Morgunblaðið - 22.05.2006, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.05.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 19 MENNING AÐ ÞESSU sinni flytur Ársrit Sögufélags Ísfirðinga átta ritgerðir mislangar. Aðalgeir Kristjánsson opnar ritið með athyglisverðri rit- gerð um verkalýðsbaráttu í þremur íslenskum skáldsögum. Þetta eru fyrstu íslensku skáldsögurnar, sem fjalla um þetta efni, þ.e. Brennu- menn Guðmundar G. Hagalíns, Morgunn lífsins eftir Kristmann Guðmundsson og Salka Valka eftir Halldór Kiljan Laxness. Fróðlegt er að sjá tengsl þessara þriggja sagna, sem og viðhorf höfundanna, sem all- ir eru nokkuð hikandi í afstöðu sinni. Einar H. Eiríksson segir frá all- undarlegum málarekstri um salt- fisksölu, sem stóð í átta ár. Þá koma Lýsingar Ísafjarðarsýslu 1839 og Strandasýslu 1848. Guðrún Ása Grímsdóttir ritar gagnlegan inn- gang að þessum lýsingum og hefur séð um að búa lýsingarnar undir prentun. Sóknalýsingar Vestfjarða komu út í tveimum bindum árið 1952, en þá voru þessar tvær sýslu- lýsingar ekki hafðar með. Lýsing Barðastrandarsýslu hefur að lík- indum ekki verið gerð. Þessar sýslulýsingar eru að sjálfsögðu hin- ar fróðlegustu. Nú væri þarflegt að gefa Vestfjarðalýsingarnar út aftur, því að þær voru af nokkrum van- efnum gerðar á sínum tíma og hafa þá sýslulýsingarnar með. Fyr- irmynd höfum við í ágætum út- gáfum Sögufélagsins frá síðustu ár- um. Skemmtileg er grein Jóhönnu G. Kristjánsdóttur um ömmusystur sína, merkiskonuna Ástríði Torfa- dóttur á Flateyri. Kjartan Ólafsson, sá mikli Vestfjarðafræðingur, á hér greinargóða frásögn af stuttu og dapurlegu lífshlaupi skáldsins Álfs Magnússonar. Stutt grein er eftir Tómás Helgason frá Hnífsdal um Torfaljáina og útbreiðslu þeirra á Vestfjörðum. Og Þá kemur langlengsta ritgerð heftisins (70 bls.), Dýrfirðingar og amerískir lúðuveiðimenn eftir Valdi- mar H. Gíslason. Það er að mínu viti stórmerk ritgerð. En Ameríkumenn stunduðu lúðuveiðar út af Vest- fjörðum á síðustu tveimur áratugum nítjándu aldar og höfðu lengstum aðalaðstöðu á Þingeyri. Er af því mikil saga sem hér er vendilega rakin. Lokaritgerðin er eftir Örn Bjarnason og nefnist Kaþólskur heimur miðalda og Hrafn Svein- bjarnarson. Er það stutt frásögn. Þetta ársrit er því eins og sjá má af framansögðu efnismikið, fjöl- breytt og til þess fallið að vekja áhuga margra. Múlaþing er sömuleiðis efn- ismikið og fróðlegt rit eins og það hefur löngum verið. Það er að lík- indum glæsilegasta héraðsritið að öllum ytra búnaði. Af fimmtán efnisþáttum eru sjö byggðasögulegs efnis eða um skyld efni og eru þar á meðal athygl- isverðar rannsóknir, svo sem rit- gerð Sigurjóns Páls Ísakssonar um fjallveginn Kækjuskörð (Til gamans má geta þess að Sigurjón Páll er einn af ritsjórum Skagfirðinga- bókar), yfirlitsfyrirlestur Jóns Hnefils Aðalsteinssonar um Hrafn- kel (eða Hrafnkatlana tvo) í Hrafn- kelsdal, Jón Hnefill er eins og margir vita manna fróðastur um allt er lýtur að Hrafnkelssögu Freys- goða og Hrafnkelsdal og er því jafn- an áhugavert að lesa frásagnir hans. Þá eru ,,vangaveltur“ Hrafnkels Lárussonar um eyðibýli í Breiðdal og fróðleg er saga Fjarðarselsvirkj- unar eftir Helga Mána Sigurðsson. Þá er komið að aðalritgerð Múla- þings að þessu sinni. Það er löng og ítarleg ritgerð Hrafnkels A. Jóns- sonar um hina áleitnu spurningu, sem enginn hefur getað svarað til fulls, um afdrif hinna fornu Græn- lendinga. Hrafnkell hefur greinilega rannsakað þetta mál vandlega eftir fáanlegum heimilduum og hann dregur vissulega nokkrar athygl- isverðar ályktanir. Fleira er hér að finna til gagns og gamans, svo sem ferð Helga Gísla- sonar á hestum frá Hólaskóla og austur í Vopnafjörð 1917 og ritgerð Vilhjálms Hjálmarssonar um síð- ustu ár og undarleg ævilok afbrota- mannsins Eiríks Ólafssonar árið 1813. Það nýmæli hefur nú verið gert að birta ritfregnir. Að þessu sinni skrifar Helgi Hallgrímsson um tvær bækur: Huldumál – hugverk aust- firskra kvenna og doktorsritgerð Steinunnar Kristjánsdóttur forn- leifafræðings, The Awakening of Christianity in Iceland. En Stein- unn á hér raunar stutta grein- argerð, Umönnum sjúkra í klaustr- inu á Skriðu, byggða á fornleifarannsóknum hennar og samstarfsmanna hennar. Yfir Múlaþingi er fræðilegur blær og mun það ágæta rit vera mörgum aufúsugestur. Ísfirðingar, Austfirðingar Sigurjón Björnsson BÆKUR Héraðsrit Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 2005, 45. ár. Ritstj.: Jón Þ. Þór og Veturliði Ósk- arsson Ísafirði, Sögufélag Ísfirðinga 2005, 250 bls. Múlaþing 2005. Byggðasögurit Aust- firðinga, 32. árg. Ritstj.: Arndís Þor- valdsdóttir og Jóhann G. Gunnarsson. Útg.: Héraðsnefnd Múlasýslna, Egilsstöðum 2005, 159 bls. Ársrit Sögufélags Ísfirðinga og Múlaþing SÓLVEIG Einarsdóttir sýnir nú í hinu smáa sýningarrými Galleríi Box á Akureyri. Annars vegar er um að ræða nokkuð stórar ljósmyndir; tæki- færismyndir á vegg af gæludýrum hennar, hundinum Degi og kettinum Prinsi. Hins vegar standa á gólfinu skúlptúrar af Degi og Prinsi sem út- færðir hafa verið í gæludýrakexi sem myndar fagra mósaíkáferð á yf- irborðinu. Skúlptúrarnir bera vott um næma formskynjun listamanns- ins. Þeir eru færðir í stílinn og minna á verk naívista, eða bernskra lista- manna, og ljær það sýningunni allri innilegan blæ. Í ljósrituðum einblöðungi, sem fylgir sýningunni, kemur í ljós að hér virðist vera um nokkurs konar minn- ingarsýningu að ræða því þar er rætt um Dag og Prins í þátíð. Rakin er skondin saga pabba af því þegar Dag- ur tók sér far með strætisvagni upp á eigin spýtur og Raggi segir frá vand- ræðagangi í samskiptum við Prins um það leyti sem hann var að stíga í vænginn við Sólveigu, en svo virðist sem Prins hafi verið miklum vernd- areiginleikum gæddur. Þá má lesa stutt minningarorð Bjargar systur um gæludýrin. Textarnir lýsa mikilli væntumþykju auk þess að vekja at- hygli á því að gæludýr eru gjarnan mikilvægur hluti af fjölskyldusögunni og hafa sín persónueinkenni og sér- visku rétt eins og aðrir. Þá vísa ljósmyndirnar af Degi og Prinsi ekki síður til fjölskyldufrá- sagnarinnar. Í bókinni On Photo- graphy bendir Susan Sontag á „mag- ískan“ eiginleika ljósmyndarinnar sem felst í því að mynd verði eins og hluti af viðfangsefni sínu. Þetta mætti heimfæra á þá tilhneigingu að benda á myndirnar af Degi og Prinsi og segja „þetta eru Dagur og Prins“. Í ljósi slíkra eiginleika ræðir Sontag ennfremur hvernig athöfnin að taka ljósmyndir tengist gjarnan skrásetn- ingu á fjölskyldusiðum, s.s. brúð- kaupum og afmælum. En hún bendir á að ljósmyndir séu jafnframt me- mento mori: Þær minni á dauðann, það sem liðið er og verður aldrei end- urtekið. Í þeim sé fólgin ákveðin „gervinærvera“. Maður haldi sig hafa einhvern hjá sér í formi ljósmyndar en myndin sýni um leið fram á fjar- veru viðkomandi. Stytturnar á gólfinu bera einnig með sér slíka tvíræðni. Lyktin af gæludýrakexinu gefur til kynna lík- amlega nærveru dýranna (auk þess að minna á máltækið „við erum það sem við borðum“) rétt eins og þau séu á næsta leiti og ýtir undir eiginleika styttnanna sem minnisvarða: Þær vekja upp minningar og sögur en áð- urnefndir textar veita sýningargest- inum innsýn í slíkar sögur. Stytt- urnar eru hins vegar til marks um fjarlægð – þær eru minnisvarðar um þá sem eru horfnir á braut. Stílfært formið ýtir undir slíka fjarlægð, líkt og um egypskar múmíur væri að ræða, auk þess að skírskota til trúar- legra tákna. Í viðleitni til gefa vísbendingar um líf og persónueinkenni gæludýra sinna setur Sólveig sig að nokkru leyti í stellingar ævisagnaritarans og nýtir sér textatilvitnanir og ljós- myndina sem tæki til að skyggnast inn í liðna tíð. Sýningin lætur lítið yfir sér en í henni eru fólgnar tilraunir með flókið samspil minninga og fram- setningar, hins huglæga og efnislegra hluta. Anna Jóa Frá sýningu Sólveigar Einarsdóttur í Boxi á Akureyri. MYNDLIST Gallerí Box Til 25. maí 2006 Sólveig Einarsdóttir Minnisvarðar um líf OPNIR skólatónleikar verða haldnir í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarn- arsal, klukkan 12.10– 12.50 í dag. Flytjandi er einn af fremstu píanó- leikurum landsins, Ólaf- ur Elíasson, en hann mun flytja dagskrá fyr- ir reykvísk skólabörn sem samanstendur af „etýðum“ eftir nokkra af helstu tæknisnill- ingum píanósins. Þar má nefna Chopin, Liszt, Scriabin og Mosz- kowski. Sum af þekkt- ustu píanóverkum sögunnar munu hljóma þarna, s.s. „Byltingaretýðan“ eftir Chopin og „La Campanella“ eftir Liszt en öll þessi verk eiga það sammerkt að vera meðal mest krefjandi verka sem pí- anóleikarar fást við. Tónleikarnir eru í boði verkefnisins „Tón- list fyrir alla“ sem er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga og hóf starfsemi sína snemma á tíunda áratugnum fyr- ir tilstuðlan Jónasar Ingimundarsonar pí- anóleikara. Tilgangur verkefnisins hefur frá upphafi verið að kynna fyrir íslenskum grunnskólabörnum ólíkar tegundir tónlistar í lifandi flutningi fremstu listamanna. Ólafur Elíasson píanóleikari. Tónlist fyrir alla; snilldarverk fyrir píanó ANNAÐ kvöld kl. 20 mun prófess- orinn og rithöfundurinn Maristella Lorch kynna rit sitt „Beyond Gi- braltar“ með hliðsjón af Dante og endurreisnarbókmenntum. Erindi hennar ber heitið „Beyond Gibralt- ar: a brief commentary on Dante and the Sea (episode of Ulysses Inf., XXVI) as Introduction to the Tri- logy Beyond Gibraltar“. Maristella er prófessor við Col- umbia-háskóla og hefur sérhæft sig í ítölskum, miðalda- og endurreisn- arfræðum. Hún hefur gefið út fjölda- margar bækur tengdar þessu efni, s.s. „A Defense of Life (a study of Renaissance Epicureanism)“, og ásamt heimspekingnum Ernesto Grassi verkið „Folly and Insanity in Renaissance Literature, an Int- erpretation of Humanistic Literat- ure and Chivalric Poetry“. Mar- istella hefur kennt við Columbia-háskóla í 50 ár og er vel þekkt fyrir námskeið sín þar um Dante, Petrarca, endurreisnina, húmanisma, endurreisnarleikhús, Machiavelli og Ariosto. Hún stofnaði m.a. og var stjórnandi the „Center for Medieval and Renaissance Stu- dies“, „The Center for Italian Stu- dies“ og „The Italian Academy for Advanced Studies in America“. Hún hefur unnið ötullega að menningar- samstarfi milli Bandaríkjanna og Evrópu. Verk hennar, „Beyond Gibraltar“ er skáldsaga byggð á endurminn- ingum Maristellu sjálfrar sem manneskju af bæði evrópskum og amerískum uppruna. Fyrirlesturinn fer fram í Gunn- arshúsi á Dyngjuvegi 8, og er á veg- um Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungumálum. Allir innilega velkomnir. Rætt um Dante Veffang / Web address http:// www.vigdis.hi.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.