Morgunblaðið - 22.05.2006, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 22.05.2006, Qupperneq 11
Steinar vann einnig verðlaun fyrir straumandarstegg og hávellukollu. STEINAR Kristjánsson hlaut fyrstu verðlaun fyrir nákvæma eftirlíkingu af tunglfiski og önnur og þriðju verðlaun fyrir uppstoppaða fugla, straumandarstegg og hávellukollu, á Evrópumeistaramóti (EM) hamskera sem haldið var nýlega í Longarone á Ítalíu. Stein- ar fékk alls sjö verðlaun á mótinu. Að sögn Steinars var keppnin í raun mun harðari á EM en á Heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum 2005 þar sem hann tók einn- ig þátt. Á heimsmeistaramótinu var keppt í 56 mismunandi flokkum en aðeins þrettán á EM. Í fuglum var aðeins keppt í litlum og stórum uppstoppuðum fuglum. Steinar sendi inn straumandapar og hávellupar á EM. End- urnar voru minnstu fuglarnir í flokki stórra fugla. en keppinautarnir voru m.a. með ýms- ar tegundir fálka, arna, ugla, trana og ann- arra stórra fuglategunda. Árangur Steinars vakti athygli Banda- ríkjamannsins Larrys Blomqist, en hann gef- ur út Breakthrough, sem er eitt útbreiddasta tímaritið um uppstoppun. Í haust mun að- algrein tímaritsins, prýdd fjölda mynda, fjalla um Steinar og verk hans. Einnig verður sýnt lið fyrir lið hvernig hann setti upp 400 kg þungan tunglfisk sem landað var í Þorlákshöfn. Steinar vann að því verki ásamt Svíanum Ove Lundström, sem er marg- verðlaunaður uppstoppari. Steinar kvaðst hafa mikið að gera við að gera eftirmyndir fiska fyrir veiðimenn sem „veiða og sleppa“. Þeir senda Steinari stafræna mynd af fiskinum og hann gerir eftirlíkingu sem veiðimaðurinn getur síðan hengt upp á vegg til minningar um veiðiferðina. www.icetaxidermy.com Fékk fjölda verðlauna fyrir uppstoppun Eftirmyndin af tunglfisk- inum fékk fyrstu verðlaun á Evrópumeistaramótinu. Ljósmynd/Steinar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 11 FRÉTTIR MARGIR lögðu leið sína í Laugarnesskóla á laugardag en þá fagnaði skólinn 70 ára af- mæli. Fyrrverandi og núverandi nemendur, foreldrar og starfsmenn gerðu sér glaðan dag og minntust þessara tímamóta. Dagskráin var fjölbreytt, m.a. var fluttur í fyrsta sinn nýr skólasöngur Laugarnesskóla. Hlíðaskóli og Réttarholtsskóli fagna einnig 50 ára afmæli í ár og stóðu skólarnir fyrir fjölbreyttri dagskrá á laugardag af þessu til- efni. Í Hlíðaskóla voru veitt verðlaun í ljóða- samkeppni sem fram fór meðal nemenda skól- ans. Í vetur hafa nemendur og starfsmenn skólans unnið sameiginlegt listaverk sem þeir færðu skólanum til eignar á þessum tímamót- um. Verkið er afar litríkt og minnir á þann fjölbreytileika sem lifandi stofnun eins og Hlíðaskóli býr yfir. Í Réttarholtsskóla var efnt til útitónleika þar sem fram komu fjölmargar hljómsveitir skipaðar fyrrverandi nemendum skólans, sem sumir hafa getið sér afar gott orð á tónlist- arsviðinu. Elstu tónlistarmennirnir yfirgáfu skólann snemma á 7. áratugnum, þeir yngstu eru enn við nám í skólanum. Meðal hljóm- sveita sem fram komu eru Toxic, sem margir sem komnir eru á miðjan aldur muna eftir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nemendur í Laugarnesskóla buðu gestum upp á kökur og kaffi sem þeir höfðu útbúið. Margir fögnuðu afmæli Laugarnesskóla Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Hlíðaskóla gátu gestir m.a. skoðað gamlar myndir af nemendum skólans. VERSLUNARSKÓLI Íslands út- skrifaði á laugardaginn fjórtán nemendur af verslunarfagnáms- braut, en þetta er fyrsti árgang- urinn sem útskrifast af þessari braut. Verslunarfagnám er nám sem ætlað er starfsfólki í þjónustu, en um 71% vinnuaflsins starfar við þjónustugreinar eða 110 þúsund manns og þar af eru um 12 þúsund manns starfandi við smásöluversl- un. Námið er tilraunaverkefni Samtaka verslunar og þjónustu, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og VR og tekur um eitt og hálft ár. Í ræðu sinni við útskriftina sagði Sölvi Sveinsson, skólastjóri Versl- unarskólans, að þessi fyrsti út- skriftarárgangur væri brautryðj- endur í vissum skilningi þar sem þetta væri fyrstu hópurinn sem skólinn brautskráir úr verslunar- fagnámi. Vöruvöndun væri nú lyk- ilatriði í verslun og þær verslanir nytu mestu viðskiptanna sem veittu kúnnanum bestu þjón- ustuna. Fagmennska væri orðið lykilorð í allri starfsemi núna, hvort sem væri í verslun, skóla, banka eða frystihúsi. Sölvi sagði ennfremur að skólinn vildi efla starfstengda námið, og versluna- fagnámið væri fyrsti áfanginn á þeirri leið. Margt fleira væri á teikniborðinu eða í bígerð og litið væri á útskriftarnemendurna sem eins konar merkisbera starfsnáms- ins en stefnt er að því að gera þetta nám að föstum pósti í starfsemi skólans og að fleiri brautir líti dagsins ljós í framtíðinni. Breytti sýn minni á framtíðina Sæmundur Karl Jóhannesson, starfsmaður Olíufélagsins og einn útskriftarnemenda, sagði að versl- unarfagnámið hefði breytt sýn sinni á framtíðina: „Námið hefur nýst mér frábærlega á allan hátt. Bæði hefur sjálfstraustið og sjálfs- þekkingin aukist, auk þess sem persónufærni og skilningur á vörum og viðskiptavinum hefur aukist að sama skapi. Segja má að námið hafi breytt sýn minni á framtíðina. Núna er ég búinn að fá styrk til starfsmenntaskipta í Evr- ópu og stefni að því að kynna mér metanstöð á Ítalíu og síðan ætla ég að sækja um áframhaldandi há- skólanám með vinnu.“ Sæmundur starfar sem stöðvar- stjóri hjá Olíufélaginu og sagðist hann vera mun hæfari starfsmaður eftir námið en hann var áður. Hann sagði að eitt af því sem kennt væri í náminu væri það að hafa metnað til sinna sínum störfum eins vel og kostur væri. Töluvert er síðan að Sæmundur sat síðast á skólabekk eða um 35 ár og sagði hann að það hefði verið skrýtið í byrjun að fara aftur í skóla. Í upphafi hafði hann verið hikandi um námið en það hafi horfið á fyrstu vikunum þegar hann hafi komist að því hversu ögr- andi þetta nám væri. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hildur Friðriksdóttir, verkefnisstjóri námsins, flytur ávarp við útskriftina. „Fagmennska lykil- orð í versluninni“ Verslunarskóli Íslands brautskráði um helgina fyrsta árgang- inn af verslunarfagnámsbraut sem er eins og hálfs árs nám

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.