Morgunblaðið - 22.05.2006, Page 42

Morgunblaðið - 22.05.2006, Page 42
42 MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ S ú mynd sem hvað mest hefur verið beðið eftir að undanförnu er Da Vinci lykillinn en biðin er nú á enda. Myndin er gerð eftir umtalaðri met- sölubók Dans Brown, sem vart þarf að kynna. Stórleikarinn Tom Hanks fer með burðarhlutverk í þessari mynd, sem var heims- frumsýnd um helgina en hann túlkar prófess- orinn Robert Langdon. Í upphafi viðtalsins er Hanks er spurður í upphafi hvað sé nú svona merkilegt við þessa bók Browns. „Það sem hreif mig mest er hraðinn í frá- sögninni,“ svarar Hanks. „Þetta er bók sem ekki er hægt að leggja frá sér. Lesandinn er leiddur áfram og hann tekur þátt í að ráða gát- una. Svo þegar lausnin blasir við slær fólk á ennið á sér og segir: „Vá … af hverju sá ég þetta ekki!?“ Spurður hversu mikil áskorun það hafi verið að taka að sér hlutverk Langdons, táknfræð- ingsins sem er söguhetjan, svarar Hanks því til að öll hlutverk feli í sér áskorun. „En megináskorunin hvað Langdon varðar var að gera þennan stórsnjalla táknfræðing sannfærandi. Þú þarft að leiða kvikmyndagest- ina inn í bókina, gera textann lifandi. Það er ekki nóg að tala bara út í eitt. Ég tel það hafa verið viturlegt að vera ekki að kynna bakgrunn Langdons of mikið. Við fáum rétt svo að vita hvað hann er að gera í París og svo er það bara áfram og maður blæs lífi í persónuna. Áskor- unin liggur í því að leika, að blása lífi í hlutina.“ Magnað að vinna í Louvre Tom Hanks ræddi nokkuð við höfund bók- arinnar, Dan Brown, er hann var að undirbúa sig fyrir hlutverkið. „Ég ræddi við hann stuttlega í síma löngu áð- ur en tökur hófust,“ segir hann. „Svo hittumst við í London ásamt hinum leikurunum þegar þrír, fjórir mánuðir voru í tökurnar. Við spurð- um hann út í það af hverju þetta og hitt væri svona mikilvægt og hann býr yfir gríðarlegri vitneskju um alla þessa hluti. Það var mik- ilvægt fyrir mig að skilja af hverju þessi maður, sem sér tákn út um allt, verður hugfanginn af vissum hlutum.“ Hanks segir að erfiðasti hjallinn í að koma myndinni á koppinn hafi verið að skila bókinni í kvikmyndaformið. „Við fórum endalaust yfir þetta,“ rifjar hann upp. „Við leikararnir og svo Ron. Hvernig væri best að framreiða alla þessa gnótt af upplýs- ingum í fimm mínútna senum eða hvað það nú er. Gátan sem við þurftum að leysa fólst í því hverju þurfti að koma til skila og hverju væri þá hægt að sleppa.“ Hanks segir að einn af kostunum við að gera þessa mynd hafi verið að það þurfti ekki að reisa gervi-Louvre-safn, tökur fóru fram í sjálfu safninu og í öllum tilfellum var notast við raunverulega staði. „Það var nokkuð magnað að hafa Louvre sem vinnustað, maður var að skipta um föt fyrir framan Mónu Lísu, standandi við hliðina á græjukössum.“ Hanks er því næst spurður hverjar séu nú uppáhaldskvikmyndirnar hans, spurning sem honum finnst síður en svo leiðinlegt að svara. „Ó vá,“ segir hann og maður finnur að hann lifnar við. „Ég get horft endalaust á 2001: A Space Odyssey en nær í tíma verð ég að fá að nefna Elephant eftir Gus Van Sant. Ein magn- aðasta mynd sem ég hef nokkurn tíma séð, hvernig hann nálgast þetta eldfima efni er snilld [Van Sant er að fjalla um skotárásirnar í Columbine-háskólanum á skáldlegan hátt]. Humm … ég er svona að reyna að hugsa um nýlegar myndir, annars fer maður bara að tala um þessar hefðbundnu klassísku myndir, eins og t.d. The Godfather, sem er eitt af mestu þrekvirkjum kvikmyndasögunnar, algert lista- verk. Fargo eftir Coen-bræður er frábær. Sú mynd er að mínu mati fullkomin. Líka Boogie Nights eftir Paul Thomas Anderson – algjör uppgötvun er ég sá hana.“ Listamaðurinn Audrey Hanks er spurður hvort hann hafi hitt Chirac í Louvre-safninu og í kjölfarið á því fer hann að ræða um athyglisverða stefnu sem franska rík- isstjórnin framfylgir hvað tökur á kvikmyndum varðar. „Nei, forsetann hitti ég ekki en menningar- málaráðherrann leit inn. Hann sagði okkur frá því að það væri beinlínis stefna að láta taka upp kvikmyndir á þessum sögufrægu stöðum, hvort sem það eru hús, rústir eða bæir. Því að annars væru þeir bara dauðir og óspennandi staðir í einhverjum túrhestabæklingum. Hugmyndin er sú að gera staðina meira spennandi, ekki að þetta sé einfaldlega stopp númer fimm hjá út- sýnisferðarrútunni.“ Mótleikari Hanks í myndinni er Audrey Tautou, sem er líkast til þekktust fyrir hlutverk sitt í Amélie. Hanks lýsir samstarfi þeirra sem skondnu. „Audrey er listamaður. Og hún var oft og tíð- um mjög fyndin. Stundum sátum við saman til borðs og vorum að tala saman á ensku. Svo sá maður blik í augum hennar, sem gaf til kynna að hún var ekkert að fylgjast með því sem mað- ur var að segja. Hún átti þá til að koma með ein- staka sýn á atriðin, eitthvað sem engum öðrum hafði dottið í hug. Þetta var náttúrlega vegna þess að hún kom að þeim út frá sjónarhorni Sophie. Persónur hennar í Amélie og A Very Long Engagement eru báðar nokkuð inn í sig og ég held að hún hafi mjög gaman af því að fást við slíkar rullur. Stundum komu tímar þar sem maður sá að hún hefði frekar verið til í að vera í minni mynd, ekki þessu risabatteríi. Ég spurði hana oftsinnis út í það hvernig ákveðin vanda- mál væru leyst í frönskum kvikmyndum og ávallt var svarið á allt aðra lund en mitt. Audrey er ekki upptekin af frægðinni, heldur vinnunni. Ef það gekk illa hjá henni tók hún það nærri sér.“ Hanks lýsir því sem gefandi að vinna með leikurum frá öðrum löndum, en á meðal sam- leikara eru Jean Reno (spænskur), Paul Bett- any (enskur), Ian McKellen (enskur) og Alfred Molina (spænsk/ítalskur). „Alls kyns aðferðafræði sló þarna saman. Í Bandaríkjunum ertu kannski búinn að leika í nokkrum auglýsingum og í sjónvarpsþætti þeg- ar þér er svo varpað inn í kvikmyndirnar. Paul og Ian eru hins vegar vel skólaðir í sviðsleik, og komu með allt aðra nálgun en ég t.d. á sín hlut- verk. Maður lærir mikið á því að taka þátt í svona verkefnum.“ Hvað myndi ég gera? Tom Hanks hefur leikið ótal hlutverk um æv- ina, og hefur verið kallaður kameljón í þeim efnum. Hann vitnar í Shakespeare hvað þetta varðar. „Starf mitt snýst um það að halda spegli að náttúrunni. Eina spurningin sem mér ber að hafa í huga er ég samþykki eitthvert hlutverk er þessi: „Hvað myndi ég gera/hvernig myndi ég haga mér ef ég sjálfur myndi lenda í svona aðstæðum.“. Þegar ég er að fara í gegnum handrit spyr ég mig líka út í það hversu víða skírskotun hlutverkið hafi. Geta áhorfendur séð sig í hlutverkinu, spyrja þeir: „Hvað myndi ég gera?“ Þetta er allt saman spurning um eitt- hvað sammannlegt, það er það sem ég leita að í kvikmyndum, bæði sem leikari og áhorfandi.“ Lífi blásið í Langdon Tom Hanks fer með burðar- rulluna í Da Vinci lyklinum, nýjustu kvikmynd Rons How- ards sem gerð er eftir sam- nefndri metsölubók eftir Dan Brown. Í viðtali sem framleið- endur myndarinnar létu vinna ræðir Hanks hlutverkið og ferlið sem lá að baki gerð myndarinnar. Hanks segir að einn af kostunum við að gera myndina hafi verið að ekki þurfti að reisa gervi Louvre-safn, tökur fóru fram í sjálfu safninu og í öllum tilfellum var notast við raunverulega staði. arnart@mbl.is Sími - 564 0000Sími - 462 3500 pénelope cruz Salma hayek FRÁBÆR GRÍNSPENNUMYND FRÁ SNILLINGNUM LUC BESSON EFTIRSÓTTUSTU BANKARÆNINGJAR VILLTA VESTURSINS ERU MÆTTIR Byggð á vinsælustu skáldsögu veraldar. Leitið sannleikans. Stærsta frumsýning ársins! Magnaður spennutyllir sem fær hárin til að rísa! Þau bjuggu til morðingja sem snerist gegn þeim…! Úlfur…úlfur… engin trúir lygara þótt hann segi satt! The DaVinci Code B.i. 14 ára kl. 5, 8 og 10 Cry Wolf B.i. 16 ára kl. 8 Skrolla & Skelfir Á Saltkráku kl. 6 (KR 400) Da Vinci Code kl. 4, 5, 7, 8, 10 og 11 B.i. 14 ára Da Vinci Code LÚXUS kl. 5, 8 og 11 Cry Wolf kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 6, 8 og 10 Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 4 Ice Age 2 m. ensku tali kl. 6 Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 4 eee H.J. Mbl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.