Morgunblaðið - 22.05.2006, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 25
verið símar hjá einum eða fleiri alþingis-
mönnum í hverju tilfelli.
Guðni segist engar heimildir hafa fyrir
því að stundaðar hafi verið símahleranir á
árunum 1949–1968 án dómsúrskurðar, og
segir að á þessum árum hafi alltaf verið til
staðar heimild í lögum til þess að hlera
síma „þegar öryggi landsins krefst þess
eða um mikilsverð sakamál er að ræða,
enda hafi dómsmálaráðherra í hvert skipti
fellt skriflegan úrskurð um, að svo skuli
gert og um hvaða tímabil,“ eins og segir í
lögum um fjarskipti frá 1941.
Í erindi sínu á Söguþingi í gær lagði
Guðni einnig mat á þessar nýju upplýs-
ingar um símahleranir stjórnvalda, og
hvort um pólitískar njósnir hafi verið að
ræða. Hann sagði það sitt mat að verjandi
hafi verið að hlera síma þegar Ísland gekk
í Atlantshafsbandalagið í mars 1949.
Heiftin hafi verið mikil, og Þjóðviljinn hafi
birt greinar þar sem hörðum átökum var
hótað. „Mér sýnist stjórnvöldin hafa haft
réttmæta ástæðu til að ætla að Alþingi
yrði hindrað í störfum sínum,“ sagði
Guðni. Hann sagðist ennfremur þeirrar
skoðunar að réttlætanlegt hafi verið að
hlera síma árið 1951, fyrst þegar Eisen-
hower kom, og síðar þegar Bandaríkjaher
kom hingað til lands. Þær ákvarðanir verði
að skoða í því ljósi að kalda stríðið var í al-
gleymingi, Kóreustríðið hafi blossað upp,
og yfirmenn öryggismála hafi notið leið-
sagnar Bandaríkjamanna, sem og starfs-
bræðra sinna í Noregi og Danmörku.
„Mér finnst líklegt að þeir hafi fengið
þau skilaboð að símahleranir væru illnauð-
synlegt öryggistæki í baráttunni við
heimskommúnismann. Og ekki vantaði ís-
lenska sósíalista þá sannfæringu á þessum
árum að þeir gætu þurft að beita ofbeldi í
nafni hugsjónanna. Hatrammir andstæð-
ingar þeirra höguðu sér eftir því,“ sagði
Guðni.
„Ég tel aftur á móti að þær hleranir sem
fram fóru þegar Alþingi fjallaði um land-
helgissamninginn við Breta árið 1961 orki
mjög tvímælis. Engar vísbendingar eru
um undirbúning fjöldamótmæla eins og
1949, og þarna voru hleraðir símar fjög-
urra alþingismanna á sama tíma og þingið
hafði mikilvægt málefni til umfjöllunar.
Þessar hleranir nálgast pólitískar njósn-
ir.“
Hvað varðar símahleranir vegna komu
Lyndon B. Johnson til landsins árið 1963
sagði Guðni að það verði að skoða í sam-
hengi við tíðarandann. Það sama ár hafi
orðið uppvíst um „klaufalega tilburði sov-
éskra KGB-manna“ til þess að fá íslenskan
mann til að njósna fyrir sig, og æðstu yf-
irmenn öryggismála hafi talið að fyrst and-
stæðingarnir beittu þess konar aðferðum
væri þeim leyfilegt að beita öllum brögð-
um sem heimildir voru til í lögum í baráttu
gegn þeim.
Fram kom þó að fyrirhuguð mótmæli
vegna komu Johnson áttu að vera í alla
staði friðsamleg, og því virðast viðbrögð
stjórnvalda, að grípa til þess ráðs að hlera
síma fjölda fólks, í það minnsta óvenju
harkaleg, ef ekki hreinlega óþörf, sagði
Guðni.
Það vekur alvarlegar spurningar að árið
1968 eru hleraðir símar hjá tveimur al-
þingismönnum, þegar ljóst var að þær
óeirðir sem stjórnvöld óttuðust að brytust
út voru ekki að undirlagi ákveðins stjórn-
málaflokks, sagði Guðni. Mótmælin voru
skipulögð af Æskulýðsfylkingunni, sem
hafði lítil tengsl við Alþýðubandalagið á
þessum tíma.
stjórnvöld hleruðu síma í sex tilvikum á árunum 1949–1968 með dómsúrskurðum
fengust úr hlerunum eytt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
a Söguþinginu lauk í gær, en þar var kynntur fjöldi rannsókna sem unnið er að í sagnfræði og tengdum greinum. brjann@mbl.is
svo á að 1949 stæði til að hindra Alþingi í störf-
að símar yrðu hleraðir.
1968 Samtök hernámsandstæð-
inga boðuðu mótmæli vegna fyr-
irhugaðs fundar utanríkisráðherra
Atlantshafsbandalagsins hér á
landi í júní 1968 og þótti lög-
gæsluyfirvöldum það ekki boða
gott að skömmu áður voru slag-
orð máluð á herskip bandalags-
ríkja í Reykjavíkurhöfn, sagði
Guðni Th. Jóhannesson, sagn-
fræðingur.
Dómsmálaráðuneytið skrifaði
því yfirsakadómara bréf þar sem
fram kom að borist hefðu út
fregnir af undirbúningi óeirða
vegna fundarhalda Atlantshafs-
bandalagsins, ef til vill með „þátt-
töku sérþjálfaðra erlendra aðila,“
eins og segir í bréfi ráðuneytisins.
Sagði Guðni að sérþjálfuðu er-
lendu aðilarnir hefðu verið grískir
útlagar sem vildu mótmæla því að
hópur herforingja rændi völdum í
landinu árið áður. Þann 8. júní
veitti yfirsakadómari leyfi sitt til
að hlera 17 símanúmer þar til
fundur ráðherrana væri afstaðinn.
Tvö símanúmer voru hleruð hjá
Sósíalistaflokknum og eitt hjá
Verkamannafélaginu Dagsbrún,
Dagfara, Þjóðviljanum, Æskulýðs-
fylkingunni og MÍR, menningar-
tengslum Íslands og ráðstjórn-
arríkjanna. Að auki voru tíu
heimilissímar hleraðir, þar af hjá
tveimur alþingismönnum.
Þann 24. júní var fundur utan-
ríkisráðherrana settur í Há-
skólabíói og voru mótmælendur
þar fyrir utan. Mótmælendurnir
héldu svo á fund í Vatnsmýrinni á
meðan ráðherrarnir funduðu í
Háskólanum, en þegar mótmæl-
endur sáu að engin gæsla var á
leiðinni upp að Háskólanum varð
freistingin of mikil og þeir settust
á tröppurnar með spjöld og skilti,
hrópandi slagorð gegn Atlants-
hafsbandalaginu, Víetnamstríðinu
og herforingjunum í Grikklandi,
sagði Guðni. Úr því urðu dálítil
slagsmál þegar lögregla ruddi
tröppurnar.
Atlantshafs-
bandalagið
fundar
1963 Í september 1963 var von á Lyndon B. Johnson, varaforseta Banda-
ríkjanna, hingað til lands og ákváðu samtök herstöðvarandstæðinga að
nota tækifærið og mótmæla erlendri hersetu á Íslandi, sagði Guðni Th.
Jóhannesson sagnfræðingur.
Samtökin létu lögreglustjóra vita af því bréflega að ætlunin væri að
mótmæla á meðan fundur Johnson stæði í Háskólabíói og afhenda honum
þar mótmælaorðsendingu. „Samtök hernámsandstæðinga leggja höf-
uðáherslu á að þessi atburður fari fram með fyllstu kurteisi og frið-
semd,“ segir í bréfinu.
Eitthvað voru yfirvöld efins um friðarhug mótmælenda og dóms-
málaráðuneytið skrifaði sakadómara bréf þar sem óskað var eftir heim-
ild til að hlera sex símanúmer, þar sem óspektir gætu verið í vændum.
Heimildin var veitt og hlerað var eitt símanúmer Þjóðviljans, eitt númer
Sósíalistaflokksins, annað hjá Sósíalistafélagi Reykjavíkur og eitt hjá
Dagfara og Samtökum herstöðvarandstæðinga, auk síma tveggja ein-
staklinga, en annar þeirra var alþingismaður.
Fallist var á að veita leyfi til mótmæla, að uppfylltum ströngum skil-
yrðum, m.a. um að autt svæði yrði milli mótmælenda og Háskólabíós. Það
gekk þó ekki eftir og segir Guðni menn hafa lent saman í einni þvögu,
hernámsandstæðingar gegn félögum í Varðbergi, félagi ungra áhuga-
manna um vestræna samvinnu, þó einhvern veginn hafi tekist að færa
Johnson mótmælin.
Varaforseti BNA til Íslands
Mótmæli brutust út þegar Lyndon B. Johnson heimsótti Ísland 1963, en
margir fögnuðu líka komu hans.
1961 Í Lok febrúar 1961 lá fyrir
samkomulag milli íslenskra og
breskra stjórnvalda um lausn á
deilu um 12 mílna landhelgi Ís-
lands, sem hafði verið ástæða
Þorskastríðs milli þjóðanna. Óvissa
ríkti um hvernig almenningur
myndi bregðast við samkomulag-
inu, og jafnvel ótti um að mótmæli,
hliðstæð þeim sem urðu þegar Ís-
land gekk í Atlantshafsbandalagið,
yrðu, sagði Guðni Th. Jóhannesson
sagnfræðingur.
„Allur er varinn góður, hugsa
æðstu valdhafar með sér. Eitthvert
lið manna er tilbúið að verja þingið,
líkt og forðum daga, og 26. febrúar
1961 leggur dómsmálaráðuneytið
til við sakadómara að 14 símar
verði hleraðir,“ sagði Guðni.
Hann vitnaði í gögn, þar sem
rökstuðningur ráðuneytisins kom
fram: „Óttast má að tilraunir verði
gerðar til að trufla starfsfrið Al-
þingis á næstu dögum en þar verða
til umræðu málefni, sem valdið hafa
miklum deilum á þessu þingi og
einnig valdið hótunum um ofbeldis-
aðgerðir, er til frekari meðferðar
kemur á því, þannig að öryggi rík-
isins geti stafað hætta af …“
Eins og áður féllst sakadómari á
að láta hlera símanúmerin 14. Þrjú
þeirra tengdust Alþýðubandalag-
inu, þ.e. hjá Sósíalistaflokknum,
Sósíalistafélagi Reykjavíkur og
Æskulýðshreyfingunni, ungliða-
samtökum sósíalista. Þrjú síma-
númer voru skráð hjá Verka-
mannafélaginu Dagsbrún, en að
auki var sími Alþýðusambands Ís-
lands hleraður. Ekki var hlerað hjá
Þjóðviljanum, en hlustað var á síma
Dagfara, tímarits Samtaka her-
stöðvarandstæðinga.
Samningurinn við Breta var sam-
þykktur á Alþingi og í þingsal líkti
stjórnarandstaðan honum við land-
ráð, segir Guðni. Á þingpöllum og
utan dyra var þó allt með kyrrum
kjörum og ekkert varð út mótmæl-
um sem stjórnvöld töldu sig geta
búist við.
Landhelgis-
samningar
við Breta
gregluyfirvöld hafi komist á snoðir um að
undan eftir fund í fulltrúaráði Sósíalista-
n 23. apríl 1951. Þar var rætt um að 1. maí
ð yrði gert í tilefni dagsins. Ekkert kom þó
m benti til þess að æsingar hefðu verið í
h. Jóhannesson, sagnfræðingur.
anlega verið á tánum vegna þess að til stóð
mi hingað til lands eftir fjarveru frá árinu
áðuneytið bréf til sakadómara og sagði lög-
telja að friði og reglu gæti stafað hætta af
egra aðgerða í öryggismálum landsins,“ seg-
l að 25 símanúmer yrðu hleruð og fékkst
mara.
r símanúmer Þjóðviljans, fjögur hjá Sósíal-
um honum tengdum og eitt símanúmer hjá
agsbrún. Að auki voru 16 heimasímar hler-
hjá alþingismönnum. Þann 2. maí var síma
ætt á listann. Þremur dögum seinna komu
mahlerunum linnti þann dag, en ætla má að
æstu daga, sagði Guðni.
daríkjahers til Íslands