Morgunblaðið - 22.05.2006, Qupperneq 34
34 MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Ástkær amma okkar,
ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Tunghaga,
verður jarðsungin frá Vallaneskirkju miðviku-
daginn 24. maí 2006 kl. 14.00.
Ármann Ingimagn Halldórsson, Gróa Ingileif Kristmannsdóttir,
Þuríður Jónbjörg Halldórsdóttir,Rúnar Smári Fjalar,
Þóra Katrín Halldórsdóttir,
Margrét Sólveig Halldórsdóttir, Gunnlaugur Jón Hafsteinsson,
Sigþór Arnar Halldórsson, Anna Sigurlaug Hannesdóttir,
Sigurður Halldórsson, Elín María Stefánsdóttir,
Halldór Jón Halldórsson, Elín Sigríður Einarsdóttir,
Halldór Ármannsson,
langömmu- og langalangömmubörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÞÓRA E. SIGURÐARDÓTTIR
Barónsstíg 11,
Reykjavík,
andaðist á Landspítala háskólasjúkrahúsi Foss-
vogi aðfaranótt laugardags 20. maí.
Útförin auglýst síðar.
Jóhannes Guðmundsson,
Bryndís Jóhannesdóttir, Bjarni Ófeigur Valdimarsson,
Sigurður Einar Jóhannesson,
Jóhanna Ingibjörg Jóhannesdóttir,Ómar Sveinbjörnsson,
Ásgerður Jóhannesdóttir, Ægir Lúðvíksson,
Þóra Jóhannesdóttir, Kristján Pétur Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Glæsileg kennslubifreið,
Subaru Impreza 2006, 4 wd.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042.
Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla akstursmat.
Snorri Bjarnason
BMW 116i, bifhjól,
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat, '05
892 4449/557 2940.
Vagn Gunnarsson
Mersedes Benz,
894 5200/565 2877.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '02,
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '06,
696 0042/566 6442.
Gylfi K. Sigurðsson
Suzuki Grand Vitara,
892 0002/568 9898.
Þjónustuauglýsingar 5691100
Smáauglýsingar 5691100
Smáauglýsingar
sími 569 1100
Þegar vorboðinn
ljúfi var að vakna til
lífsins með gróðurvin
og fuglasöng kvaddi
þessa jarðvist kær vinkona og fjöl-
skylduvinur Ásta Pjetursdóttir,
Nesjum í Grafningi, en þar dvaldi
hún löngum á óðali sínu þótt hún
væri búsett lengstum í Reykjavík.
Ásta var mikill náttúruunnandi
og hennar ljúfu stundir voru tengd-
ar hinu dulúðuga og fagra umhverfi
sem umleikur Nesjar.
Við víkina fögru þar sem spilar
saman ægifegurð Þingvallasvæðis-
ins með Botnssúlur, Skjaldbreið og
Hrafnabjörg í norðri og tignarleg-
an Jórutind, Dyrfjöll og Hengil í
suðri undi Ásta sér oft við veiðar á
stöng snemma morguns þegar
Þingvallavatn endurspeglaði alla þá
fegurð og kyrrð sem svæðið hefur
upp á að bjóða með fögrum undir-
leik fjölda fugla sem þar eiga griða-
stað.
Ósjaldan kom hún með fallega
veiði úr þessum morgunferðum,
jafnvel stæðilega urriða fyrrum
daga.
Ásta var höfðingi heim að sækja
ásamt eiginmanni sínum Jónasi
Jónassyni, verslunarmanni og
bónda á Nesjum, sem lést um aldur
fram fyrir allmörgum árum.
Þau hjónin settu mikinn svip á
mannlífið í Grafningnum með drift
og léttleika og gerðu stundum góð-
látlegt grín að amstri dagsins til að
létta undir erfið störf, t.d. við hey-
skap, smalamennskur og fleira sem
fylgdi bústörfum fyrri tíma.
Ekki má gleyma áhuga Ástu á
góðum hestum og fór móðir okkar
oft með þeim hjónum í útreiðartúra
um lendur Nesja og Nesjavalla.
Í þessum ferðum voru þær vin-
konurnar eins og drottningar þar
ÁSTA GUÐRÚN
PJETURSDÓTTIR
✝ Ásta GuðrúnPjetursdóttir
fæddist á Heiðarbæ
í Þingvallasveit 28.
september 1919.
Hún lést á líknar-
deild Landspítala
Landakoti 9. maí
síðastliðinn og var
jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni 19. maí.
sem þær riðu um dul-
úðuga dali undir Jó-
rutindi, Dyrfjöllum
og víðar þar sem
fjallasýn er mikil-
fengleg yfir Þing-
vallasvæðið.
Mikill samgangur
var á milli Nesja og
Nesjavalla alla bú-
skapartíð þeirra
hjóna og samskiptin
því mikil á ýmsum
sviðum varðandi bú-
reksturinn og margt
fleira.
Það er því margs að minnast þeg-
ar hugur reikar til góðra stunda í
samskiptum við Ástu og fjölskyldu.
Þær vinkonurnar á Nesjum og
Nesjavöllum fóru saman í margar
orlofsferðir með kvenfélagi hrepps-
ins og nutu þeirra ferða í góðum
vinahópi, bæði með vinkonum úr
hreppnum og víðar að.
Ég minnist þess hversu glettnar
og hláturmildar þær gátu verið
þegar þær voru að rifja upp þessar
góðu samverustundir og skipu-
leggja næstu ferð með vinahópnum.
Með Ástu er genginn traustur
sveitungi og vinur sem ávallt var
gott að sækja heim og spjalla við.
Sú stund sem ég átti með Ástu
fyrir nokkrum dögum þar sem hún
lá á sjúkrahúsi en furðu hress mið-
að við heilsu undanfarna mánuði
verður mér kær í minningunni, þar
sem hún spjallaði um margt sem á
daga hennar hafði drifið á langri og
viðburðaríkri ævi.
Minnig um Ástu verður okkur
fjölskyldunni kær um ókomna
daga, minning um trausta konu
sem stóð föst á sínu.
Konu sem stóð keik á Nesjum
sem víðar og hafði unun af því að
virða fyrir sér náttúrufegurð svæð-
isins og þær stundir kvölds og
morgna þegar sólin skartaði rauð-
leitum sólargeislum á tinda Þing-
valla- og Grafningsfjalla.
Guð verndi minningu Ástu með
þökk fyrir allt.
Aðstandendum vottum við samúð
okkar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar á
Nesjavöllum,
Ómar G. Jónsson.
HREFNA M. Karlsdóttir varði
doktorsritgerð sína „Fishing on
Common Grounds. The Consequenc-
es of unregulated
Fisheries of North
Sea Herring in
the Postwar Per-
iod“ í hagsögu við
Gautaborgarhá-
skóla í Svíþjóð 10.
desember. And-
mælandi var Nils-
Gustav Lundgren,
prófessor við Háskólann í Luleå. Í
dómnefnd sátu Birgit Karlsson, dós-
ent í hagsögu við Gautaborgarhá-
skóla, Thomas Sterner, prófessor í
hagfræði við sama háskóla, og Magn-
us Lindmark, dósent í hagfræði við
Viðskiptaháskólann í Bergen. Leið-
beinendur Hrefnu voru Ulf Olsson,
prófessor við Gautaborgarháskóla, og
dr. Jón Þ. Þór.
Í ritgerðinni beinir Hrefna sjónum
að síldveiðum í Norðursjó á sjöunda
og áttunda áratug síðustu aldar,
þ.e.a.s. áður en almenn útfærsla lög-
sögunnar var gerð á þessu svæði. Í
Norðursjónum voru stundaðar fjöl-
þjóðlegar veiðar sem komu hart niður
á síldarstofnum og þar sem veiðarnar
voru á alþjóðahafsvæði var hægara
sagt en gert að koma á skilvirkri fisk-
veiðistjórnun. Í rannsókn sinni geng-
ur Hrefna út frá kenningum stofn-
anahagfræði og beitir þeim til að
greina viðbrögð og samningaviðræður
þeirra þjóða sem þátt tóku í Norður-
sjávarveiðunum. Viðræðurnar sem
urðu í kjölfar ofveiðinnar voru með
fyrstu tilraunum til kvótasetningar
innan Norðaustur-Atlantshafsfisk-
veiðinefndarinnar. Það er skemmst
frá því að segja að samningaviðræð-
urnar og kvótasetningin sem þeim
fylgdi stemmdi ekki stigu við ofveið-
inni sem þegar var hafin. Í þessu til-
felli vó þungt stærð veiðisvæðisins
sem gerði eftirlit erfitt, ólíkir hags-
munir þjóðanna sem þátt tóku í við-
ræðunum, mismunandi veiðireynsla
og ólík vinnsla aflans. Efnahagslegt
mikilvægi og staða síldarrannsókna á
þessum tíma leiddi til þess að Norður-
sjávarsíldin var aldrei látin njóta vaf-
ans ef illa gekk að sannfæra iðnaðinn
um báglegt ástand stofnanna. Vanda-
málin sem upp komu í samninga-
viðræðunum varpa ljósi á þær að-
stæður sem þátttakendur áttu við að
etja í tilraun sinni við að koma á fisk-
veiðistjórnun í Norðursjónum.
Hrefna M. Karlsdóttir fæddist í
Reykjavík. Foreldrar hennar eru
Karl L. Magnússon og Kolbrún
Thorlacíus. Hrefna lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í Reykja-
vík 1990 og BA-prófi í sagnfræði frá
Háskóla Íslands 1996. Samhliða dokt-
orsnámi sinnti Hrefna rannsóknum á
fiskveiðistjórnun við vesturströnd Sví-
þjóðar. Hún tók einnig þátt í al-
þjóðlega verkefninu „History of Mar-
ine Animal Population“ um tengsl
umhverfisþátta og fiskistofna. Eig-
inmaður Hrefnu er dr. Einar Hreins-
son, sérfræðingur hjá mennta-
málaráðuneytinu. Þau eiga einn son.
Hrefna starfar sem sérfræðingur hjá
Hagstofu Íslands og stundar rann-
sóknir á sögu rækjuiðnaðarins á Ís-
landi.
Doktor í
hagsögu
FRÉTTIR
NÝLEGA kynnti fyrirtækið Stoð nýjan
búnað fyrir fólk sem bundið er hjóla-
stól sem gerir því kleift að hjóla.
Búnaðurinn, sem festur er framan á
hefðbundinn hjólastól, er búinn dekki
sem knúið er áfram með höndunum
auk þess sem hægt er að fá rafmagns-
mótor.
Í tilkynningu frá Stoð segir að með
þessari nýju tækni verði hægt að létta
líf þeirra sem nota hjólastól og auka
hreyfanleika. Búnaðinn framleiðir
þýska fyrirtækið Speedy.
Morgunblaðið/Eyþór
Búnaðurinn prófaður á plani Skautahallarinnar.
Bjóða upp á
hjólreiðabúnað
fyrir hjólastóla
BÆNDASAMTÖK Íslands hafa
samið við tölvufyrirtækið Stefnu á
Akureyri um að Stefna verði bak-
hjarl samtakanna í miðlægum hug-
búnaðarkerfum, en í því felst að fyr-
irtækið mun m.a. taka að sér
verkefni tengd þróun þeirra hug-
búnaðarkerfa sem samtökin nota.
Hafa Bændasamtökin einnig
komist að samkomulagi um forrit-
unaraðstöðu fyrir starfsfólk tölvu-
deildar sinnar í húsnæði Stefnu á
Akureyri, segir Árni Kár Torfason,
rekstrarstjóri Stefnu.
Átta starfsmenn starfa hjá fyr-
irtækinu, sem sérhæfir sig í hug-
búnaðargerð og gerð sérlausna.
„Þetta styrkir þessa litlu deild
Bændasamtakanna fyrir norðan, og
ánægjulegt að þeir sjái sér fært að
halda úti þessari starfsstöð á lands-
byggðinni, og koma á samstarfi við
hugbúnaðarfyrirtæki hér,“ segir
Árni.
Í tölvudeild Bændasamtakanna
eru m.a. þróuð og þjónustuð forrit
fyrir bændur og búnaðarsambönd,
en þar fer einnig fram almenn ráð-
gjöf í tölvumálum fyrir þessa aðila.
Hundruð bænda um land allt eru nú
skráð notendur að þeim forritum
sem samtökin bjóða upp á.
Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar BÍ (t.v.), og Árni Kár
Torfason, rekstrarstjóri Stefnu, undirrituðu samkomulagið.
Stefna á Akureyri
verður bakhjarl BÍ