Morgunblaðið - 22.05.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 41
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Sun 28/5 kl. 14 UPPS.
SÍÐUSTA SÝNING Í VOR
FULLKOMIÐ BRÚÐKAUP
Fi 25/5 kl. 20 UPPS. Fö 26/5 kl. 20 UPPS.
Fö 26/5 kl. 22:30 UPPS. Su 28/5 kl. 20 UPPS.
Fi 1/6 kl. 20 UPPS. Fö 2/6 kl. 20 UPPS.
Fö 2/6 kl. 22:30 UPPS. Má 5/6 kl. 20
Þri 6/6 kl. 20 UPPS.
Fö 9/6 kl. 20 UPPS. Fö 9/6 kl. 23
Má 12/6 kl. 20 Þri 13/6 kl. 20
VILTU FINNA MILLJÓN?
Fi 25/5 kl. 20 Fö 26/5 kl. 20
Mi 31/5 kl. 10 UPPS. Fö 2/6 kl. 20
Lau 3/6 kl. 20 Má 5/6 kl. 20
Fi 8/6 kl. 20 UPPS. Fö 9/6 kl. 20
Lau 10/6 kl. 20
HLÁTURHÁTÍÐ
Fi 25/5 kl. 22:30
BANANABIKARINN MIÐAVERÐ 1.000
Leikarar frá Leikfélagi Reykjavíkur og Leik-
félagi Akureyrar, keppa í leikhússporti.
Su 28/5 kl. 20:00
HLÁTURNÁMSKEIÐ MIÐAVERÐ 1.000
Ásta Valdimarsdóttir og Kristján Helgason
kenna hláturjóga.
BELGÍSKA KONGÓ
Mi 24/5 kl. 20 UPPS.
SÍÐUSTA SÝNING
NAGLINN
Fi 1/6 kl. 20
SÍÐASTA SÝNING
TENÓRINN
Lau 27/5 kl. 20
SÍÐASTA SÝNING
25 TÍMAR
DANSLEIKHÚSSAMKEPPNIN 2006
9 verk verða frumsýnd sem keppa til
verðlauna.
Fi 8/6 kl. 20
Teldu mig með. Höf. Ólöf Ingólfsdóttir og
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachman.
Elsku bróðir. Höf. Steinunn Ketilsdóttir.
Blind ást. Höf. Rebekka Rán Samper.
Tommi og Jenni. Höf. Elma Backman, Stefán
Hallur Stefánsson ogHalldóra Malín Pétursd.
Boðorðin 10. Höf. Marta Nordal.
Guðæri. Höf. Ólafur Darri Ólafsson og Lovísa
Ósk Gunnarsdóttir
Dillir dó og Dummi. Höf. Benóný Ægisson.
Shoe size nine months. Höf. Peter Anderson.
Stigma. Höf Andreas Consantinou.
MIÐAVERÐ 2.500. Miðasala hafin.
Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is
MIÐASALA OPIN
ALLAN SÓLAR-
HRINGINN Á NETINU.
Litla hryllingsbúðin – aukasýningar í september!
Vegnar mikillar aðsóknar: Aukasýningar í september!
Lau 2/9 kl. 19 AUKASÝNING – örfá sæti laus
Sun 3/9 kl. 20 AUKASÝNING – nokkur sæti laus
Fös 8/9 kl. 19 AUKASÝNING – örfá sæti laus
Lau 9/9 kl. 19 AUKASÝNING – nokkur sæti laus
Fullkomið brúðkaup – Borgarleikhúsinu. Sýningar í fullum gangi.
Litla hryllingsbúðin – Íslensku óperunni. Sýningar í fullum gangi.
Leiklistarnámskeið á Akureyri í júní.
! " #
$$$
%
! "
# $ %&'()**+
# $
,-- %.. ('(-'/0 12 ,&034'+ &%/,5/'/
6
%&'()**+
$ 7 %&'()**+
100 ára hús
eftir Jón Atla Jónasson
Lokasýningar í Reykjavík.
Aukasýningar vegna mikillar
eftirspurnar.
Miðvikudagur 24. maí kl 22:00
Fimmtudagur 25. maí kl 22:00
Föstudagur 26. maí kl 22:00
Takið eftir óvenjulegum
sýningartíma.
Sýnt á Ylströndinni í Nauthólsvík.
Munið hlýlegan klæðnað
í vorstemningunni.
Miðasala í síma 899 8163
fruemilia@simnet.is
og við innganginn.
www.100arahus.blogspot.com
JAZZBALLETTSKÓLI Báru lýk-
ur skólaárinu með nemendasýn-
ingu í Borgarleikhúsinu í dag,
þriðjudag og miðvikudag. Heiti
sýningarinnar er Töfrar, en þem-
að byggir á söngleikjum og æv-
intýrum. Allir nemendur skólans
taka þátt í sýningunni, um 700
talsins.
Sýningin er jafnframt tileinkuð
40 ára starfsafmæli skólans en
Bára Magnúsdóttir, skólastjóri og
eigandi JSB, hóf kennslu á eigin
vegum aðeins 18 ára gömul, þá
nýkomin úr listdansnámi frá
London. Með tilvist skólans varð
til nýtt athvarf fyrir börn og ung-
linga til tómstundaiðkunar og
listsköpunar.
Mikið brautryðjendastarf er nú
að baki og hefur skólastarf við
JSB mótast og tekið mið af þeim
straumum og stefnum sem ríkt
hafa í listdansi á undanförnum
árum. Boðið hefur verið upp á
fjölbreytt dansnám við skólann
þar sem stílbrigði djassins hafa
verið í hávegum höfð. Lögð hefur
verið áhersla á dansinn sem leik-
húsform og hafa nemendur feng-
ið að kynnast töfraheimi leik-
hússins á hverju vori þegar stigið
er á svið. Nú gefst kjörið tæki-
færi á að fá innsýn í starf skólans
en nemendasýningar JSB eru
opnar almenningi. Miðasala
stendur yfir og er í Borgarleik-
húsinu.
Jazzballettskóli
Báru á tímamótum
ÞAÐ MÁ kannski segja að farsinn sé
grunnurinn undir íslenska leiklist-
arstarfsemi, að minnsta kosti undir
Leikfélag Reykjavíkur og Borg-
arleikhúsið því ekkert Borgarleikhús
hefði risið hefðu Reykvíkingar ekki
árum saman streymt í Austurbæj-
arbíó til að horfa á farsana sem þar
voru settir á svið af LR, sem lét sig
dreyma undir kjörorðinu: Við byggj-
um leikhús. Farsi eða gamanleikur er
líka fastur liður á verkefnaskrá Leik-
félagsins, ekki þó sem lofsöngur til
þessa forms leikritunar sem einnig
gerði það reyndar kleift að setja
margar perlur leikritunar á svið held-
ur sem heiðarleg tilraun til að hala
áfram inn peninga svo enn megi
halda úti í einhverri mynd starfsemi
Leikfélagsins sem breyst hefur, eins
og allir vita sem vilja, í hálfgerða
martröð eftir að draumurinn rættist
og flutt var inn í húsið.
Farsinn í ár er eftir Bretann Ray
Cooney sem Gísli Rúnar Jónsson hef-
ur þýtt feiknavel og snúið upp á ís-
lenska veruleika. Það er eitt aðal-
aðdráttarafl Leikfélagsins, Eggert
Þorleifsson, sem leikur aðal-
hlutverkið Harald, góðlynda, mosa-
vaxna skrifstofublók á skattstofunni
sem verður fyrir því að taka í mis-
gripum tösku eiturlyfjasala sem inni-
heldur milljónir evra og þegar hann
reynir að leyna fundinum, flækist
hann í hvern lygavefinn á fætur öðr-
um. Eggert, sem geislar af þeirri
þjáningu sem framkallar svo auð-
veldlega hlátur, heldur dampi í gegn-
um allar þrengingarnar og kemur
stöðugt á óvart með ýmsum skraut-
legum og skemmtilegum leik-
brögðum. Eiginkona hans Ingibjörg,
sem leikin er af Helgu Brögu Jóns-
dóttur, er sannfærandi í byrjun sem
prúð, samviskusöm, heimakær eig-
inkona en þegar fjör fer að færast í
leikinn, konan gerist drukkin og at-
kvæðamikil, skortir hana tækni og
kunnáttu.
Þór Tulinius leikstjóri hefur unnið
vel að persónusköpun með Guðmundi
Ólafssyni í hlutverki hins dularfulla
rannsóknarlögreglumanns Páls, Þór-
halli Sigurðssyni sem trúgjörnum
vini, pípulagningamanninum Gretti,
Gunnari Hanssyni í hlutverki milds
sálusorgara og rannsóknarlögreglu-
mannsins Steingríms sem tryllist eft-
ir mikla biðlund og Bergi Þór Ingólfs-
syni sem leikur ungæðislegan
glaðbeittan leigubílstjóra. Samt er
margt fullvandað, hófstillt og líkams-
tjáning stundum fullsmá fyrir farsa-
leik. Það er hins vegar aldrei neitt
smátt við Mörtu Nordal og hún hefur
þann hraða og vald á stílfærslu sem
eru nauðsynleg þó hefði mátt ýkja
hina miklu hjálpsemi Bíbíar.
Gervi Sigríðar Rósu Bjarnadóttir
eru vel unnin, einkum þó þeirra Páls
og Grettis.
Að öðru leyti var myndræn út-
færsla ekki vel lukkuð, einstaka bún-
ingur ágætur en annars hálfgerður
samtíningur og það þurfti að segja
mér tvisvar að Sigurjón Jóhannsson
hefði gert leikmyndina að þessari
sýningu, sem er kópía af bakgrunni
fyrir íslensk/ameríska sjónvarps-
gervihlátursseríu en hún er kannski
skiljanleg þar sem heildarhugsunin í
sviðsetningunni virðist vera að skapa
einhvers konar „Friends“-stemn-
ingu. Og sennilega hafa menn hallað
sér að henni vegna þess að þetta er
ekki alveg nógu vel skrifaður farsi,
hér er of mikið af útskýrandi tefjandi
samtölum, auk pínlega hallærislegs
kláms undir rós eða eigum við segja
undir teppi. Sein, hæversk framvinda
sýningarinnar á köflum, þar sem
gjarnan er dvalið við aukaatriði, und-
irstrikar hins vegar veikleika verks-
ins, hér hefði þurft meiri skerpu og
hraða, þéttari texta, skemmtilegri
leiklausnir, meiri stílfærslu.
En hlegið geta menn samt að
mörgu í texta og leik og það var hleg-
ið mikið á frumsýningunni. Kannski
hefði ég líka hlegið meira, hefði ég
ekki áhyggjur af framtíð og draum-
um Leikfélags Reykjavíkur, þessarar
vöggu leiklistarinnar í landinu sem
virðist eiga að verða enn ein fórn
þjóðarinnar á altari markaðs-
hyggjunnar. Einn farsi á ári dugir
ekki til að spyrna fótum gegn því.
Fastur liður einsog venjulega
LEIKLIST
Borgarleikhúsið – Leikfélag
Reykjavíkur
eftir Ray Cooney í þýðingu og staðfærslu
Gísla Rúnars Jónssonar. Leikstjóri: Þór
Tulinius. Leikmynd: Sigurjón Jóhanns-
son. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Lýs-
ing: Halldór Örn Óskarsson. Leikgervi:
Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Hljóðfæra-
leikur: Sniglabandið. Söngtextahöf-
undur: Jónas Friðrik Guðnason. Hljóð:
Jakob Tryggvason.
Leikarar: Eggert Þorleifsson, Helga
Braga Jónsdóttir, Þórhallur Sigurðsson,
Marta Nordal, Bergur Þór Ingólfsson,
Guðmundur Ólafsson, Gunnar Hansson,
Theódór Júlíusson.
Borgarleikhúsið Nýja svið, föstudagur
19. maí 2006 kl. 20.00.
Viltu finna miljón?
María Kristjánsdóttir
Morgunblaðið/Kristinn
Gagnrýnandi segir menn geta hlegið „að mörgu í texta og leik og það var hlegið mikið á frumsýningunni. Kannski
hefði ég líka hlegið meira, hefði ég ekki áhyggjur af framtíð og draumum Leikfélags Reykjavíkur, þessarar vöggu
leiklistarinnar í landinu sem virðist eiga að verða enn ein fórn þjóðarinnar á altari markaðshyggjunnar.“
Fréttir
í tölvupósti
TÓNLISTARÞÁTTUR Rásar 1,
Hlaupanótan, stendur fyrir tón-
leikum hinn 24. maí í Sölvhóli, sal
Listaháskólans við Sölvhólsgötu
13. Flytjendur koma úr ýmsum
geirum tónlistarinnar en eiga það
allir sameiginlegt að hafa verið
gestir þáttarins á nýliðnum vetri.
Hlaupanótan leiðir saman hina
ólíku tónlistarmenn, sem leggjast
hér á eitt við að búa til spennandi
bræðingstónleika. Flytjendur á
tónleikunum eru Rúnar Ósk-
arsson klarínettuleikari, Tinna
Þorsteinsdóttir píanóleikari,
Hilmar Jensson gítarleikari, Stef-
án Jón Bernharðsson hornleikari
og tríóið uppátækjasama, Flís.
Uppákoman hefst klukkan
21.00 og stendur fram eftir kvöldi.
Útvarpað verður beint frá fögn-
uðinum á Rás 1.
Allir eru velkomnir, aðgangur
er ókeypis og næg bílastæði.
Vorkvöld í Reykjavík –
vorhátíð Hlaupanótunnar