Morgunblaðið - 22.05.2006, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 45
TÍMAMÓT urðu í Finnlandi á laugardagskvöld þegar
finnsku þungarokkararnir í hljómsveitinni Lordi
komu, sáu og sigruðu í Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva.
Þetta er í fyrsta skipti sem Finnland vinnur keppn-
ina en yfir 40 stigum munaði á finnsku keppendunum
og þeim rússnesku sem voru í öðru sæti. Í þriðja sæti
varð Bosnía Hersegóvína og Svíþjóð í því fjórða.
Sigursælir heimamenn bentu blaðamanni á að stig-
in sem Lordi hefði fengið væru satt best að segja
fleiri en samanlögð stig Finna í keppninni síðustu 20
ár:
„Við erum náttúrlega þekkt fyrir einstaklega
slæmt gengi í Evróvisjón,“ benti hópur ungs fólks á
og sagði sigurinn koma á óvart. „Við erum svo vön
því að fá engin stig! Núll stig og botnsætið, það erum
við.“
Íslendingar samfögnuðu
Háskólakórinn er staddur í Helsinki á leið á kóra-
mót í Vasa og fylgdust félagar hans með Evróvisjón
á skemmtistað í finnsku höfuðborginni.
Þeir fögnuðu ákaft þegar ljóst var að keppnin yrði
haldin í Finnlandi að ári liðnu og álitu sigurinn sinn:
„Ef Íslendingum tekst aldrei að taka þetta er nátt-
úrlega ekkert annað í stöðunni en fara eitthvað annað
og vinna keppnina þar,“ heyrðist úr hópnum milli
þess sem klapp, söngur, öskur og húrrahróp glumdu
yfir staðinn.
Finnarnir sem fylgdust með kunnu íslensku þjóð-
inni þakkir fyrir stigin 12 sem hún færði Lordi.
Nokkrir voru með lag og texta Silvíu Nóttar á hreinu
og þótti hún ýmist frábær eða stórfurðuleg.
Afgerandi og sögulegur sigur
„Þetta var sögulegt bæði fyrir Finnland og fyrir
keppnina,“ sögðu stúlkur sem blaðamaður ræddi við
og bættu við: „Þetta er afgerandi sigur. Það munar
ótrúlega miklu á fyrsta og öðru sæti.“
Stúlkurnar sögðu, eins og aðrir sem blaðamaður
hitti um kvöldið og næsta dag, að þær hefðu ekki átt
von á sigri þótt þær hefðu vissulega eygt möguleika á
mun betra gengi en vanalega: „Við erum alltaf með
eitt eða tvö stig og heppin ef við fáum fjögur,“ bentu
þær á og rifjuðu upp að besti árangur Finna hingað
til hefði verið 6. sæti. „En það var einhvern tíma á 8.
áratugnum.“
Búin að prófa allt annað
Lagið „Hard Rock Halleluja“ er ekki fyrsta lagið
sem hljómsveitin Lordi flytur. Lordi hefur verið
starfandi í nokkur ár og er landsþekkt í Finnlandi.
Hljómsveitin kemur ævinlega fram í ófrýnilegum
latexbúningum eins og hún klæddist á laugardags-
kvöld.
„Menn urðu dálítið sjokkeraðir þegar það varð
ljóst að við myndum senda þetta skuggalega lið til í
keppnina,“ tjáði ungur karlmaður blaðamanni og
bætti við: „En síðan hugsaði fólk að við værum búin
að prófa allt annað og gætum alveg eins reynt þetta.
Viti menn, það virkaði augljóslega!“
Sigur Finna í Evróvisjón kom mörgum í Helsinki á óvart
Reuters
Erfitt var að greina hvort þeir brostu, liðsmenn Lordi, þegar þeir fögnuðu sigri í Evróvisjón-söngvakeppninni 2006.
„Við erum svo vön
því að fá engin stig“
Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur í Finnlandi
sigridurv@mbl.is
SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI
MI : 3 kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.I. 14 ára
SHAGGY DOG kl. 5:50 - 8 - 10:10
SCARY MOVIE 4 kl. 6 - 8 - 10 B.I. 10 ára
SÝND Í
STAFRÆNNI
ÚTGÁFU,
MYND OG HLJÓÐ
THE DA VINCI CODE kl. 6 - 9 - 11 B.I. 14 ára
THE DA VINCI CODE LÚXUS VIP kl. 6 - 9
SHAGGY DOG kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10
FAILURE TO LAUNCH kl. 8
MI : 3 kl. 5:30 - 6 - 8 - 8:30 - 10:30 B.I. 14 ára
SCARY MOVIE 4 kl. 4 - 6 B.I. 10 ára
FIREWALL kl. 10:10 B.I. 16 ára
LASSIE kl. 4
BAMBI 2 m/ísl. tali kl. 3:45
VERÐUR
HANN
HUND-
HEPPINN
EÐA HVAÐ!
LEITIÐ SANNLEIKANS
Byggð á vinsælustu skáldsögu veraldar
Sýnd í Álfabakka og Keflavík
Volver, að koma aftur,heitir nýjasta myndspænska afburðaleik-stjórans Pedro Almod-
ovar, fersk upp um öll tjöld í
Frakklandi, og valin í aðalkeppn-
ina í Cannes. Vonandi að hún næli
í fullt af verð-
launum, því hún
bætir, hressir og
kætir. Hún yljar
líka, a.m.k. kven-
hjartanu, og
dómnefndin í ár
alskipuð konum
– nema nátt-
úrlega formanns-
sætið, þar er for-
MAÐUR eftir orðsins hljóðan.
Volver byrjar á dásamlegu
óperettu-atriði, þar sem konurnar
í þorpinu eru við snurfus og þvotta
kringum grafhýsi, til og með sín
eigin. En Frakkar eru alvörugefn-
ir bíógestir og íslenskar hlát-
ursrokur skáru sig úr, þangað til
fór að líða á myndina, sem er fynd-
in út í gegn eins og Almodovars er
von og vísa. En hér er miklu
tempraðri fyndni á ferðinni en úr
fyrri myndum hans. Hraðinn og
hysterían hefur vikið – fyrir dýpri
og hægari tóni, þar sem sungið er
um sorgir og leyndarmál lífsins –
út yfir grafir og dauða.
Handritið er frábærlega vel
samsett: þétt, viðburðaríkt og
margbrotið. Framvindan í frá-
sögninni minnir um sumt á Hitch-
cock, um annað á töfraraunsæi,
þar sem stórt og smátt snýst allt í
einni hræru – og hið yfirgengilega
er sjálfsagt mál. Það þarf bara að
taka á málinu. Ef hvunndags-
hetjan Raimunda (Penelópa Cruz)
situr allt í einu uppi með lík
mannsins síns í eldhúsinu, sem
dóttir hennar hefur óvart drepið í
sjálfsvörn, þá grípur hún skúr-
ingatuskuna. Ef hún þarf að fara
til dyra í miðjum klíðum, blóðug á
hálsinum, og er spurð hvort hún
hafi meitt sig, þá segist hún vera á
túr. Og ef hún hefur ekki tíma til
að grafa líkið strax þá frystir hún
það þangað til betur stendur á. Að
hætti hvunndagshetjunnar klárar
hún dæmið, jarðar manninn í kistu
(frysti- að vísu) á uppáhalds-
staðnum hans við vatnið, og sker
kross í nærliggjandi tré með ártöl-
unum hans. Í sunnudagsbílferð
með stórfjölskyldunni rekur dóttir
hennar augun í þessa áletrun og
áttar sig á því hvað um manninn
varð, um leið og hún þakkar
mömmu sinni fyrir að hafa valið
handa honum rétta staðinn.
En þetta er aðeins einn þráður í
margþættum vefnaði sem engin
leið er að gefa heildarmynd af. Þó
óhætt að segja
að Volver er al-
gjör kvenna-
mynd. Hún
sleppur þó bless-
unarlega við að
upphefja kven-
kynið á tilgerð-
arlegan hátt, en
gerir kvenheimi
og tilfinningum
góð og falleg skil. Ekki síst sam-
bandi móður og dóttur, og þar
verður myndin mögnuðust. Móð-
irin má segja að rísi upp frá dauð-
um til að biðja dóttur sína, hvunn-
dagshetjuna, fyrirgefningar á því
að hafa ekki séð það sem kom fyrir
hana þegar hún var lítil, að hún
var misnotuð af föður sínum.
Það er merkilegt hvernig leik-
stjórinn lætur persónurnar með-
höndla sársaukann. Hann er stað-
reynd, sem þær reyna ekki að
flýja, heldur er hann við hliðina á
þeim á lísleiðinni. Ekkert væri
fjær þeim en að leggjast í bælið,
allar strunsa þær áfram beinar í
baki með sinn sársaukadrösul –
sem er álíka sjálfsagður og enn
eitt verkefnið sem þær þurfa sí-
fellt að takast á við, og gera það
léttilega, sama þótt verkið sé
þungt. Vissulega hjálpast þær að,
og kannski er það stærsta lexía
myndarinnar: þetta gengur ef við
hjálpumst að. Fyndnasta dæmið
um samhjálpina er vændiskonan
sem hvunndagshetjan hálfplatar
með sér í líkgreftrun, á leigðum
sendibíl. Þar hefur vændiskonan
það á orði að þær gætu náð langt
ef þær legðu saman, hvunndags-
hetjan með barminn, og hún sjálf
með sitt atvinnutæki. Vonandi hef-
ur bíóskríbent ekki misskilið
þennan dónaskap – um leið er því
komið til skila að það væri óhugs-
andi að sjá myndina á öðru tungu-
máli en spænsku. Þetta ótrúlega
safaríka og hálffyndna tungumál
nær nýjum víddum eins og
kvennagerið í Volver fer með það.
Þá er ekki annað eftir en hvetja
kerlingar og kalla á öllum aldri til
að flykkjast á nýju myndina hans
Almodovars, hvar sem færi gefst.
B í ó k v ö l d m e ð A l m o d o v a r
Um óbærilegan
léttleika sársaukans
Eftir Steinunni Sigurðardóttur
Úr myndinni Volver.