Morgunblaðið - 22.05.2006, Side 30

Morgunblaðið - 22.05.2006, Side 30
30 MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Thomas KeistenKristian Andr- easen fæddist í Fuglafirði í Færeyj- um 8. nóvember 1936. Hann lést á heimili sínu fimmtudaginn 11. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Tumm- as Andreasen, f. 27. ágúst 1888, d. 16. apríl 1971, og Jol- ina Lovisa Martina Isfeld Andreasen, f. 29. mars 1894, d. 17. ágúst 1980, frá Eidi í Færeyjum. Systkini Tómasar eru: Flora, Ingjald, Ast- rid, Jóna, Judith og Þorbjörn. Jóna og Þorbjörn lifa bróður sinn. Tómas kvæntist Rakel Sjöfn Ólafsdóttur, f. 20. júní 1941. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Júl- ína, f. 1958, gift Lúðvík Berg Ægissyni. Börn þeirra eru: a) Tómas Davíð, sambýliskona Guð- rún Jóna Stefánsdóttir. Dóttir Tómasar er Klara Dröfn. b) Rakel, maki Gísli Freyr Valdórsson. c) Lúð- vík Berg, sambýlis- kona Berglind Rós Torfadóttir. Dætur þeirra eru Viktoría og Rakel. d) Sigríð- ur Unnur, maki Unnar Gísli Sigur- mundsson. 2) Þor- björg Björk, f. 1962, var gift Ragnari Ólasyni, þau skildu. Synir þeirra eru Róbert og Bjarki Þór. 3) Tómas, f. 1963. Tómas fluttist til Íslands frá Færeyjum á 16. ári í atvinnuleit. Fljótlega hóf hann störf hjá Reykjavíkurborg. Fyrst á Korp- úlfsstöðum, síðan í Leirvogstung- um og loks hjá Vélamiðstöð sem vörubílstjóri en þar starfaði hann mestallan sinn starfsaldur. Útför Tómasar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku pabbi minn, þegar þú sast hjá mér daginn sem þú dóst og skoð- aðir nýjasta langafabarnið, sagðir þú að það eina sem væri örugt þegar við fæddumst væri að við myndum deyja. Ef ég hefði vitað að tveimur tímum seinna myndir þú fara til Jesú, þá hefði ég knúsað þig ennþá fastar. Þú sagðir oft við mig að við ættum að sýna og segja samferða- fólki okkar hvað okkur þætti vænt um það á meðan það lifði, ekki geyma það þar til í minningargrein og þannig lifðir þú. Alltaf gefandi og líka njótandi. Þú elskaðir að vera í kringum börnin þín stór og smá. Þú elskaðir að sitja í stiganum og leika við hundinn. Þú gast setið tímunum saman og fylgst með hegðun fuglanna eða bara lítilli mús undir skúr. Þú fórst oft með mig í bíltúr niður að sjó til að horfa á brimið í rokinu. Þú fórst með mig í elsta hluta Hafnarfjarðar því gömlu húsin minntu þig á Færeyjar. Þú varst líka húmoristi og þegar þú hlóst þá hrist- istu allur. Svona get ég haldið áfram enda- laust því ég á óteljandi minningar um þig. Ég er svo þakklát Guði mín- um á himnum fyrir þig. Bless í bili, þín Gunna, Guðrún Júlína Tómasdóttir. Elsku afi minn, mikið rosalega sakna ég þín. En ég veit að nú ertu kominn til Jesú og hefur það gott. Með augun full af tárum langar mig að minnast þín elsku afi minn. Þú kallaðir mig alltaf ,,augun hans afa“ eða ,,Aggan mín“ og mér þótti svo vænt um það. Það voru ófá skiptin sem ég kom í heimsókn til ykkar ömmu á Hjalta- bakka. Hljóp niður holtið og hlakk- aði mikið til að sjá ykkur. Þú varst alltaf svo góður við mig og sagðir óspart hvað þú værir heppinn að eiga okkur öll! Þegar ég var yngri leyfðir þú mér að labba á tánum þín- um og þótti mér það ómetanlega gaman. Svo var auðvitað mesta spennan að fá að fara með afa í vinn- una í stóra vörubílinn. Þegar líða fór að jólum var alltaf gaman að vera hjá ykkur ömmu því að jólasveinninn sem kom til ykkar var svo örlátur. Ég fékk alltaf fullan poka af nammi og margt fleira. Ekki spillti fyrir að maður fékk að lúlla í afa holu. Þú varst mikill húmoristi og fannst eitthvað fyndið út úr öllu. Jafnaðargeð þitt var mikið, hækk- aðir aldrei röddina og ég vissi ná- kvæmlega hvar ég hafði afa minn. Mikið er ég fegin að ég kom við upp í Grasarima á fimmtudaginn, sama dag og þú lést. Þú komst til að skoða alnöfnu mína í fyrsta sinn og þá var hún ekki nema viku gömul. Þú sett- ist með hana í fangið og skoðaðir hana í bak og fyrir og sagðir hana svo slétta og fína. Ekki grunaði mig að þetta væri í síðasta sinn sem mað- ur kyssti þig bless á ennið elsku afi minn. En svo bara tveimur tímum seinna fékk ég hringingu um það að þú værir dáinn. Afi, ef þú bara vissir hvað við söknum þín mikið! Við sem ætluðum til Færeyja í sumar að sjá hvar þú ólst upp. En svona er lífið óútreikn- anlegt og við förum bara seinna og minnumst þín. Afi ég sakna þín og elska þig heitt. Bless elsku afi minn. Þín, Rakel (Agga). Elsku afinn okkar. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig. Besta afa sem hægt er að hugsa sér. Afi, þú hafðir endalausan tíma og þolimæði og varst svo góður við okkur og hjálpsamur. Þú varst alltaf svo góð- ur við Viktoríu afastelpu og fannst alltaf tíma til að sinna henni. Eftir langa bið fékkstu svo ný- fædda Rakel aðeins viku gamla í fangið. En því miður var það eina skiptið sem þú fékkst að halda á henni. Það sem kallinn var montinn, tvær stelpur! En við vildum bara þakka þér fyrir allt, afi og besti vin- ur. Við elskum þig, Lúðvík, Berglind, Viktoría og Rakel. Ég get ekki lýst hvað það er sárt að þurfa að kveðja hann afa minn. Svo sárt að ég næ því ekki að hann sé farinn frá okkur. Það er alveg ólýs- anlegt hvað mér þótti vænt um þennan mann. Hann sýndi mér ekk- ert nema kærleika, ást og sagði mér oft og mörgum sinnum hvað hann væri ríkur að eiga svona mikið af barna- og barnabarnabörnum. Hon- um þótti svo yndislegt að vera í kringum afabörnin sín. Hann var einnig mjög mikill dýravinur og gaf sér tíma fyrir dýrin eins og okkur mannfólkið. Það sýnir okkur hversu góður maður hann var. Það eru óendanlegar minningar og ég á eftir að sakna hans. Góð minning er að hver jól hringdi afi í mig og bað mig að koma og hjálpa sér, líka í Róbert og Bjarka, til að skreyta jólatréð. Þetta gerði ég hver jól þó svo að ég sé að nálgast tvítugt gerði ég þetta því mér þótti vænt um hann og hon- um um mig. Ég á eftir að vera lengi að jafna mig eftir andlát afa. En um daginn var ég að hugsa um afa minn og brast í grát. Hvað ég saknaði hans mikið og fór að þakka Drottni fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með honum. Þá sýndi Jesú mér vers í biblíunni sem er í Sálmi 84: 2-4 þar stendur: Hversu yndislegir eru bústaðir þínir, Drottinn hersveitanna. Sálu mína langaði til, já, hún þráði for- garða Drottins, nú fagnar hjarta mitt og hold fyrir hinum lifanda Guði. Jafnvel fuglinn hefir fundið hús, og svalan á sér hreiður, þar sem hún leggur unga sína: ölturu þín, Drottinn hersveitanna, konungur minn og Guð minn! Það sýndi mér það að afi er núna á betri stað, á himnum eins og hann þráði þegar hann myndi fara úr þessum heimi. En nú kveð ég þig, besti afi minn. Ég mun sakna þín sárt. Við sjáumst aftur hjá pabba okkar á himnum. Elska þig, elsku afi. Þitt barnabarn, Sigríður Unnur Lúðvíksdóttir. Það eru engin orð sem fá lýst þeirri tilfinningu sem grípur mann þegar maður fréttir að afinn sinn sé farinn og allar þær minningar sem streyma fram í tárum og ekkasogi. Afinn minn, þetta er og verður erfitt, en mig langar til að kveðja þig með einhverjum hugljúfum og skemmtilegum minningum. Ég á alltaf eftir að muna eftir þér og mér í græna hæginda-ruggustólnum. Ég var smá patti og þú lyftir mér upp og settir mig á hnén á þér og svo byrj- aði fjörið. Þú togaðir í handfangið og viti menn, stóllinn byrjaði að rugga. Þetta nenntir þú að gera fyrir mig tímunum saman eða þangað til að mig langaði að gera eitthvað annað. Einnig man ég alla þá tíma sem við eyddum saman í vörubílnum, það var ekkert smá sport að fá að vera með þér í vinnunni og það skemmtileg- asta var að þú skemmtir þér ekkert minna. Ég fiktaði í öllu og ýtti á alla takkana, en þú varst alltaf sá allra rólegasti því að þannig varstu og stundum svo meinstríðinn að maður gat verið að springa úr pirringi, eins og þegar þú tókst lykkjurnar sitt- hvorum megin við töluna á gallabux- unum mínum, þræddir band í gegn- um þær og battst rembingshnút, þannig að ég gat ekki hneppt til að fara á klósettið, en svo í lokin tókstu bara utan um mann og þá gat maður ekki verið lengur reiður. Faðmlagið þitt var engu líkt, stóru krumlurnar þínar og hálsakotið og hvernig þú kreistir mann upp að þér eins og þú ætlaðir aldrei að sleppa. Ég kveð, þig elsku afi minn, þang- að til næst. Þinn afastrákur, Tómas Davíð Lúðvíksson. Elsku besti pabbi minn og lang- besti afi, betri pabba og afa var ekki hægt að eiga. Alltaf varst þú til stað- ar fyrir okkur, kletturinn í lífum okkar í gleði eða þegar á móti blés. Í einni góðri bók stendur að góður maður, ber gott fram úr góðum sjóði hjarta síns. Þessi orð lýsa nákvæm- lega því hvaða mann þú hafðir að geyma, elsku pabbi og afi okkar. TÓMAS TÓMASSON ✝ Jóhanna Krist-jánsdóttir var fædd á Vindási í Eyrarsveit 16. mars 1934. Hún lést á líknardeild Landa- kotsspítala 15. maí síðastliðinn. Jó- hanna var yngsta barn foreldra sinna þeirra Guðrúnar Jónsdóttur, f. 30.11. 1898, d. 1986, og Kristjáns Hjaltason- ar, f. 27.7. 1899, d. 1959. Systkini Jó- hönnu eru Valgerður Þ. Krist- jánsdóttir, f. 22.10. 1927, maki Sveinn Kristjánsson og þau eiga sex börn,fjögur barnabörn og eitt langömmubarn; Gunnar J. Kristjánsson, f. 6.8. 1930, maki Birna Ólafsdóttir og þau eiga tvö börn og sex barnabörn; Erla Kristjánsdóttir, f. 11.5. 1932, hún eignaðist sex börn, fjögur eru á lífi, ellefu barnabörn og eitt langömmubarn; Sigrún Krist- jánsdóttir, f. 6.9. 1945, á tvö börn og fjögur barna- börn. Jóhanna stundaði barnaskólanám í Laugarnesskóla, einnig stundaði hún nám í húsmæðra- skólanum á Varma- landi í Borgarfirði. Hún starfaði ásamt vinkonu sinni eitt ár í Svíþjóð og Nor- egi á hóteli, vann mörg sumur á hótel Bifröst í Borgar- firði, var Hótel- stjóri á Hótel Borgarnesi í rúm tvö ár. En lengst af starfaði hún sem aðstoðarkona hjá háls-, nef og eyrnalæknum. Fyrir tveimur árum greindist Jóhanna með MND sjúkdóminn sem hún barð- ist við allt fram á síðasta dag. Síðasta eina og hálfa árið dvaldi hún á líknardeild Landakotsspít- ala. Útför Jóhönnu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Það var mér mikið reiðarslag þegar Hanna frænka veiktist fyrir rúmum tveimur árum. Þetta gat ekki verið að gerast, hún sem hafði verið stoð mín og stytta í gegnum allt. Ég hafði í einfeldni minni ekki gert ráð fyrir að þessi þáttur í tilverunni myndi breytast, allavega ekki strax. Það er sama hvar ég ber niður í æsku- eða full- orðinsminningum mínum, þar er Hanna frænka alltaf. Fyrstu sex árin mín bjó ég með henni og mömmu. Ég man þegar hún gekk með mig á leikskólann, þá brást það ekki að við þóttumst vera ókunnugar konur sem mættust á förnum vegi. Út úr þessu gátu spunnist skemmtilegar uppákom- ur. Ég man eitt sinn þegar pabbi og mamma voru að kynnast að við mamma komum heim eitt kvöldið og hún var farin að sofa á undan okkur. Þetta þótti mér afar merki- legt því það hafði ekki gerst áður. Það giltu ákveðnar reglur á heim- ilinu. Eftir veðurfréttatímann í sjónvarpinu fór ég alltaf upp í rúm og hún sagði mér sögur af æv- intýrunum hennar Svönu sem hún spann fyrir mig. Svo liðu æskuárin og alltaf var hún innan seilingar. Síðar fór ég í heimavistarskóla og þangað skrifaði hún mér mörg bréf sem ég geymi nú sem gull og munu ylja mér um ókomin ár. Þau lýsa henni svo vel. Oft hafði hún áhyggjur af að mér yrði kalt og því var hún iðulega með eitthvað á prjónunum fyrir mig, ef ekki peysu þá trefil eða vettlinga. Svo kom að því að ég kynntist mannsefni mínu. Auðvitað varð mjög fljótt að fara með hann í kynnisferð til hennar og ömmu í Stigahlíðina og að gömlum og góð- um sveitasið var hann spurður spjörunum úr um ættir og upp- vöxt. En hún sagði mjög fljótlega að ég væri heppin og hefði fengið góðan mann. Eftir það var ekki hægt að hallmæla honum við hana. Hún leit á mig með milda brosinu sínu og sagði: „Hann er svo góð- ur.“ Stundum þótti mér þetta pirr- andi en oftast gátum við hlegið dillandi hlátri að þessu. Svo komu börnin og hún var alltaf til staðar. Ég var alltaf svo örugg þegar hún kom með brosið sitt fallega. Þá var öll hætta liðin hjá. Börunum mín- um þremur var hún sem amma. Ef eitthvað bjátaði á þá var hún kom- in og að ég tali nú ekki um öll sím- tölin sem enduðu á þennan veg: „Elsku, láttu mig vita ef það er eitthvað sem ég get gert.“ Mér fannst ég oft vera hálfgerð drottn- ing þegar ég var búin að tala við hana því hún var alltaf að segja mér hvað ég væri dugleg og góð og ekki spillti það fyrir að enda samtalið á orðunum: „Svo áttu svo góðan mann og börn.“ Það er erfitt að hugsa sér gleði- eða sorgarstund án hennar, hafa engan til að hvetja sig en þá sæki ég kraft í minninguna um hana. Þegar hún fór fyrst á spítalann vegna veikinda sinna þá hugsaði hún gjarnan minnst um sjálfa sig. Hún var alltaf að hjálpa hinu veika fólkinu á meðan kraftar hennar leyfðu. Þegar þeir voru á þrotum þá tók fallega brosið hennar við að ylja öllum sem voru veikir, það notaði hún óspart, allt fram á síð- asta dag. Hún var svo þakklát fyr- ir að fá að vera á líknardeildinni á Landakoti allan þann tíma sem hún þurfti á umönnun að halda, að fá að vera ein í herbergi var henni mikils virði. Ég er starfsfólkinu öllu svo þakklát fyrir að gera þennan erf- iða tíma í lífi okkar bærilegan. Um leið og ég þakka frábæra umönnun bið ég Guð að blessa störfin ykkar. Ég kveð þig í bili, elsku Hanna. Ég veit að við hittumst aftur í dýrðinni á himnum. Þín Kristjana. Hanna frænka, nú ert þú lögð af stað í þína lokaferð. Nú getur eng- inn komið með þér, við sem eftir sitjum eigum þó minningarnar er þú skildir eftir. Við systkinin eig- um þær margar. Við minnumst þess vel þegar þú varst að vinna á hótelinu í Borgarnesi hvað okkur fannst frábært að koma þar við á leið vestur í Grundarfjörð í sveit- ina. Þá fengum við að fara á bak- við og sjá allt það er gert var á hóteli. Einu okkar fannst þetta svo frábært að það varð að tilkynna það öllum er heyra vildu að þú værir manneskjan er öllu réðir. Árin liðu og Hanna frænka vann á mörgum flottum stöðum eins og okkur fannst. Við uxum úr grasi og eignuðumst okkar heimili og börn en alltaf varst þú Hanna frænka. Þú hélst hin síðari ár skötuveislu á Þorláksmessu, stundum mættum við en oft var það þó þannig að við höfðum svo margt að gera að við gátum ekki mætt. Síðan kom áfallið þegar þú greindist með þann sjúkdóm er dró þig til dauða fyrir aldur fram. Þrátt fyrir það varst þú glöð þar til yfir lauk. En við sem eftir sitj- um eru þó svo dofin yfir öllu þessu. Hún mamma á svo erfitt með að skilja hvernig á því stend- ur að þú skulir hafa farið svona snemma. En hún veit þó að þar sem þú ert núna líður þér vel og þú getur sagt þeim hinum er hún þekkir frá öllu því sem komið hef- ur fyrir síðan þau fóru. Hún biður að heilsa þér og pabbi líka. Það væri hægt að halda áfram lengi og segja frá öllu því skemmtilega er þú gerðir með okkur og fyrir okkur. En nú segj- um við bless Hanna. Það verða áreiðanlega margir sem þú þekkir er taka við þér þar sem þú ert nú komin. Kær kveðja. Magnea, Kristján, Hjalti Þór, Jón Gunnar, Haraldur Már og Guðrún Sveinsbörn og fjöl- skyldur þeirra. Elsku Hanna frænka. Það er erfitt að hugsa til þess að nú sért JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.