Morgunblaðið - 22.05.2006, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 22.05.2006, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNARLÍF AIR Atlanta Icelandic hefur gengið frá samningi um leigu Boeing 747– 200F fraktvélar til Saudi Arabian Airlines. Er þetta í fyrsta skipti sem Saudi Arabian Airlines leigir frakt- vél af félaginu en frá árinu 1993 hafa farþegavélar verið leigðar af Air Atlanta, eru tvær slíkar nú í leigu hjá félaginu. Saudi Arabian Airlines leigir fraktvélina í 12 mánuði og farþega- vélarnar í átta mánuði. Vélarnar verða afhentar í Jeddah í Sádi-Ara- bíu þann 1. júní. Virði samningsins er um 45 milljónir Bandaríkjadala, rúmir þrír milljarðar króna. Fraktvélin verður í flutningum frá Jeddah til Bandaríkjanna. Far- þegavélarnar koma til með að fljúga til ýmissa staða í leiðakerfi Saudi Arabian Airlines en í nóv- ember verða vélarnar notaðar í pílagrímaflug, í 12. sinn fyrir flug- félagið. Atlanta leigir vélar til Sádi-Arabíu Morgunblaðið/Ásdís                       AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 ● FL Group hefur hafið starfsemi í London. Félagið hefur á síðustu misserum fjárfest í breskum fé- lögum auk þess sem í London eru bankar sem komið hafa að einstökum fjár- festingaverk- efnum félagsins. Meðal nýlegra fjárfestinga eru í tilkynningu nefnd kaupin á Re- fresco sem selt var af 3i í London, sem og kaup félagsins og sölu á hlutum í easyJet. FL Group hefur ráðið Adam Shaw sem framkvæmdastjóra starfseminnar í Bretlandi. Áður starfaði Adam hjá Kaupþingi í London þar sem hann var yfir M&A teymi bankans. Þar áður starfaði hann hjá Enskilda Securities í svipuðum verkefnum. Reynsla hans af fjárfestingarstarfsemi á Norðurlöndunum styður einnig aðra starfsemi FL Group auk þess sem þekking hans á breska mark- aðnum mun hjálpa FL Group að vinna frekar úr þeim verkefnum sem þar bjóðast, segir í tilkynn- ingu. Jafnframt hefur Kristín Hrönn Guðmundsdóttir verið ráðin til starfa hjá FL Group í Bretlandi. Kristín starfaði áður á fjárfestinga- og alþjóðasviði Glitnis og hefur verið með aðsetur í London um nokkurt skeið. Fl Group hefur starfsemi í London ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● BRESKI bankinn Barclays er orð- inn stærsti eigandi sænska fjár- festingabankans Carnegie, sem Landsbankinn seldi nýverið um 20% hlut í. Barclays á 5,4% hlut, eftir að hafa nýlega aukið eign- arhaldið. Frá þessu er greint í sænskum fjölmiðlum. Næst- stærsti eigandi Carnegie er fjár- festingasjóðurinn Robur með 4,5% hlut. Barclays stærstur í Carnegie ● MERRION, írskt verðbréfafyrirtæki í aðaleigu Landsbankans, hefur síð- ustu mánuði reynt yfirtöku á einum keppinauta sinna á Írlandi, Blox- ham Stockbrokers. Samkvæmt frétt Sunday Business Post um helgina var yfirtökutilboðið um 25 milljónir evra, jafnvirði um 2,2 millj- arða króna, en því hefur ekki verið tekið. Tilboðið, sem heimildarmönnum blaðsins ber saman um að sé of lágt, er sagt til marks um áform Merrion um aukinn hluta á verð- bréfamarkaðnum á Írlandi, stutt með fjármagni frá Íslandi. Hvorki forráðamenn Merrion né Bloxham vildu tjá sig við írska blaðið. Merrion reyndi yfirtöku ● GENGIÐ hefur verið endanlega frá kaupum FL Group og fleiri fjár- festa á 49% hlut í hollenska drykkjarvöruframleiðandanum Re- fresco. Kaupin, sem eru upp á um 35 milljarða króna, voru háð sam- þykki samkeppnisyfirvalda í Þýska- landi sem nú hefur fengist og öllum fyrirvörum verið aflétt. Fjármögnun kaupanna er í höndum KB banka, í samvinnu við Societe Generale og Fortis. Hjá Refresco starfa um 1.200 manns í fimm löndum og velta síðasta árs var um 600 millj- ónir króna. Gengið frá Refresco

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.