Morgunblaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING NÚ STENDUR yfir í Hafnarhúsinu hin árlega útskriftarsýning Listahá- skóla Íslands. Að þessu sinni sýna 70 nemendur úr myndlistardeild, hönnun og arkitektúr. Þrívíð hönnun og grafísk hönnun eru spyrtar saman í sal safnsins á neðri hæð. Farin hefur verið sú leið að hólfa ekki rýmið niður heldur búa til heildarstemmningu með stafaflúri á súlum og er það vel til fundið. Þarna kennir ýmissa grasa. Sumir hönnuðir vinna með fag- urfræði hversdagslífsins og hanna nýtt viðmót fyrir sjónvarp eða leiða- kort fyrir strætó. Sófapúðar eru ekki allir þar sem þeir eru séðir, reiðhjólið er hugsað upp á nýtt líkt og umhverfisvæn rafmagnsbifreið. Borgarskipulag og náttúra koma við sögu: Hannaður hefur verið grasi vaxinn steypuveggur þar sem gert er ráð fyrir hinu lífræna í um- hverfi okkar og meðfærilegt tjald tekur örskotsstund í uppsetningu. Hugsað er fyrir gjafavörum í bland við grótesku: Hægt er að kaupa súkkulaðitær eða hnúa handa elsk- unni sinni undir yfirskriftinni „ég vil éta þig“ eða gefa 8 ára börnum og eldri fiskbein til að smíða „mód- el“ sem minnir á skrímsli úr Alien. Síðastnefnda verkið er fag- urfræðilega á mörkum frjálsrar myndlistar og hönnunar eins og lit- ríkt bútasaumsteppi þar sem unnið er með reynslu kvenna og ímynd- arheim ungra stráka. Þar er hand- verkið í fyrirrúmi líkt og í mynst- urbók fyrir prjónavettlinga þar sem sótt er í þjóðlega hefð. Dálítið er unnið undir þjóðlegum áhrifum í verkum fatahönnuða í E- sal safnsins á efri hæð þar sem rík efniskennd og fjölbreytileg form- skynjun nýtur sín í mikilli hug- myndaauðgi. Þar er nokkuð um rúmfræðileg mynstur og rúm- fræðilega „uppbyggingu“ efna sem myndar skemmtilegt samspil við út- skriftarverkefni arkitektúrnema hinum megin í salnum sem felst í hönnun alþjóðahúss á Landakots- túni. Þar má skoða tillögur sem gera ýmist ráð fyrir hefðbundnum, nokkurn veginn „ferhyrndum“ byggingum en aðrar endurspegla tilraunir með ólík form. Þar er mis- mikið tillit tekið til umhverfisins en vonandi munu hinir ungu framtíð- ararkitektar með tímanum draga skynsamlegar ályktanir af skipu- lagsmistökum sem við blasa. Reyndar eiga allar tillögurnar það sameiginlegt að gera ráð fyrir lág- reistum byggingum, sumar eru jafnvel að miklu leyti niðurgrafnar. Ein tillagan sker sig úr fyrir straumlínulögun sem minnir á æv- intýraleg híbýli Barbapabba. Myndlistardeildin teygir sig vítt og breitt um ganga og sali líkt og eitt verkið – „eldtunga“ úr korn- deigi – sem hlykkjast um rýmið. Deigið er ómótað og hefur sig á táknrænan hátt í anda hinna nýút- skrifuðu myndlistarnema. Þar má fyrst og fremst greina áhrif frá straumum og stefnum í alþjóðlegri samtímamyndlist á kostnað sögu- legrar vitundar eða vísunar í stað- bundið umhverfi: Nemendurnir virðast forðast vísun í náttúru Ís- lands og sækja ekki í menningar- hefðir en hið nýlega endurhannaða Þjóðminjasafn Íslands er dæmi um óþrjótandi brunn á þeim vettvangi. Annarleikinn, rými og sjálfs- skoðun myndlistarmannsins hafa verið áberandi í myndlistinni og endurspeglast slíkar áherslur á út- skriftarsýningunni. Eitt verkið miðlar ferskri sýn á sjálfið, en þar er um að ræða „sjálfsmyndir“ sem teiknaðar hafa verið af öðrum, svo sem öðrum myndlistarnemum, ólærðu fólki og börnum, og felur verkið í sér könnun á hinu sjálf- sprottna og fagurfræðilegri fram- setningu. Verk sem fjalla um ann- arleikann hafa á sér fantasíukenndan blæ með áherslu á frásögnina, teikningu og jafnvel klippitækni í anda súrrealistanna. Lítið er um málverk á sýningunni og eru þau af óhlutbundnum toga þar sem gerðar eru tilraunir með efnisáferð og tækni. Innsetning- arformið er áberandi á sýningunni þótt erfitt sé að vinna með rými þar sem svo mörg verk eru saman kom- in. Þar eru hlið við hlið jafnólík verk og afbökuð líkamsform, sem úr vell- ur mjólkurlitur vökvi eða annað tor- kennilegt innihald, og varasöm „að- staða“ fyrir hjólabrettafólk, smíðuð úr timbri sem felur í sér ótal hindr- anir. Nokkuð er um myndbands- verk og ljósmyndir. Þar er m.a. unnið með ytra rými. Ummyndun rýmis er umfjöllunarefni mynd- bandsverks þar sem skurðgröfur skera í landslag, sem gæti verið á Kárahnjúkum, og í borgarbyggð. Eitt ljósmyndaverk fjallar um það hvernig einstaklingar skapa sér eig- ið rými og leita síns staðar í tilver- unni og hversdagsleikanum. Um- myndun efnisveruleikans á sér stað í verkum sem minna á kælikassa annars vegar og gróðurhús hins vegar. Sýningarstjórar hafa skapað sterka heildarumgjörð um fjöl- breytt verk. Útskriftarnema skortir hvorki metnað, fagmennsku né and- ríki. Þeir hafa dafnað í gróðurhús- aumhverfi skólans undanfarin 3 ár og útskrifast nú með BA-gráðu í myndlist, hönnun eða arkitektúr. Næsta verkefni er framhaldsnám eða tilraun til að festa rætur í hörð- um markaðsheimi og þá er gott að hafa í huga að lífríkinu þrífast ólík- ar jurtir og það er þrautseigjan sem gildir. Deig í mótun MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Opið alla daga frá 10–17. Sýningin stendur til 25. maí 2006. Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands Morgunblaðið/Eggert „Sýningarstjórar hafa skapað sterka heildarumgjörð um fjölbreytt verk. Útskriftarnema skortir hvorki metnað, fagmennsku né andríki,“ segir m.a. um útskriftarsýningu nemenda Listaháskóla Íslands að þessu sinni. Anna Jóa ÓPERAN Le Pays (Föðurlandið) eftir Joseph-Guy Ropartz verður flutt á Listahátíð 26. og 27. maí. Atburðir óperunnar eiga sér stað á Íslandi og segir sagan frá frönsk- um sjómanni, sem bjargast við illan leik eftir fárviðri og skipbrot, og ástum hans og bóndadótturinnar Kötu. Verkið samdi Ropartz í byrjun síðustu aldar en segja má að óper- an hafi gleymst og vissu íslenskir tónlistarspekúlantar ekki af efni verksins fyrr en Leifur Árnason at- vinnuflugmaður, tónlistarunnandi og grúskari rambaði fyrir tilviljun á upptöku með verkinu: „Ég las einhvers staðar í bók að sannir tón- listarunnendur yrðu endilega að heyra þriðju sinfóníuna eftir þenn- an Ropartz því að hún væri sann- kallað meistaraverk,“ segir Leifur af þeirri slóð sem leiddi hann að Le Pays. „Ég skrifa þetta hjá mér. Svo er ég, starfsins vegna, víðs- vegar á flakki um heiminn, leita víða en finn ekki verkið. Ég var staddur í Belgíu, í Liège, og vapp- aði þar inn í geisladiskabúð með notuðu og nýju og það var loksins þar sem ég fann þriðju sinfóníu Ropartz. Ég fór að hlusta og heyrði að þetta var yndisleg sinfónía fyrir fjóra einsöngvara, kór og hljóm- sveit, afskaplega fallegt verk. Ég var svo feginn að hafa kynnst þessu verki að ég las mér meira til og sá að Ropartz hefði líka samið óperuverk. Að sjálfsögðu langaði mig að hlusta á óperu manns sem hafði samið svona fallega sinfóníu og hripaði þetta niður á minnismið- ann minn.“ Síðan líður og bíður því að Leifur finnur ekki óperu Ropartz fyrr en hann er staddur í Boston, í Virgin- Megastore tónlistarbúð: „Þar fletti ég í hillunum og rekst á splunku- nýja útgáfu af Le Pays, líkast til fyrsta upp- takan af verkinu á geisladiski. Ég gaumgæfi disk- inn ekki nánar heldur sting hon- um bara feginn í pokann minn. Á leið heim til Íslands næstu nótt dettur mér í hug að kíkja á bækl- inginn sem fylgir upptökunni og sé þá fljótlega að orðið Seyðisfjörður kemur þar fram. Til að gera langa sögu stutta var það mitt fyrsta verk þegar ég lenti að hafa sam- band við Jónas Ingimundarson „pí- anósöngvara“ og segja honum hvernig var og bað hann mig að koma til sín með hraði.“ Byggð á sönnum atburðum Talið er að óperan sé grundvöll- uð á sönnum atburðum en Ropartz byggir söguþráðinn á smásögunni „L’Islandaise“ (Sú íslenzka) eftir rithöfundinn Charles Le Goffic. El- ín Pálmadóttir blaðamaður hefur rannsakað efni bókarinnar og telur líklegt að um sé að ræða sögu stýrimannsins Legarff sem bjarg- aðist einn þegar fimm franskar skútur fórust 1873 í Lóni, utan við Hornafjörð. Hlúð var að Legarff á bænum Vestra-Horni þar sem Leg- arff braggaðist. Þegar hann hélt af landi brott með frönsku eftirlits- skipi kvöddu heimamenn á bænum hann, og var þar á meðal ung kona sem grét sáran. Um borð í skipinu var blaðamaðurinn Georges Ara- gon, og mun líklegt talið að Legarff hafi sagt honum alla söguna á leið- inni heim, og birti Aragon grein um atburðina í blaðinu Revue des deux mondes. „Þessi ópera er sérstök að því leyti að meginþema óperunnar er ekki ást og afbrýðisemi, eins og oftast er með óperur, heldur fjallar hún um heimþrá,“ segir Leifur. Í óperunni segir af bretónska sjómanninum Tual, Jörundi Egils- syni bónda sem finnur Tual þar sem hann er við að hverfa í kvik- syndi, og Kötu dóttur hans sem hlúir að sæfaranum. Með Tual og Kötu takast ástir og biður Kata hann að sverja við hrafnagjá þar um slóðir að hann fari ekki frá henni. Með vorinu fregnar Tual af frönskum skútum á miðunum og yfir hann hellist heimþrá. Hann hleypir af stað á hesti sínum til móts við skipin og styttir sér leið um hættulega hrafnagjána. Kata eltir barnsföður sinn til þess eins að sjá hann hverfa með hesti sínum í kviksyndi, þar sem hrafnarnir sveima yfir. Le Pays, Föðurlandið, verður flutt í porti Hafnarhússins, 26. maí kl. 20 og 27. maí kl. 16. Kurt Kopecky stjórnar Sinfón- íuhljómsveit Íslands og einsöngv- arar eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson og Gunnar Guð- björnsson. Stefán Baldursson leik- stýrir, Filippía Elísdóttir hannar búninga og leikmynd og Björn Bergsteinn Guðmundsson sér um lýsingu. Dansari er Lára Stef- ánsdóttir. Tónlist | Leifur Árnason rakti slóð óperunnar Le Pays milli heimsálfa, þar til hann fann upptöku Grúskarinn fundvísi Morgunblaðið/RAX Frá Belgíu til Boston: Leifur Árnason, atvinnuflugmaður, tónlistarunnandi og grúskari. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Joseph Guy-Marie Ropartz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.