Morgunblaðið - 22.05.2006, Side 26
26 MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
NÚ ER nýfallinn dómur í máli
hins opinbera á hendur starfs-
manna nokkurra fyrirtækja við
Kárahnjúka. Allir hlutaðeigandi
voru sýknaðir en um-
ræðan um öryggis-
stjórnun heldur áfram
sem aldrei fyrr. Þörf
er á að hið opinbera,
fyrir hönd vinnandi
fólks í landinu, taki til
við að samræma að-
ferðir og gefa út leið-
beinandi efni um
áhættustýringu, sam-
skipti og greiningu
áhættu í umhverfi fyr-
irtækja sem fyrst. Það
er algerlega nauðsyn-
legt að samfélagið nái
að draga lærdóm af þeim atvikum
sem átt hafa sér stað á síðustu
misserum.
Þjóðfélagið notar áhættustjórnun
til að geta átt við flókið, nútímalegt
samfélag sem við skiljum ekki og
ráðum oft illa við. Nú hefur áhættu-
stjórnun tekið á sig nýjar myndir
þar sem stór fyrirtæki forðast lög-
sóknir til að vernda sinn rekstur.
Einnig hafa opinberar kröfur auk-
ist, einmitt sem tilraunir hins op-
inbera til að stýra fyrrgreindu sam-
félagi. Í flóknu umhverfi eins og
risastórum byggingarverkefnum
eru starfsmenn að meta áhættu
daglega, oft á dag. Þeir sem stýra
áhættunni leita því leiða til að
greina, meta og hlutgera áhættuna,
í þeim tilgangi að stýra henni og
koma á hana einhverskonar bönd-
um. Áhættusamskipti eru kjarni
áhættustjórnunar og áhættustjórn-
un er í miðju allrar mannlegrar
vinnu. Öryggisstjórar bera ábyrgð á
að þróa, innleiða og viðhalda opnum
samskiptaleiðum sem gagngert eru
til að draga út áhættu starfsmanna.
Hlutverk öryggisstjóra er að
safna upplýsingum um mögulegar
hættur, möguleika á atvikum og
hugsanlegar afleiðingar þeirra.
Samskipti öryggis-
stjórans varðandi þess-
ar hættur við aðra
starfsmenn eru kjarni
áhættusamskipta. Það
má aldrei gleyma mik-
ilvægi almennra
starfsmanna í þessum
samskiptum, þeir eru
ein helsta upplýs-
ingaæð stjórnenda
varðandi hugsanlegar
hættur í umhverfi fyr-
irtækisins. Skipurit
áhættusamskipta er
ekki dæmigert skipurit
verkefna sem flæða niður eins og
árfarvegur, heldur lítur það út eins
og köngurlóarvefur sem nær í öll
horn félagsins og allir starfsmenn
hafa greiðan aðgang að. Það fyrsta
sem stjórnendur gera við gerð
verkáætlunar er að koma upp þess-
um köngurlóarvef og fastmóta sam-
skiptareglur varðandi áhættu. Eftir
að hafa lesið dóm héraðsdóms sýn-
ist mér samskiptaferli varðandi ör-
yggismál ekki hafa verið nægilega
gott í stjórnskipulagi Kára-
hnjúkaverkefnisins.
Ein helsta hættan í áhættu-
samskiptum er ímynduð einangrun
starfsmanna. Starfsmaður sem
mætir mótstöðu, upplifir skammir,
háðung eða vantrú þegar hann til-
kynnir um mögulega áhættu í um-
hverfinu mun ekki reyna að koma
slíkum upplýsingum til stjórnenda
aftur. Einnig munu millistjórnendur
sem fá þau skilaboð að þeir séu
óhæfir ef einhver atvik koma upp,
reyna að fela þau atvik sem á eftir
koma. Áhættusamskipti þurfa því
að vera einstaklega „notendavæn“
þar sem almennir starfsmenn taka
virkan þátt í gerð áhættumats, við-
bragðsáætlana og annarri vinnu
sem tengist því að reyna að draga
úr hættum í umhverfi þeirra.
Öryggissamskipti snúast um sí-
endurtekin samskipti manna á
milli og þau verða að vera:
Til þeirra sem þarfnast upplýs-
inganna.
Á réttum tíma.
Með leiðbeiningum um hvað
skuli gera við tilteknar að-
stæður.
Á þann veg að afleiðingar þess að
hlíta ekki leiðbeiningum séu skýrar.
Annað sem öryggisstjórnendur
þurfa að gera sér grein fyrir er að
skynjuð áhætta er sjaldnast sú
sama. Hver einstaklingur horfir á
áhættu með sínum augum. Áhætta
eins starfsmanns þarf í rauninni
ekki að vera áætluð raunveruleg af
stjórnendum, hún er þó túlkuð sem
slík af honum, og það er nóg til að
mark skuli tekið á henni. Til að tak-
ast á við þetta þurfa stjórnendur að
taka upp samræmdar aðferðir við
áhættumat og leiðir til að draga úr
áhættu. Þessar reglur hefur hið op-
inbera dregið úr hófi fram að sam-
ræma og er mál til komið að bót
verði þar á.
Áhættusamskipti bætt með
virkri öryggisstjórnun
Eyþór Víðisson fjallar um dóm
vegna slyss við Kárahnjúka ’ Þessar reglur hefur hiðopinbera dregið úr hófi
fram að samræma og er
mál til komið að bót verði
þar á.‘
Eyþór Víðisson
Höfundur er öryggisfræðingur
hjá Öryggismiðstöðinni.
ÞEGAR fólk
ákveður að hefja há-
skólanám eftir að
hafa verið á vinnu-
markaðnum í mörg
ár, þá spyr það sig
óneitanlega að því
hvort slík ákvörðun
komi til með að skila
ávinningi síðar meir. Það getur
verið stór ákvörðun að segja upp
starfi sínu til að hefja fullt nám,
ekki síst þegar fólk hefur bundið
sig fjárhagslega og stofnað fjöl-
skyldu.
Það var því mörgum kærkomið
tækifæri þegar Háskólinn í
Reykjavík bauð í fyrsta sinn
haustið 2001 upp á þann mögu-
leika að stunda háskólanám með
vinnu (HMV) í viðskiptafræði. Við
undirritaðar ákváðum haustið 2003
að velja þessa leið og var það ekki
síst vegna þess að við gátum fyrst
stefnt á að ljúka diplómanámi sem
er helmingi styttra nám en BSc-
námið. Ef áhugi og aðstæður væru
enn fyrir hendi væri síðan hægt
að ljúka BSc-námi. Með því að
velja þetta fyrirkomulag gefst
nemendum kostur á að kynnast
náminu án þess að fórna starfi og
meta í framhaldi hvort þessi til-
högun henti þeim eða ekki. Við
höfum séð frá fyrstu hendi hversu
miklu það getur breytt í lífi fólks
að fá tækifæri til að stunda há-
skólanám eftir að hafa verið lengi
úti á vinnumarkaðinum. Margir
félagar okkar í náminu hafa styrkt
stöðu sína verulega úti á vinnu-
markaðinum, bæði meðan á nám-
inu stóð og eftir að því lauk.
Þessi jákvæða upplifun okkar
sjálfra og annarra varð til þess að
við ákváðum að gera sem loka-
verkefni rannsókn á því hver
ávinningur væri af háskólanámi
með vinnu í viðskiptafræði, bæði
hvað varðar starf, laun og per-
sónulega þætti. Við gerðum könn-
un meðal allra sem höfðu útskrif-
ast úr HMV-námi í HR á
tímabilinu 2003 til 2005 og voru
svarendur 111 talsins, eða 78%
svarhlutfall. Skipting þátttakenda
var 55% sem lokið höfðu lokið
BSc-námi á móti 45% sem lokið
höfðu diplómanámi.
Niðurstöðurnar staðfestu það
sem okkur hafði grunað, að út-
skrifaðir nemendur úr HMV-námi
í viðskiptafræði upplifa mikinn
ávinning af náminu hvað varðar
stöðu sína á vinnumarkaði. Í ljós
kom að þeir sem lokið höfðu BSc-
námi í HMV voru með 43% hærri
laun en þeir höfðu haft áður þeir
hófu námið (það er 16% meiri
hækkun en ætla mætti miðað við
hækkun launavísitölu á tíma-
bilinu). Niðurstöður rannsókn-
arinnar sýndu að meðallaun þeirra
voru 406.000 á mánuði (október
2005). Gaman er að geta þess að
33% svarenda hækkuðu sér-
staklega í launum í tilefni af út-
skriftinni og að 45% útskrifaðra
gegna stjórnunarstöðum í dag.
Það sem okkur kom á óvart var
hve margir upplifðu meiri virðingu
(75%) og sjálfstraust (88%) í starfi
eftir að þeir luku háskólamenntun
sinni. Þar sem HMV-námi fylgir
óneitanlega álag, bæði í einkalífi
og starfi, var ánægjulegt að sjá að
allir álitu námið vera fórnarinnar
virði. Skýringin á þeirri nið-
urstöðu er vafalaust sú að lang-
stærstur hluti þátttakenda fékk
þann ávinning af náminu sem
hann upphaflega sóttist eftir.
Langflestir svarenda töldu að
prófgráðan hefði styrkt stöðu
þeirra mikið úti á vinnumark-
aðinum (86%) og af þeim sem
skiptu um vinnustað eftir að námi
lauk töldu 81% líklegt að háskóla-
menntunin hefði orðið til þess að
þeir fengu starfið.
Það kom á óvart hve stórt hlut-
fall þátttakenda naut stuðnings
vinnuveitenda meðan á náminu
stóð, eða um 83%. Af þessu má
draga þá ályktun að vinnuveit-
endur kunni að meta að starfs-
menn þeirra afli sér aukinnar
menntunar.
Flestir svarendur voru á aldr-
inum 31–40 ára. Helstu ástæður
þess að þátttakendur völdu þetta
nám voru áhugi á náminu, von um
hærri laun og von um betra starf.
Þessar niðurstöður gefa ótví-
rætt til kynna að HMV-nám við
viðskiptadeild Háskólans í Reykja-
vík skilar útskrifuðum nemendum
verulegum ávinningi, bæði í starfi
og persónulega. Fjölbreytileiki
námsins, tengslin við atvinnulífið
og víðtæk reynsla samnemenda
gerir HMV-námið að spennandi
kosti. Við viljum hvetja alla sem
eru á vinnumarkaðinum og hafa
hug á að afla sér háskólamennt-
unar til að skoða þá möguleika
sem HMV-námið býður upp á og
slást um leið í þann ánægða hóp
sem stundað hefur nám og útskrif-
ast frá Háskólanum í Reykjavík.
Tækifæri til
háskólanáms fyrir
fólk í atvinnulífi
Hrönn Veronika
Runólfsdóttir og
Ingibjörg Sólrún
Magnúsdóttir fjalla
um háskólanám
með vinnu
’Við viljum hvetja allasem eru á vinnumark-
aðinum og hafa hug á að
afla sér háskólamennt-
unar að skoða þá mögu-
leika sem HMV-námið
býður upp á …‘
Ingibjörg Sólrún
Magnúsdóttir
Höfundar eru meðal BSc-útskrift-
arnema vorið 2006 úr HMV-námi í
viðskiptadeild HR.
Hrönn Veronika
Runólfsdóttir
Í NÚTÍMAÞJÓÐ-
FÉLAGI verður það
sífellt algengara að
fullorðnir fari í nám
eftir að hafa verið á
vinnumarkaðnum í
mörg ár. Mörg tæki-
færi eru í boði, bæði
stuttar námsbrautir og
einnig háskólanám.
Hafi fólk hug á að fara í tækni- og
verkfræðinám, vex mörgum í augum
sá stærðfræði- og raungreina-
grunnur sem það nám krefst. Sá mis-
skilningur er líka útbreiddur að slíkt
sé aðeins á færi útvaldra. Við Tækni-
og verkfræðideild Háskólans í
Reykjavík er starfrækt frum-
greinasvið, þar sem kenndar eru þær
undirstöðugreinar sem nauðsynlegt
er að hafa tök á þegar nám við tækni-
og verkfræði er hafið. Frum-
greinasviðið var áður deild innan
Tækniskólans, síðar Tækniháskólans
og hefur verið starfrækt um áratuga
skeið. Þangað hafa margir iðn-
aðarmenn og fólk með mikla starfs-
reynslu sótt þann grunn sem það
þurfti til að hefja nám í tæknigrein-
um og oft með mjög góðum árangri.
Við deildina er lögð áhersla á að ná
tökum á stærðfræði og raungreinum
fyrir tæknigreinar auk náms í ís-
lensku og öðrum tungumálum.
Frumgreinasviði HR lýkur með
Frumgreinaprófi, sem veitir góðan
undirbúning fyrir nám við Tækni- og
verkfræðideild Háskólans í Reykja-
vík.
Nú sem áður er það metnaður
kennara og allra þeirra sem að frum-
greinasviðinu standa að aðstoða full-
orðna, þroskaða einstaklinga sem
áhuga hafa á tækni- og verk-
fræðinámi að ná því marki sem hugur
þeirra stendur til, með því að veita
þeim þann undirbúning sem þarf.
Nám við deildina tekur eina til
fjórar annir, flestir ljúka náminu á
þremur önnum. Það hefur verið mikil
upplifun fyrir okkur sem kennara að
taka á móti þessu fólki sem byrjar í
námi hér við skólann og sjá hve gíf-
urlegum framförum þessir ein-
staklingar taka á stuttum tíma. Nem-
endur sem koma af vinnumarkaði eru
vanir því að mæta til vinnu og skila
sínu vinnuframlagi þar og þeir koma
með þennan vinnuanda með sér.
Nám á frumgreinasviði fer fram í
dagskóla, skólinn verður nýi vinnu-
staðurinn þeirra og árangurinn er
líka fljótur að skila sér. Á þessum
önnum sjáum við sem kennarar oft á
tíðum gerbreytta einstaklinga fara
frá okkur. Nemendur sem eru búnir
að ná færni í bóknámi, fulla af sjálfs-
trausti til að takast á við krefjandi
nám. Við fyllumst oft stolti þegar við
sjáum síðar þessa einstaklinga, sem
stoppuðu hér við hjá okkur í þennan
stutta tíma, útskrifast úr há-
skóladeildunum og síðar marka sín
spor í þjóðfélaginu.
Að söðla um og fara í nám
Ragnhildur Þórar-
insdóttir og Snjó-
laug Steinarsdóttir
fjalla um nám við
HR
Ragnhildur
Þórarinsdóttir
’Mörg tækifæri eru íboði, bæði stuttar náms-
brautir og einnig há-
skólanám. ‘
Greinarhöfundar eru kennarar
við frumgreinasvið Háskólans í
Reykjavík.
Snjólaug
Steinarsdóttir
smáauglýsingar mbl.is