Morgunblaðið - 22.05.2006, Side 20
20 MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FYRIR skemmstu skaut upp
þeirri tillögu að flytja Árbæjarsafn
út í Viðey, eða réttara sagt, að leggja
Árbæjarsafn niður í
núverandi mynd og
flytja húsasafnið á
gamalt þorpsstæði í
austurenda Viðeyjar.
Mér skilst að fram-
bjóðendur allra flokka í
Reykjavík líti hug-
myndina jákvæðum
augum og að fram-
kvæmdin sé líka fýsi-
legur kostur fjárhags-
lega.
Afsakið meðan ég
klíp mig vegna þess að
þetta hlýtur að vera
draumur.
Barn síns tíma og hefur elst illa
Skipulagið finnst mér stórkostleg-
ur galli á Árbæjarsafninu. Þetta er
ekki byggðarmynd heldur safn stak-
stæðra húsa. Áherslan er öll á einka-
rými, hvernig fólk á næstliðinni öld
bjó, en engu sinnt um opinbert rými.
En það er einmitt skipulag og op-
inbert rými sem gerir þyrpingu af
húsum að þorpi eða bæ.
Enn alvarlegri galli er staðsetn-
ingin. Nú er það svo að Reykjavík er
hafnarborg. Ástæðan fyrir því að
þetta pláss byggðist upp sem höf-
uðborg er ekki síst því að þakka að
hér eru bestu hafnaraðstæður á öllu
landinu. Landnámsjörðin Vík var út-
gerðarjörð og Reykjavík hefur verið
útgerðarbær allt frá fyrstu tíð og er
það enn – svo ekki sé talað um þá
staðreynd að hún er langstærsta
uppskipunarhöfn landins. Í ljósi sög-
unnar og mikilvægis útgerðar og
sjóflutninga fyrir þessa borg er það
hreint og beint grátlegt að geyma
þetta litla húsasafn okkar frá 19. öld,
leifarnar af gömlu Reykjavík, óra-
vegu frá sjávarsíðunni. Og tengja
það við sveitabæ sem aldrei hefur
spilað neina sérstaka rullu í sögu
þessarar borgar.
Sannfærandi byggð
Fyrir fimm árum
reifaði ég svipaðar hug-
myndir og nú hafa
komið fram í grein sem
birtist í tímariti kvik-
myndagerðarmanna,
Landi & sonum, s.s. að
húsasafnið verði flutt
niður að sjávarsíðunni
og myndaður lítill en
heillegur þorpskjarni í
„reykvískum skipu-
lagsanda“ fyrri tíma –
með götum, ræsum,
snúrustaurum, kál-
görðum, „stakketum“,
kofum og klastri, bátalægjum,
gripahúsum o.s.frv. Mér finnst held-
ur ekki veita af því að byggja hressi-
lega við safnið því húsin eru tæpast
nógu mörg eða fjölbreytt að gerð til
að mynda sannfærandi byggð-
arkjarna. Auk þess gætu viðbót-
arhúsin þjónað sem eldveggir eða
eldhólf. Ég get mér þess til að ein
ástæðan fyrir því hversu óskaplega
dreift húsin standa á Árbæjarsafn-
inu sé eldhættan.
Að mínu viti er það mun sterkari
hugmynd að njörva slíka byggð-
armynd niður í ákveðinn tíma Ís-
landssögunnar en að leitast við að
matreiða „byggðarsýnishorn“ frá
ýmsum tímabilum í sögu Reykjavík-
ur ofan í almenning. Ef miðað er út
frá húsunum í Árbæjarsafni þá er sá
tími Íslandssögunnar síðasti áratug-
ur 19. aldar, eða þar í grennd. Eftir
Þjóðfund og rétt fyrir Heimastjórn.
Það sem húsin í Árbæjarsafni eiga
sameiginlegt, fyrir utan það að vera
úr bæ en ekki sveit, er að þau eru öll
frá tímum sjálfstæðisbaráttunnar.
Þarna er innbyggt tema.
Tröllvaxin leikmynd
Sumir munu ugglaust líta svo á að
ég sé að leggja það til að búin sé til
„leikmynd“. Það má kannski segja
það. En sú leikmynd yrði þó meira
ekta og í alla staði trúverðugri og
meira grípandi en leikmyndin sem
nú stendur uppi í Árbæjarsafni. Það
væri til dæmis hægt að nota hana
fyrir kvikmyndir sem gerast í
Reykjavík á 19. öld – sem er ekki til-
fellið með Árbæjarsafn. Íslendingar
hafa reyndar ekki verið ötulir við að
búa til kvikmyndir sem gerast á 19.
öld og vitaskuld er þetta safn fyrir
almenning, fyrst og fremst. Almenn-
ingur á að geta gengið inn í tröll-
vaxna leikmynd sem er fullkomlega
sannfærandi.
Til að laða almenning að svona
söfnum er ekki nóg að bjóða upp á
ekta hús frá því í gamla daga, stað-
urinn verður líka að vera skáldlegur
á einhvern hátt og hreyfa við tilfinn-
ingum fólks og ímyndunarafli. Fólk
er ekki í leit að fróðleik, því síður
kaffi og kleinum, það er í leit að upp-
lifun.
Um húsasafn Reykvíkinga
Anna Th. Rögnvaldsdóttir
fjallar um flutning Árbæj-
arsafns út í Viðey ’ Til að laða almenningað svona söfnum er ekki
nóg að bjóða upp á ekta
hús frá því í gamla daga,
staðurinn verður líka að
vera skáldlegur á ein-
hvern hátt og hreyfa við
tilfinningum fólks og
ímyndunarafli.‘
Anna Th.
Rögnvaldsdóttir
Höfundur er
kvikmyndagerðarmaður.
MEÐ ÞVÍ að viðra skoðanir mínar
um þau þjóðmál, sem mestur styr
stendur um, tek ég meiri áhættu en
oft áður. Líklegt er að margir dreif-
býlisbúar verði mér reiðir og þykir
mér það miður, en ekki svo að ég þori
ekki að tjá þær. Allir vita að með
kvótalögunum gerðist eignatilfærsla
frá þjóð til einstaklinga og aðför að
landsbyggðinni. Í kjöl-
farið fylgdu áralangar
yfirtökur „auðmanna“ á
arðbærustu eignum
þjóðarinnar, sem henni
hafði tekist með ára-
tuga erfiði að eignast.
Þær voru svo seldar
fyrir gjafverð, enda
búnar að borga sig og
farnar að gefa af sér og
því ekkert vit í að þjóð-
in ætti þær lengur. Nú
er svo komið að hún á
lítið annað en landið og
kemst vart undan því
að bera ábyrgð á hundruð milljarða
skuldum einstaklinga og banka.
Reyndar er landið líka á leið í
hendur braskara sem bjóða bændum
himinháar greiðslur fyrir jarðir. Trú-
lega vita þeir að til stendur að gera
jarðeigendum kleift að selja vatns-
réttindi jarða sinna. Hingað til hafa
lögin um vatnsnýtingarrétt nægt.
Nýju lögin eru tilbúin, en verða felld
úr gildi missi ríkisstjórnin völdin. Því
má ekki gleyma. Enginn þingmaður
virðist hafa manndóm til að krefjast
þess að búsetuskilyrði fylgi sölu
jarða.
Fjögur samhangandi mál brenna
nú helst á þjóðinni, flugvellir, sam-
göngumál, hátæknisjúkrahús og at-
vinnumál. Fyrir mörgum árum reif-
aði ég þá skoðun mína að
þjóðarhagur væri best tryggður með
því að Keflavíkurflugvöllur leysti
Reykjavíkurvöll af hólmi og raf-
magnsdrifin járnbraut tengdi byggð-
irnar. Aldrei hef ég verið vissari um
réttmæti þess en nú, þegar forkólfar
flokkanna belgja sig út rétt fyrir
kosningar og lofa margra milljarða
framkvæmdum, fyrir peninga sem
ekki voru til rétt áður. Ég meina til að
greiða fyrir umönnun aldraðra og til
greiðslu lágmarksmönnunar sjúkra-
húsa. En nú vantar þúsund sjúkra-
liða, vegna hungurlauna sem í boði
eru. Meðan við höfum ekki efni á að
borga mannsæmandi
laun, höfum við ekki
efni á tveimur stórum
flugvöllum, þegar hægt
er að komast af með
einn. Að færa völlinn út
á Löngusker er næstum
eins vitlaust og dýrt og
að gera völl í Engey. Á
Hólmsheiði er rangt að
gera stóran völl, sér-
staklega ef vatnsból
borgarbúa verða í
hættu. Þar væri hugs-
anlegt að gera lítinn
varavöll, sem nýttist við
æfingaflug. Að tjasla við eldgamlan
Landspítalann öðru hátæknisjúkra-
húsi, og það í slíkum þrengslum, væri
rándýrt glapræði og fyrirhyggjuleysi.
Við fyrstu sýn væri nýtt landssjúkra-
hús best staðsett á milli Reykjavíkur
og Keflavíkur. Það þarf stað þar sem
hægt er að skipuleggja umhverfið
áratugi fram í tímann, því hátækni-
sjúkrahús þarf mikið rými og greiðan
aðgang. Næstbest væri að byggja við
Borgarspítalann, sem er há-
tæknivæddur og um meira olnboga-
rými að ræða en við Landspítalann.
Heimóttarlegt þröngsýnisskipulag,
eins og nú er í uppsiglingu við og um-
hverfis Landspítalann, er stórfelld
sóun fjármuna og skipulagsslys.
Sennilega pólitískur hráskinnaleikur.
Ábyrgðarleysi, klaufaskapur og felu-
leikur með skipulagsskýrslur er-
lendra sérfræðinga og lygileg glám-
skyggni margra mála, mun koma
Reykvíkingum og borgarstjórn illa.
Keflavíkurflugvöll eigum við að yf-
irtaka með öllu tilheyrandi og færa
starfsemi Reykjavíkurvallar þangað.
Þar með yrðu atvinnuvandamál
Reykjanesbæjar viðunandi.
Yfirlýst stefna stjórnvalda er að
jafna atvinnu milli byggðarlaga og
þar er Reykjavík helst aflögufær.
Nema yfirlýsingin haldi áfram að
vera lítið annað en orðin tóm. Sjúkra-
hús er á Keflavíkurvelli. Blokkirnar
og annað húsnæði mætti nýta fyrir
starfsmenn og fjölda annarra og slá á
þensluna í byggingariðnaðinum. Við
verðum að koma í veg fyrir að í land-
inu búi þrjár þjóðir. Ofurrík, fámenn,
ótrúlega gráðug, eigingjörn og óseðj-
andi. Og önnur, sem skilur ekki að sú
ofurríka notar hana til að halda þeirri
þriðju niðri eins og þrælum. Þær
tvær verr settu búa í skuldsettum
íbúðum sem bankar í eigu ofurríku
þjóðarinnar búa sig undir að yfirtaka,
eftir vel skipulagða skák. Ríkidæmið
veit hvenær hentar að vekja drauginn
sem nærist á verðbólgunni. Þjóð mín
þarf að átta sig á að líklega er mis-
réttið skipulagt af öflum sem fyrirlíta
hag hennar og ekki bara í jafnrétt-
ismálum.
Misrétti veldur óhamingju og er
engum hagstætt, þó ofurríka þjóðin
haldi annað. Því miður er meirihluti
þingmanna þjóðarinnar með móðu
fyrir réttlætisauganu. Það er búið að
sanna sig að eyðilegging náttúrperlna
og vaxandi mengun því samfara skil-
ar þjóðinni aðallega auknu misrétti,
óhamingju og andúð hugsandi þjóða.
Egilsstaðir, Keflavík, Reykjavík
Albert Jensen fjallar
um þjóðmál ’Reyndar er landið líka áleið í hendur braskara
sem bjóða bændum him-
inháar greiðslur fyrir
jarðir.‘
Albert Jensen
Höfundur er trésmíðameistari.
TILEFNI þessarar skrifa er grein
Björgvins Víglundssonar í Mbl.
01.05.06, en til stendur að gera breyt-
ingar á ,,skipulags- og bygg-
ingalögum“.
Rekstur
Það, að eitthvert tjón
verði, er ekki ávísun á
að hönnun sé gölluð!
Reynslan sýnir að flest
hús eru ekki eins og
hönnun gerði ráð fyrir í
upphafi ef þá að ein-
hverjar upplýsingar eru
á annað borð til um
mannvirkið, eins er líka
umgengni og rekstur
þeirra oft ekki í sam-
ræmi við gildandi
rekstrarleyfi! (Rb.
–Vatnstjónaátak 2003,
ársskýrslur Brs. 2003
og 2004: en brunavarnir
í stofnunum fá ekki ein-
kunnina ágætt nema í
30% tilfella). Hönnuðir
læra hönnun í við-
urkenndum skólum,
innlendum sem erlend-
um, og fá gráðu frá
þeim, starfa síðan hjá
viðurkenndum verk-
fræði-/tæknifræði-/
arkitektastofum í tiltek-
inn tíma, til að læra
hvernig eigi að gera
hlutina: nota reynslu,
vit, staðla, reglur, lög, blýanta, blöð og
samskiptahæfileika. Síðan fá menn
viðurkenningu (vígslu) hjá ráðherra,
að þeir séu hæfir hönnuðir og megi
taka að sér hönnunar-verkefni! Er
eitthvað að hjá hönnunarskólum eða
regluverkinu? Hefur kennslu í skólum
þar sem hönnuðir nema farið aftur?
Þegar hönnuðir hafa lokið sinni
hönnun, ætti framkvæmd mann-
virkjagerðar að hefjast, en oft er það
ekki svo og eins er það, að mannvirkja-
eigendur láta iðnaðarmenn eða ófag-
lærða gera eða breyta mannvirkjum
án þess að láta „viðeigandi aðila“ vita.
Oft eru mannvirki bara komin að nið-
urlotum af sjálfu sér, vegna viðhalds-
leysis eða slits. Afleiðingin er að mann-
virki eru slysagildur og geta valdi
öðrum óþægindum að ósekju.
Opinbert eftirlit og þekking
Er ekki lag, að menn fari að snúa
sér að því að:
breyta hugsanagangi sínum og
leggja niður núverandi eftirlitskerfi
opinberra aðila.
nýta sér reynslu og færni ein-
staklinga til að hafa eftirlit og bera
ábyrgð.
Eftirlit opinberra aðila með leyf-
isveitingu, yfirferð á teikningum, eft-
irliti með framkvæmdum og jafnvel
með rekstri er tímaskekkja. Halda
menn að það sé hvergi þekking,
reynsla eða vit nema hjá opinberum
aðilum til að fylgjast með hvort fag-
menn, tæknimenn og iðnaðarmenn séu
að vinna sína vinnu fyrir þriðja aðila?
Bera opinberir aðilar einhverja
ábyrgð? Hafa opinberir aðilar ein-
hverja þá þekkingu eða vit sem aðrir
hafa ekki? Er einhver þekking (vottuð)
til hjá opinberum aðilum eða reynsla
eða geta til að sinna eftirliti á öllum
stigum hönnunar, framkvæmdar, eft-
irlits, ráðgjafar eða reksturs mann-
virkja? Kunna embættismenn eitthvað
að hanna, hafa þeir einhvern tíma
hannað eitthvað, eru þeir með réttindi
til að hanna? Opinberir aðilar ættu ein-
ungis að vera til þess að fylgja því eftir,
athuga, skoða hvort hönnuðir og iðn-
aðarmenn, sem eru að vinna sína
vinnu, séu með réttindi, mannvirki
sem á að fara að taka í notkun séu eins
og þeim var ætlað að vera áður en þau
fara í notkun og hins vegar að mann-
virki sem eru í notkun séu eins og þau
eiga/áttu að vera, ef ekki þá eiga þeir
að stöðva framvinduna! Ekki er löggan
að skipta sér af því hvernig bílar eru
framleiddir heldur hvernig ástand og
notkun þeirra er.
Til umhugsunar
Þegar verið er að búa til regluverk
um mannvirkjagerð þurfa menn að
vita hvað hönnuðir áttu að hafa lært,
kunna að gera og hvað
þeim er ætlað að geta.
Eru embættismenn eitt-
hvað heilagir? Af hverju
þarf ekki að „votta“ op-
inbera umsýslu eða er
enginn tilgangur eða
meining í slíku? Við end-
urskoðun laganna nú er
hægt að breyta ástandi
mannvirkjamála í land-
inu, með því að fela
mönnum, sem hafa
menntun, reynslu,
ábyrgðir og viðurkenn-
ingu, að sinna eftirliti
með mannvirkjagerð,
það er verkfræðingum,
tæknifræðingum, arki-
tektum. Menn þurfa að
athuga það, að það er
ekki nóg að stofna ein-
hverja „stofu“ með ein-
hver gæðakerfi, ef eng-
inn einstaklingur með
menntun eða reynslu er
að vinna fagstörfin! Stof-
ur geta gengið kaupum
og sölum án mannskaps!
Eins á það ekki að vera
atriði hvaða nafni eft-
irlitskerfi er kallað sem
menn nota (pp-
vottunarkerfi, ISO9000, ISO14000 …).
Starfsheitin verkfræðingur, tækni-
fræðingur, arkitekt eru lögvarin heiti,
sem menn mega ekki nota nema hafa
til þess leyfi, þetta eiga vera „gæða-
heiti“! Er nóg að hafa „vottunarkerfi“
ef engin menntun eða reynsla er fyrir
hendi! „Stofur“ fá ekki viðurkenningu
sem „verkfræðingur, tæknifræðingur,
arkitekt“, heldur mega þær nota nafn-
ið af því að innanborðs er mannskapur,
sem hefur tilheyrandi þekkingu og
reynslu. Það er órökviss hugs-
unargangur að einungis „opinberar
stofnanir“ geti sinnt eftirlitsstörfum,
enda ber ástand flestra mannvirkja
það með sér. Vonast er til að tekið sé á
þeim þáttum í mannvirkjagerð sem
minnst hefur verið á hér að ofan, en
ekki alltaf að vera skoða garðinn þar
sem hann er hæstur, breiðastur, sterk-
astur, það er hönnuðina. Hætturnar og
slysagildrurnar eru í mannvirkjunum
sem eru í ólagi eða voru aldrei kláruð
og eru í notkun.
Verður höfð stjórn
á því viti sem
í askana er látið?
Friðrik Ólafsson fjallar
um mannvirkjagerð
Friðrik Ólafsson
’Þegar verið erað búa til reglu-
verk um mann-
virkjagerð þurfa
menn að vita
hvað hönnuðir
áttu að hafa lært,
kunna að gera og
hvað þeim er
ætlað að geta.‘
Höfundur er verkfræðingur.
Kristinn Pétursson: „Endur-
vinna gagnagrunna ICES og
Hafró“
Þorsteinn Gestsson fjallar
um vímuefni.
Kosningar 2006
www.mbl.is/kosningar
Már Ingólfur Másson
„Hver er oddvitinn í Árborg?“
Magnús Helgi Björgvinsson
| lau. „Fjölmiðlar standa sig alls
ekki gagnvart Kópavogsbúum.“
Magnús Helgi Björgvins-
son: „Framganga sjálfstæðis-
manna í Gustsmálinu.“
Edda Björgvinsdóttir: „Nöt-
urlegur Hafnarfjarðarbrandari.“
Svanur Sigurbjörnsson:
„Frjálslyndir besti kosturinn.“
Vilborg Halldórsdóttir:
„Flugmóðurskip Björns Inga.“
Toshiki Toma: „Spurning til
allra frambjóðenda.“
Magnús Helgi Björgvins-
son: „Kópavogsbúar skuldsettir
um 110 þúsund.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar