrefna Freyja, Ásthildur og Oddrún Lára. Ef til vill er líf hvers og eins það listaverk sem mestu um munar. Tókst hún á við uppeldið af stakri natni og sýndi þar þá víðsýni og lífs- speki sem hún hafði tamið sér. Við áttum í seinni tíð góðar viðræð- ur á „áhorfendapöllum íþróttahúsa“, horfandi á dætur okkar sýna listir sínar í handboltaleik. Nú er Hrefna Margrét lögð af stað í sína hinstu för án okkar hinna og því kemur í okkar hlut að geyma sporin sem Hrefna skilur eftir sig og varð- veita slíkar minningar sem gim- steina. Æfa okkur í að missa ekki sjónar á andartakinu, gleðjast og hugsa til hennar, þegar við heyrum fuglana syngja og dansa í litum vors- ins. Hryggðar hrærist strengur, hörð er liðin vaka, ekki lifir lengur ljós á þínum stjaka. Skarð er fyrir skildi, skyggir veröldina, eftir harða hildi horfin ertu vina. Klukkur tímans tifa, telja ævistundir, ætíð lengi lifa ljúfir endurfundir. Drottinn veg þér vísi, vel þig ætíð geymi, ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. (H.A.) Svanhvít Guðjónsdóttir. Ef við lítum yfir farinn veg og finnum gamla slóð, færast löngu liðnar stundir okkur nær. Um leið og Hrefna er kvödd hinstu kveðju lítum við sem eftir stöndum yfir farinn veg og minnumst ánægju- legra samverustunda. Ég kynntist Hrefnu þegar ég flutti á Lindarflöt- ina 1972. Þær systur Ásdís og Hrefna, sem voru mjög samrýndar enda nánast jafnöldrur, urðu strax miklar vinkonur mínar og tóku þær eiginlega að sér að fræða mig lands- byggðarkrakkann um líf og leik á höf- uðborgarsvæðinu. Strætóferðir í sund, leiðangrar um hraunið. Ýmis- legt brallað, alltaf líf og fjör. Útileikir, skautaferðir, barnapössun, samferða í skólann, vinátta. Í gegnum þær systur kynntist ég skátastarfi og vorum við Hrefna sam- an ljósálfar í Vífli og síðar skátar og svo dróttskátar. Minningarnar úr því starfi eru ótalmargar enda mikil gróska í Vífli á þessum árum. Vífils- búð tekin í notkun, sífelld endurnýjun í skátaheimilinu, kaffisala á sumar- daginn fyrsta, útilegur, kassabíl- arallý, skátamót og skálaferðir, alls staðar vorum við. Ekki má gleyma gula Fiatinum sem við fórum víða á. Hrefna lærði þroskaþjálfun og var svo flutt út á land og m.a. orðin kaup- félagsstjórafrú fyrir austan. Kom stundum í bæinn og þá rákumst við hvor á aðra í foreldrahúsum á Lind- arflötinni. Hún kom suður til að eiga yngstu dótturina á alvöru sjúkrahúsi en fæddi svo barnið í forstofunni hjá tengdamóður sinni og kippti sér svo sem ekki mikið upp við það. Svo var Hrefna alkomin suður og farin að læra húsgagnasmíði og um tíma urð- um við aftur nágrannar, hittumst þá af og til í búðinni og ræktinni. Þá sögðum við fréttir hvor af annarri og börnunum okkar. Hún var svo stolt af stelpunum sínum, sjálfstæði þeirra og dugnaði. Þegar ég hugsa um Hrefnu minn- ist ég helst brossins hennar, það náði alveg til augnanna og var alltaf pínu- lítið glettnislegt og þannig man ég hana. Kæra fjölskylda, dætur, systur, móðir. Sorg ykkar er mikil og orð lít- ils megnug að sefa hana. Megi allar góðar vættir vernda ykkur og styrkja á erfiðum tíma. Hafdís Bára Kristmundsdóttir. HREFNA MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR Blessuð sé minning Hrefnu Margrétar. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær, allt er hljótt, hvíldu rótt, Guð er nær. (Kvöldsöngur kvenskáta.) Skátasystkin úr Vífli, Bryndís, Októ, Erna, Hafdís, Björn og Páll. HINSTA KVEÐJA REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.