Morgunblaðið - 22.05.2006, Síða 33

Morgunblaðið - 22.05.2006, Síða 33
Hún amma hafði ansi sterkar skoðanir á hlutunum og tjáði þær óspart, oft með sína einstöku kald- hæðni í rómi. Við fórum í heim- sóknir í vinnuna til hennar niður á bæjarskrifstofur og hjálpuðum henni að bera kaffikönnurnar upp stigann. Að launum fengum við svo bestu skinku- og baunasamlokur í bænum. Hún var hörkutól, enda þurfti hún alltaf að hafa fyrir líf- inu. Hún var svo fín frú hún amma. Hún gekk hnarreist um bæinn með hvítu hanskana, bleika varalitinn, sólgleraugun og slæðu á höfðinu til að vernda fullkomlega lagt hárið. Hún var hlý og yndisleg og gaf okkur óspart það mikilvæg- asta sem hún átti sem var tími til að vera með okkur og tala við okk- ur. Sögurnar af því hvernig hún og afi kynntust heyrðum við allar oft og höfðum við jafn gaman af því að heyra þær og hún hafði af því að segja okkur þær, ávallt með blik í augum, enn ástfangin upp fyrir haus. Við þökkum guði fyrir að hafa fengið að þekkja hana ömmu sem gaf okkur öllum svo mikið. Við vitum að þér líður vel með afa, Pétri og öllum hinum. Við hittumst svo síðar. Við elskum þig, amma. Ólína (Lólý) og Guðbjörg Þor- valdsdætur, Marsibil (Marsó) og Arndís (Dísa) Mogensen. Elsku amma Lólý. Það er sárt að missa báðar ömmur sínar með svona stuttu millibili þrátt fyrir að amma Steinunn hafi verið mjög veik en það er nær óskiljanlegt að amma Lólý sem alltaf var svo hress sé einnig horfin. En núna er amma Lólý loksins komin til afa Kalla eftir meira en 30 ára að- skilnað, sem er langur tími. Hún bar alltaf höfuðið hátt og sá um börn og bú þrátt fyrir að hafa misst mann sinn svona ung. Við þekktum aldrei afa Kalla en af þeim sögum sem við höfum heyrt var hann yndislegur maður sem elskaði ömmu Lólý út af lífinu. Því unnum við henni mikið að vera komin til hans aftur. Signý var svo heppin að fá sögu- verkefni í skólanum sem fólst í því að taka viðtal við einstakling sem hafði upplifað seinni heimsstyrj- öldina. En amma Lólý hafði siglt til Ameríku á meðan á stríðinu stóð og kynnst afa Kalla á skipinu. Amma lét allt flakka í viðtalinu og fékk Signý að kynnast henni svo miklu betur og er hún ömmu æv- inlega þakklát fyrir þessa litlu sögustund. Þetta samtal er fjöl- skyldunni ákaflega dýrmætt nú þegar amma Lólý er farin yfir móðuna miklu. Við munum sakna þín mikið, elsku amma Lólý, og karaktersins sem þú varst. En það má með sanni segja að þú hafir verið elsti unglingur landsins því þér fannst ekkert ógeðslegra en hefðbundinn íslenskur matur, svo sem svið. Í staðinn vildir þú bara hamborgara og franskar, grillað kjöt og ým- islegt sem fólk af þinni kynslóð fussaði og sveiaði yfir. Þú varst glæsileg kona allt fram á dauða- dag. Alltaf í nýjustu tísku, með sól- gleraugu því þér fannst alltaf of bjart þótt það væri að koma kvöld, í háhæluðum skóm með uppsett hár, enda menntuð hárgreiðslu- kona, og flott make-up. Þú varst án efa kona sem allir litu upp til hvað varðar glæsileika. Alltaf var stutt í grín og glens hjá þér og oft komstu með mjög súrrealískar at- hugasemdir um umræðuefnið sem varð þá að brandara hjá okkur krökkunum. Það er erfitt að þurfa að taka saman allar þær minningar sem við eigum um þig því það er nær ógerlegt því þær eru svo margar. Við munum halda þeim bestu fyrir okkur sjálf og varðveita þær um alla eilífð þar til við hittumst aftur. Jæja, amma prakkari, við kveðj- um þig með söknuð í hjarta en vit- um að þú ert ánægð þar sem þú ert núna. Þín barnabörn Ásgerður, Signý og Einar Karl. Elsku amma Lólý. Ég trúi því ekki að þú sért bara farin, þetta gerðist svo hratt. En þótt þú sért farin þá standa allar góðu minn- ingarnar eftir, allir sunnudagarnir og gamlárskvöldin á Sléttahraun- inu. Það var hefð að alla sunnudaga var farið til ömmu Lólýjar, allir hittust á Sléttahrauninu á meðan þú gast tekið á móti okkur. Alltaf fékk maður þá allra bestu súkku- laðiköku sem hægt var að fá og mjólkin alltaf alveg ísköld. Svo lék- um við frændsystkinin okkur sam- an með alla gömlu bílana hans Mumma, þótt bara væri einn strákur í öllum hópnum. Við viss- um að amma átti alltaf til snakk inni í skáp en til að vera viss þá læddumst við alltaf inn í eldhús og gáðum hvort það væri ekki örugg- lega til snakk. Svo var yngsta manneskjan á svæðinu alltaf send til að spyrja hvort við mættum fá snakk og þá fengum við hvert og eitt snakk í gamalt skyrbox og vorum alveg himinlifandi með það. Þú varst alltaf tilbúin að taka á móti þessum stóra hópi sem fór stækkandi. Lengi vel hittist svo öll þessi stórfjölskylda á gamlárs- kvöld á Sléttahrauninu hjá ömmu og þú eldaðir ofan í allan mann- skapinn og svo var fjölmennt út á tún og allir flugeldarnir sprengdir. Svo skemmti fólk sér langt fram eftir nóttu. Seinna meir eftir að amma flutti af Sléttahrauninu og á Sólvangsveginn var alltaf jafn gaman að heimsækja hana og spjalla við hana um allt milli him- ins og jarðar, en mest talaði ég samt um handbolta við hana. Hún var alveg inni í öllu sem gerðist í handboltanum og fylgdist með öll- um leikjum, og mér finnst leið- inlegt að hugsa til þess að þú verð- ir ekki hérna til að sjá mig spila handboltaleik í sjónvarpi. Elsku besta amma mín, þetta eru minningar sem ég mun aldrei gleyma. Hvíldu í friði. Þín ömmustelpa Tinna Ósk. Elsku amma mín er látin. Nú er hún farin til afa og það hefur án efa verið mikil gleðistund þegar þau hittust aftur eftir langan að- skilnað. Allar góðu minningarnar um elsku ömmu Lólý rifjast upp á svona stundu. Á hverjum sunnu- degi frá því að ég man eftir mér hittist öll fjölskyldan hjá ömmu á Sléttahrauni og amma var búin að baka frægu súkkulaðikökuna sína og við fengum mjólk með. Við barnabörnin fengum líka oft snakk í jógúrtbolla og lékum okkur svo með bílana hans Mumma. Ég kynntist ömmu svo miklu betur þegar ég fékk að búa hjá henni í tvo mánuði fyrir nokkrum árum eftir að mamma og pabbi skildu. Þá vorum við saman á hverjum degi og töluðum oft saman langt fram eftir nóttu. Amma hugsaði rosalega vel um mig, keypti alltaf ís þegar hún fór út í búð svo ég gæti fengið mér á kvöldin. Ég var í prófum á þessum tíma og amma kom alltaf með kaffi og kex inn til mín þegar ég var að læra. Það var rosalega gott. Amma var mjög sér- stök manneskja og hafði sterkar skoðanir á hinum ýmsu hlutum. Henni fannst kjúklingur vondur og gúrkur súrar. Hún borðaði heldur ekki banana. Alla morgna fékk amma sér honey nut cheerios með mjólk í morgunmat eins og börnin og hún var alltaf glöð þegar hún fékk hamborgara og franskar með mikilli kokteilsósu. Já, það eru ekki margir eins og hún amma mín. Hún var alveg yndisleg kona og ég á eftir að sakna hennar mikið. Elsku amma mín, það er rosalega erfitt að þurfa að kveðja þig og sérstaklega svona stuttu eftir að elsku Pétur minn lést. En ég veit að afi Kalli tók á móti þér og hugsar vel um þig núna. Skilaðu ástarkveðju frá mér til Péturs. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Megi Guð og englarnir passa þig um alla eilífð. Ég elska þig. Þín Sirrý „litla“ Sigríður Mogensen. Hann er farinn að þynnast hóp- urinn sem lagði leið sína á Eiríks- götuna og Klapparstíginn hér á ár- um áður. Oftast var haldið í sunnudagskaffi til afa og ömmu og þar hittust börnin þeirra með sín börn, þar með afa og ömmu börnin ýmist í barnavögnum, kerrum eða skokkandi í kringum foreldra sína. Hópurinn stækkaði stöðugt og styrktist og börnin undu sér vel saman við leiki sína. Lólý kom að sjálfsögðu með sín börn þó lengra væri fyrir hana að fara en hún bjó flest öll sín búskaparár í Hafn- arfirði. Þá var farið með „strætó“. Að fara í heimsókn til Lólýjar og fjölskyldu í Hafnarfjörðinn var eins og lítið ævintýri fyrir börnin. Lólý var alltaf hress og kát og með sínu fallega brosi tók hún alltaf vel á móti sínu fólki. Hún missti hann Kalla sinn langt um aldur fram frá fimm börnum þeirra hjóna. En Lólý stóð sig eins og hetja. Lífið hélt áfram og börnin uxu úr grasi og reyndust þau móður sinni alla tíð vel. Hún var umvafin ástúð þeirra og allra afkomendanna. Hún gat litið stolt um öxl, hún hafði gegnt sínu hlutverki í lífinu með sóma. Þessi ár sem við höfum átt sam- leið skilja eftir sig hlýjar og góðar minningar um góða fjölskyldu sem kom saman á hátíðis- og tyllidög- um og heldur nú árlega svokallað ömmukaffi þar sem allar fjölskyld- urnar mæta saman og er alltaf vel sótt. Þar sem stór hluti fjölskyldu minnar getur ekki verið við kveðjuathöfn Lólýjar, sendum við börnum hennar og þeirra fjöl- skyldum hlýjar samúðarkveðjur. Algóður guð styrki ykkur í und- angenginni raun og nú við lát móð- ur ykkar. Dóra Hannesdóttir og fjölskylda. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 33 MINNINGAR Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Sonur minn, stjúpsonur og bróðir, PÁLL GUNNARSSON, Katrínarlind 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju þriðju- daginn 23. maí kl. 13.00. Edda Björgmundsdóttir, Bragi Björgvinsson, Einar Már, Kristín, Guðbjartur og Jóakim. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BÁRU BJÖRNSDÓTTUR, Hraunhvammi 4, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Magnús Þórðarson, Björn Magnússon, Aðalbjörg Reynisdóttir, Guðrún Elín Magnúsdóttir, Jan Anton Juncker Nielsen, Þórður Rúnar Magnússon, Anna Lárusdóttir, Dagný Emma Magnúsdóttir, Hjörtur Kristinsson, ömmubörn og langömmubörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 13. maí, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 23. maí kl. 15.00. Rannveig Bjarnadóttir, Óskar B. Benediktsson, Sigríður Kolbrún Bjarnadóttir, Guðmundur Aronsson, Kolbeinn Bjarnason, Bjarni Kolbeinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar, SÖLVI EIRÍKSSON frá Egilsseli í Fellum, Miðvangi 22, Egilsstöðum, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudagsins 18. maí. Útför hans verður gerð frá Egilsstaðakirkju mið- vikudaginn 24. maí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Björgheiður Eiríksdóttir, Bryndís Eiríksdóttir, Rósa Eiríksdóttir, Þórey Eiríksdóttir. Elsku hjartans sonur okkar, bróðir, mágur, barna- barn og frændi, PÉTUR SNÆR PÉTURSSON, Vallargötu 42, Sandgerði, verður jarðsunginn frá Safnaðarheimilinu Sandgerði miðvikudaginn 24. maí kl. 14.00. Snæfríður Karlsdóttir, Pétur Guðlaugsson, Ari Gylfason, María G. Pálsdóttir, Hrannar Már Pétursson, Guðrún Pétursdóttir, Bjarni Ragnarsson, Helgi Pétursson, Helena Sirrý Pétursdóttir, Arna Siv Pétursdóttir, Greta Frederiksen, Karl Einarsson og frændsystkini. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu SÆDÍSAR SIGURBJARGAR KARLSDÓTTUR frá Bóndastöðum, Hjaltastaðaþinghá, Hörður Rögnvaldsson, Margrét Elísabet Harðardóttir, Andrés Þórarinsson, Ingibjörg Harðardóttir, Ólafur Tryggvi Mathiesen, Katrín Rögn Harðardóttir, Jón Þór Daníelsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.