Morgunblaðið - 22.05.2006, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.05.2006, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BESTA ÞÝÐING F í t o n / S Í A F I 0 1 7 1 5 7 ÁRSINS 2005 BARNDÓMUR EFTIR J.M. COETZEE Í ÞÝÐINGU RÚNARS HELGA VIGNISSONAR DADI Janki, ein þekktasta kona heims á sviði hug- leiðslu og andlegra málefna, ræddi við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, og Dorrit Moussaieff, eig- inkonu hans, á Bessastöðum á laugardaginn. Janki hefur barist fyrir mannréttindum, friði og andlegum gildum áratugum saman, en hún er níræð að aldri. Hún færði Ólafi gjafir við komuna til Bessastaða, m.a. táknræna mynd, brauð o.fl., en samræður þeirra snerust að mestu um næstu verkefni Janki og sam- taka hennar, segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Janki er indversk en hefur undanfarna áratugi verið með aðsetur í London og skipulagt þar viðamikla starfsemi á vegum Brahma Kumaris World Spiritual- háskólans, m.a. ríflega sjö þúsund miðstöðvar hug- leiðslu og andlegrar fræðslu í 84 löndum, þar á meðal á Íslandi. Dadi Janki hitti forseta Íslands á Bessastöðum Morgunblaðið/Árni Sæberg ÍSLENDINGAR þurfa að ná þjóð- arsátt um að útrýma fátækt úr samfélaginu, þannig að allir njóti hagsældar, öryggis og þjónustu sem taki mið af þörfum fólksins, sagði forseti Íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, meðal annars við setningu málþings Rauða krossins ,,Hvar þrengir að?“ á Hótel Loft- leiðum í gær, en þar voru birtar niðurstöður úr landskönnun um fá- tækt á Íslandi. „Þjóðartekjur munu halda áfram að aukast á komandi árum; margt bendir til að auður þjóðarbúsins vaxi til muna. Þá mun reynast æ hróplegra óréttlætið sem fælist í því að þúsundir þyrftu áfram að líða skort, ættu ekki fyrir mat og þyrftu að leita bjargar hjá sam- tökum í hjálparstarfi,“ sagði forset- inn einnig. Hann sagði að þráttt fyrir auð- legð samfélags- ins byggi fjöldi fólks enn við þröngan kost og ætti erfitt með að ná endum saman. „Við erum einkum á þetta minnt á aðvent- unni þegar hjálp- arstofnanir út- deila mat og öðrum nauðsynjum svo að fjöl- skyldur geti glatt börnin á jólum. Almenningur leggur gjafapakka undir jólatré í verslunarmiðstöð; einstæðar mæður bíða í röðum eftir hjálp, aldraðir og öryrkjar þjást því efnin eru af skornum skammti. Rauði krossinn, Mæðrastyrks- nefnd, Fjölskylduhjálpin, Hjálp- ræðisherinn og kirkjur landsins skila á þessum vikum góðu verki og njóta liðsinnis úr ýmsum áttum; erfitt að gera sér í hugarlund hvernig ástandið væri ef starfsemi þeirra nyti ekki við. Þótt hið fórn- fúsa framlag hljóti athygli á að- ventunni má ekki gleyma því að þörfin er brýn á öllum tímum. Fá- tæktin er ekki bara bundin við jól- in; neyðin sem einstæðar mæður, öryrkjar, aldraðir, geðfatlaðir, ein- stæðir karlar og í vaxandi mæli innflytjendur búa við er þeim byrði á hverjum degi,“ sagði hann enn- fremur. Vel í stakk búin Ólafur Ragnar sagðist hafa vakið athygli á þessu málefni við ýmis tækifæri og það væri fagnaðarefni þegar Rauði krossinn beitti sér í þessum efnum. „Rauði kross Ís- lands hefur lagt mikið af mörkum í alþjóðastarfi samtakanna og það framlag verið þakkað á marga lund. Samtökin eru því vel í stakk búin til að hafa forystu hér á heimavelli enda þjóðin ávallt hlýtt kalli þegar Rauði krossinn hefur beðið um lið- sinni í þörfum verkum. Það eru því með vissum hætti tímamót þegar Rauði krossinn spyr: „Hvers vegna býr fjöldi fólks á Íslandi við fátækt, einangrun og mismunun og hvernig er hægt að bæta úr því?“ – og kall- ar eftir svörum, ekki aðeins úr eig- in röðum, heldur frá öllum sem hlut eiga að máli. Við þurfum að ná samstöðu um aðgerðir og úrbætur, bæði víðtækar og varanlegar – ná þjóðarsátt um að útrýma fátækt- inni úr samfélagi Íslendinga, ná þeim árangri að geta sagt með sanni að hér njóti allir hagsældar, öryggis og þjónustu sem tekur mið af þörfum fólksins.“ Forseti Íslands setti málþing Rauða krossins um fátækt á Íslandi í gær Þurfum að ná þjóðarsátt um að útrýma fátækt Ólafur Ragnar Grímsson SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN næði ekki meirihluta borgarfull- trúa í Reykjavík, verði niðurstöður kosninganna um komandi helgi í takt við könnun sem Gallup gerði fyrir fréttastofu Útvarps. Sam- kvæmt könnuninni fengi Sjálf- stæðisflokkurinn 43,4% atkvæða, og 7 borgarfulltrúa af 15. Framsóknarflokkurinn ekki með borgarfulltrúa Frjálslyndi flokkurinn hefur bætt verulega við fylgi sitt, og mælist með 10% fylgi og einn mann í borgarstjórn. Samfylkingin mælist með 32,1% fylgi og 6 borg- arfulltrúa. Vinstrihreyfingin – grænt framboð mælist með 10,7% og einn mann inni, en Framsókn- arflokkurinn næði ekki manni í borgarstjórn ef kosið yrði nú, en samkvæmt könnuninni reyndist flokkurinn njóta fylgis 3,9% borg- arbúa. Samkvæmt könnuninni þyrftu mjög litlar breytingar að verða til þess að áttundi maður Sjálfstæðisflokksins, eða annar maður VG nái inn í borgarstjórn, á kostnað sjötta manns Samfylking- arinnar. Verði niðurstöður kosninganna í samræmi við þessa könnun koma fjölmargir möguleikar á meiri- hlutasamstarfi til greina. Sjálf- stæðisflokkurinn getur myndað meirihluta með Samfylkingu, Frjálslyndum eða VG, en til að koma á meirihlutasamstarfi án Sjálfstæðisflokksins þurfa Sam- fylking, VG og Frjálslyndir að starfa saman. Könnun Gallup var unnin fyrir fréttastofu Útvarps, 800 voru í úr- takinu, og svarhlutfall rétt rúm- lega 60%. Af þeim sem svöruðu tóku rúmlega 80% afstöðu til fram- boðslista. Sjálfstæðisflokkur ekki með meiri- hluta í borginni ÓMAR H. Krist- mundsson var kjörinn nýr for- maður Rauða kross Íslands á aðalfundi félags- ins um helgina. Ómar tekur við formennskunni af Úlfari Haukssyni, sem gegnt hefur starfinu síðastlið- in fjögur ár. Ómar hefur verið stjórnarmaður í stjórn Rauða kross Íslands frá 2004. Hann var formaður Reykjavíkur- deildar frá 2001–2005, sat í stjórn deildarinnar frá 1999 og hefur gegnt ýmsum öðrum verkefnum fyrir Rauða krossinn. Aðrir stjórnarmenn í Rauða krossi Íslands eru: Anna Stefánsdóttir, Kópavogsdeild, Gunnar Frímanns- son, Akureyrardeild, Ester Brune Fáskrúðsfjarðardeild, Sigríður Magnúsdóttir, Önundarfjarðardeild, og Þórdís Magnúsdóttir, Hveragerð- isdeild. Nýr formað- ur Rauða kross Íslands Ómar H. Kristmundsson SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN mælist með meirihluta bæjarfull- trúa í Kópavogi í nýrri könnun Fréttablaðsins, en Framsóknar- flokkurinn tapar gríðarlegu fylgi frá því í kosningunum árið 2002. Fengi flokkurinn nú 9,7% atkvæða og einn bæjarfulltrúa, en í síðustu kosningum fékk flokkurinn 27,9% atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin – grænt framboð bæta við sig fylgi, þó Sjálfstæðisflokkurinn sýnu mest. Flokkurinn mælist í könnuninni með hreinan meirihluta í bæjar- stjórn en hann nýtur stuðnings 49,9% kjósenda, samkvæmt könn- un Fréttablaðsins. Myndi það duga til að fá sex bæjarfulltrúa en í dag er flokkurinn með fimm full- trúa. Núverandi oddviti Sam- fylkingar nær ekki kjöri Í könnuninni sögðust 31,2% þeirra sem þátt tóku myndu styðja Samfylkinguna og fengi flokkurinn þrjá bæjarfulltrúa yrði þetta nið- urstaða kosninga. Það þýddi jafn- framt að núverandi oddviti flokks- ins í bæjarstjórn, Flosi Eiríksson, kæmist ekki inn þar sem hann skipar fjórða sætið á lista flokks- ins. Vinstihreyfingin-grænt framboð koma nú einum manni að í bæj- arstjórninni og flokkurinn mælist með 9,2% fylgi en í síðustu kosn- ingum fékk flokkurinn 6,1% at- kvæða og náði ekki inn manni. Tveir þriðju vilja óperuhús Einnig var afstaða bæjarbúa til byggingar óperuhúss í bænum könnuð og reyndust 68,5% fylgj- andi byggingu en 31,5% sögðust andvíg. Um var að ræða símakönnun þar sem hringt var í 600 Kópa- vogsbúa síðastliðinn laugardag og skiptust svarendur jafnt milli karla og kvenna. Alls tóku 58,2% afstöðu til spurningarinnar um flokkana en 80% til spurningar um óperuhús. D-listi með meiri- hluta í Kópavogi BM Vallá hefur að undanförnu bætt við hlut sinn í framleiðslufyrirtæk- inu Límtré Vírneti hf. Að sögn Harð- ar Harðarsonar, stjórnarformanns Límtrés Vírnets, höfðu um 45% fé- lagsins verið seld til BM Vallár þeg- ar aðalfundur félagsins fór fram síð- astliðinn föstudag og sagði Hörður að Víglundur Þorsteinsson, stjórn- arformaður BM Vallár, hefði sagt í ávarpi sínu á aðalfundinum að BM Vallá hygðist bera fram yfirtöku- tilboð á þeim hlutum sem eftir væru. Seljendur hlutarins nú eru Spari- sjóður Mýrasýslu og ýmsir ein- staklingar. Víglundur Þorsteinsson vildi ekki tjá sig um málið þegar til hans var leitað. Límtré Vírnet er með starfsemi í Borgarnesi, á Flúðum í Bisk- upstungum, í Reykholti í Bisk- upstungum og í Reykjavík. BM Vallá eyk- ur hlut sinn í Límtré Vírneti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.