Morgunblaðið - 22.05.2006, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 35
Atvinnuauglýsingar
Trésmiðir óskast
Mótás hf. óskar eftir trésmiðum til starfa.
Þurfa að vera vanir kerfismótum og mótaupp-
slætti. Uppmæling, mikil vinna og góð laun.
Aðeins vanir menn koma til greina.
Upplýsingar í síma 696 4646.
Kennarar
Tónlistarskóli Kópavogs óskar eftir að ráða
kennara fyrir starfsárið 2006-07 í eftirtaldar gre-
inar:
Píanó/meðleikur
Þverflauta
Gítar
Umsóknir skal senda Tónlistarskóla Kópavogs,
Pósthólfi 149, 202 Kópavogi, eða á netfangið
tonlistarskoli@tonlistarskoli.is.
Gögn þurfa að fylgja um menntun og starfsferil
umsækjanda.
Umsóknarfrestur er til 1. júní næstkomandi.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma
570 0410.
Atvinna óskast
Matreiðslumaður/
Matráður
Dagvinna. Heimilismatur, sent í fyrir-
tæki og skóla. Erum einnig með opinn
sal í hádeginu.
Matur og Kaffi
Lyngás 17 Garðabæ
Uppl í s- 892 0986
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Kosningaskrifstofa
Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi
að Hlíðarsmára 19 er opin alla virka daga
frá klukkan 12-22 og frá klukkan 10-18 um helgar.
Stuðningsmenn og velunnarar velkomnir.
Kaffiveitingar á staðnum.
Sjálfstæðismenn,
vinnum af krafti í kosningabaráttunni
og tryggjum góð kosningaúrslit !
Ársfundur
Lífeyrissjóðs
Flugvirkjafélags
Íslands
verður haldinn þriðjudaginn 23. maí nk. kl.
16:30 í sal Flugvirkjafélagsins, Borgartúni 22.
Dagskrá:
l. Skýrsla stjórnar.
2. Staðfesting ársreiknings.
3. Gerð grein fyrir trygginarfræðilegri úttekt.
4. Gerð grein fyrir fjárfestingastefnu sjóðsins.
5. Tilnefning til stjórnar.
6. Kjör löggilts endurskoðanda eða endurskoð-
unarstofu.
7. Umræður um sameiningu við aðra lífeyr-
issjóði.
8. Laun stjórnarmanna.
9. Önnur mál.
Mætið vel og stundvíslega.
Stjórnin.
Aðalfundur
Líftæknisjóðsins hf.
verður haldinn í Ársal Radisson SAS Hótel
Sögu, mánudaginn 22. maí 2005, kl. 16:00.
Á dagskrá fundarins verða eftirtalin mál:
1) Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14.
gr. samþykkta félagsins.
2) Önnur mál sem eru löglega borin fram.
Gögn samkvæmt 4. mgr. 88. gr. laga nr. 2/1995
um hlutafélög munu verða hluthöfum til sýnis
á skrifstofu félagsins á Suðurlandsbraut 30,
viku fyrir fundinn.
Stjórn Líftæknisjóðsins hf.
Kennsla
Study Medicine and Dentistry
in Hungary 2006
For further details contact:
Tel.:+ 36 209 430 492.
Fax:+ 36 52 439 579
E-mail: omer@hu.inter.net
internet: http://www.meddenpha.com
Til sölu
Lítill lager til sölu
Einnig kemur til greina að selja rekstur með.
Til sýnis í Gjafa Gallery, Aðalstræti 7, sími
896 2760, www.gjafagallery.com .
Tilkynningar
VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR!
Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um
Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitar-
félagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma
585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is.
Auglýsing um tillögu að
breyttu deiliskipulagi Hleina
að Langeyrarmölum,
Herjólfsgötu 30 - 34,
Hafnarfirði.
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar
samþykkti á fundi sínum þann 31. janúar 2006
að auglýsa til kynningar tillögu að breyttu
deiliskipulagi Hleina að Langeyrarmölum,
Herjólfsgötu 30 - 34, skv. 1. mgr 26. gr.
skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
m.s.br.
Breytingin felur í sér að núverandi byggingar
á reitnum eru fjarlægðar og í stað þeirra eru
byggðar 3 nýjar byggingar með að hámarki
20 íbúðum. Reiturinn er tvær lóðir. Lóð nr.
30-32 er 1133 m2 og lóð nr. 34 er 2261 m2.
Samkvæmt deiliskipulagstillögunni er heimilt
að byggja tvö 3ja hæða hús á lóðinni nr. 30-
32 en á lóðinni nr. 34 er heimild fyrir 4ra
hæða húsi. Gert er ráð fyrir bílakjallara fyrir
allt að 14 bíla. Lögð er áhersla á að varðveita
heillegar hraunmyndanir á lóðinni.
Deiliskipulagið verður til sýnis í þjónustuveri
Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 22. maí
2006 - 19. júní 2006. Nánari upplýsingar eru
veittar á umhverfis- og tæknisviði.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er
gefinn kostur á að gera athugasemdir við
breytinguna og skal þeim skilað skriflega til
umhverfis- og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar,
eigi síðar en 3. júlí 2006. Þeir sem ekki gera
athugasemd við breytinguna teljast samþykkir
henni.
Umhverfis- og tæknisvið Hafnarfjarðar.
AFHENDING verðlauna í síðari
hluta verkefnisins „Unglinga-
lýðræði í sveit og bæ“ fór fram í
Þjóðmenningarhúsinu við Hverf-
isgötu í síðustu viku. Verkefnið
fjallar um hvernig við getum
stuðlað að betri heimabyggð okk-
ar.
Fjórir 8. bekkir skiluðu inn
verkefnum í síðari áfanganum.
Þetta voru bekkir úr Bíldudals-
skóla, Hveragerðisskóla, Patreks-
skóla og Víkurskóla í Grafarvogi.
Við mat á verkefnum var lögð
áhersla á góða hugmynd, skýra
útfærslu og hvort hugmyndin
stuðlaði að betri byggð.
Leikar fóru þannig að Patreks-
skóli, sem er hluti af Grunnskóla
Vesturbyggðar, fékk fyrstu verð-
laun, ferð til Kaupmannahafnar
fyrir allan 8. bekk, 15 nemendur.
Önnur verðlaun hlaut 8. bekkur
Víkurskóla í Grafarvogi, en í hon-
um eru 22 nemendur. Skólinn
fékk tvær úrvalsbækur, sem Edda
útgáfa lagði til. Þriðju verðlaun
hlutu tvær stúlkur í 8. bekk Bíldu-
dalsskóla, einnig bækur frá Eddu
útgáfu.
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir al-
heimsfegurðardrottning er vernd-
ari verkefnisins og afhenti verð-
launin ásamt Þór Vilhjálmssyni,
fv. hæstaréttardómara.
Patreksskóli fékk ferð
til Kaupmannahafnar
Morgunblaðið/Ásdís
Fríða Vala Ásbjörnsdóttir hefur haldið utan um verkefnið.
WILLIAM Ian Miller prófessor við
University of Michican Law School,
Ann Arbor, heldur opinberan fyrir-
lestur í boði hugvísindadeildar Há-
skóla Íslands á morgun, þriðjudag-
inn 23. maí, kl. 12.15, í stofu 101 í
Odda. Fyrirlesturinn ber titilinn
Auga fyrir auga og fer fram á ensku.
Í fyrirlestrinum mun Miller fjalla
um lex talionis, eða um þau lög sem
gefa mönnum rétt til að gjalda líku
líkt. Öll samfélög búa sér til reglur
um hvernig leysa skuli deilur og
koma á reglu í samfélaginu, en skrif-
uð lög formgera fyrirbærið. Miller
mun ræða viðfangsefnið frá ýmsum
hliðum og taka dæmi frá ýmsum
tímabilum.
Miller hefur að undanförnu verið
gestakennari við hugvísindadeild.
Á að gjalda líku líkt?
STOFNAÐ var til Vettvangs um vís-
indamiðlun á fundi sem Rannís og
menntamálaráðuneytið boðuðu til í
síðustu viku. Á stofnfundinum flutti
Vilhjálmur Þorsteinsson, prófessor
og frumkvöðull að Vísindavefnum, er-
indi með yfirskriftinni „Vísindi í orð-
ræðu hversdagsins“. Þá voru kynnt
dæmi um vísindamiðlun hjá fyrir-
tækjum, stofnunum og háskólum.
Vettvangur um vísindamiðlun er
fyrir einstaklinga sem sinna vísinda-
miðlun í opinberum stofnunum, há-
skólum, rannsóknastofnunum, sam-
tökum og fyrirtækjum. Með
vísindamiðlun er átt við miðlun upp-
lýsinga um og frá vísinda- og tækni-
samfélaginu til almennings.
Vettvangurinn er fyrir vísindamiðl-
ara til að bera saman bækur sínar,
ræða samstarf og halda fundi um al-
þjóðlega þróun í miðlun málefna vís-
inda og tækni til almennings.
Á stofnfundinum var samþykkt
stofnskrá og stjórn kjörin. Formaður
stjórnarinnar er Páll Vilhjálmsson,
sviðsstjóri upplýsinga- og útgáfumála
hjá Rannís.
Nýr vettvangur um
vísindamiðlun stofnaður