Morgunblaðið - 22.05.2006, Page 48
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
www.xf.is
www.f-listinn.is
SKRIFLEGAR heimildir hafa
fundist sem sýna að símahleranir
voru stundaðar hér á landi í a.m.k.
sex tilvikum á árunum 1949–1968 –
hjá sósíalistum, herstöðvarandstæð-
ingum og fjölda alþingismanna.
Þetta kom fram í máli Guðna Th.
Jóhannessonar sagnfræðings á Ís-
lenska söguþinginu 2006, sem lauk í
gær.
Skjölin sýna án nokkurs vafa að
dómsmálaráðuneytið fékk alls átta
sinnum heimild hjá sakadómara til
að hlera síma, vegna sex aðskilinna
tilvika, sagði Guðni í samtali við
Morgunblaðið. Vegna takmarkana á
aðgengi að skjalasöfnum getur hann
ekki greint frá nöfnum þeirra sem
skráðir voru fyrir símum sem voru
hleraðir.
Ekkert bendir til kerfis-
bundinna símahlerana
Meðal þeirra atvika sem þóttu
kalla á símahleranir voru innganga
Íslands í Atlantshafsbandalagið árið
1949, koma Bandaríkjahers árið
1951 og samningaviðræður um land-
helgi Íslands við Breta árið 1961.
Í erindi sínu lagði Guðni mat á
þessar nýju upplýsingar og hvort
um pólitískar njósnir hefði verið að
ræða. Hann sagði það sitt mat að
verjandi hafi verið að hlera síma
þegar Ísland gekk í Atlantshafs-
bandalagið í mars 1949. Heiftin hafi
verið mikil og Þjóðviljinn hafi birt
greinar þar sem hörðum átökum
var hótað. „Mér sýnist stjórnvöldin
hafa haft réttmæta ástæðu til að
ætla að Alþingi yrði hindrað í störf-
um sínum,“ sagði Guðni.
„Ég tel aftur á móti að þær hler-
anir sem fram fóru þegar Alþingi
fjallaði um landhelgissamninginn
við Breta árið 1961 orki mjög tví-
mælis. Engar vísbendingar eru um
undirbúning fjöldamótmæla eins og
1949 og þarna voru hleraðir símar
fjögurra alþingismanna á sama tíma
og þingið hafði mikilvægt málefni til
umfjöllunar. Þessar hleranir nálgast
pólitískar njósnir.“
Engar heimildir fundust fyrir því
við rannsókn Guðna að símahleranir
hefðu verið stundaðar á árunum
1949–1968 án dómsúrskurðar og
segir hann að á þessum árum hafi
alltaf verið til staðar heimild í lögum
til þess að hlera síma.
Guðni sagði að ýmsir þeir sem
voru í eldlínunni á þeirri róttækni-
bylgju sem reis hér á landi eftir
1968 teldu víst að símar sínir hefðu
verið hleraðir kerfisbundið. Hann
hefði þó engar heimildir fundið sem
bentu til þess. „Þar að auki standast
örugglega ekki sumar þeirra vís-
bendinga um símahleranir sem fólk
þóttist heyra; að það hefði heyrst
andardráttur á línunni, bergmál eða
sífelldir skruðningar,“ sagði Guðni.
Guðni sagði að hann hefði áhuga á
að rannsaka frekar eftirlit stjórn-
valda með róttækum öflum í kalda
stríðinu og að hann hygðist gera
það á næstunni.
Nýjar heimildir sýna fram á símahleranir stjórnvalda á árunum 1949–1968
Dæmi um hleranir sem
nálgast pólitískar njósnir
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur kynnti rannsókn sína á söguþingi.
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
Gögnum | Miðopna
BÁÐIR framboðslistarnir sem bjóða fram við
bæjarstjórnarkosningarnar í Garðabæ á laugar-
daginn, D-listi Sjálfstæðisflokks og A-listi Bæj-
arlistans, boða lækkun gjalda í bæjarfélaginu á
næsta kjörtímabili fái þeir til þess umboð kjós-
enda.
Erling Ásgeirsson, efsti maður D-listans, segir
stöðugleika í rekstri bæjarfélagsins aðalsmerki
meirihluta sjálfstæðismanna í Garðabæ. „Fái
Sjálfstæðisflokkurinn umboð til þess mun hann
fella niður fasteignaskatt af íbúðarhúsnæði 70 ára
og eldri í áföngum á þremur árum og leikskóla-
gjöld 5 ára barna verða felld niður að sama marki
og væru þau í grunnskóla,“ segir hann.
„Bæjarlistinn leggur mikla áherslu á góða fjár-
málastjórn. Hér eru allt of háar álögur á barna-
fjölskyldur og leggjum við því til að leikskólagjöld
lækki strax um 25% og síðan verði í áföngum boðið
upp á sex gjaldfrjálsar stundir á leikskólum,“ seg-
ir Steinþór Einarsson, efsti maður A-listans, og
segir hann einnig að stefna beri að afnámi fast-
eignaskatts með fulltingi Alþingis.
Uppbygging miðbæjarins
Oddvitar beggja framboðslistanna leggja
áherslu í kosningabaráttunni á málefni miðbæj-
arins í Garðabæ.
„Bærinn á sjálfur að hafa skýra stefnu um þann
miðbæ sem byggður verður en ekki setja þann
hluta framkvæmdarinnar alfarið í hendur verk-
taka sem hafa allt aðra hagsmuni í huga en hags-
muni íbúa Garðabæjar. Við viljum að samningnum
við Klasa um uppbyggingu miðbæjarins verði sagt
upp og byggt verði upp á Garðatorgi í sátt við íbúa,
verslunareigendur og þjónustuaðila. Þær tillögur
sem hafa verið uppi núna hafa mætt mikilli and-
stöðu íbúa og þannig á ekki að standa að uppbygg-
ingu,“ segir Steinþór Einarsson.
„Ég vil taka myndarlega á málefnum miðbæj-
arins í Garðabæ. Fjölmargar tilraunir til að blása
lífi í miðbæinn hafa alltaf mistekist til þessa þann-
ig að þær hugmyndir að skipuleggja og byggja
upp nýjan miðbæ, er nær frá Garðatorgi að Hafn-
arfjarðarvegi, eru mér mjög að skapi. Í stefnuskrá
okkar stendur að skipulagsvinnu við nýjan miðbæ
í Garðabæ verði hraðað og framkvæmdir hefjist á
árinu 2007. Mikil verðmæti liggja í lóðum í eigu
Garðabæjar á þessu svæði og gatnagerðargjöld af
fyrirhuguðum byggingum nema háum upphæð-
um. Það eru því miklir fjárhagslegir hagsmunir
fyrir Garðbæinga að vel takist til, svo ekki sé talað
um lífsgæðin sem fólgin eru í góðum, vel skipu-
lögðum og fallegum miðbæ,“ segir Erling Ásgeirs-
son.
Tveir framboðslistar bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosningar í Garðabæ
Boða lækkun gjalda á kjörtímabilinu
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
ÞESSA dagana er unnið að end-
urnýjun á hafnarbökkunum á
Grandagarði í Reykjavík til að þeir
geti valdið auknu álagi frá starf-
semi tengdri sjávarútveginum. Auk
þess er verið að flytja starfsemi
sem hefur verið á Miðbakka, en þar
verður tónlistarhús reist á næstu
árum. Faxaflóahafnir, sem reka
höfnina í Reykjavík, standa því að
miklum framkvæmdum þessi miss-
erin. M.a. er verið að bæta aðstöðu
fyrir skemmtiferðaskip við Skarfa-
bakka. Queen Elizabeth 2 kemur til
með að leggjast þar að 6. júlí nk.
Miklar
breytingar
við Reykja-
víkurhöfn
Morgunblaðið/ÞÖK
STARFSHÓPUR um olíubirgða-
stöðina í Örfirisey mælir eindregið
með því að geymslu flugvélastein-
olíu vegna flugs um Keflavíkurflug-
völl í Örfirisey og flutningi hennar
um höfuðborgarsvæðið verði hætt
og sú starfsemi flutt til Helguvíkur.
Starfshópurinn, sem var skipaður
í lok árs 2004, ræddi hvort heppileg-
ir staðir utan höfuðborgarinnar
væru fyrir hendi til olíubirgðahalds.
Í því sambandi voru staðir eins og
núverandi olíubirgðastöð í Hvalfirði
eða á Grundartanga nefndir, svo og
Helguvík. „Ljóst er að tilfærsla ol-
íubirgðastöðvarinnar er viðamikið
verkefni og til grundvallar slíkri
ákvörðun þarf að styðjast við vand-
að mat á áhættu við birgðahald og
flutning auk hagkvæmnismats.
Raunhæft og skynsamlegt virðist að
birgðahald á fluvélasteinolíu sé
fyrst og fremst í birgðastöð í Helgu-
vík,“ segir í niðurstöðum hópsins.
Gera áhættumat
Starfshópurinn leggur til við
borgarstjórn Reykjavíkur að
Reykjavíkurborg, í samvinnu við ol-
íufélögin, slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins og önnur sveitarfélög sem
kunna að hafa hagsmuna að gæta,
láti vinna áhættugreiningu. Einnig
telur hann nauðsynlegt að vinna
kostnaðargreiningu.
Árni Þór Sigurðsson, formaður
starfshópsins, sagði í samtali við
Morgunblaðið að stofnuð yrði verk-
efnisstjórn þar sem unnið yrði að
því að gera áhættugreiningu og
mat. Búið væri að tryggja það að
hægt væri að koma flugvélaelds-
neytinu fyrir í Helguvík, og ef olíu-
birgðastöðin ætti að víkja úr Örfir-
isey að fullu þyrfti að kanna
hagkvæmnismöguleika þess að
flytja hana austur fyrir höfuðborg-
arsvæðið, þar sem stærsti hluti
eldsneytisins kæmi inn á höfuð-
borgarsvæðið á ný.
Flugvéla-
eldsneyti
fari úr
Örfirisey
ARNÓR Guðjohnsen, faðir Eiðs
Smára, landsliðsfyrirliða í knatt-
spyrnu, og umboðsmaður hans,
segir að líkurnar á að Eiður yf-
irgefi Eng-
landsmeistara
Chelsea innan
skamms hafi
aukist. Engar
viðræður séu
þó komnar í
gang við Man-
chester United.
Enska dag-
blaðið News of
the World full-
yrti í gær að áhugi væri á að skipta
á Eiði Smára og Ruud van Nistel-
rooy, sóknarmanni Manchester
United, sem þá færi í staðinn til
Chelsea.
„Við erum að vonast eftir því að
hans mál verði komin á hreint áður
en heimsmeistarakeppnin hefst
þann 9. júní,“ sagði Arnór Guðjohn-
sen við Morgunblaðið. | Íþróttir
Auknar
líkur á að
Eiður fari
frá Chelsea
♦♦♦