Morgunblaðið - 22.05.2006, Side 17

Morgunblaðið - 22.05.2006, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 17 DAGLEGT LÍF Í MAÍ FJÁRFESTU Í GÓÐRI HEILSU „Gríðarlega mikilvægt er að halda meltingunni í jafnvægi, ef meltingin starfar rétt þá er hægt að leiðrétta marga kvilla sem hrjá marga í vestrænu þjóðfélagi. Kvillar eins og höfuðverkur, þreyta, útbrot, leiði, ofnæmi og óþol geta verið merki um slæma meltingu. Íhugaðu mataræðið þitt og lífsstíl, það er ein besta fjárfesting lífs þíns !“ Dr. Gillian McKeith. Næringarduftið hennar Gillian er súperfæða, troðfullt af öllum helstu næringarefnum, ensímríkt og frábært fyrir meltinguna og orkuúthaldið. Gillian duftið fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaup, Fjarðarkaup og Melabúðinni. Góð geðheilsa og líðan eruundirstaða allra lífsgæðaog gera fólki fært aðfinna tilgang með lífinu og vera virkir og skapandi þjóð- félagsþegnar (WHO, 2005). Það er því ekki erfitt að taka undir þegar því er haldið fram að andleg og líkamleg heilsa barna og unglinga leggi grunninn að velferð þeirra í lífinu. Það er oftast nær auðvelt að átta sig á veikindum barns þegar það er komið með háan hita og sem foreldrar látum við okkur lík- amlega heilsu barna okkar miklu varða. Mörgum getur hinsvegar yfirsést að koma auga á ef barni líður illa andlega eða tilfinninga- lega, því einkennin eru ekki alltaf augljós. Börn lenda í alls konar erfiðleikum, t.a.m. hversdags- legum atburðum eins og rifrildi á skólalóðinni eða afbrýðisemi í garð yngra systkinis. Einnig lenda þau í alvarlegri vandamálum sem geta t.d. tengst dauða nákomins ætt- ingja, því að byrja í nýjum skóla, skilnaði foreldra eða því að verða fyrir einelti. Allar breytingar eða missir geta raskað tilveru ungra barna. Þegar breytingin hefur átt sér stað getur líðan barnsins breyst mjög fljótt og það getur virst hafa aðlagast hratt að nýju aðstæðunum. Við erfiðar aðstæður þýðir þetta þó ekki að breytingin hafi ekki haft áhrif á barnið – viðbrögðin geta komið síðar, jafnvel eftir nokkur ár. Mikilvægt er að átta sig á því að hegðun barns gefur ekki alltaf til kynna hvernig því líður innst inni. Stundum tjá börn tilfinningar sínar og líðan þannig að það getur verið erfitt að vita hvernig þeim raunverulega líður. Sem dæmi má nefna að barn sem kvíðir því að flytjast í nýjan bekk í skólanum gæti dulið kvíða sinn með því að vera árásargjarnt eða draga sig algjörlega í hlé og forðast öll sam- skipti við aðra. Sum börn hafa ekki vanist því að tala upphátt um tilfinningar eða gefa öðrum til kynna hvernig þeim líður. Það er samt sem áður þessi hæfni sem er forsenda þess að börn geti lært að nýta sér ýmsar færar leiðir við að bjarga sér í erfiðum aðstæðum. Þessi hæfni leggur einnig grunn- inn að hæfni barnsins til að geta fundið hvernig öðrum líður og til að veita öðrum hjálp og stuðning. Mikilvægt er að hafa í huga að þau börn sem eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar eru börnin sem leita sér síður aðstoðar þegar vanda ber að höndum. Ábendingar:  Haltu fjölskyldufundi um mál sem þarf að ráða fram úr. Ef erfið tilfinningaleg mál koma upp, t.d. alvarlegt rifrildi eða dauðsfall í fjölskyldunni, er hægt að fara þessa leið.  Talaðu um tilfinningar. Spurðu barnið þitt um tilfinn- ingar persóna í sögum eða í sjónvarpi. Segðu barninu hvernig þér líður. Spurðu barnið hvernig því líður – og hvers vegna.  Þegar breytingar eru í aðsigi – nýtt heimili eða skóli, eða nýtt systkini í vændum, skaltu tala við barnið um væntingarnar sem það hefur til breytinganna sem verða munu á högum þess. Vertu á varðbergi Börn jafnt sem fullorðnir geta átt við andlega vanlíðan eða geð- heilsubresti að stríða. Vertu á varðbergi ef eitthvað af eftirfar- andi breytingum gera vart við sig hjá barninu þínu.  Ef það missir áhuga á því sem það hafði áður gaman af og hefur tilhneigingu til að einangra sig frá vinum eða fjölskyldu.  Ef svefn eða matarlyst þess raskast án sýnilegrar ástæðu.  Ef því fer skyndilega að ganga illa í skólanum og/eða neitar að fara í skólann.  Ef það sýnir óeðlilega sterk tilfinningaviðbrögð við ein- földum hlutum og fær tíð reiði- eða grátköst.  Ef mikill kvíði, depurð og vonleysi gera vart við sig án sýnilegrar ástæðu og þessar tilfinningar líða ekki hjá.  Ef því finnst lífið of erfitt og talar um að það vilji ekki lifa. Leitaðu aðstoðar fagfólks sem hefur sérþjálfun í að meta geðheilbrigði barna ef þú hef- ur áhyggjur af geðheilsu barnsins þíns.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð Geðheilbrigði ungra barna Morgunblaðið/ÞÖK Börn lenda í alls konar erfiðleikum, m.a. innan skólans, sem ekki er alltaf auðvelt að átta sig á út frá viðbrögðum barnanna. Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnis- stjóri Geðræktar hjá Lýðheilsustöð. KONUR sem drekka a.m.k. fjóra bolla af kaffi á dag bein- brotna oftar en aðrar konur, að því er ný sænsk rannsókn bendir til. Á fréttavef Dagens Nyheter kemur fram að vís- indamennirnir álykti sem svo að mikil kaffineysla geti hugsanlega aukið nokkuð hættu á viðkvæmum beinum og beinbrotum. Frekari rannsókna er þó þörf til að hægt sé að gefa út einhverjar leiðbeiningar um kaffidrykkju. Í rannsókninni var 32 þúsund miðaldra og eldri konum fylgt eftir af vísindamönnum við Háskólasjúkrahúsið í Uppsala og Karolinska í Stokkhólmi. Á tíu ára tímabili voru 20% fleiri beinbrot skráð hjá konunum sem drukku fjóra bolla af kaffi en þeim sem bara drukku einn bolla. Hugsanleg skýring er að mikil kaffineysla hafi þau áhrif að koffeinið bindi kalk og hindri það frá því að styrkja beinagrindina. Koffeinið geti því leitt til beinþynningar. Ekki er hægt að segja til um þetta samband með vissu og aðrir lífsstílsþættir geta haft áhrif, eins og t.d. reykingar eða lítil hreyfing. Kaffi og beinbrot  HEILSA AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.