Morgunblaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 39
DAGBÓK
Félag náms- og starfsráðgjafa (FNS) ogmeistaranám í náms- og starfsráðgjöfvið félagsvísindadeild Háskóla Íslandsbjóða á morgun, þriðjudag til uppske-
ruhátíðar undir yfirskriftinni „Fræðileg þekking
– hagnýtt gildi“. Þar munu útskriftarnemar á
meistarastigi kynna rannsóknir sínar.
Sif Einarsdóttir starfar sem dósent í meist-
aranámi í náms- og starfsráðgjöf: „Segja má að
náms- og starfsráðgjöf á Íslandi standi á tímamót-
um á margan hátt. Fyrir tveimur árum var fyrst
boðið upp á meistaranám í náms- og starfsráðgjöf
en byrjað var að kenna fagið sem eins árs diplóm-
anám fyrir fimmtán árum,“ segir Sif.
„Hátíðin er haldin í samstarfi við FNS, og er
það lýsandi fyrir hvernig nám og fagstétt hafa
unnið saman að eflingu náms- og starfsráðgjafar
hérlendis. Það starf sem nú er unnið er lykillinn
að markvissari þekkingarsköpun en verið hefur
hingað til á sviði náms- og starfsráðgjafar.“
„Starfsstétt náms- og starfsráðgjafa er ung á
Íslandi og Félag náms- og starfsráðgjafa hefur
aðeins starfað í um aldarfjórðung. Góð náms- og
starfsráðgjöf hefur aldrei verið mikilvægari en í
þekkingarsamfélagi nútímans þar sem mann-
auður leikur lykilhlutverk og fólk tekur mik-
ilvægar ákvarðanir um nám og störf að segja má í
gegnum allt lífið.“
Dagskrá þriðjudagsins hefur þrjú þemu: „Ráð-
gjöf í kynjaðri veröld“, „Störf og staða náms- og
starfsráðgjafa“ og „Einelti og brotthvarf í fram-
haldsskólum“.
„Náms- og starfsráðgjöf fæst við tengsl ein-
staklingsins við nám og vinnumarkað. Við vitum
að vinnumarkaðurinn er mjög kynskiptur og
verða námsráðgjafar áþreifanlega varir við það í
starfi sínu. Helga Eysteinsdóttir fjallar um stöðu
miðaldra og eldri kvenna í atvinnuleit. Steinunn
Harpa Jónsdóttir fjallar hins vegar um hvers
vegna ungir karlar velja ekki kvennastörf. Þá
mun Helga Helgadóttir athuga hvort þessu megi
breyta og flytja erindi um áhrif náms- og starfs-
fræðslu á kynbundna starfshugsun,“ segir Sif.
„Ragnheiður Bóasdóttir og Guðbjörg Sigurð-
ardóttir fjalla um þróun og stöðu náms- og starfs-
ráðgjafar, en starfstéttin sem og námið hefur ver-
ið í örri þróun á síðustu áratugum. Þá heldur
Sigríður Dísa Gunnarsdóttir erindi um hvernig
náms- og starfsráðgjafar nýta sérfræðiþekkingu
sína og vinna að þróun starfsferils ungs fólks í
grunn- og framhaldsskólum.“
Loks fjalla Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir og
Þórhalla Gunnarsdóttir um einelti og brotthvarf í
framhaldsskólum, sem reynir mjög á náms- og
starfsráðgjafa að glíma við.
Fyrirlestrarnir fara fram í Námunni í húsnæði
Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands, að
Dunhaga 7. Hefst dagskráin kl. 13 og varir til 17.
Aðgangur er ókeypis, öllum heimill og léttar veit-
ingar í boði.
Menntun | Uppskeruhátíð meistaranema við Háskóla Íslands í náms- og starfsráðgjöf
Fræðileg þekking – hagnýtt gildi
Sif Einarsdóttir
fæddist í Reykjavík
1966. Hún lauk stúd-
entsprófi frá MK 1986,
BA í sálfræði frá Há-
skóla Íslands 1991 og
hlaut doktorsgráðu í
ráðgefandi sálfræði frá
University of Illinois
Champaign-Urbana
2001. Sif starfaði sem
lektor og síðar dósent
við Kennaraháskóla Íslands 1999 til 2005 og
hóf störf sem dósent í náms- og starfsráðgjöf
við Háskóla Íslands haustið 2005. Sambýlis-
maður Sifjar er Jón Páll Haraldsson skóla-
stjórnandi og á hún þrjú börn.
Töfrabrögð.
Norður
♠10762
♥Á6 S/Allir
♦KG105
♣1073
Vestur Austur
♠G9 ♠D83
♥K104 ♥DG732
♦9832 ♦64
♣KDG6 ♣842
Suður
♠ÁK54
♥985
♦ÁD7
♣Á95
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 grand
Pass 2 lauf Pass 2 spaðar
Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Þetta er tiltölulega blátt áfram
spil: Út kemur laufkóngur, sem er
dúkkaður, næsta lauf drepið og
ÁK í spaða teknir. Síðan er tígli
spilað í þeirri von að sá með
trompdrottninguna eigi þrjá eða
fleiri tígla. En, því miður – austur
getur trompað þriðja tígulinn og
spilað laufi. Síðan fær vörnin
fjórða slaginn á hjarta. Einn nið-
ur.
Terence Reese ku hafa verið í
sæti sagnhafa og með sjónhverf-
ingum tókst honum að læða þriðja
tíglinum framhjá austri.
Sér lesandinn hvernig?
Reese tók fyrst á tígulás, spilaði
síðan sjöunni á kónginn og gos-
anum úr borði. Austur taldi víst
að suður hefði byrjað með Áx og
hefði í hyggju að trompsvína fyrir
drottninguna. Og henti því í slag-
inn, algerlega áhyggjulaus. En brá
í brún þegar drottningin kom frá
sagnhafa. Reese fór næst inn í
borð á hjartaás og kastaði laufi í
fjórða tígulinn.
Sannkölluð töfrabrögð.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Myndlist
101 gallery | Steingrímur Eyfjörð – Bein í
skriðu. Til 3. júní.
Bókasafn Garðabæjar | 13 myndlist-
arnemar úr Garðabæ með málverkasýn-
ingu í húsnæði Bókasafns Garðabæjar.
Café Karólína | Gunnar Kristinsson sýnir
málverk, teikningar og prjónaskap þar sem
sigurlið heimsmeistarakeppninnar í knatt-
spyrnu 2006 er kynnt. Til 2. júní.
Gallerí Galileó | Myndlistarsýning Ernu
Guðmarsdóttur í Galleríi Galileo, Hafn-
arstræti 1–3. Til 24. maí. Sýnd eru 26
myndverk, sótt í íslenska náttúru.
Gallerí Humar eða frægð! | Sýning með
hljóðtengdum verkum í tilefni Fjölljóðahát-
íðar. Finnbogi Pétursson, Haraldur Jóns-
son, Steingrímur Eyfjörð, Kira Kira, Ólafur
J. Engilbertsson og LHÍ-nemar sýna bók-
verk.
Gallerí Úlfur | Gallerí Boreas frá New York
sýnir verk eftir Adam Bates. Sýningin „Sög-
ur“ til 31. maí.
Gel Gallerí | Dirk Leroux „A Model for The
Treeman“. Til 8. júní.
Hafnarborg | Rósa Sigrún Jónsdóttir er
myndhöggvari mánaðarins í Hafnarborg.
Verkin sem Rósa sýnir nú í kaffistofu Hafn-
arborgar ganga undir heitinu „Svarthvítir
dagar“. Til 29. maí.
Hafnarborg | Örn Þorsteinsson mynd-
höggvari sýnir í öllum sölum Hafnarborgar, í
Hafnarfirði. Til 29. maí.
Hallgrímskirkja | Sýning á olíumálverkum
Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí.
Hrafnista Hafnarfirði | Eiríkur Smith list-
málari sýnir í Menningarsal til 12. júní.
Hönnunarsafn Íslands | Sýningin 3x3 er
þriðja samsýning leirlistarkvennanna Guð-
nýjar Magnúsdóttur, Koggu og Kristínar
Garðarsdóttur. Öll verk á sýningunni eru ný
og unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu.
Til 18. júní.
Kaffi Sólon | Þórunn Maggý Mýrdal Guð-
mundsdóttir sýnir kröftug málverk. Til 9.
júní.
Karólína Restaurant | Joris Rademaker
sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Til
6. okt.
Kirkjuhvoll Akranesi | Tolli sýnir olíu-
málverk til 28. maí.
Listasafn ASÍ | Kees Visser sýnir málverk í
Listasafni ASI. Aðg. ókeypis. Til 28. maí.
Listasafn Íslands | Sýning á verkum Birgis
Andréssonar og Steingríms Eyfjörðs til 25.
júní. Vegleg fræðsludagskrá, sjá á:
www.listasafn.is. Til 25. júní. Ókeypis aðg.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Yfirlits-
sýning á verkum Guðmundar Einarssonar
frá Miðdal. Unnið í samstarfi við Nátt-
úrufræðistofu Kópavogs. Safnbúð og kaffi-
stofa. Til 3. júlí.
Listasafn Reykjanesbæjar | Í EYGSJÓN?
Sex færeyskir málarar. Myndefnið er fær-
eysk náttúra.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Ásmundur Sveinsson – Maður og efni. Sýn-
ing á úrvali verka úr safneign Ásmund-
arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista-
maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir,
stein, brons, og aðra málma – og hvernig
sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sam-
starfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og
Listaháskóla Íslands þar sem um 75 nem-
endur í útskriftarárgangi myndlistar- og
hönnunarsviðs sýna verk sín. Til 25. maí.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er
upp í tengslum við útgáfu nýrrar bókar
Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar
sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns
Reykjavíkur. Til 3. des.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Innsetningar eftir Joseph Kosuth og Ilja &
Emiliu Kabakov sem eru fremstu kons-
eptlistamenn heimsins í dag. Á sýningunni
vinna þau með ólík þemu úr ævintýrum
sagnaskáldsins mikla, H.C. Andersen. Hluti
sýningarinnar fer einnig fram í porti Hafn-
arhússins. Til 5. júní.
Listasalur Mosfellsbæjar | Sundrun – sýn-
ing á verkum Marissu Navarro Arason
stendur nú yfir til 24. maí
Næsti Bar | Undanfarin ár hefur Snorri Ás-
mundsson þróað með sér andlega tækni í
málaralist. Orkuflámamyndir hans sem eru
taldar hafa lækningarmátt hafa vakið sterk
áhrif hjá áhorfendum. Til 26. maí.
Óðinshús | Málverkasýning Jóns Inga Sig-
urmundssonar – Við ströndina – í Óðins-
húsi, Eyrarbakka. Til 28. maí.
Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir
sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til
28. ágúst 2006.
Saltfisksetur Íslands | Sýning Önnu Sigríð-
ar Dýrið hefur verið framlengd til 1. júní.
Skriðuklaustur | Svandís Egilsdóttir sýnir
olíumyndir og verk unnin í gifs og lakkrís í
gallerí Klaustri. Til 7. júní.
Thorvaldsen Bar | Marinó Thorlacius með
ljósmyndasýninguna „dreams“. Ljósmynd-
irnar hans eru alveg sér á báti og hafa þær
vakið mikla athygli, hérlendis sem og er-
lendis. Til 9. júní.
Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndir Rob
Hornstra eru afrakstur af ferðum hans um
Ísland og veita sýn á Ísland nútímans og
vitna um samfélagsbreytingar síðustu ára.
Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu-
konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og
verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar
á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra for-
réttinda að nema myndlist erlendis á síð-
ustu áratugum 19. aldar og upp úr aldamót-
um. Engin gerði myndlist að ævistarfi.
Þjóðminjasafn Íslands | Rjúpnaskyttur
hjálpuðu Bryndísi Snæbjörnsdóttur og
Mark Wilson að skapa listaverk. Líka var
unnið með nemendum Austubæjarskóla og
má sjá afraksturinn á Torginu. Til 11. júní.
Söfn
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning á
kosningaminjum fyrri borgarstjórnarkosn-
inga. Sýning sett saman af nemendum
Guðmundar Odds í Listaháskóla og starfs-
mönnum Borgarskjalasafns. Staðsetning
Grófarhús, Tryggvagata 15, 1. hæð. Ókeypis
aðgangur. Til 26. maí.
Listasafn Árnesinga | Tvær sýningar í
safninu. Sýningin HÉR er verðlaunasýning
Hrafnhildar Sigurðardóttur, en hún tók við
norrænu textíllistaverðlaununum í Svíþjóð
2005. Sýningin FORMLEIKUR – GEO-
METRIA er sýning Sonju Hakansson, en
hún var tilbúin með þessa einkasýningu
sama ár og hún lést árið 2003. Til 18. júní.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Sigríður
Bachmann í Skotinu, nýjum sýningarkosti
hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sýnir Sig-
ríður myndir sem hún hefur tekið af börn-
um. Til 7. júní.
Perlan | Sögusafnið Perlunni er opið alla
daga kl. 10–18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í
gegnum fjölda leikmynda sem segja sög-
una frá landnámi til 1550. www.sagamu-
seum.is
Veiðisafnið – Stokkseyri | Uppstoppuð
veiðidýr ásamt skotvopnum og veiðitengd-
um munum. Opið alla dag kl. 11–18. Sjá nán-
ar á www.hunting.is
Þjóðmenningarhúsið | Ný sýning í bókasal:
Það gisti óður – Snorri Hjartarson 1906–
2006. Skáldsins minnst með munum,
myndum og höfundarverkum hans. Aðrar
sýningar: Handritin – m.a. Snorra Edda,
Eddukvæðin og Íslendingasögur. Þjóðminja-
safnið svona var það – þegar sýning þess
var í risinu. Fyrirheitna landið – vesturfarar.
Þjóðminjasafn Íslands | Nú stendur yfir
sýning á níu fornleifarannsóknum
Kristnihátíðarsjóðs í Rannsóknarýminu á 2.
hæð. Hér gefst tækifæri til að skoða úrval
gripa sem komið hafa úr jörð á síðustu ár-
um en mikil gróska hefur verið í fornleifa-
rannsóknum. Vafalaust munu niðurstöður
þeirra með tímanum breyta Íslandssög-
unni. Boðið er upp á fræðslu og þjónustu
fyrir safngesti. Þar eru sýningar auk safn-
búðar og kaffihúss. Opið alla daga kl. 10-17.
Uppákomur
Bókasafn Kópavogs | Flugdrekadagurinn
mikli verður 23. maí. Leikskólabörn í Kópa-
vogi og starfsfólk Bókasafns og Nátt-
úrufræðistofu Kópavogs setja flugdreka á
loft við Safnahúsið Hamraborg 6a um kl. 10.
Fyrirlestrar og fundir
Eirberg | Fyrirlestur í boði Rann-
sóknastofnunar í hjúkrunarfræði. Janet
Pringle Specht og Ann Bossen frá Iowa há-
skóla fjalla um umönnun heilabilaðra, rann-
sóknir og hverju er enn ósvarað. Fyrirlest-
urinn fer fram í dag kl. 15, í stofu C-103
hjúkrunarfræðideild HÍ, Eiríksgötu 34. Allir
velkomnir.
Kennaraháskóli Íslands | Málþing verður
haldið til minningar um Helgu B. Svans-
dóttur músíkþerapista sem lést í mars
2005 og kynntar verða niðurstöður rann-
sóknar sem hún vann að í samvinnu við Jón
Snædal lækni, um áhrif músíkþerapíu á Alz-
heimerssjúklinga. Málþingið fer fram í dag
kl. 13. Skráning fer fram á netfangið halld-
bj@landspitali.is
Lauf – Landssamtök áhugafólks um
flogaveiki | Aðalfundur Lauf, Lands-
samtaka áhugafólks um flogaveiki verður
haldinn mánudaginn í dag, kl. 20 að Hátúni
10b, kaffistofu á jarðhæð. Dagskrá fundar
samkvæmt lögum félagsins.
ReykjavíkurAkademían | Tilvist, ást og
kynlíf er yfirskrift fræðslufundar í Reykja-
víkurAkademíunni, Hringbraut 121, 4. hæð,
24. maí kl. 12-13. Anna Kristjánsdóttir held-
ur erindi um Transgender og María Jóns-
dóttir segir frá verkefninu? Ég er til, þess
vegna elska ég? Aðgangur er ókeypis.
Stjórn Kynfræðifélags Íslands
Fréttir og tilkynningar
Mýrarhúsaskóli | Stjórn KMSK boðar til
fundar um málefni grunnskólans í tilefni
kosninganna 27. maí. Fulltrúar flokka sem
bjóða fram á Seltjarnarnesi mæta á fundinn
og verða með stutt innlegg og svara fyr-
irspurnum úr sal. Fundurinn verður 23. maí
kl. 20 í Mýrarhúsaskóla. Nánar á http://
www.fgk.is/kmsk
Útivist og íþróttir
Íþróttahúsið Mýrin | Vatnsleikfimi fyrir
eldri borgara kl. 9.30–10.30, mánudaga og
miðvikudaga. Fyrir yngra fólk kl. 7.40–
8.20, fjórum sinnum í viku. Skráning er hjá
Önnu Díu íþróttafræðingi í síma 691 5508
Mýrin er Bæjarbraut í Garðabæ.
Íslenskir fjallaleiðsögum. | Íslenskir fjalla-
leiðsögumenn standa fyrir Esjugöngu öll
þriðjudagskvöld í maí. Lagt er af stað frá
bílastæðinu við Mógilsá kl 18.30. Leið-
sögumaður frá ÍFLM gengur með og gefur
góð ráð. Þátttaka er ókeypis og öllum opin.
Íþróttahúsið Mýrin | Vatnsleikfimi í Mýrinni
Garðabæ. Fyrir eldri borgara kl. 9.30–
10.30, mánudaga og miðvikudaga. Fyrir
yngra fólk 7.40–8.20, fjórum sinnum í viku.
Skráning er hjá Önnu Díu íþróttfræðingi í
síma 691 5508. Mýrin er Bæjarbraut í
Garðabæ.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Lágkúrulegir raunveru-
leikaþættir í sjónvarpi
ÉG sá nýlega þátt í sjónvarpi, að mig
minnir á Skjá einum, sem fjallaði um
unga konu er vanrækt hafði persónu-
legt hreinlæti sitt mjög lengi.
Ljóst má vera að fólk sem gengur
jafn langt í sóðaskap og umrædd
kona hlýtur að glíma við einhvers
konar andlega röskun. En aðalefni
þáttarins var þegar tvær uppstrílaðar
frúr niðurlægðu vesalings konuna
markvisst. M.a. sögðu þær við hana
margoft að hún væri ógeðsleg. Þær
komu fyrir myndavél heima hjá henni
svo áhorfendur gætu fylgst með, t.d.
þegar hún boraði í nefið og farðaði
óhreint andlitið. Næst drógu þær
fórnarlambið niður í bæ og létu veg-
farendur lykta af henni og gefa álit á
subbuskapnum. Loks teymdu þær
hana í sturtu með tilheyrandi at-
hugasemdum.
Í millitíðinni höfðu þær látið gera
sýklatalningu á brjóstahaldaranum
hennar o.fl. eigum. Konugreyið sagði
fátt en glaðastir voru vinir og fjöl-
skylda sem höfðu pantað frúrnar í
verkið. Svo var fagnað í lokin þegar
búið var að þrífa konuna og klæða
upp. Þessi þáttur er það lágkúruleg-
asta sem ég hef séð af þessu tagi að
meðtöldum þáttunum „How clean is
your house?“ með sömu kerlum, og
hinum íslensku „Allt í drasli“ sem
vart þarf að kynna.
Hve langt er hægt að ganga til að
skemmta áhorfendum á kostnað
mannlegrar eymdar og hvað með að-
standendur þeirra sem láta plata sig í
svona þætti? Hvernig skyldi t.d. vera
að vera kallaður „sonur Siggu subbu í
Alltídrasli-húsinu“? Ef þeir vinir og
ættingjar sem senda ábendingar í
þættina þykjast vilja fórnarlömb-
unum vel, ættu þeir að skammast til
að bjóða fram aðstoð sína við þrifin í
stað þess að auglýsa neyðina.
Augljóslega ganga margir þeirra
sem koma fram í slíkum þáttum ekki
heilir til skógar, sumir jafnvel þung-
lyndir eða fatlaðir. Því ekki að bjóðast
frekar til að hjálpa þessu illa stadda
fólki? Hvern langar að sjá fólk lykta
af konu og segja henni að hún sé
ógeðsleg? Það er ekkert annað en
gróft einelti. Og þeir sem taka þátt í
slíku gera sér ekki grein fyrir afleið-
ingum þess á viðkomandi, eða að-
standendur. Ég tel fyrir neðan virð-
ingu mína sem manneskju að horfa á
slíkt. Minnir á gamaldags sirkus þar
sem vanskapað fólk var haft til sýnis!
Burt með lágkúruna!
Ingunn Sigmarsdóttir.
20.00 Rússíbanatónleikar
og Kolbeinn Ketilsson í
Íslensku óperunni.
Þriðjudagur
23. maí
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Gullbrúðkaup | Óskar Veturliði
Grímsson og Margrét Gestsdóttir,
Núpalind 8, Kópavogi (áður Njarðvík-
urbraut 12, Njarðvík), fögnuðu 50 ára
brúðkaupsafmæli 21. maí. Þau eru að
heiman í síðbúinni brúðkaupsferð.