Morgunblaðið - 22.05.2006, Side 27

Morgunblaðið - 22.05.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 27 UMRÆÐAN Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Bæjar- og sveitar- stjórnarkosningar HESTAMANNAFÉLAGIÐ Gustur er laust úr gíslingu sem staðið hefur í tæpt ár. Unnendur hestaíþrótta óttuðust um hag félagsins og hesta- íþrótta á höfuðborgarsvæðinu. Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks í bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leysa málið í eitt skipti fyrir öll. Hestamenn í Gusti geta þá einbeitt sér að uppbyggilegu starfi á ný. Þeir hafa æv- inlega verið í fararbroddi í blómlegu æskulýðsstarfi ís- lenskra hestaíþrótta. Glaðheimar eru eins og flest íþróttasvæði eftirsókn- arvert byggingaland. Peningamenn sættu lagi að sölsa undir sig Glaðheima, en tókst ekki að ná nema 40% af svæðinu, þá var lánstraustið úti. Eftir að meirihluti bæj- arstjórnar lagði fram lausn í málinu, sem felst í nýju og stærra svæði hestamanna á Heimsenda, samdi Gustur við „fjárfestana“ um sölu á því sem eftir var í Glaðheimum. Frá þeim kaupum hrukku peningamennirnir í tvígang vegna fjárskorts. Hesthúsahverfi og félagsstarf Gusts var í upp- námi og stefndi í að vera það næstu árin. Gustsmenn dóu ekki ráðalausir og sömdu um kaup á hlut fjárfestanna og sóttu til Kópavogsbæjar um kaup á öllu landinu. Bæjarstjórnarmeirihlutinn stendur saman um að vera bakhjarl Gusts í þessum kaupum. Auðvitað eiga fjármálamennirnir ekkert betra skilið en að fara á haus- inn eftir þessar aðfarir. En ef ekki hefði verið brugðist við nú hefði blóm- legt félagsstarf molnað niður og Glaðheimar frosið í því ástandi að vera hvorki hesthúsahverfi né byggingasvæði. Kostirnir við að ná stjórn á svæðinu eru ótvíræðir. Bærinn hagnast á að kaupa það og úthluta því til bygginga. Gustarar geta haslað sér völl á nýju svæði, þar sem allir mögu- leikar eru á einstökum aðstæðum til að stunda hestaíþróttir. Íþróttastarfsemi Gusts er ekki ein leyst úr gíslingu, heldur íþróttin öll á höfuðborgarsvæðinu. Fáránlegt verð á hesthúsum heyrir vonandi sög- unni til þegar markaðurinn færir það til raunvirðis. Þessi vitleysa öll hef- ur keyrt verð á húsum og leigu úr hófi fram, svo stórsér á sportinu. Með slíku stefndi í að íþróttin yrði bara ríkra manna sport, iðkendum fækkaði og unga fólkinu mest. Áfall var fyrirsjáanlegt í atvinnugreinum sem skapast hafa af vinsældum íslenska hestsins. Hér er því margt að vinna. Hestaíþróttir úr gíslingu Eftir Samúel Örn Erlingsson Höfundur er í 2. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Kópavogi. NÚ NÁLGAST kosningar og kjósendur fara að fylgjast með hvort flokkarnir hafi eitthvað upp á að bjóða sem hentar. Fjölmiðlarnir eru nú uppfullir af umfjöllun um kreppu og vanda heilbrigðiskerfisins. Vandinn er svo mikill að fram hjá honum verður ekki litið, og allir flokkar vilja leggja þar einhver lóð á vogarskálarnar. Sjálf bý ég í Kópavogi og er notandi bæði heilbrigðis- og félagsþjónustu sem veitt er af bæjarfélaginu. Ég er svo lánsöm að búa í eigin íbúð, en er alveg háð notkun á hjóla- stól. Fötlun mín er svo mikil að ég þarf liðsinni heima- hjúkrunar hvern dag. Auk þess fæ ég þjónustu frá félagsþjónustunni, bæði heimilishjálp, innlit, liðveislu og Ferðaþjónustu fatlaðra. Þetta er mikil þjónusta, og mörg hugtök sem eru væntanlega framandi fyrir flesta. En hvernig gengur þetta upp, og hvernig vinna kerfin saman? Um það er margt að segja. Hér í Kópavogi eru alvarleg göt á þjónustunni. Heimahjúkrun, sem vissulega er greidd af ríkinu, er samt á vegum sveitarfélagsins. Þar vinnur yndislegt fólk, sjúkraliðar og hjúkrunarfræð- ingar sem aðeins eru í 80% starfi, nema þær örfáu sem komast eftir bið- röð í 100% starf. En vaktir eru svo þrautskipulagðar og sparnaðurinn mikill að gat er yfir daginn og enginn starfsmaður tiltækur frá kl. 16.00 til 18.30. Þá tekur við kvöldvakt sem stjórnað er frá Hafnarfirði. Næt- urvakt er engin, alveg satt! Einnig er biðlisti eftir að komast í kvöldþjón- ustu. En reddar þá ekki félagsþjónustan málum. Ó nei, ég fæ manneskju í innlit á virkum dögum, engin starfar um helgar eða á helgidögum, úff, þessar löngu helgar í maí og júní! Svo má púsla þarna inn liðveislu, sem er ófaglærð og er ekki ætlað stórt hlutverk í heimilisaðstoðinni. Og þess vegna gerist það að fatlaðir félagar mínir verða að gefast upp og flytja að heiman. Hvert þá, jú til skamms tíma fóru þeir á elliheimili, nú er raunar orðin spurning um vistunarmat fyrir okkur þetta yngra fólk, hvort leiðin þangað er opin ef þú ert 40 eða 50 til 60 ára. Þessi mál- efni eru til skoðunar í flestum bæjar- og sveitarfélögum og við hjá Vinstri grænum í Kópavogi ætlum okkur að beita okkur fyrir því að aldraðir og fatlaðir geti lifað með reisn, og búið á heimili sínu sem lengst. Til þess þarf að marka heildstæða stefnu um þjónustuna og hafa not- endur með í ráðum. Kjör þeirra sem vinna umönnunarstörf þarf að bæta og gera störfin eftirsóknarverð. Í tveim efstu sætum á lista okkar eru þau Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir og Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur. Þekking þeirra og reynsla er boðin til að vinna átak í þessum málefnum. Og átaksins er þörf, kæri lesandi og kjósandi. Við viljum ekki búa lengur við það óöryggi sem ríkir í málaflokknum í dag. Aldraðir og fatlaðir kalla eftir bættri þjónustu, við viljum öll eiga þess kost að taka þátt í samfélaginu, eftir áhuga og þörfum. Vinstri grænir leggja áherslu á hreinar línur. Við viljum nýja sýn á mótun samfélagsins með orðunum „fyrir okkur öll, á ábyrgð okkar allra“. Að púsla saman sjálfstæðri búsetu Eftir Hafdísi Hannesdóttur Höfundur er félagsráðgjafi og skipar 13. sæti á V-lista Vinstri grænna í Kópavogi. MEGINHUGSUN með öllu MBA- námi er sú sama, að undirbúa ein- staklinga fyrir stjórnunarstörf. Út- færsla á MBA-námi er samt mismun- andi hvað varðar áherslur, kennsluhætti og margt fleira. Tveir meginflokkar MBA-náms eru annars vegar dagskóli fyrir ungt fólk og hins vegar svokallað „Executive MBA“ sem er fyrir fólk með starfsreynslu og kennt þannig að unnt er að stunda námið með vinnu. MBA-námið í Há- skóla Íslands er af síðari tegundinni. Skipulag MBA- námsins við Háskóla Ís- lands hefur þjónað nem- endum afar vel frá því það var hannað árið 2000. Tekið var mið af MBA-námi í góðum er- lendum skólum og allt miðað við að námið væri traust undirstaða fyrir metnaðarfulla einstaklinga sem vildu stórefla færni sína sem stjórnendur. Reynslan hefur sýnt að nemendur bæta verulega við færni sína, efla frumkvæði sitt og margir hafa valist til æðstu starfa í fyr- irtækjum og stofnunum. Reyndar er tilgangur þeirra sem fara í MBA-nám nokkuð misjafn og þó stór hluti hóps- ins stefni á aukinn starfsframa eru sumir í náminu af öðrum ástæðum. Kannski er það eina sameiginlega með öllum nemendum í MBA-námi við Há- skóla Íslands að þeim finnst mjög gaman í náminu, þó það sé ansi strembið á köflum. Flestir Íslendingar sem fara í MBA- nám stefna á starfsframa í íslenskum fyrirtækjum og námið í Háskóla Ís- lands tekur mið af því á margan hátt, meðal annars þannig:  Íslensk fyrirtæki eru í auknum mæli alþjóðleg og námið veitir góðan undirbúning fyrir störf í alþjóðlegum fyrirtækjum. Fjölmargir núverandi og fyrrverandi MBA-nemendur sem gegna ábyrgðarstörfum hjá Össuri, Marel, Actavis, Alcoa-Fjarðaáli og fjármálafyrirtækjum, svo dæmi séu nefnd, geta staðfest það.  Nemendur í MBA-námi þurfa að ná tökum á tungumáli markaðsfræðinnar, fjár- mála, stjórnunar og ann- arra viðfangsefna stjórn- enda, bæði á íslensku og ensku, en eins og gefur að skilja er megnið af námsefninu á ensku.  Í MBA-námi við Háskóla Íslands kynnast nemendur íslenskum fyrirtækjum og stofn- unum á ýmsan hátt, meðal annars með fjöl- mörgum raunverk- efnum og fyrirtækja- heimsóknum. Ætlast er til þess af kennurum að þeir geti tengt náms- efnið bæði við íslensk og erlend fyr- irtæki, en reynsla þeirra kennara sem kenna í náminu er mjög fjölþætt, bæði á Íslandi og erlendis. MBA-nám við Háskóla Íslands hentar metnaðarfullum einstaklingum sem gera miklar kröfur til sín og ann- arra. MBA-nám skilar ekki verulega góðum árangri nema nemendur leggi mikið af mörkum og því þarf að gera miklar kröfur til nemenda. Kröfur til kennara eru líka miklar, meðal annars að þeir geri það sem þarf til að tími nemenda nýtist vel og að nemendur eigi auðvelt með að ná tali af þeim meðan á námskeiðum stendur. Meðal annars af þeirri ástæðu eru aðalkenn- arar námskeiða kennarar í viðskipta- og hagfræðideild þó af og til komi er- lendir gestakennarar. Rauntengt og fræðilegt í senn MBA-námið í Háskóla Íslands er fræðilegra nám en gengur og gerist í MBA-námi, en svo merkilegt, sem það kann að þykja, einnig rauntengdara en flest MBA-nám. Rökin fyrir þessu eru einföld, í hinni grjóthörðu samkeppni er nauðsynlegt að þekkja fræðin og kunna að beita þeim til að sigra í sam- keppninni. Gerðar eru þær kröfur til kennara að þeir taki ekki tíma í fræði nema ljóst sé hvernig þau fræði geta gagnast stjórnendum í störfum sínum. Nokkur íslensk fyrirtæki eru meðal fimm öflugustu fyrirtækja heims á sínu sviði. Einn af lyklunum að vel heppnaðri útrás íslensku fyrirtækj- anna eru framúrskarandi stjórnendur sem leggja sig alla fram í störfum sín- um. MBA-námið í Háskóla Íslands er og vill vera íslenskt MBA-nám sem gengur í takt við framúrskarandi ís- lensk fyrirtæki og íslenskt atvinnulíf og þjóðlíf. Meginmarkmiðið er að ein- staklingar með MBA-próf frá Háskóla Íslands séu einstaklega vel búnir undir að takast á við þær kröfur og skyldur sem fylgja ábyrgðarstarfi í fram- úrskarandi fyrirtæki. Reynslan sem komin er á námið staðfestir að þetta hefur gengið eftir. MBA-nám fyrir kröfuharða Snjólfur Ólafsson fjallar um MBA-nám við Háskóla Íslands ’Skipulag MBA-námsinsvið Háskóla Íslands hefur þjónað nemendum afar vel frá því það var hannað árið 2000.‘ Snjólfur Ólafsson Höfundur er formaður stjórnar MBA-náms við Háskóla Íslands. NÁM við lagadeild Háskólans í Reykjavík hefur nú verið í boði í fjögur ár og því líður óðum að því að fyrstu lögfræðingar skólans fari út í atvinnulífið. Á þessum fjórum árum hefur ætíð verið lögð mikil áhersla á að hefðbundnum kjarnagreinum lög- fræðinnar sé sinnt, til að grunnur nemenda sé traustur, en þess utan hefur frá upphafi verið lögð mikil áhersla á það sem kalla mætti nýjar kjarnagreinar lögfræð- innar, og má þar til að mynda nefna: fé- lagarétt, skattarétt, samkeppnisrétt, fjár- málarétt, hugverkarétt og Evrópurétt. Í takti við aukin viðskipti Ís- lendinga erlendis hefur verið lögð sérstök áhersla á að kenna og þjálfa nemendur í við- fangsefnum sem snúa að alþjóðaviðskiptum. Tengsl fræðanna við veruleikann Við lagadeildina hefur alla tíð ver- ið lögð áhersla á að tengja hina fræðilegu hlið lögfræðinnar, sem lesa má um í bókum og kenna í fyr- irlestrum, við raunhæf viðfangsefni sem ekki lærast nema í náinni snert- ingu við veruleikann. Fyrsta ári laganáms lýkur með 3ja vikna nám- skeiði þar sem nemendur stofna fyr- irtæki í samvinnu við nemendur við- skiptadeildar HR, og gefst nemendum þá gott tækifæri til að nýta sér það sem lærst hefur yfir veturinn á hagnýtan hátt. Einn hag- nýtasti og jafnframt, að mati flestra nemenda, skemmtilegasti hlutinn í fyrri hluta laganámsins eru nám- skeið sem 2. árs nemendur lagadeild- ar eru að fara í gegnum á þessum björtu vordögum sem nú líða hjá. Á þessum 3ja vikna námskeiðum er nemendum leiðbeint um samn- ingatækni, gerð viðskiptasamninga og gerð stefnu og greinargerðar í dómsmáli vegna ágreiningsefna sem upp kunna að koma. Nemendur njóta leiðsagnar þaulvanra sérfræð- inga um hagnýt atriði við málflutn- ing í réttarsal og ennfremur fara þeir með nemendum yfir samningu dóms. Að vissu leyti má segja að þetta sé að einhverju leyti upprifjun, þar sem nemendur hafa áður farið í gegnum námskeið í einkamálarétt- arfari, en fá á þessu námskeiði þjálf- un í að beita reglunum í veruleikanum. Og veruleikinn kemur fyr- ir alvöru til sögunnar í lokaviku námskeiðsins. Þá er nemendum skipt upp í lögmenn stefn- enda og stefndu og gegna þeir síðan hlut- verki dómara í hópum hvers annars. Hóparnir undirbúa af kostgæfni varnar- og sókn- arræður og ljúka nám- skeiðinu með „alvöru“ málflutningi fyrir dómi. Þar fer málflutningur fram undir vökulli leiðsögn kennara sem allan tímann fylgjast grannt með und- irbúningi nemenda og málflutningi og koma með gagnlegar at- hugasemdir þegar þurfa þykir. Þannig eru nemendur allan tímann að læra og fá upplýsingar um hvað er gott og hvað megi betur fara í vinnu- brögðum þeirra og framsetningu. Á þessum námskeiðum kynnast nem- endur nokkru sem þeir ekki kynnast á öðrum námskeiðum í fyrri hluta lögfræðinámsins; þeir upplifa lög- fræðina á lifandi hátt nærri veru- leikanum sjálfum (í skikkjum og í dómsal). Þetta námskeið skerpir því og dýpkar í raun hina bóklegu og fræðilegu hlið námsins; nemendur eru strax komnir í dómsal og upplifa þá stemningu sem fylgir því að flytja mál. Þarna reynir því þegar á hvað nemendur hafa lært í hinum ýmsu greinum lögfræðinnar, eins og t.a.m. félagarétti, kröfurétti, samningum og réttarfari. Verkefnin sem nemendur fást við eru öll úr veruleika og lögfræði 21. aldarinnar. Sem dæmi má nefna að þeir fást í ár við mál þar sem danskt fyrirtæki kaupir meirihluta í ís- lenskri sjónvarpsstöð. Ágreiningur rís síðar um verðmæti félagsins, m.a. vegna verðlausra afruglara, rangs mats á markaðsvirði félagsins og rangra upplýsinga um áhorf á stöð- ina. Síðast en ekki síst þurfa nem- endur að hafa í huga að fjölmiðla- frumvarp sem liggur fyrir Alþingi getur dregið úr verðmæti fyrirtæk- isins og möguleikum dönsku fjár- festanna á að hagnast á fjárfesting- unni. Eins og glöggt má sjá eru viðfangsefni þessa verkefnis í bein- um tengslum við íslenskan veruleika, sem gerir lögfræðina miklum mun meira spennandi en ella. Dæmi um annað verkefni sem nemendur hafa fengist við, er ólöglegt niðurhal tón- listar, sem hefur áhrif á sölu og þar með afkomu tónlistarmanna; ágrein- ingsefni sem er verulega til umræðu í hinum nýja veruleika 21. aldar. Þetta námskeið endurspeglar í raun að hve miklu leyti er lögð áhersla á hagnýta þjálfun nemenda í laganámi Háskólans í Reykjavík og tengja viðfangsefni við innlend og er- lend viðskipti, enda hefur stefna deildarinnar frá upphafi verið að bjóða upp á metnaðarfullt og nú- tímalegt laganám sem miðar að því að útskrifaðir nemendur verði fram- úrskarandi lögfræðingar sem skipi sér í fremstu röð á sínu sviði. Hagnýtt laganám á 21. öld Jóhannes Sigurðsson fjallar um laganám við HR ’Eins og glöggt má sjáeru viðfangsefni þessa verkefnis í beinum tengslum við íslenskan veruleika, sem gerir lög- fræðina miklum mun meira spennandi en ella.‘ Jóhannes Sigurðsson Höfundur er prófessor og forstöðu- maður Fjármálaréttarstofnunar við lagadeild HR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.