Morgunblaðið - 22.05.2006, Side 12
Oddvitar framboðslistanna í Garðabæ svara spurningum Morgunblaðsins um bæjarmálefni
Tveir listar takast á
Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson
Tveir framboðslistar eru í kjöri
í bæjarstjórnarkosningunum í
Garðabæ, D-listi Sjálfstæð-
isflokks og A-listi Bæjarlistans.
Sjálfstæðismenn mynda meiri-
hluta í bæjarstjórn en þeir
fengu fjóra bæjarfulltrúa af sjö
í síðustu kosningum. A-listinn
er sameiginlegur listi Fram-
sóknarflokks, Samfylkingar og
óháðra, sem býður nú
fram í fyrsta skipti. Ómar
Friðriksson lagði nokkrar
spurningar fyrir efstu menn
á framboðslistunum og fer röð
þeirra eftir stafrófsröð lista-
bókstafanna.
12 MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Á hvað leggur þú meg-
ináherslu við fjármálastjórn
Garðabæjar á komandi kjör-
tímabili? Gefið þið kjós-
endum einhver fyrirheit um
breytingar á álagningu op-
inberra gjalda og þjónustu-
gjalda?
„Bæjarlistinn leggur mikla
áherslu á góða fjár-
málastjórn. Hér eru allt of
háar álögur á barna-
fjölskyldur og leggjum við
því til að leikskólagjöld lækki
strax um 25% og síðan verði
í áföngum boðið upp á sex
gjaldfrjálsar stundir á leik-
skólum. Einnig ber að stefna
að afnámi fasteignaskatts á
einstaklinga með fulltingi Al-
þingis. Sú leið sem Sjálf-
stæðisflokkurinn er að leggja
til fyrir þessar kosningar
fyrir bæjarbúa, að fella niður
fasteignaskatt hjá tilteknum
hópi, stangast á við lög og er
því óframkvæmanleg. Sam-
kvæmt lögum um tekju-
stofna sveitarfélaga er heim-
ilt að lækka fasteignaskatt
hjá tekjulágum elli- og ör-
orkulífeyrisþegum. Lækkanir
á öðrum forsendum en til
tekjulágra í þessum hópum
eru því óheimilar nema til
lagabreytinga komi. Þar fyr-
ir utan stenst það vart jafn-
ræðissjónarmið stjórn-
arskrárinnar að mismuna
hópum samfélagsins við
skattlagningu.“
Með hvaða hætti vilt þú að
staðið verði að áframhald-
andi uppbyggingu í bænum
og framboði á lóðum í
Garðabæ á næsta kjör-
tímabili?
„Garðabær á að úthluta
aftur lóðum. Bærinn hefur
ekki svo heitið geti úthlutað
lóðum undanfarin tvö ár. Á
kjörtímabilinu á að úthluta
m.a. í Hnoðraholti til bæði
einstaklinga og verktaka. Á
kjörtímabilinu á einnig að
hefja undirbúning að bygg-
ingu á Garðaholti. Við viljum
gera ungu fólki auðveldara
að setjast að í Garðabæ, m.a.
með því að auka framboð
íbúðarhúsnæðis.“
Skýra stefnu
um miðbæinn
Telurðu þörf á frekari breyt-
ingum í skólakerfinu (leik-
skólum og grunnskólum) og
ef svo er, hver eru þá brýn-
ustu verkefnin?
„Garðabær á að hafa mik-
inn metnað í skólastarfi, það
er ekki nóg að berja sér á
brjóst og tala um valfrelsi.
Það á að leggja fjármuni í
þróunarstarf sem ekki er
gert í dag, einnig þarf að
leggja áherslu á endur-
menntun starfsfólks. Mjög
brýnt er að bærinn hafi
raunhæfa stefnu, það á ekki
að byggja skóla yfir engin
börn en allt virðist benda til
að næsta haust verði mjög fá
börn skráð í fyrsta bekk í
Sjálandsskóla og Flata-
skóla.“
Hvaða stefnu vilt þú að fylgt
verði í málefnum miðbæjar
Garðabæjar á kjörtíma-
bilinu?
„Bærinn á sjálfur að hafa
skýra stefnu um þann miðbæ
sem byggður verður en ekki
setja þann hluta fram-
kvæmdarinnar alfarið í hend-
ur verktaka sem hafa allt
aðra hagsmuni í huga en
hagsmuni íbúa Garðabæjar.
Við viljum að samningnum
við Klasa um uppbyggingu
miðbæjarins verði sagt upp
og byggt verði upp á Garða-
torgi í sátt við íbúa, versl-
unareigendur og þjónustuað-
ila. Þær tillögur sem hafa
verið uppi núna hafa mætt
mikilli andstöðu íbúa og
þannig á ekki að standa að
uppbyggingu.“
Á bæjarfélagið að beita sér
meira í málefnum aldraðra
og auka þjónustu sína við
eldri Garðbæinga á næsta
kjörtímabili?
„Sveitarfélögin í landinu
eiga að taka yfir þjónustu við
aldraða. Eldri Garðbæingar,
sem flestir hafa lagt grunn-
inn að bænum okkar, eiga að
njóta ótvíræðrar virðingar í
samfélaginu okkar. Við eig-
um ekki að samþykkja bið
eftir heilsugæslu, takmark-
aða heimaþjónustu og óraun-
hæfa kosti í íbúðarmálum.
Þjónustu við aldraða þarf
að stórauka með því að efla
heimaþjónustu og fjölga
hjúkrunarrýmum fyrir eldri
Garðbæinga. Þjónustuna
þarf að sníða betur að þörf-
um eldri borgara, meðal ann-
ars með því að aðstoða þá
með alls kyns viðvik sem
tengjast heimilinu, hvort sem
um er að ræða snjómokstur
eða garðslátt. Með þessu
tryggjum við að eldri
Garðbæingar geti búið sem
lengst í eigin húsnæði. Nú-
verandi aðstaða í Holtsbúð
er óþolandi, að á árinu 2006
þurfi fólk að búa í tvíbýli er
eitthvað sem við eigum ekki
að sætta okkur við.“
Steinþór Einarsson, A-lista Bæjarlistans
Leikskólagjöld
lækki strax um 25%
Steinþór Einarsson
Á hvað leggur þú meg-
ináherslu við fjármálastjórn
Garðabæjar á komandi kjör-
tímabili? Gefið þið kjósendum
einhver fyrirheit um breytingar
á álagningu opinberra gjalda
og þjónustugjalda?
„Stöðugleiki í rekstri bæj-
arfélagsins hefur verið að-
alsmerki meirihluta sjálfstæð-
ismanna í Garðabæ um árabil.
Fasteignaskattur er 0,24% og
útsvar 12,46% sem er það
lægsta sem gerist meðal sveit-
arfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu. Fái Sjálfstæðisflokkurinn
umboð til þess mun hann fella
niður fasteignaskatt af íbúðar-
húsnæði 70 ára og eldri í
áföngum á þremur árum og
leikskólagjöld 5 ára barna
verða felld niður að sama
marki og væru þau í grunn-
skóla.“
Með hvaða hætti vilt þú að
staðið verði að áframhaldandi
uppbyggingu í bænum og
framboði á lóðum í Garðabæ á
næsta kjörtímabili?
„Garðabær býr mjög vel
hvað gott byggingarland varð-
ar. Útlit er fyrir mikla upp-
byggingu í bænum á næstu ár-
um. Stefna sjálfstæðismanna í
Garðabæ er að jafnræði sé
milli framboðs á lóðum í eigu
bæjarfélagsins og einkaaðila.
Lóðum verður úthlutað í sam-
ræmi við úthlutunarreglur
Garðabæjar og þær seldar á
sanngjörnu matsverði.“
Áhersla á valfrelsi
Telurðu þörf á frekari breyt-
ingum í skólakerfinu (leik-
skólum og grunnskólum) og
ef svo er, hver eru þá brýnustu
verkefnin?
„Leik- og grunnskólar í
Garðabæ eru í fremstu röð.
Lögð er áhersla á valfrelsi í
rekstrarformi og hug-
myndafræði. Í stefnuskrá
sjálfstæðismanna stendur m.a.
að hugað verði að stofnun
verk- og starfsnámsdeildar við
Garðaskóla og að þjónusta
verði bætt við þá nemendur
sem búa lengst frá skólunum
með því að koma á fót innan-
bæjarsamgöngum í tengslum
við stundatöflu skólanna.
Stefnt skal að því að nem-
endur í 8.–10. bekk hafi val um
skóla innan Garðabæjar. Leik-
skólinn er fyrsta skólastigið.
Nám 5ára barna verður tengt
enn frekar við þá kennslu sem
fer fram í grunnskólum.“
Hvaða stefnu vilt þú að fylgt
verði í málefnum miðbæjar
Garðabæjar á kjörtímabilinu?
„Ég vil taka myndarlega á
málefnum miðbæjarins í
Garðabæ. Fjölmargar tilraunir
til að blása lífi í miðbæinn hafa
alltaf mistekist til þessa þannig
að hugmyndir um að skipu-
leggja og byggja upp nýjan
miðbæ, er nær frá Garðatorgi
að Hafnarfjarðarvegi, eru mér
mjög að skapi. Í stefnuskrá
okkar stendur að skipulags-
vinnu við nýjan miðbæ í Garða-
bæ verði hraðað og fram-
kvæmdir hefjist á árinu 2007.
Mikil verðmæti liggja í lóðum í
eigu Garðabæjar á þessu svæði
og gatnagerðargjöld af fyr-
irhuguðum byggingum nema
háum upphæðum. Það er því
mikið fjárhagslegt hagsmuna-
mál fyrir Garðbæinga að vel
takist til svo ekki sé talað um
lífsgæðin sem fólgin eru í góð-
um, vel skipulögðum og fal-
legum miðbæ.“
Á bæjarfélagið að beita sér
meira í málefnum aldraðra og
auka þjónustu sína við eldri
Garðbæinga á næsta kjör-
tímabili?
„Það er eitt af stefnumálum
okkar sjálfstæðismanna að
setja málefni eldri bæjarbúa í
forgang. Við meinum það sem
við segjum og Garðbæingar
hafa kynnst því um langt ára-
bil við stöndum við okkar fyr-
irheit. Við höfum undirbúið
byggingu nýs hjúkrunarheim-
ilis það sem rýmum verður
fjölgað og áhersla verður lögð
á einbýli.
Heimilisaðstoð verður stór-
efld. Val vegna heimilis-
aðstoðar verður aukið og kom-
ið að auknu valfrelsi um
þjónustu við eldri bæjarbúa.
Hvatapeningum verður út-
hlutað til eldri bæjarbúa til að
stuðla að aukinni hreyfingu,
heilsurækt og samneyti við
aðra. Lögð verður áhersla á
aukið framboð á hentugu hús-
næði fyrir eldri bæjarbúa í
Garðabæ. Leitast verður við
að í boði verði mismunandi bú-
setu- og eignarform. Sam-
tökum eldri bæjarbúa verður
séð fyrir lóðum til að byggja
hentugt húsnæði fyrir fólk
sem vill minnka við sig. Starf-
semi Garðabergs, fé-
lagsmiðstöðvar fyrir eldri bæj-
arbúa, verður efld og
jafnframt verður skipulögð
starfsemi nýrrar félagsmið-
stöðvar eldri bæjarbúa sem
tekin verður í notkun í Jóns-
húsi á Sjálandi árið 2007. Bæj-
aryfirvöld munu beita sér fyrir
því að málefni eldri bæjarbúa
færist alfarið frá ríki yfir til
sveitarfélaga.“
Erling Ingi Ásgeirsson, D-lista Sjálfstæðisflokks
Afnema fasteigna-
skatt 70 ára og eldri
Erling Ingi Ásgeirsson