Morgunblaðið - 22.05.2006, Side 22
22 MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SÚ SKOÐUN að best sé að taka
því rólega og reyna sem minnst á
sig þegar tekist er á
við sjúkdóm eins og
krabbamein er ennþá
nokkuð algeng. En er
það endilega best?
Þeim sem greinast
með krabbamein hefur
fjölgað á undanförnum
árum. Á sama tíma
fjölgar þeim sem
læknast og líf þeirra
sem lifa með sjúkdóm-
inn lengist. Það er því
ljóst að fjöldi fólks
upplifir að fá krabba-
mein og lifa lengi eftir
það. Illkynja sjúkdómur og meðferð
við honum hefur oft í för með sér
skerðingu á líkamlegum þrótti.
Góðu fréttirnar eru að hægt er að
takmarka og endurvinna þá skerð-
ingu með reglulegri hreyfingu.
Á undanförnum árum hafa verið
gerðar viðamiklar rannsóknir á
áhrifum þjálfunar á einstaklinga
sem greinst hafa með krabbamein
og gangast undir meðferð af þeim
sökum. Þreyta er algengt vandamál
sem fylgir krabbameinsmeðferð. Í
ljós hefur komið að regluleg hreyf-
ing dregur úr þreytu hjá þessum
hópi auk þess sem hún dregur úr
tapi á vöðva- og beinmassa og við-
heldur liðleika.
Hreyfing hefur einnig jákvæð
áhrif á andlega líðan; eykur vellíð-
an, bætir svefn, dregur úr kvíða og
depurð og bætir sjálfstraust. Með
því að vinna með lík-
amann á jákvæðan og
uppbyggilegan hátt
fær fólk möguleika á
að upplifa stjórn á eig-
in lífi og aðstæðum á
tímabili þar sem flestir
upplifa að þeir hafi
litla stjórn á fram-
vindu mála.
Regluleg líkams-
þjálfun við hæfilegt
álag eftir getu og að-
stæðum hefur því já-
kvæð áhrif á líðan og
lífsgæði þeirra sem
greinst hafa með krabbamein. Þetta
á bæði við meðan á meðferð stend-
ur og eftir að henni lýkur.
Eins hefur verið sýnt fram á með
rannsóknum að fólk sem heldur
virkni meðan á lyfjameðferð stend-
ur er fljótara að ná upp fyrri getu
eftir að meðferð lýkur.
Gagnlegt getur verið að skipu-
leggja líkamsþjálfun í samráði við
fagaðila sem þekkja til sjúkdóms-
og meðferðarferlis og endurhæf-
ingar einstaklinga sem greinst hafa
með krabbamein. Taka þarf tillit til
líkamsástands og lífsstíls fyrir veik-
indi og miða tíðni og álag við ástand
og aðstæður hvers og eins. Gott
markmið er að miða við að hreyfa
sig skipulega 2–4 sinnum í viku á
því álagi sem hver og einn þolir.
Dæmi um hreyfingu eru gönguferð-
ir, þjálfun í tækjasal, leikfimi við
hæfi, jóga, dans og sund eða æfing-
ar í vatni.
Það getur verið mikil áskorun að
byrja reglubundna hreyfingu, sér-
staklega ef hún hefur ekki verið
hluti af daglegu lífi áður. Auk þess
getur sjúkdómurinn og meðferð við
honum haft þær afleiðingar að við-
komandi er orkulaus, sífellt þreytt-
ur, með óþægindi og alls ekki með
hreyfingu efst í huga!
En ávinningurinn er mikill: betri
líðan og meiri orka sem eykur getu
til að taka þátt í og njóta daglegs
lífs.
Hreyfing eykur lífsgæði
þeirra sem greinast
með krabbamein
Margrét Gunnarsdóttir fjallar
um áhrif þjálfunar á ein-
staklinga sem greinst hafa með
krabbamein
’Í ljós hefur komið aðregluleg hreyfing dregur
úr þreytu hjá þessum
hópi auk þess sem hún
dregur úr tapi á vöðva-
og beinmassa og við-
heldur liðleika.‘
Margrét Gunnarsdóttir
Höfundur er sjúkraþjálfari
á endurhæfingarsviði LSH.
Á VORIN huga margir að námi
fyrir næsta vetur. Ekki eru þó allir
tilbúnir til að fara í fullt nám í dag-
skóla, margir vilja
stunda nám samhliða
vinnu og vilja geta haf-
ið nám án þess að
breyta of miklu í eigin
lífi eða til að sjá hvort
nægur áhugi er til
staðar þegar á hólminn
er komið. Með fjöl-
breyttu námsframboði
og námsskipulagi
stuðla háskólar að því
að fleiri nemendur geti
sótt sér háskóla-
menntun um leið og
þeir sinna öðrum
skyldum sem oft tengjast fjölskyldu
og vinnu.
Framboð á fjarnámi á háskólastigi
hefur aukist mikið undanfarinn ára-
tug og í dag er boðið upp á fjarnám í
ýmsum greinum. Í fjarnámi er nám-
ið skipulagt þannig að nemendur og
kennarar hittast lítið sem ekkert
augliti til auglitis en samskipti fara
fram með aðstoð tölvutækninnar.
Eitt af því sem Háskólinn í
Reykjavík býður upp á til að koma
til móts við þessa þróun er fjarnám
og háskólanám með vinnu (HMV) í
tölvunarfræði. Námið er hannað fyr-
ir þá sem vilja stunda fullgilt há-
skólanám samhliða vinnu. Hug-
myndin byggist á því að nemendur
geti tekið eitt eða fleiri námskeið ut-
an hefðbundins vinnutíma og jafnvel
lokið háskólagráðu ef vilji er fyrir
hendi eða einfaldlega endurmenntað
sig á þeim sviðum sem þeir telja sig
þurfa á að halda.
Í náminu er lögð áhersla á að
nemendur fái haldgóða þekkingu í
öllum grunngreinum tölvunarfræð-
innar, jafnframt því að þeir tileinki
sér viðurkenndar og nútímalegar að-
ferðir við hugbúnaðarþróun. Há-
skólinn í Reykjavík útskrifar því
nemendur sem kunna til verka og
hafa jafnframt trausta fræðilega
undirstöðu til að geta tileinkað sér
nýjungar í greininni.
Kerfisfræðigráða
Í fjarnámi og há-
skólanámi með vinnu
(HMV) í tölvunarfræði
er boðið upp á 60 ein-
inga kerfisfræðigráðu.
Nemendum gefst einn-
ig kostur á að halda
áfram og ljúka BS-
prófi í tölvunarfræði en
framboð námskeiða er
þó háð fjölda nemenda
hverju sinni. Nem-
endur geta stundað
námið með venjulegri
vinnu en þurfa að gera
ráð fyrir tíma til að
sinna því og á álagstímum í náminu
getur þurft að hliðra til vinnutíma.
Námskröfur eru þær sömu í fjar-
námi og háskólanámi með vinnu
(HMV) og í staðbundnu tölv-
unarfræðinámi við skólann og rétt-
indi að loknu prófi því þau sömu.
Nemendur sækja upptökur af fyr-
irlestrum og annað efni sem kennari
útbýr, s.s. verkefni, leiðbeiningar og
glósur, inn í MySchool-kennslukerfi
skólans. Þeir geta síðan hlustað á
upptökurnar þegar þeim hentar og
eins oft og þeir vilja ásamt því að
taka þátt í samskiptum yfir netið.
Nemendur taka að jafnaði 6 –9 ein-
ingar á önn (í samanburði taka nem-
endur í fullu staðarnámi 15 einingar
á önn). Fjarnám er tekið á hálfum
hraða en háskólanám með vinnu
(HMV) er einnig í boði á sumarönn
og geta nemendur því farið hraðar í
gegnum námið.
Háskólanám með vinnu samhliða
fjölskyldulífi krefst þess að nemand-
inn skipuleggi tíma sinn vel og hafi
brennandi áhuga á náminu. Mik-
ilvægt er að nemandinn sinni nám-
inu jafnt og þétt og sé ósmeykur við
að nota nýja tækni við námið. Mörg-
um hentar þetta form vel þar sem
þeir geta unnið sjálfstætt og hafa
ekki þörf fyrir að hitta kennara og
samnemendur daglega en geta nýtt
netið til samskipta og samvinnu.
Fjölbreytt störf
Tölvunarfræðingar eiga kost á
mjög fjölbreytilegum störfum sem
ættu að henta jafnt konum sem körl-
um. Hér má nefna störf við alla
þætti hugbúnaðargerðar, s.s. grein-
ingu, hönnun, forritun og prófanir
eða önnur störf eins og stjórnun,
ráðgjöf, rannsóknir og kennslu.
Hugbúnaðargerð er vaxandi at-
vinnugrein þar sem tækniframfarir
eru miklar. Fagið þarfnast vel
menntaðra sérfræðinga sem eru
reiðubúnir að takast á við öra þróun
í tækni og fjölbreytilega hagnýtingu
hennar. Háskólapróf í tölvunarfræði
er góð fjárfesting til framtíðar sem
getur skilað betra starfi, hærri laun-
um og meiri starfsánægju.
Ef þú hefur áhuga á námi í tölv-
unarfræði við Háskólann í Reykja-
vík skaltu skoða vef skólans,
www.ru.is, en einnig er hægt að
hringja í síma 599 6200 til að fá nán-
ari upplýsingar.
Fjarnám í tölvunarfræði
á háskólastigi
Ásrún Matthíasdóttir
fjallar um námsleiðir við
Háskólann í Reykjavík ’Með fjölbreyttu náms-framboði og náms-
skipulagi stuðla háskólar
að því að fleiri nemendur
geti sótt sér háskóla-
menntun um leið og þeir
sinna öðrum skyldum
sem oft tengjast fjöl-
skyldu og vinnu.‘
Ásrún Matthíasdóttir
Höfundur er lektor og verkefnisstjóri
fjarnáms og HMV í Háskólanum í
Reykjavík.
FLESTIR vilja búa á eigin heimili
og vera sem mest sjálfbjarga sem
lengst. Það skiljum við öll. Ef við
veikjumst þá er sótt
um heimahjúkrun og
hlúð að fólki heima. Ef
fólk er svo heppið að
þurfa ekki heima-
hjúkrun, en slitgigt,
stirðleiki og verkir
hrjá það, hvað þá?
Ef amma þín á orðið
erfitt með að komast í
bað og afi þinn er fé-
lagslega einangraður
og þarf orðið aðstoð
ömmu við að standa
upp frá hæg-
indastólnum og rúm-
inu, hvað þá?
Eru til aðrar lausnir
en hjúkrunarheimili í
okkar samfélagi?
Hvaða aðstoð skyldu
þau þurfa til að auka
lífsgæðin? Jú, það er
til önnur lausn, heim-
ilislæknirinn getur
sent iðjuþjálfa heim til
þeirra, sem getur
komið með góðar
lausnir. Ekki væri það
verra ef Trygg-
ingastofnun ríkisins
greiddi þau hjálpartæki að fullu sem
afi þinn og amma þyrftu á að halda.
Iðjuþjálfinn kenndi þeim orkuspar-
andi aðferðir til að draga úr verkjum
og að gera ýmis verk á auðveldari
hátt. Hann veitti þeim ráðgjöf sem
kom að góðu gagni. Fyrir ykkur hin
sem eru í svipaðri aðstöðu þá er
hægt að upplýsa það hér að amman
fékk baðbretti sem sett var yfir bað-
karið og nýttist þeim báðum þegar
þau fara í bað. Afinn fékk þykkan
púða í stólinn svo núna á hann auð-
veldara með að setjast
og standa upp úr hon-
um. Hann fékk rúm-
klossa til að hækka
rúmið og göngugrind til
að komast öruggur um
íbúðina. Ekki nóg með
það, hann er farinn að
fara út í göngutúra og
er allur að styrkjast.
Hann kemur við í fé-
lagsmiðstöðinni og
spjallar við gömlu fé-
lagana, en hann var
löngu hættur að láta sjá
sig þar. Þessi saga end-
urspeglar það sem ég
sem iðjuþjálfi sé dag-
lega í starfi mínu. Ég
skrifa þessar línur til að
vekja athygli á áhyggj-
um mínum af eldri
borgurum sem eru að
reyna að bjarga sér
heima með miklum erf-
iðismunum, en vita ekki
af þjónustu iðjuþjálfa.
Einfaldar og ódýrar
lausnir geta breytt
miklu varðandi færni
fólks og aukið sjálfs-
bjargargetu þess. Hér er um að
ræða ódýr úrræði fyrir þjóðfélagið
til að auka lífsgæði eldri borgara og
stuðla þau einnig að því að þeir geti
búið sem lengst heima.
Þjónusta iðjuþjálfa er eitt þeirra
úrræða sem geta hjálpað fólki að
búa sem lengst heima og seinkað
þörf fyrir heimahjúkrun og dvöl á
hjúkrunarheimili.
Þessa þjónustu, sem er sjálfsögð
hjá hinum Norðurlandaþjóðunum,
vantar stórlega hér.
Þurfa afi og amma
aðra þjónustu en
heimahjúkrun?
Guðrún K. Hafsteinsdóttir
skrifar um iðjuþjálfun fyrir
aldraða
Guðrún K.
Hafsteinsdóttir
’Einfaldar ogódýrar lausnir
geta breytt
miklu varðandi
færni fólks og
aukið sjálfs-
bjargargetu
þess.‘
Höfundur er starfandi iðjuþjálfi hjá
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Í GÆR sýndi Gallup-könnun
fyrir RÚV að það er loks tekið að
fjara undan Sjálfstæðisflokknum
í Reykjavík. Við þessar aðstæður
er það bylmingshögg í bring-
spalir sannra vinstrimanna að
heyra það opinberlega frá for-
ystumönnum Vinstri hreyfing-
arinnar – græns framboðs að
þeir geti hugsað sér að mynda
meirihluta með Sjálfstæð-
isflokknum í borgarstjórn.
Í Silfri Egils á sunnudag
spurði Egill Helgason Svandísi
Svavarsdóttur, efsta mann á lista
VG í Reykjavík, í þaula hvort
meirihluti VG með Sjálfstæð-
isflokknum í borgarstjórn væri
möguleiki. Hún sagði hreint út að
VG útilokaði ekki samstarf við
neinn flokk. Þetta er ekki hægt
að skilja öðruvísi en svo að VG
gæti hugsað sér að leiða Sjálf-
stæðisflokkinn til valda í borg-
inni.
Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem VG lætur þessa skoðun í
ljósi. Svandís er heldur ekki eini
frambjóðandi VG sem hefur sagt
þetta. Morgunblaðið birti frétt
14. júlí 2004 um VG undir fyr-
irsögninni: „Treysta sér í sam-
starf við Sjálfstæðisflokkinn.“
Fréttin var byggð á viðtali við
Árna Þór Sigurðsson borgarfull-
trúa. Árni Þór, sem nú skipar
annað sætið á lista VG í borginni,
notaði þar nákvæmlega sömu orð
og Svandís um hugsanlegt sam-
starf við Sjálfstæðisflokkinn.
Í ræðum, greinum og auglýs-
ingum er VG sett fram sem eini
valkostur vinstrimanna gegn
Sjálfstæðisflokknum. For-
ystumenn VG hafa hvað eftir
annað ítrekað að besta leiðin til
að halda Sjálfstæðisflokknum frá
áhrifum í borginni sé að kjósa
VG. En samkvæmt þessu er ekki
hægt að útiloka að góðir vinstri-
menn, sem ætla að berjast gegn
völdum Sjálfstæðisflokksins með
því að kjósa VG, kunni að opna
sjálfstæðismönnum leið bakdyra-
megin inn í Ráðhúsið.
Hvert var aftur kosn-
ingaslagorð VG? Mikið rétt. Það
var „Hreinar línur“!
Össur Skarphéðinsson
Hreinar línur VG
– og Sjálfstæðis-
flokkurinn
Höfundur er alþingismaður.
Fréttir á SMS