Morgunblaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR VESTURLAND Stykkishólmur | Aðstandendur Vatnasafnsins í Stykkishólmi hafa áhuga á að tengja það daglegu lífi bæjarbúa og gera safnið á Þing- húshöfða að lifandi menningarhúsi í bænum. Roni Horn kynnti bæj- arbúum verkefnið á opnum fundi. Miklar umræður hafa verið að und- anförnu meðal bæjarbúa um breytta notkun á húsnæði Amtbókasafnsins í Stykkishólmi. Bæjarstjórn Stykk- ishólms hefur samþykkt að Vatna- safn listakonunnar Roni Horn fái inni í núverandi húsnæði bókasafnsins og að byggt verði nýtt húsnæði undir bókasafnið. Ákveðið er að bókasafnið flytji til bráðabirgða í svokallað Skipavíkurhús í Gamla bænum. Skrifað var undir samning um stofnun Vatnasafns í Stykkishólmi við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 17. maí sl. Bæjarbúar hafa haft óljós- ar hugmyndir um væntanlegt safn uppi á Þinghúshöfða. Það var því vel þegið þegar Roni Horn boðaði til fundar með bæjarbúum og kynnti sig og hugmyndir sínar að Vatnasafninu. Einnig var á fundinum James Lingwood, framkvæmdastjóri lista- stofnunar Artangel í Englandi. Ar- tangel-stofnunin fjármagnar end- urnýjun húsnæðisins, gerð rithöfundaríbúðar og listaverkin sjálf sem Roni Horn er höfundur að. Kynna bæjarbúum starfsemina Í safnahúsinu verður um tvenns konar starfsemi að ræða og hvort tveggja tengist menningu. Í kjallara hússins verður innréttuð íbúð og rit- vinnslustofa fyrir rithöfunda. Verður þeim boðið að dvelja í safninu í 6 mán- uði í senn og mun Artangel greiða þeim laun á meðan. Slíkt er óþekkt hér á landi. Það kom fram hjá Roni Horn að aðgang að íbúðinni fengju rithöf- undar sviði náttúruvísinda, ljóðagerð- ar, skáldsagna eða kvikmynda. Dvöl- in gæti verið fyrir íslenska og erlenda höfunda til skiptis. Rithöfundunum er síðan ætlað að standa fyrir skipulögð- um upplestrum og kvöldvökum fyrir bæjarbúa og leyfa þeim og gestum þeirra þar með að njóta verka sinna. Vatnasafnið verður á aðalhæð bókasafnsins. Þar verður komið fyrir listaverki eftir Roni Horn sem sam- anstendur af 20–30 glersúlum sem ná frá gólfi til lofts. Hver súla inniheldur ákveðið magn af vatn sem fengið verður úr helstu jöklum og ám lands- ins. Veðurlýsingar verður mikilvægur hluti Vatnasafnsins. Roni Horn hefur hljóðritað frásagnir um það bil eitt hundrað einstaklinga af Snæfellsnesi þar sem þeir ræða um veðrið. Veð- ursögur Snæfellinganna verða til reiðu í Vatnasafninu, í sérstöku hlust- unarherbergi þar sem gestir geta hlustað á hinar margvísulegu raddir. Listakonan ætlar sér með þessum sögum að búa til eins konar portrett – eða sameiginlega sjálfsmynd – Ís- lendinga. En vatnasafnið á að vera meira en safn. Safnið á að vera lifandi stofnun með síbreytilega starfsemi. Það er von hennar að Vatnasafnið verði menningarhús í þágu bæjarbúa. Bæj- arbúum og öðrum verður boðið að nýta húsnæði til fjölbreyttra nota. Þar er rætt um aðstöðu til fund- arhalda og fyrir samkomur. Sér- stakan áhuga hefur Roni á að skák- iðkendur hafi þar samastað. Fundurinn með Roni Horn og James Lingwood var mjög fróðlegur. Það vakti athygli hvað Ísland hefur náð miklum tökum á þessari lista- konu. Aðstandendur Vatnasafnsins vilja greinilega höfða til og tengja safnið við bæjarbúa og þar blómstri lifandi menningarstarfsemi sem bæj- arbúar geti tekið þátt í og mótað. Vilja tengja bæjarbúa Vatnasafninu Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Kynning Listakonan Roni Horn, James Lingwood og túlkur þeirra Fríða Björk Ingvarsdóttir. Það vakti athygli hvað Ísland hefur náð miklum tök- um á þessari listakonu. Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmur | Stofnað hefur verið Háskólasetur Snæfellsness með að- setur í Stykkishólmi. Starfsemi þess er þegar hafin og búið að ráða for- stöðumann. Það er Tómas G. Gunn- arsson og er hann kominn til starfa. Í samtali sagði Tómas að stafsem- in væri ekki fullmótuð, það tæki sinn tíma þegar um nýja starfsemi væri að ræða. Hann sagði að markmið Háskóla Íslands með stofnun seturs- ins væru skýr, en útfærslan stæði og félli svolítið með honum. Hann er eini starfsmaðurinn til að byrja með, en hann vinnur í nánum tengslum við starfsfólk Náttúrustofu Vestur- lands. Það kom fram hjá Tómasi að Há- skólasetur Snæfellsness er sjálf- stætt starfandi rannsóknarsetur Há- skóla Íslands, sem einkum er ætlað er að stunda og efla rannsóknar- og fræðastarf á svæðinu. Lögð verður áhersla á rannsóknir á náttúru Snæ- fellsness og Breiðafjarðar í sam- vinnu við aðrar rannsóknarstofnanir og háskóla. Þá mun Háskólasetrið vinna að því að efla tengsl Háskóla Íslands og annarra rannsóknar- stofnana við atvinnu- og þjóðlíf á Snæfellsnesi. Setrið mun vinna náið með Náttúrustofu Vesturlands, en Náttúrustofan var forsenda þess að setrinu var komið á fót í Stykkis- hólmi. Tómas segir mjög mikilvægt að vera ekki einn, heldur vera í sam- starfi við aðra fræðimenn á líku sviði. Rannsóknir á vegum Háskólaset- urs Snæfellsness eru þegar hafnar. Um er að ræða rannsóknir á vist- fræði vaðfuglastofna og tilvist þeirra í fjörum en mikilvægi Breiðafjarðar fyrir vaðfugla á vorfari er á heims- mælikvarða. Vonir standa til að rannsóknir á öðrum þáttum lífríkis á svæðinu geti einnig hafist á þessu ári, ekki síst með aðkomu háskóla- nema í framhaldsnámi í náttúru- fræðum. „Eitt af verkefnum mínum er að taka móti háskólanemum sem nú hafa betri möguleika á að koma hing- að til að vinna að námsverkefnum,“ segir Tómas. „Það þarf að efla fræði- störf og rannsóknir á landsbyggð- inni. Kröfur til menntunar og þekk- ingar hafa aukist og íslensk náttúra er illa þekkt, meira yfirborðsþekk- ing. Hér við Breiðafjörð er svo fjöl- breytt náttúra bæði í sjó og á landi sem er mikil auðlind fyrir framtíðina og því er ég vel staðsettur hér í Stykkishólmi með mína menntun.“ Tómas G. Gunnarsson er Sunn- lendingur og ólst upp í Laugarási í Biskupstungum. Hann lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1997, MS-prófi í dýravistfræði frá sama skóla árið 2000 og doktorsprófi í stofnvistfræði frá University of East Anglia í Bretlandi 2004. Tómas hefur einkum fengist við rannsóknir á fuglastofnum. Hann hefur gegnt rannsóknarstöðu við University of East Anglia frá 2004 og hefur einnig sinnt stundakennslu við Háskóla Ís- lands. Tóms tekur við starfinu fullur áhuga. Hann sér fyrir sér mörg tækifæri til að efla Háskólasetrið og vonar að hann geti fylgt því eftir með hjálp góðra manna. Hér er um að ræða spennandi tækifæri til upp- byggingar á þekkingu og til að auka fjölbreytni í atvinnu og menntun á Snæfellsnesi. Háskólasetur Snæfellsness tekur til starfa Auknar kröfur um að vita meira Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Tómas G. Gunnarsson, nýráðinn forstöðumaður Háskólaseturs Snæfell- inga, og Menja von Schmalensee hjá Náttúrustofu Vesturlands fyrir fram- an Egilssens hús, en þar verður í boði íbúð fyrir gestafræðimenn. Þau reikna með að fjöldi erlendra vísindamanna heimsæki Háskólasetrið. Eftir Gunnlaug Árnason Borgarnesi | Páll S. Brynjarsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri reið- höll sl. laugardag, eftir að hluta- félagið Reiðhöllin Vindás ehf. var formlega stofnað. Það eru Hesta- mannafélagið Skuggi, Hestamanna- félagið Faxi, Hrossaræktarsamband Vesturlands og bæjarstjórn Borg- arbyggðar sem sameiginlega eru að- ilar að hlutafélaginu og munu standa að uppbyggingu reiðhallarinnar á fé- lagssvæði Skugga við Vindás. Borgarbyggð mun leggja 30 millj- ónir til verkefnisins en sameiginlega munu félögin leggja til 10 milljónir með vinnu eða fjárframlagi. Auk þess hefur ríkisstjórnin gefið vilyrði fyrir fjárframlagi. Gert er ráð fyrir 27x60 m höll og áætlað að heild- arkostnaður geti numið á bilinu 65– 80 milljónir kr. Standa vonir til að framkvæmdum ljúki fyrir áramót og hægt verði að vígja höllina í byrjun næsta árs. Páll sagði að reiðhöllin myndi væntanlega nýtast öllu Vest- urlandi og nú gætu menn farið að stunda hestamennsku óháð veðri. Ennfremur mun reiðhöllin nýtast frjálsíþróttafólki og til knatt- spyrnuiðkunar og sagði hann sér- staklega gleðilegt að þarna skap- aðist tækifæri fyrir bætt barna- og unglingastarf. Reiðhöll mun rísa í Borgarnesi ÞEIR brugðu á leik Finnbogi Rögn- valdsson, formaður bæjarráðs, og Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri sl. laug- ardag áður en fyrsta skólflustungan að nýrri reiðhöll í Borgarnesi var tek- in. Finnbogi bauð Páli á bak, enda við hæfi að fá sér reiðtúr í tilefni dagsins. Eða kannski var þetta æfing fyrir kvöldið þegar hin árvissa „bæj- arstjórnarreið“ fór fram en þá fara all- ir bæjarstjórnarmenn saman á hestbak ásamt hestamönnum í Borgarbyggð. Brugðu sér á bak Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.