Morgunblaðið - 22.05.2006, Side 38

Morgunblaðið - 22.05.2006, Side 38
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn HVAÐ GERÐIRÐU VIÐ SMÁKÖKURNAR MÍNAR? EITTHVAÐ VARÐ ÉG AÐ FÁ MÉR Í EFTIR- MORGUNVERÐ SVONA NÚ, SKRÍMSLASTU UPP Í BÍL GUNNI SÉR ÁSTU OG SIGGA. GUNNI HLEYPUR TIL ÁSTU OG SIGGA HVERNIG FINNST ÞÉR? FRÁBÆRT! EKKI HÆTTA AÐ LESA! SITTU ALVEG RÓLEGUR, SPENNAN FER AÐ MAGNAST ALVEG GÍFURLEGA ÁSTA OG SIGGI KUNNA AÐ SIPPA NIÐUR MEÐ KONUNGINN! NIÐUR MEÐ KONUNGINN! HVAÐ ER UM AÐ VERA? KONUNGURINN ER FASTUR UPPI Í TRÉ OG ÞARF HJÁLP VIÐ AÐ KOMAST NIÐUR! ÉG HELD AÐ HONUM LEIÐIST HEIL ÓSKÖP. ÞÚ ÆTTIR AÐ SPYRJA HANN HVORT HANN VILJI LEIKA SÉR AÐ ÞVÍ AÐ GRÍPA PRIK ERTU TIL Í AÐ KOMA AÐ GRÍPA PRIK? JÁ, MÉR SÝNIST HANN VILJA GRÍPA PRIK AF HVERJU BEINIR HÚN SKJÓLSTÆÐINGUM FREKAR TIL SIGURÐUAR EN MÍN? ÉG ÆTTI BARA AÐ SPYRJA HANA TAKK FYRIR AÐ BJÓÐA MÉR AFTUR Í MAT ALVEG SJÁLFSAGT. MUNDU SVO AÐ SETJA HUMARINN Í FRYSTI HANN VIRTIST MJÖG SÁR, ENDA RAKSTU HANN HANN VAR HEPPINN AÐ ÉG GERÐI EKKI MEIRA ÞÓ ÞAÐ SÉ BÚIÐ AÐ REKA MIG... ÞÁ VERÐ ÉG AÐ GERA EITT Í VIÐBÓT... Dagbók Í dag er mánudagur 22. maí, 142. dagur ársins 2006 Ekki alls fyrir lönguléði Víkverji máls á því að bæta þyrfti ör- yggi sundlaugargesta í Laugardalslauginni við Sundlaugaveg í Reykja- vík. Taldi Víkverji brýnt að settar yrðu plast- mottur á ganga innan- húslaugarinnar í Laug- ardal, í því skyni að koma í veg fyrir að gest- ir dyttu og slösuðu sig. Máli Víkverja til stuðn- ings var fyrirmynd sótt til Sundhallarinnar í Reykjavík, þar sem slíkar mottur koma í veg fyrir slys. Þá voru rök færð fyrir því að slík framkvæmd myndi spara ríkinu kostnað með því að koma í veg fyrir vinnutap sund- laugargesta af þessum völdum. Ef marka má viðbrögð umsjón- armanna sundlaugarinnar í Laug- ardal er þetta ekki talið brýnt úr- lausnarefni, því að ekkert hefur verið gert til að bæta öryggi gesta laug- arinnar með þessum hætti, þótt slíkt væri bæði ódýrt og afar einfalt. x x x Eftir að hafa imprað á þessarislysagildru á nýjaleik vill Vík- verji hvetja umsjónarmenn Laug- ardalslaugarinnar til að setja starfsmenn sína á enskunámskeið, þar sem þeim yrði kennt að afgreiða á ensku. Laugardalslaug er vinsæll ferðamanna- staður og því er það vart umsjónarmönnum hennar til sóma að af- greiðslumenn laug- arinnar geti ekki átt í einföldustu sam- skiptum á ensku. Þess- ir hnökrar á þjónustu laugarinnar eru reynd- ar ekkert einsdæmi. Þannig bendir margt til að Íslendingar hafi gert allt of lítið til að laga þjónustu sína að er- lendum gestum. Víkverji tók eftir þessu þegar hann brá sér austur fyrir fjall um helgina og gisti á hóteli á vinsælum ferðamannastað. Var þar borinn fram morgunmatur og greinilegt að vandað var til verka af starfsfólki hótelsins. Einn galli var þó á gjöf Njarðar. Engar upplýsingar á ensku lágu fyrir um hvaða matur var á borðum, þrátt fyrir að útilokað sé fyrir erlenda gesti að átta sig á því hvort t.a.m. sé verið að bjóða upp skyr, AB-mjólk eða jógúrt, fyrir utan hversu einföld slík tillitssemi er. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is         Moskva | Þessir gestir virtu fyrir sér sköpunarverk rússneska listamannsins Viktors Kirillovs í gær, á alþjóðlegri listkaupstefnu sem stendur nú yfir í Moskvu. Reuters Myndlist í Moskvu MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. (Hebr. 11, 1.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.