Morgunblaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÚTI SKÍN sólin þennan morgun og sumarið virðist ætla að verða snjólétt. Það setur í mig framkvæmdagírinn. Þó hér hafi margt gott verið unnið þá er það nú samt svo að hægt er að gera betur. Allir listar sem bjóða fram til bæjarstjórnar í ár, hafa á stefnuskrá sinni að auka ferðamannaþjón- ustuna. Þegar spurt er hvernig ætlið þið að fara að því þá verður stundum fátt um svör. Vinstri græn skera sig úr. Í þeirri viðleitni að ætla sér að gera bæinn að sam- félagi án aðgreiningar felst ferða- mannaþjónusta. Hvað meinið þið með því, er þá kannski spurt Svarið er einfalt. Samfélag þar sem fólk í hjólastólum kemst greiðlega um kallar til sín mikið af þeim. Fatlað fólk ferðast eins og við hin. Það skiptist á upplýsingum um hvar gott er að ferðast, hvar aðgengi sé gott. Og þá spyr ég; hvað skildu vera margir fatlaðir í heiminum? Eldra fólkið sem nú þegar kemur með skemmtiferðaskipum kemst ekki á kaffihús eða á salerni fyrir kl. 11 á morgnana nema á flugvellinum af því að enginn sér hag í að þjónusta það. Slíkur er veruleikinn í bæ sem vill verða ferða- mannabær! Ferðamenn eru ekki einsleitur hópur. Ferða- menn eru manneskjur sem hafa gaman af að kynna sér nýja staði, öðruvísi en það hefur áður séð og við ættum svo sannarlega að geta gert gangskör í þeim málum. Við gönguleiðina frá Sigöldu ættum við að koma fyrir almenningssalerni. Þá er ég ekki að meina kamra heldur byggingu þar sem almennileg salernisaðstaða er til húsa bæði fyrir fatlaða og ófatlaða. Slíkar byggingar má sjá og nota víða í smábæjum í Danmörku eins og til dæmis í Hol- bæk. Stígar og aðgöngubrautir fyrir hjólastóla, kerrur og vagna vantar nánast allstaðar. Meira að segja hefur Gler- árlaug sem þó hefur ágætis aðgengi fyrir fatlaða verið lokað lungann úr deginum á sumrin vegna sparnaðar á tveimur milljónum. Bærinn á að ganga á undan með góðu fordæmi. Við verðum að hugsa þjónustuna fyrir fólkið sem við viljum að noti hana. Markmið þjónustu bæjarins á að vera GÆÐI ekki sparn- aður! Vinstri græn gera gangskör! Eftir Dýrleifu Skjóldal Ingimarsdóttur Höfundur er sundþjálfari og nemi í HA og skipar 3. sæti á lista vinstri grænna á Akureyri. ÞAÐ er orðið ljóst að allir flokkar sem bjóða fram til kosninganna í vor setja málefni eldri borgara á oddinn. Ástæðan er einföld, þessi málaflokkur hefur verið skammarlega vanræktur af ríkisvaldinu um árabil og hafa biðlistar eftir hjúkrunarrými aldrei verið lengri. En eldri borgarar eru ekki bara gamalt og lasburða fólk, þeir eru eins mismunandi og þeir eru margir og flestir, sem betur fer, eru hressir bæði líkamlega og andlega og hafa fullan hug á því að taka virkan þátt í samfélaginu eftir starfslok. Nú hefur mikið verið rætt og ritað um málefni eldri borgara í aðdraganda kosninga af okkur yngra fólkinu og flest telj- um við okkur hafa nokkurt vit á málinu. En reyndin er að enginn þekkir betur veruleika eldri borgara en þeir sjálfir. Lífið er kaflaskipt og við tök- umst á við mismunandi verkefni á lífsleiðinni. Óneitanlega eru flestir nokkuð uppteknir af þeim aðstæðum og veruleika sem þeir sjálfir upplifa og við höfum mismunandi áherslur á mismunandi æviskeiðum. Samfylkingin í Kópavogi vill stofna öldungaráð í Kópavogi eftir danskri fyrirmynd. Það ráð er skipað eldri borg- urum og hefur til umfjöllunar öll þau mál sem koma á borð bæjarstjórnar og varða málefni aldraðra. Félagsmál, búsetumál, heimaþjónusta, hjúkrun, öll þessi brýnu mál sem bæjaryf- irvöld sýsla með, mætti markvisst vinna í góðu samstarfi við öldungaráðið. Hópur eldri borgara sem skipar slíkt ráð ætti að vera vel til þess fallinn að leggja til góðar hugmyndir í bæjarstjórn, þannig verður þjónustan sem mest í takt við þeirra þarfir. Þeir vita hvar skórinn kreppir sem eru í honum Eftir Guðríði Arnardóttur Höfundur er oddviti framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. MIKILVÆGT er að konur jafnt sem karlar séu virkir þátttak- endur í mótun samfélagsins. Þrátt fyrir að hlutur kvenna í sveit- arstjórnum hafi aukist á síðustu árum og áratugum er enn nokkuð langt í land að hann sé í samræmi við hlutfall kvenna af íbúafjölda landsins eða þeirra sem eru í framboði. Núna er hlutur kvenna í sveitarstjórnum 32% og af 98 oddvitum sveitarfélaga eru 25 konur (25%). Engin kona er í stjórn í sjö sveitarfélögum og svo virðist sem konur eigi erfiðara uppdráttar í smærri sveitarfélög- unum en þeim stærri. Velta má fyrir sér hvort ástæða þess sé sú að konur skipi almennt ekki fyrsta sæti á framboðslistum eða þær hafi ekki verið það ofarlega á listum að þær næðu kjöri. Ef þeir 172 framboðslistar sem nú bjóða fram til sveitarstjórn- arkosninga eru skoðaðir gaumgæfilega kemur ýmislegt í ljós. Flestir framboðslistar eru með nokkuð jafnt hlutfall karla og kvenna þegar á heildina er litið, þó ekki allir. Þegar skoðað er í hversu mögum til- vikum konur skipa fyrsta sæti er staðan ekki eins góð. Á 37 fram- boðslistum skipa konur 1. sætið eða í um 21% tilfella. Það þýðir að karlar eru í næstum 80% tilfella í fyrsta sæti á framboðslistum til sveitarstjórnarkosninganna í ár (Heimild: www.kosningar.is). Sé horft til þeirra fimm flokka sem bjóða sjálfstætt fram, með til- liti til stöðu kvenna á framboðslistum, kemur Samfylkingin best út og Framsóknarflokkurinn verst. Í 34% tilfella eru konur í fyrsta sæti á listum sem Samfylkingin býður fram. Í um 24% tilfella eru konur í 1. sæti á listum sem Sjálfstæðisflokkurinn býður fram, 23% hjá Vinstri grænum, 14% hjá Frjálslynda flokknum og í aðeins 13% til- fella eru konur í 1. sæti á listum sem Framsóknarflokkurinn býður fram. Staðan er ívið skárri þegar 2. sætið er skoðað en þó hefur Sam- fylkingin enn vinninginn með konur í 60% tilfella í 2. sæti. Hér er ekki horft til þeirra lista sem bjóða fram í samstarfi við aðra, eða staðbundinna lista sem boðnir eru fram undir ýmsum nöfnum og bókstöfum. Nöfn sumra þessara framboðslista bera reyndar hrein- lega með sér að hafa enga eða mjög fáar konur á lista eins og t.d. xMotor listinn og kraftlistinn. Hér er heldur ekki horft til óbundinna kosninga sem nú fara fram í 19 kjördæmum en konur hafa átt erfitt uppdráttar í þeim kosningum. Óhætt er að fullyrða að Samfylkingunni gengur best allra flokka að halda kynjahlutföllum jöfnum bæði á framboðslistum og í sveit- arstjórnum. Hlutur kvenna í Samfylkingunni er mun betri en hjá öðrum flokkum sem sýnir okkur að jafnréttisbaráttan er tekin alvar- lega og konur jafnt sem karlar skipa efstu sætin. Hafa ber í huga að árangurinn í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna næst ekki af sjálfu sér. Með því að kjósa Samfylkinguna í sveitarstjórnarkosningunum ert þú að auka áhrif kvenna við stefnumótun í samfélaginu. Hlutur kvenna bestur hjá Samfylkingunni Eftir Ragnhildi Helgadóttur Höfundur er formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar og skipar 8. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. MIKIÐ hefur verið talað um þá staðreynd að Reykjanesbær hefur, eitt sveitarfélaga á Íslandi, selt nánast allar sínar eignir inn í fast- eignafélagið Fasteign og endurleigt til 30 ára án þess að eignarréttur skapist. Fullyrðing íhaldsins um að þetta sé fasteignafélagið okkar er röng og stenst ekki við nánari skoðun: Í fyrsta lagi eigum við 34% í félaginu á meðan 50% af tekjum félagsins koma frá okkur, verulegt misvægi þarna sem aðrir eigendur í Fasteign hagnast á. Þannig hagnast aðrir eigendur Fasteignar hf. á háum leigu- greiðslum og vægast sagt slæmum samningum Reykja- nesbæjar við Fasteign hf. Í öðru lagi veit ég ekki til þess að Fasteign hf. hafi boðið út sínar lántökur, á hvaða kjörum er Fasteign hf. hjá sínum lánardrottnum? Hafa fjármálafyrirtæki á Íslandi fengið tækifæri til að bjóða í lántökur Fasteignar? Fasteign skuldar 10,4 milljarða króna og ef þetta er fasteignafélagið okkar skuldum við þá þessa peninga? Ekki er það skráð í ársreikningum Reykjanesbæjar! Í þriðja lagi, ávöxtunarkrafa Fasteignar hf. er mjög há eða u.þ.b. 6%, sem endurspeglast í gríðarlega hárri leigu sem aðrir hagnast á. Þannig hafa aðrir eigendur Fasteignar og fjármögnunaraðilar komið sínum peningum í góða og trausta ávöxtun og þurfa ekki að keppa við aðra um að lána Reykjanesbæ í gegnum Fasteign hf. M.ö.o. fjár- mögnun Fasteignar er ekki boðin út sem endurspeglast í slæmum leigukjörum okkar. Í fjórða lagi, hver segir að Fasteign sé besta fasteignafélagið á markaðnum? Hvernig vitum við fyrir víst að önnur fasteignafélög myndu hugsanlega bjóða betri kjör eða gera hlutina betur fyrir minna verð? Fasteign fær öll verkefni á vegum Reykjanesbæjar upp í hend- urnar og þarf ekki að keppa um að fá verkefnin við aðra. Þetta er há- alvarlegt mál og algjörlega ábyrgðarlaust af kjörnum fulltrúum al- mennings að haga sér svona með skattfé íbúa Reykjanesbæjar. Þ.e. verkefni eru aldrei boðin út, heldur afhent Fasteign án þess að veita öðrum fasteignafélögum möguleika á að bjóða betur hvað varðar byggingarkostnað og leigukjör. Í fimmta lagi eru kjör Fasteignar afar slæm og sýnir það sig best með því að ef ég myndi ætla að leigja 25 milljón króna hús af Fasteign myndi ég þurfa að greiða 173 þúsund á mánuði, auk þess þyrfti ég að sjá um nær allar tryggingar og fasteignagjöld. Þá þyrfti ég að sjá um allt viðhald fyrir utan sjálfa skelina sem nær ekki nema nokkra cm inn í vegginn. Allar lagnir og öll kerfi í húsinu eru því á minn kostnað. Með endurkaupum á öllum fasteignum bæjarins ætlar A-listinn að auka ráðstöfunartekjur um 180 milljónir á ári, sem verja á til auk- innar þjónustu við íbúana. Eftir 30 ár mun síðan sveitarfélagið eiga þessar eignir í stað þess að þurfa að leigja þær áfram. Það hefur sýnt sig að þetta var röng ákvörðun á sínum tíma og A- listinn ætlar að leiðrétta þessi mistök. Í útreikningum A-listans er tek- ið tillit til arðgreiðslna Reykjanesbæjar af eignarhlut sínum í Fast- eign. Röng fullyrðing Eftir Eystein Jónsson Höfundur skipar 2. sætið á A-listanum í Reykjanesbæ. GÓÐIR skólar, ánægja starfsfólks og aukinn skiln- ingur bæjaryfirvalda er það sem blasir við okkur Ak- ureyringum í dag í skól- unum okkar. Við framsókn- armenn ætlum að leggja okk- ar lóð á vog- arskálarnar til að ná enn betri árangri á þessu sviði á næsta kjörtímabili. Við ætlum að:  Taka fyrsta áfanga Naustaskóla í notkun 2008, sem opinn skóla fyrir ein- staklingsmiðað nám.  Byggja stórt íþróttahús við Giljaskóla.  Ráða verkefnisstjóra í tón- list við leikskólana.  Bæta kjör kennara eins og hægt er.  Bæta kjör starfsfólks í blönduðum störfum skól- anna.  Lækka leikskólagjöld enn frekar.  Tryggja nægilegt fjármagn fyrir afleysinga- og stuðn- ingskennslu.  Kynna fjölmenningarlegar kennsluaðferðir. Til að fylgja þessu eftir þarf fólk sem hefur áhuga og þekk- ingu á og reynslu af skóla- málum og starfar við þau á hverjum degi. Kennarar á Akureyri, merkið X við B-listann í kosn- ingunum í vor því þar er fólkið með sérþekkinguna. Vinnum saman! XB Vinnum saman, kennarar Eftir Erling Kristjánsson Höfundur er kennari og skipar fjórða sætið á lista Framsókarflokksins á Akureyri. ÞAÐ ER orðið öllum ljóst að eitt heitasta kosningamálið fyrir komandi sveita- stjórnakosningar er málefni aldraðra. Þetta hlýtur að gleðja allar hugsandi og réttlátar manneskjur. Á dögunum tilkynntu sjálfstæðismenn að málefni aldraðra yrði það sem þeir myndu leggja aðaláherslu á kæmust þeir til valda í borginni í komandi sveit- arstjórnarkosningum. Á þeim bæ er í forgangi það sem hefur verið á döf- inni hjá ríkisstjórn sjálfstæðis- og framsóknarmanna allt kjörtímabilið og gott ef það var ekki eitt af kosningaloforðunum, að byggja yfir aldraða. Eini munurinn er að nú vilja sjálfstæðismenn byggja þjónustuíbúðarhverfi fyrir aldraða en ríkisstjórnin er jú með einhversstaðar út við bláma sjón- deildarhringsins á stefnuskránni að byggja hjúkrunarheimili fyrir aldraða (þannig að þeir þurfi ekki að liggja margir saman í rúmi eins og ástandið í þeim málum er nú að verða). Eru núna til peningar? Eins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra Jón Kristjánsson hefur margoft sagt okkur er og hefur vandinn bara alltaf verið sá að það er svo óskaplega dýrt að huga að öldruðum. Það kemur því satt að segja töluvert spánskt fyrir sjónir að nú sjái sjálfstæðismenn í Reykjavík fyrir sér að hægt sé að byggja þjónustuíbúðir aldraðra, já heilt hverfi af þeim og jafnvel fyrir ættingjana líka. Það kemur nefnilega skýrt fram að þeir gera ráð fyrir að ríkið standi undir þjónustunni. Sá þáttur hefur ekki gengið mjög vel til þessa. Fyrir það fyrsta hefur ríkið ekki boðið upp á mannsæmandi laun fyrir láglaunafólkið sitt sem leiðir til skorts á vinnuafli og vinnuálag á alla stafsmenn á heilbrigðisstofnunum er orðið alltof mikið vegna þess hversu fáliðað þar er. Hvernig stendur á því að nú virðast allt í einu allir vegir færir, ekkert mál núna? Lái mér hver sem vill, en sá grunur læðist óþægilega að manni að þessi óvænti fjármagnsfundur sjálfstæðismanna standi í beinu sambandi við væntanlegar kosn- ingar og sé orðin tóm. Eða hafa ef til vill alltaf verið til peningar, sem ekki hefur hentað að nýta fyrir aldraða fyrr en nú? Skoðum nú aðeins nánar hugmynd Sjálfstæðisflokksins um þjónustuíbúðahverfi og segj- um að hún yrði að veruleika. Hverjir hefðu þá efni á að búa í slíkum íbúðum? Alla vega ekki ellilífeyrisþeginn sem á að lifa af því sem honum er skammtað frá Tryggingastofnun ríkisins eftir að hann hefur allt sitt líf unnið baki brotnu að uppbyggingu borgarinnar og þessarar sömu Tryggingastofnunar. Við skulum bara vera raunsæ. Sennilega yrðu íbú- arnir efnafólkið sem hefur nú þegar tryggt sér afkomu með lagasetningum um eftirlaun og hinir sem hafa á síðustu árum rakað saman fé með því að eignast eignir ríkisins á góð- um kjörum. Þetta eru íbúarnir í þröngum heimi sjálfstæðismanna. Sá heimur er of lítill til að rúma þá sem berjast í bökkum. Virðing fyrir eldra fólki Samfylkingin vill og ætlar ef hún kemst til valda í borgarstjórn að efla þjónustu við aldr- aða til að gera þeim, sem þess óska og það geta, kleift að búa á eigin heimili sem allra lengst. Hinum sem eru lasburða og sjúkir og treysta sér ekki til að búa áfram á eigin heim- ili vill Samfylkingin tryggja að standi til boða sú aðstaða sem þeir þurfa og er virðingu þeirra samboðin. Á þann hátt vill Samfylkingin í verki sýna þakklæti sitt og virðingu sína fyrir eldra fólki. Samfylkingin gerir sér fulla grein fyrir því að það er vegna dugnaðar og þrautseigju eldra fólksins sem við búum við þá velsæld sem við gerum í dag. Hinir eldri eru löngu búnir að vinna sér inn öll þau réttindi sem til þarf að eldast með reisn. Óvæntur áhugi á öldruðum Eftir Ragnhildi Eggertsdóttur Höfundur er stuðningsfulltrúi og er í 19. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Fréttir í tölvu- pósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.